Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1996, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996
DV
Steinunn Þórarinsdóttir við gerð
eitt verka sinna.
Verk úr
járni, gleri,
gifsi og blýi
í Gerðarsafni í Kópavogi
stendur yfir sýning á verkum
Steinunnar Þórarinsdóttur.
Verkin sem Steinunn sýnir eru
aðallega úr járni en einnig not-
ar hún bæði gifs, gler og blý. í
verkum sínum er Steinunn iðu-
lega á mörkum fantasíu og
raunveruleikans en verkin fjórt-
án, sem hún sýnir, eru öll frá-
sagnarkennd og eins og fyrr er
maðurinn í fyrirrúmi í verkun-
um á einn eða annan hátt.
Steinunn Þórarinsdóttir nam
höggmyndalist á Ítalíu og í
Englandi en hefur síðastliðin
fimmtán ár unnið hér heima og
hefur meðal annars verið fengin
til að vinna stóra minnisvarða,
svo sem í Sandgerði og í Grund-
Sýningar
arfirði, auk þess sem verk henn-
ar prýða fjölmargar opinberar
byggingar.
Sýning Steinunnar í Gerðar-
safni er níunda einkasýning
hennar en auk þess hefur hún
tekið þátt í á þriðja tug samsýn-
inga bæði hér heima og erlend-
is. Þá hefur Steinunn unnið
leikmyndir fyrir leikhús. Sýn-
ingin í Gerðarsafni stendur til
10. mars.
Grétar og
Bjarni í Kaffi
Reykjavík
í kvöld skemmta Grétar Örv-
arsson og Bjami Arason í Kaffi
Reykjavík.
ITC-deildin Harpa
Fundur verður í kvöld kl.
20.00 að Sigtúni 9, Reykjavík.
Fundurinn er öllum opinn.
Kvenfélagið Hreyfill
heldur bingó í Hreyfilshúsinu
í kvöld kl. 20.00.
Aðalfundur
Crohn’s og Colitis Ulcerosa
samtakanna verður í kvöld í fé-
lagsmiðstöðinni Frostaskjóli á
annarri hæð í KR-húsinu.
Snorri Ingimarsson geðlæknir
flytur erindi.
Samkomur
ITC-deildin IRPA
Ræðukeppnisfundur verður í
safnaðarheimili Grafarvogs-
kirkju í kvöld kl. 20.30. Öllum
heimil þátttaka.
Andlegt uppeldi
Bahá’í samfélagið í Hafnar-
firði býður alla velkomna á fyr-
irlesturinn Andlegt uppeldi í
Góðtemplarahúsinu við Suður-
götu, Hafnarfirði, kl. 20.30 í
kvöld.
Tvímenningur
Bridsdeild Félags eldri borg-
ara í Kópavogi veröur með tví-
menning í kvöld kl. 19.00 að Gjá-
bakka, Fannborg 8.
Signý, Björk og Schuil í Borgarleikhúsinu í kvöld:
Ljóðadúettar úr
ýmsum áttum
„Uppistaðan í dagskránni er
safn ljóðadúetta úr ýmsum átt-
um auk nokkurra einsöngslaga.
Hugmyndin að þessum tónleik-
um hefur verið að gerjast um
nokkurn tíma. Við Björk höfum
Skemmtanir
starfað mikið saman á ýmsum
vettvangi og þekkjumst vel. Síð-
ast sungum við dúetta saman
fyrir fjórum árum í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar. Þegar
Borgarleikhúsið ákvað að
standa fyrir tónleikum fannst
okkur komið kjörið tækifæri og
fengum Gerrit tO liðs við okk-
ur,“ sagði Signý Sæmundsdóttir
sópransöngkona í samtali við
DV en hún mun ásamt Björk
Jónsdóttur sópran koma fram á
tónleikum í Borgarleikhúsinu í
kvöld kl. 20.30. Undirleikari
verður Hollendingurinn Gerrit
SchuO, sem leikur á píanó.
Á efnisskránni eru dúettar
eftir PurceO, Haydn, Schumann,
Brahms, Dvorák og Rossini auk
skoskra þjóðlagadúetta sem
ekki hafa heyrst áður hérlendis.
Þá syngja Björk og Signý ein-
söngslög eftir Haydn og Bizet. Alls
flytja 24 lög á tónleikunum, sem
verða í senn í léttum og ljúfum
anda. Signý sagði að þær vonuðust
til að geta flutt dagskrána á fleiri
tónleikum þar sem mikiU undirbún-
ingur lægi að baki hennar.
Signý og Björk þarf vart að kynna
íslenskum tónlistarunnendum.
Björk hefur sungið með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, flutt einsöng
með fjölda kóra og haldið fiölmarga
ljóðatónleika. Sl. haust tók hún þátt
í uppfærslu Hvunndagsleikhússins
á Trjóudætrum við tónlist Leifs Þór-
arinssonar. Signý hefur tekið þátt í
óperuuppfærslum hérlendis og er-
lendis og sungið þar mörg titilhlut-
verk. Hún hefur haldið fiölda ein-
söngstónleika, komið fram með Sin-
fóníuhljómsveit íslands og sungið
einsöng með kórum. Einnig hefur
Signý flutt töluvert af nútímatónlist
sem m.a. hefur sérstaklega verið
samið fyrir hana.
Hringganga á Álftanesi
Álftanesið býður upp á margar
skemmtilegar gönguleiðir og er
frekar snjólétt. Hringgangan á kort-
inu er hressandi ganga. Farið er að
Bessastöðum og gengið fyrir neðan
garð og út á Bessastaðanes eftir
ökuslóð. Vestast á Bessastaðanesi
komum við að rústum Skansins
sem gerður var á 17. öld til varnar
Umhverfi
sjóræningjum. Þar er hægt að rifia
upp danskvæðið um Óla skans sem
bjó í Skansinum í lok síðustu aldar.
Haldið er áfram með Seilunni, vík-
inni við Skansinn, og ströndinni
vestan við Breiðabólstað og Akrakot
fylgt. Margt skemmtilegt ber fyrir
augu á þessari leið.
Heimild: Gönguleiöir á íslandi.
Eyri
Akrakotg*"
Breiðabójssíaður!
Kasthúsatjöca
HrakhólraárV7
ALFTANES
EyvinöarstaðÍL Bessastáðir
Lambhúsatjörn
Skógtjörn
Gálgahraun
Hliösnes
Seilan
Kársne;
KOPA
Arnarnes-
vogur
Ófært á heiðum
austanlands
Góð vetrarfærð er um alla helstu
þjóðvegi landsins. Á Austurlandi er
hafinn mokstur á Vatnsskarði
eystra en ófært er um Mývatns- og
Færð á vegum
Möðrudalsöræfi og Vopnafiarðar-
heiði, þá er Jökuldalur þungfær. Á
leiðunum Egilsstaðir-Unaóos og
Unaós-Borgarfiörður var verið að
moka í morgun og var gert ráð fyr-
ir að þær leiðir opnuðust fyrir há-
degi. Á leiðinni Reykjavík-Akur-
eyri er snjór sumstaaðar á vegum,
má þar nefna Holtavörðuheiði og
Öxnadalsheiði og skafrenningur er í
Vatnsskarði.
0 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir
C^) LokaörSt°ÖU ® Þungfært 0 Fært fjallabílum
Ástand vega
Alexander Máni
eignast
Litli drengurinn á myndinni
fæddist á fæðingardeild Landspítal-
ans 18. febrúar kl. 21.42. Hann var
Barn dagsins
bróður
við fæðingu 3.235 grömm að þyngd
og 50 sentímetra langur. Foreldrar
hans eru Ráðhildur Guðrún Guð-
rúnardóttir og Kári Þórir Kárason.
Hann á einn bróður, Alexander
Mána, sem er fimm ára.
Alan (Robin Williams) áhyggju-
fullur á svip.
Jumanji
Stjörnubíó og Sam-bíóin
frumsýndu um helgina ævin-
týramyndina Jumanji en
Jumanji er nafn á hættulegu og
dularfullu spili sem býr yfir yfir-
náttúrlegum krafti. Þeir sem
leika leikinn þurfa að vera und-
ir það búnir að mæta hættum
sem eru ekki af þessum heimi.
Myndin hefst 1969 þegar Alan
Parish er 12 ára. Hann verður
fórnarlamb leiksins þar sem
honum tókst ekki að klára spilið.
Hann lokast inni í spilinu. Önn-
ur söguhetja, Judy, uppgötvar
spilið og ásamt bróður sínum
sínum, Peter, kastar hún tening-
unum og opnast þá sú vídd sem
skilur að þennan heim og annan
og Alan sleppur út eftir 26 ára
veru í spilinu en nú á eftir að
Kvikmyndir
klára spilið.
Robin Williams leikur aðal-
hlutverkið en auk hans leika í
myndinni Kirsten Dunst, Bonnie
Hunt og Jonathan Hyde. Leik-
stjóri myndarinnar er Joe John-
ston sem er fyrrum brellumeist:
ari við margar frægar myndir
eins og Star Wars og Indiana Jo-
nes-myndirnar og leikstjóri Ho-
ney, I Shrunk the Kids.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Casino
Laugarásbió: Skólaferðalagið
Saga-bíó: Dumbo-aðgerðin
Bíóhöllin: Bréfberinn
Bíóborgin: Heat
Regnboginn: Forboðin ást
Stjörnubíó: Jumanji
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 11
26. febrúar 1996 íd. 9,15
Eining Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 65,630 65,970 67,300
Pund 101,290 101,810 101,150
Kan. dollar 47,720 48,020 48,820
Dönsk kr. 11,6670 11,7290 11,6830
Norsk kr. 10,3390 10,3960 10,3150
Sænsk kr. 9,7430 9,7960 9,5980
Fi. mark 14,5230 14,6090 14,7830
Fra. franki 13,1530 13,2280 13,1390
Belg. franki 2,1970 2,2102 2,1985
Sviss. franki 55,4900 55,8000 55,5000
Holl. gyllini 40,3100 40,5400 40,3500
Þýskt mark 45,1400 45,3700 45,1900
it. lira 0,04182 0,04208 0,04194
Aust. sch. 6,4150 6,4550 6,4290
Port. escudo 0,4337 0,4363 0,4343
Spá. peseti 0,5368 0,5402 0,5328
Jap. yen 0,62390 0,62760 0,63150
írskt pund 104,120 104,760 104,990
SDR 96,55000 97,13000 97,83000
ECU 82,9100 83,4000 82,6300
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Krossgátan
1 3 Iv- sr í
7 £ )o
II
II ri ib-
ur
/7 l& 1
:'ló J
Lárétt: 1 pyngja, 5 svik, 7 hermir,
9 óðagot, 11 vöxtur, 12 óþétt, 14 fals, 16
fiárhirðar, 17 duga, 19 frjó, 20 hræðast,
21 kurteisi.
Lóðrétt: 1 vandræði, 2 neðan, 3
renningar, 4 hindra, 5 hlé, 8 skálma,
10 missti, 13 væla, 15 rugl, 16 eldstæði,
18 vein, 19 gyltu.
Lausn á slðustu krossgátu.
Lárétt: 1 þró, 4 skær, 8 jálkur, 9 áö-
ur, 10 lim, 11 semja, 13 ha, 14 til, 16
órar, 18 stæður, 20 át, 21 summa.
Lóðrétt: 1 þjást, 2 ráð, 3 ólum, 4
skrjóð, 5 kular, 6 æri, 7 ríma, 12 eitt,
13 harm, 15 læs, 17 róa, 18 sá, 19 um.