Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 28
44 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996 onn Saddam Hussein á svo sannar- lega hauk í horni þar sem ílj- úmzhínov er. Friðarverðlaun til Saddams „Saddam er bara eins og hver annar forseti og þess verður ekki langt að bíða að hann verði sæmdur friðarverðlaunum Nóbels." Kírsan lljúmzhínov, forseti FIDE, i viðtali. Ummæli Tek þátt til þess að vinna „Ef ég tek þátt I keppni þá geri ég það til þess að vinna.“ Anna Mjöll Ólafsdóttir um þátttöku í Eurovision, í DV. Nútímasjórán „Sjálfsagt geta sjórán farið fram árið 1996 og þetta er bara sjórán." Sigurður Grétarsson útgerðarmaður, í Tímanum. Hreppsómaga-hugsunar- háttur „Verið er að koma fátæku fólki aftur á sveitarframfæri og taka upp hreppsómaga-hugsun- arhátt miðalda.“ Hrafnkell A. Jónsson, í Alþýðublaðinu. „Hvað er hryðjuverka- maður? Er það ekki maður sem frem- ur glæp gegn mannkyni?" Jón Stefánsson um ásökun sr. Flóka, i Tímanum. Hvítur hákarl fær fæði í sjávardýrasafni. Hákarlar veidd- ir á stöng Ástralía er aðalheimkynni Hvíta há- karlsins eða Mannætuhákarlsins (Charcarodon charcharias), eins og hann er oft nefndur, en víða má þó finna hann í Kyrrahafinu. Þessi hákarl er fyrirmynd allra þeirra hákarla sem eiga að hræða í kvikmyndum. Stærsti skrásetti fiskur sem veiddur hefur verið á stöng er einmitt hvítur hákarl, hann var 1208 kíló að þyngd og 5,13 metra langur. Það var Alf Dean sem veiddi hann á 58 kg tilraunalínu við Denial Bay í Suður-Ástralíu, 21. apríl 1959. Enn stærri hvítur hákarl, 1537 kg, Blessuð veröldin var dreginn við Suður-Ástralíu 27. apríl 1976 en metið fékkst ekki staðfest þar sem notað var hvalkjöt í beitu, en það er ólög- legt. Stærri hákarlar hafa verið veiddir, en ekki á stöng. Til að mynda skutluðu nokkrir fiskimenn stóran hvítan hákarl í höfninni í San Miguei á Azoreyjum. Hann reyndist vera 4536 kiló og 9 metra langur. Stærsta veiði með handskutli Stærsta sjávardýr sem veiðst hefur með handskutli var steypireyður, 29,56 m löng, sem Archer Davidson veiddi í Twof- old Bay í Nýja Suður-Wales í Ástralíu árið 1910. Sporðurinn mældist 6,09 metra breiður og kjálkabeinið var 7,11 metrar. Éljagangur norðaustanlands I dag verður norðvestankaldi eða stinningskaldi og léttskýjað suð- austan til en éljagangur annars staðar, einkum norðaustanlands. Síðdegis lægir nokkuð og léttir til á Veðrið í dag vestanverðu landinu en snýst í norðankalda með smáéljum norð- austanlands. Hiti 0 til 6 stig yfir dag- inn á sunnanverðu landinu en norð- anlands frystir. Á höfuðborgarsvæð- inu snýst í norðvestankalda með smáéljum en lægir nokkuð og léttir til síðdegis. Hiti 1 til 4 stig í dag en frystir í kvöld. Sólarlag í Reykjavík: 20.05. Sólarupprás á morgun: 6.59. Slðdegisflóð í Reykjavík: 24.52. Árdegisflóð á morgun: 0.52. Heimild: Almanak Háskólans. Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri skúr á sió.kls. 6 Akurnes skýjaó 5 Bergsstaðir rigning og súld 4 Bolungarvík léttskýjaó 2 Keflavíkurflugv. alskýjaö 5 Kirkjubkl. alskýjaö 4 Raufarhöfn skýjað 3 Reykjavík alskýjaó 4 Stórhöfði úrkoma i grennd 4 Helsinki þokumóða -4 Kaupmannah. heióskírt -1 Ósló léttskýjað 1 Stokkhólmur léttskýjað -3 Þórshöfn skúr 5 Amsterdam léttskýjaö -4 Barcelona þokumóða 10 Chicago heiöskírt 9 Frankfurt skýjað -i0 Glasgow skýjað -1 Hamborg heióskírt -5 London léttskýjaó 0 Los Angeles skýjað 16 Lúxemborg skýjað -4 Paris skýjað 2 Róm þokumóða 11 Mallorca þoka í grennd 7 New York heiðskírt 4 Nice skýjað 11 Nuuk slydda á síð. kls. 2 Orlando skýjað 19 Vín rigning 5 Washington heiðskírt 7 Winnipeg alskíjaó -14 Hallfríður Einarsdóttir, formaður Iðnnemasambands íslands: Valdi vélvirkjanám þegar í Iðnskólann var komið „Ég var kosin í stjórn Iðnnema- sambands íslands á síðasta ári svo ég er tiltölulega ný í stjórninni og var þá kosin varaformaöur. Það að ég er orðin formaður núna kemur til af því aö Jón Ingi Sigvaldason formaður sagði af sér af persónu- legum ástæðum og vegna vinnutil- högunar hjá honum,“ segir Hall- fríður Einarsdóttir, nýorðinn for- maður Iðnnemasambands íslands. Hallfriður er nemi í vélvirkjun eða vélsmíði eins og það heitir í dag: „Ég er ekki viss um hvort ég er sú eina í þessu námi þessa stundina en ég veit allavega ekki af annarri, enda er það sjaldgæft að stúlkur fari í vélvirkjun, en það Maður dagsins er aftur á móti að aukast að stúlk- ur fari i bifvélavirkjun." Hallfríður segir að hún hafi ekki farið í Iðnskólann með það sérstaklega fyrir augum að fara í vélvirkjanám: „Ég byrjaði í grunn- deild málmiðnaðar og eftir aö hafa skoðað hvað var í boði ákvað ég að fara í vélvirkjun." Hallfríður sagði aðspurð að Iðn- nemasambandið væri fyrst og Halifríður Einarsdóttir. fremst stéttarsamtök og koma þau aö launa- og kjaramálum iðnnema: „Það sem nú er aðallega í gangi hjá okkur er að stækka Iðnnema- sambandið. I dag eru í samband- inu nær eingöngu nemar í löggilt- um iðngreinum. Þó eru einnig nemar í tölvubraut, tækniteiknun, iðnhönnun og matartækni í sam- bandinu. Það eru ekki löggiltar iðngreinar og nú er unnið að því að fá fleiri greinar inn, svo sem sjúkraliða og fleiri stéttir. Þetta eru fjölmenn samtök sem eru með eitthvað á bilinu fjögur til fimm þúsund meðlimi í 64 aðildarfélög- um.“ Eitt af því sem Iðnnemasam- bandið hefur staðið í er að byggja upp félagsíbúðir iðnnema: „Það eru fimm ár síðan við fórum af staö með þetta átak og í dag erum við með 26 íbúðir og 32 herbergi. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og er allt húsnæöið í nýtingu, enda erum við með lægsta leigu- verðiö á markaðinum og tfl að mynda lægra en Félagsstofnun stúdenta er með.“ Hallfríður sagöi að allir iðnnem- ar byrjuðu í Iðnskólanum en svo væri miserfitt að komast á samn- ing: „Það eru tU greinar sem bæði eru vinsælar og taka við fáum nemum og má þar nefna rafeinda- virkjun og bifvélavirkjun." Hall- fríður sjálf er ekki komin á samn- ing en sagðist ekki hafa áhyggjur af því enn sem komið er. Þegar Hallfríður var spurð um áhugamál sagði hún það vera ljós- myndun sem hún stundar í frí- stundum. -HK DV Stjarnan og Þróttur í blaki í kvöld er keppt í blaki og hand- bolta. Fjórða viðureign Stjömunnar og Þróttar, Reykjavík, um íslands- meistaratitilinn í blaki fer fram í kvöld. Staðan er sú að Þróttur hefúr unnið tvo leiki og Stjaman einn. Leikurinn í kvöld er á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ og hefst leikurinn klukkan 20. íþróttir í handboltanum er keppt í úrslita- keppninni í 2. deild og fara fram þrir leikir. Fram og HK eru svo gott sem búin að tryggja sér setu i 1. deUdinni á næsta tímabili, en þau munu leika saman í kvöld og fer leikurinn fram í Kópavogi. Aðrir leikir eru Fylkir- UBK og Þór-ÍH. Leikirnir þrír heflast kl. 20. Heimur Guðríðar Leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur, Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms, hefur verið tekið til sýningar á ný. Það var frumflutt fyrir ári síðan og einnig sýnt fyrir síðustu jól. í kvöld verður leikritið sýnt í Háteigskirkju kl. 20. Aðalleikarar eru Margrét Guð- mundsdóttir, sem tók við af Helgu Leikhús Bachmann sem var í verkinu í fyrra, Helga Elínborg Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. í minni hlutverkum Sölmundar sonar Guðríðar eru Guð- jón Davíð Karlsson og Björn Brynjúlf- ur Bjömsson. Leikmynd og búninga gerir Elin Edda Ámadóttir og tónlist er samin og leikin af Herði Áskels- syni. Bridge í úrslitakeppninni um Vanderbilt bikarinn í sveitakeppni í Bandaríkj- unum fyrir skömmu, áttust við sveitir Zia Mahmood og Nick Nickells. Zia hafði betur í leiknum og græddi meðal annars 13 impa á þessu spili. Sagnir gengu þannig í opnum sal, vestur gjafari og NS á hættu: * Á V 986 ♦ ÁG5 * G76542 * DG10932 •f 742 * 103 * D3 ♦ 876 «4 ÁKG ♦ D97 * ÁK109 Vestur Norður Austur Suður Freeman Deutsch NickeU Rosenb. pass pass pass 1 grand 2* pass 24 pass 24 34 dobl 4* pass 44 pass 6* p/h Freeman ákvað að opna ekki á hendi vesturs og það gaf Deutch og Rosenberg meira næði til að at- hafna sig. Tveggja laufa innákoma vesturs lofaði einhverjum lit og þeg- ar það lá ljóst fyrir að liturinn var spaði, hófust Deutsch og Rosenberg handa við sagnirnar. Fjögurra spaða sögn norðurs var fyrirstöðu- sögn og slemmuboð í laufi og Rosen- berg tók áskoruninni. Þegar tíg- ulsvíning mistókst, tók Rosenberg hjartasvíninguna og stóð sitt spil. Á hinu borðinu fengu Hamman og Wolff úr sveit NickeUs minna sagn- rými á hendur NS. Vestur Norður Austur Suður Stansby Hamman Martel Wolff 34 pass 44 dobl pass 5* p/h Stansby ákvað að hindrunarsegja 3 spaða i upphafi á hagstæðum hættum og lokasamningurinn hjá Hamman og Wolff var því hálfgert skot í myrkri. Þeir hefðu getað grætt á spilinu, ef það hefði legið verr, en í þessari legu var 13 impa tap óhjákvæmUegt. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.