Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1996, Qupperneq 2
26
MÁNUDAGUR 4. MARS 1996
DV
Iþróttir
íS
_ a\ r
WakJrA (
Jason Dozzell var í sviðsljósinu í ensku knattspyrnunni um helgina en þá skoraði hann sigurmark Tottenham gegn Southampton með góðum skalla. Dozzell,
sem hefur varla skorað þýðingarmeira mark á ferlinum, fagnar því hér á White Hart Lane á laugardag. Símamynd Reuter
Úrslit í ensku
knattspyrnunni
Coventry-West Hara.......2-2
0-1 Cottee (2.), 1-1 Salako (7,), 2-1
Whelan (15.), 2-2 Rieper (22.).
Leeds-Bolton ...........0-1
0-1 Guðni Bergsson (16.).
Man City-Blackburn .....1-1
0-1 Shearer (57.), 1-1 Lomas (84.).
Middlesboro-Everton......0-2
0-1 Grant (28.), 0-2 Hinchcliffe (45.).
QPR-Arsenal ............1-1
1-0 Gallen (20.), 1-1 Bergkamp (49.).
Sheff Wed-Nott Forest...1-3
0-1 Howe (10.), 0-2 McGregor (46.),
1-2 Kovacevic (50.), 1-3 Roy (80.).
Tottenham-Southarapton . . . 1-0
1-0 Dozzell (64.).
Wimbledon-Chelsea...........1-1
0-1 Furlong (35.), 1-1 Clarke
(sjálfsmark á 37.).
Liverpool-Aston Villa.......3-0
1-0 McManaman ( ), 2-0 Fowler ( ),
3-0 Fowler ().
Staðan f úrvalsdeildinni
Newcastle 27 19 4 4 52-25 61
Man Utd 28 17 6 5 55-29 57
Liverpool 28 16 7 5 56-24 55
Aston Villa 28 14 7 7 39-24 49
Tottenham 28 13 9 6 35-25 48
Everton 29 13 7 9 44-30 46
Arsenal 28 12 9 7 36-26 45
Chelsea 29 11 10 7 38-39 43
Nott Forest 28 11 10 7 38-39 43
Blackburn 29 12 6 11 43-34 42
West Ham 29 11 6 12 33-39 39
Leeds 26 10 5 11 31-38 35
Middlesb. 29 9 7 13 28-39 34
Sheff Wed 28 7 8 13 37-46 29
Wimbledon 28 6 8 14 40-56 26
Coventry 28 5 11 12 35-51 26
Man City 28 6 8 14 20-40 26
Shampton 27 5 10 12 27^0 25
QPR 28 6 4 18 23-42 22
Bolton 29 5 4 20 29-58 19
Úrslit í 1. deild
Birmingham-Sheff Utd.........0-0
Derby-Huddersfield ..........3-2
Luton-Crystal Palace.........0-0
Millwall-Wolves..............0-1
Portsmouth-Charlton..........2-1
Reading-Watford .............0-0
Southend-Norwich.............1-1
Stoke-Bamsley................2-0
WBA-Port Vale ...............1-1
Grimsby-Sunderland ..........0-4
Ipswich-Leicester............4-2
Oldham-Tranmere..............1-2
Staðan í 1. deild
Derby 34 17 12 5 55-37 63
Sunderland 33 15 12 6 41-25 57
Charlton 32 13 13 6 46-35 52
Stoke 32 14 10 8 45-34 52
Huddersf. 32 13 10 9 45-37 49
Barnsley 33 12 11 10 43-48 47
Ipswich 31 12 10 9 57-46 46
Leicester 33 11 13 9 49-47 46
Cr.Palace 32 11 13 8 42-40 46
Southend 33 12 9 12 3342 45
Millwall 35 11 11 13 34-45 44
Portsmouth 34 11 10 13 54-54 43
Norwich 34 10 11 13 44-43 41
Wolves 32 10 11 11 4342 41
Tranmere 32 10 10 12 42-38 40
Birmham 31 10 10 11 4342 40
Grimsby 31 9 12 10 35-41 39
SheffUtd 35 9 11 .15 41-50 38
Reading 32 8 14 10 3340 38
Luton 33 9 10 14 31-44 37
Oldham 31 8 12 11 39-35 36
WBA 32 10 6 16 38-51 36
Port Vale 30 7 12 11 35-42 33
Watford Hva 31 Ið 5 »1 11 í 15 ei 32-45 ris 26 t
í kvöld?
Tvö efstu og bestu liðin í
ensku knattspymunni, Necastle
og Manchester United, leika í
kvöld í úrvalsdeildinni og bíða
margir yfir sig spenntir eftir
þessum stórleik.
Sigri Newcastle í leiknum má
telja möguleika liðsins á meist-
aratitli mun betri en áður en
vinni United er liöið jafnvel lík-
legra til að vinna meistaratitil-
inn.
Leikurinn hefst klukkan sjö í
kvöld og hann er sýndur í
beinni útsendingu á Stöð 3.
-SK
Wright fékk áminn-
ingu af hörðustu gerð
Ian Wright, leik-
maður Arsenal, slapp
með skrekkinn þegar
kveðinn var upp úr-
skurður í máli hans
sem upp kom eftir að
Wright kallaði enska
dómara litla Hitlera.
Wright, sem alltaf
er í einhverjum vand-
ræðum, fékk mjög
harða áminningu. Má
Wright teljast hepp-
inn með þessa niður-
stöðu en flestir bjugg-
ust við mun strangari
útkomu.
-SK
„Giggs aldrei verið betri”
- segir Alex Ferguson, stjóri United
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, er og hefur
lengi verið mjög hrifmn af hinum unga og snjalla Ryan Giggs. Ferguson
segir Giggs afar mikilvægan hlekk í liðinu og hann sé nú að leika sitt
besta tímabil til þessa.
„Giggs hefur þroskast mikið. Hann á mjög góðar sendingar og skilur
leikinn geysilega vel. Síðasta tímabil var erfitt hjá honum vegna meiðsla
en nú hefur hann aldeilis slegið í gegn hjá okkur. Spilamennska hans í
vetur hefur farið fram úr okkar björtustu vonum,” segir Ferguson. -SK
Enska knattspyrnan um helgina:
Sigurmark
frá Guðna
- Guðni Bergsson tryggði Bolton sigur gegn Leeds með góðu marki
Guöni Bergsson var held-
ur betur í sviðsljósinu á
laugardag í ensku knatt-
spyrnunni. Hann skoraði þá
sigurmark Bolton Wanderes
gegn Leeds United á Elland
Road og tryggði Bolton þrjú
stig í fallbaráttunni og ekki
mun af veita.
Sigurinn var auðvitað
auðmýkjandi fyrir Leeds og
stuöningsmenn liðsins sem
sumir höfðu komið til leiks-
ins um langan veg. Þetta
var aðeins fimmti sigur
Bolton á tímabilinu í úr-
valsdeildinni og annar úti-
sigurinn í vetur. Hvort
þetta mark Guðna og
sigurinn geta hjálpað
Bolton í erfiðri fallbaráttu
kemur í ljós á næstu vikum.
Liverpool á fleygiferð
Liverpool er að gera það
gott þessa dagana og fylgir
Newcastle og Manchester
United eins og skugginn í
toppbaráttunni.
Liverpool tók Aston Villa
í bakaríið í gær á Anfield og
það er ljóst að Liverpool er
líklegt til að blanda sér
alvarlega í toppbaráttuna.
Ef Newcastle og United
misstíga sig er Liverpool
allt eins líklegt til að hampa
meistaratitlinum í vor eins
og liðið leikur í dag.
Leikmenn Liverpool
skoruðu þrjú mörk á fyrstu
7 mínútum leiksins. Fyrst
Steve McManaman og siðan
komu tvö mörk frá Robbie
Fowler. Með þessum sigri
er Liverpool aöeins tveimur
stigum á eftir Man. Utd í
þriðja sæti og aðeins 6
stigum á eftir Newcastle.
Meö þessum ósigri má
segja að möguleikar Aston
Villa hafi farið fjandans til
en liðið á þó enn möguleika
á Evrópusæti.
Tottenham vann dýrmæt-
an sigur á heimavelli sínum
gegn Southampton. Jason
Dozzell skoraði sigurmarkið
og Tottenham hefur góða
möguleika á að ná Evrópu-
sæti. Það er ekki á hverjum
degi sem Dozzell nær þeim
áfanga að skora fyrir
Tottenham því hann skor-
aði síðast fyrir Tottenham
fyrir fimm mánuðum.
Manchester City komst af
hættusvæðinu á botninum
með því að ná jafntefli gegn
Blackburn. Norður-írinn
Steve Lomas tryggði City
stigið.
Fallbaráttan er að komast
á fulla ferð. Coventry og
West Ham skildu jöfn á
laugardag og öll fjögur
mörkin voru skoruð á að-
eins 22 mínútum.
Hið lélega lið Wimbledon
heldur áfram að ná í stig á
ótrúlegan hátt. Chelsea varð
að gefa eftir tvö stig gegn
Wimbledon um helgina og
því miður virðist þetta leið-
inlega lið Wimbledon líklegt
til að halda sæti sínu i úr-
valsdeildinni. Chelsea færði
Wimbledon stigið á laugar-
dag með sjálfsmarki á silf-
urfati. Steve Clark skoraði
sjálfsmarkið og á örugglega
erfitt um þessar mundir því
þetta var annar leikurinn í
röð sem hann skorar sjálfs-
mark.
Hvorki gengur né rekur
hjá Middlesboro. Liðið tap-
aði níunda leik sínum af tíu
síðustu leikjum á laugardag
gegn Everton. Brasilíumað-
urinn Branco kom inn á
þegar tíu mínútur voru til
leiksloka en hafði vitaskuld
ekki mikið með úrslit leiks-
ins að gera. -SK