Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996
Fréttir
13
„Landsins forni Qandi“ nálgast:
Iskyggilega nærri
og nálgast enn
- full ástæða til að vara skipstjómendur við, segir Þór Jakobsson veðurfræðingur
„Hafísinn er ískyggilega nærri
landi og vegna þess aö vindáttir
hafa verið og verða sennilega áfram
mjög óhagstæðar - vestlægar og
norðvestlægar. Það er því full
ástæða til að vara skip við á sigl-
ingaleiðum norður með Vestfjörð-
um og fyrir Horn,“ segir Þór Jak-
ohsson veðurfræðingur. Veðurspá
út þessa viku gerir ráð fyrir áfram-
haldandi stöðugri vest- og norðvest-
lægri vindátt sem mun halda áfram
að hrekja ísinn nær landi.
Landhelgisgæslan sendi í fyrra-
dag flugvélina SYN í ískönnunar-
flug yfir Dohrnbanka og norður fyr-
ir Vestfirði. Meginísinn var næst
landi 18 sjómílur norðvestur af
Barða, 22 sjómílur norðvestur af
Straumnesi og 17 sjómílur norðaust-
ur af Horni. Þá var íshrafl allviða út
frá meginísnum og næst landi var
það um 15 sjómílur frá landi. Þá var
um fjögurra sjómílna langur og 0,5
sjómílna breiður ísfláki um fimm
sjómílur út af Gelti. Þéttleiki ísjað-
arins reyndist víðast hvar vera
1-2/10 næst brúninni en 4-6/10 inn-
an hennar.
Þór segir það fullsnemmt að spá
um hvort hætta sé á að ísinn verði
landfastur á Vestfjörðum. Hins veg-
ar séu stakir jakar þegar komnir
mjög nærri og alls ekki útilokað að
þá taki að reka á land og ýmislegt
getur borist með þeim eins og dæm-
in sanna, þar á meðal hvítabirnir.
„Það er spáð hægum áttum fram
yfir helgi, en þær eru mjög óhag-
stæðar þannig að ísinn rekur jafnt
og þétt nær.“ Þór Jakobsson vill að
lokum beina því til skipstjómenda á
siglingu út af Vestfjörðum að senda
Veðurstofunni upplýsingar um haf-
ísinn.
-SÁ
Wýip varahlutir
Rosuklemmur
• Vatnshosur
• Tímareimar
og strekkjarar
• Bensíndælur
• Bensínlok
• Bensínslöngur
• Álbarkar
• Kúplingsbarkar
og undirvagns-
gormar.
...í bifreiðina þína
Við erum aðalumboðsaðilar fyrir bifreiðavara-
hlutina TRIDON Skandinavia A/S.
Varahlutir sem við erum stolt af.
Markvisst þjónum við ykkur enn betur!
BRÆÐURNIR
Lágmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807
BOSCH verslunin, aðkeyrsla frá Háaleltlsbraut
TRIDON^- Söluaðilar:
GH verkstæðið, Borgarnesi. Þórshamar, Akureyri.
Víkingur, Egilsstöðum. Vélsmiðja Homatjarðar, Hornafirði.
Tígri stendur
í stórræðum:
Frá heimsókn krakk-
anna í Leikgarði á
DV.
DV-myndir BG
Leikskólakrakkar
heimsækja DV
Krakkar úr leikskólanum Leik-
garði í Reykjavík komu í heimsókn
á DV nú í vikunni. Tígri, lukkudýr
krakkaklúbbsins, kom og heilsaði
upp á krakkana og sungu þeir sam-
an fyrir ljósmyndara og blaðamenn
blaðsins. Krakkarnir eru um þessar
mundir að heimsækja fyrirtæki og
skoða samfélagið í nærmynd.
Tígri, lukkudýr krakkaklúbbsins,
stendur í stórræðum þessa dagana.
Nú í vikunni er að hefjast Smásagn-
asamkeppnin Tígripenninn ’96. Við-
fangsefni samkeppninnar að þessu
sinni er Tigri í umferðinni. Hann er
núna að læra umferðarreglurnar,
hvernig fara á yfir götu og hvernig
útbúa á reiðhjólið fyrir vorið.
I sögu, sem ekki á að vera lengri
en 3 síður, eiga krakkar á aldrinum
6-12 ára að skrifa um Tígra og æv-
intýri hans í umferðinni. Allir
krakkar sem senda inn sögu fá tei-
naglit á reiðhjólið. Valdar verða sið-
an 50 sögur sem gefnar verða út i
einni bók, Tígrabókinni. Þeir sem
vilja fá nánari upplýsingar um sam-
keppnina geta haft samband við
Krakkabklúbb DV í sima 550-5000.
Síðasti skiladagur er 6. maí. Hægt
er að senda sögurnar til Krakkakl-
úbbs DV, Þverholti 14,105 Reykjavík.
Pátlía*flfl)apofiyr mi WS0
Pátkcwggjapottur 96
i m m
Hringdu í síma 904 1750 og taktu þátt í skemmtilegum leik með
Sparihefti heimilanna. 300 heppnir þátttakendur sem svara
réttþremurspurningumúrtlrf sparihefti heimilanna fá
gómsœtt páskaegg frá Nóa JL - Síríusi í verðlaun.
SparihefH
heimilanna
Nöfn vinningshafa verða birt í DV miðvikudaginn 3. apríl.
Páskaeggin verða afhent á 4. hœð í Perlunni laugardaginn 6. apríl,
frá klukkan 14-17. Vinningshafar eru beðnir að hafa persónuskilríki
meðferðis þegar eggin