Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1996, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1996 9 Utlönd Dole öruggur um útnefningu Hinn hægrisinnaði Pat Buchanan játaði ósigur sinn í slagnum við Boh Dole um útnefningu Repúblikana- flokksins til forsetaembættisins í nótt, eftir að Dole hafði unnið yfir- burðasigur í Kaliforníu, Was- hington og Nevada. Með sigri í rikj- unum þremur hefur Dole tryggt sér stuðning þeirra 996 fulltrúa sem þarf til að hljóta útnefningu. Löngu var orðið ljóst hvert stefndi. Þó Buc- hanan hafi hrósað sigri í New Hampshire ríki í upphafi kosning- abaráttunnar hefur Dole haft sigur í öðrum ríkjum. Þetta er í þriðja sinn sem Dole berst um útnefningu Repúblikanaflokksins, en hann hafði áður tapað í þeim slag árin 1980 og 1988. Buchanan tók ósigrinum vel og óskaði Dole til hamingju með út- nefninguna. Bob Dole er elsti maður sem nokkurn tímann hefur boðið sig fram í embætti Bandaríkjafor- seta, 72 ára gamall. Hann er 23 árum eldri en Bill Clinton og margir telja að það veiki mjög stöðu hans í bar- áttunni. Aldursmunurinn veldur repúblik- önum nokkrum áhyggjum og marg- ir þeirra sem styðja hann hafa ekki mikla trú á að hann muni sigra í baráttunni við Clinton. Skoðana- könnun meðal þeirra sem studdu Dole í Kaliforníu bendir til þess að 52% þeirra telji Dole fremur hug- myndasnauðan stjórnmálamann og 45% hefðu heldur kosið að hafa ann- an fulltrúa til að etja kappi við Clin- ton. Aðrar skoðanakannanir i Kali- forníu benda til þess að Clinton hafi 20% forskot á Dole. Reuter Oldungadeildarþingmaðurinn Bob Dole fagnar sigri sínum í forkosningum repúblikana í Kaliforníu en hann var þá staddur á stuðningsmannafundi í Washingtonborg. Dole lýsti því yfir að hann hefði nú tryggt sér tilnefningu sem for- setaefni Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum. Símamynd Reuter ,Morðiö á Olof Palme enn á síðum sænskra dagblaða: Gefíð í skyn að Svíinn sem sýknaður var sé hinn seki Fjölmiðlar í Svíþjóð gáfu enn í skyn í gær að Svíinn sem sýknaður var af ákærum um að hafa myrt Olof Palme, fyrrrnn forsætisráð- herra, fyrir 10 árum væri hinn seki. Sænska sjónvarpið sagðist hafa haft samband við tvo aðila sem sögðu að Christer Pettersson, nú 48 ára gamall, hefði sagt þeim að hann hefði skotið Olof Palme á götu í febrúarlok 1986, þegar sá síð- amefndi var á leið heim úr bíói ásamt konu sinni. Sænsk dagblöð tóku síðan upp þráðinn i gær og endurtóku ásak- anir sínar á hendur Pettersson. Hann var sýknaður fyrir áfrýjunar- dómi en áður hafði undirréttur dæmt hann sekan rnn ódæðið. Pett- ersson, sem sagðist saklaus af morðinu á Palme, hefur ekki gefið færi á viðtali vegna fréttanna. Pettersson var sýknaður þar sem traust sönnunargögn vantaði og rétturinn taldi að Lisbet, eiginkona Palme, sem þekkti hann sem morð- ingjann, hefði farið mannavillt. Vangaveltur um þátt Petterssons í morðinu hófust á ný í síðasta mánuði þegar deyjandi klúbbeig- andi játaði að hafa látið Pettersson hafa byssu rétt fyrir morðið. Það var sams konar byssa og talið er að hafi orðið Palme að bana. Hún hef- ur ekki fundist. Reuter Flest morð í Kólumbíu Nefnd bandarískra lögmanna hefur krafist nánara eftirlits Sam- einuðu þjóðanna með mannrétt- indaástandinu í Kólumbíu en þar sé hæsta morðtíðni í heiminum. Kólumbía hefur notið þess vafa- sama heiðurs síðastliðin fimm ár að vera það land heims þar sem Qest morð eru framin. Á árunum 1988-1995 voru að jafnaði 76 morð framin árlega á hverja 100 þúsund íbúa. Reuter SAMTÖK GEGN ASTMA OG OFNÆMI OFNÆMI Davíð Gíslason læknir flytur erindi um tíðni of- næmis á íslandi á fræðslufundi Astma- og of- næmisfélagsins í Múlabæ, Ármúla 34 III hæð fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30. Kaffiveitingar - allir velkomnir STJÓRNIN NÝI ÖKUSKÓLINN KLETTAGÖRÐUM 11 SUNDAHÖFN Námskeið til aukinna atvinnumöguleika VINNUVÉLANÁMSKEIÐ Kvöld- og helgarnámskeið hefst nk. fimmtudag 28. mars, kl. 17.30. Veitir öll réttindi á vinnuvélar. MÆLINGANÁMSKEIÐ Grunnnámskeið í landmælingum, 13. og 14. apríl. AUKIN ÖKURÉTTINDI Vörubíll, leigubíll, rúta, helgarnámskeið hefst 19. apríl. UPPLYSINGAR í SÍMUM 588 4500 80 Gildir aðeins í 3 dana. Frábært tilboð Vegna fjölda eftirspurna tókst okkur að útvega aðra sendingu afhinum vinsælu Undrabijósta- höldurum. Ég Og PÚ Laugavegi 66 ♦ Sími 551 2211 Starlite CD-105 Ferðageislaspilari með Ferðageislaspilari m/útvarpi heyrnartólum, straumbreyti o.fl. og kassettutæki. Verð kr. 13.900 stgr. Verð kr. 14.989 stgr. . <***. B R Æ D U R N I R H (m ORMSSON HF ” Lágmúla 8, s. 553 8820 Lenco PPS 2024 1 disks geislaspilari, útvarp með 20 stöðva minni, segulband, fjarstýring með öllum aðgerðum, 200 W pmpo. Verð aðeins kr. 29.900 ONWA Mini 3248 Hljómtækjasamstæða með útvarpi, magnara. tvöföldu kassettutæki, geislaspilara, stöðvaminni í útvarpi, fullkominni fjarstýringu og plötuspilara. Kr. 31.887 stgr. Midi Denver MC88 1 disks geislaspilari, útvarp og segulband. Verð Kr. 14.996 stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.