Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 2
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 íþróttir Körfubolti: Stafholtstungur í 1. deildina Liö Stafholtstungna sigraði á dögunum í úrslitakeppni 2. deildar karla og hefur þar með tryggt sér sæti i 1. deildinni á næsta tímabili. Stafholtstungna- menn unnu Bresa frá Akranesi, 103-89, í úrslitaleik deildarinnar. Laugdælir unnu USVH, 89-83, í leik um 3. sætið, Árvakur varð í 5. sæti eftir að Golfklúbbur Grindavíkur gaf leik um það sæti og HK vann Austra frá Eskifirði, 118-66, í leik um 7. sætið. Úrslitakeppnin var mjög jöfn og lítill munur var á sjö efstu lið- unum, enda fór ekkert lið ósigr- að í gegnum hana. Stafholts- tungnamenn fengu til dæmis 29 stiga skell gegn HK en það kom ekki að sök. -VS Arnar byrjaður Amar Gunnlaugsson, Skaga- maðurinn í liði Souchaux í frönsku 2. deildinni í knatt- spymu, spilaði með liði sínu í fyrsta sinn í langan tíma en hann hefur átt við meiðsli að stríða í hásin. Arnar lék síðustu 20 mínúturnar þegar Souchaux gerði markalaust jafntefli í leik sínum um helgina. Arnar og fé- lagar eru í 7.-8. sæti en liðið á tvo leiki til góða. KR-strákar unnu 8. flokkur KR í körfuknattleik sigraði í Scania Cup, sem er óopinbert Norðurlandamót yngri flokka, um helgina. KR-strákam- ir, sem hafa verið ósigrandi hér heima undanfarin tvö ár, léku 5 leiki og unnu þá alla. í riðla- keppninni unnu þeir Tapiola frá Finnlandi, 84-37, og Atvik frá Svíþjóð, 52-37. í 8 liða úrslitun- um lagði KR JKS frá Svíþjóð, 100-40, í 4 liða úrslitunum Akra- pof frá Svíþjóð, 67-55, og í úr- slitaleiknum unnu strákarnir finnska liðið Tapiola aftur, 60-42. -GH Kiel meistari Þegar einni umferð er ólokið í þýsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik hefur Kiel tryggt sér meistaratitilinn 3. árið í röð. Kiel vann um helgina Dússeldorf, 22-21. Dormagen, lið Kristjáns Arasonar, sigraði Minden, 27-19, og er í 9. sæti. -GH Danir sigruðu Danir sigruðu íslendinga, 7-2, í unglingalandsleik í borðtennis sem fram fór hér á landi á laug- ardaginn. íslandsmeistarinn, Guðmundur E. Stephensen, náði sér ekki á strik og tapaði tyrir tveimur sterkustu Dönunum. Nánar verður fjallað um leikinn á unglingasíðu á morgun. -Hson/VS Ólafur hættir sem formaður HSÍ Ólafur B. Schram hefur ákveð- ið að gefa ekki kost á sér til end- urkjörs sem formaður HSÍ á árs- þingi sambandsins í vor. Sam- kvæmt Stöð 2 hafa tveir verið nefndir í stöðuna, Guðmundur Ingvarsson og Jón Zoega. Andri með tvö Fylkir vann öruggan sigur á ÍR, 4-1, í A-deild Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu í gær- kvöldi. Staðan var 3-1 í hálfleik. Andri Marteinsson skoraði tvö mörk og Ólafur Stígsson og Þór- hallur Dan Jóhannsson eitt hvor fyrir Fylki en Kristján Brooks gerði mark ÍR-inga. -VS Gunnar þjálfar FH Gunnar Beinteinsson var í gær ráð- inn þjálfari FH-liðsins í handknattleik í stað Guðmundar Karlssonar. Gunnar ætti að vera öllum hnútum kunnugur hjá FH en hann hefur leikið allan sinn feril með félaginu, rúmlega 300 leiki með meistaraflokki og hefur verið lykilmaður liðsins mörg undanfarin ár. „FH-ingamir leituðu til mín og ég skoraðist ekki undan þeirri beiðni að taka við þjálfun liðsins. Þetta verður spennandi verkefni. Það þarf ákveðin endurnýjun að eiga sér stað hjá okkur. Það þarf að fara að hleypa ungu strák- unum inn í þetta af alvöru og ég tel það heppilegan tíma núna þegar margir af bestu handknattleiksmönnum landsins eru að fara út,“ sagði Gunnar i samtali við DV í gærkvöldi. Gunnar sagðist ætla að spila með liðinu eh ekki í jafn miklum mæli og hann hefur verið að gera. Gunnar hef- ur ekki þjálfað meistaraflokk áður en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá FH. Aðspurður hvort hann væri búinn að gefa landsliðssætið upp á bátinn sagði Gunnar: „Ég var hættur en þeg- ar Þorbjörn bað mig um vera með í Evrópuleikjunum ákvað ég að slá til. Ég kláraði það'verkefni og fannst þá góður tímapunktur að hætta.” Ekki er vitað annað en flestir leik- menn sem léku með liðinu í vetur verði áfram en líklegt er þó að Héðinn Gilsson fari til Fredenbeck í Þýska- landi. -GH Gunnar Beinteinsson er tekinn við þjálfun FH-inga og gefur jafnframt ekki kost á sér í landsliðið lengur. Tveir leikir gegn Eistlandi í april Samið hefur verið við Eistlend- inga um tvo landsleiki í knatt- spymu sem fram fara í Eistlandi dagana 23. og 24. apríl. Fyrri dag- inn mætast 21 árs landslið þjóð- anna og A-landsliðin kvöldið eftir. Teitur Þórðarson, fyrrum lands- liðsfyrirliði íslands, er tekinn við eistneska landsliðinu. Hann verð- ur fyrsti íslendingurinn sem stýr- ir erlendu landsliði gegn íslensku. A-liðin leika í Tallinn, höfuð- borg Eistlands, en líkur eru á að 21 árs liðin leiki í einhverri minni borg. Búist er við því að Logi Ólafs- son geti stillt upp sterkasta lands- liði íslands í leiknum. Sama kvöld er fjöldi vináttulandsleikja úti um alla Evrópu og þvi alls staðar frí í deildakeppni. Arnar Gunnlaugs- son er helsta spurningarmerkið en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfamar vikur. Þetta veröur eina virkilega samæfing landsliðsins fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM sem verður gegn Makedóníu á Laugar- dalsvellinum 1. júní. ísland og Eistland hafa mæst einu sinni áður, á Akureyri fyrir tæpum tveimur árum, og þá unnu íslendingar öruggan sigur, 4-0. -VS Sigurður hafnaði boði Stjörnunnar Nú er ljóst að Sigurður Gunn- arsson mun ekki taka við þjálfun Stjörnunnar en eins komið hefur fram í DV þá fékk hann tilboð frá Garðabæjarliðinu fyrir nokkru. Fyrir helgina gaf Sigurður Stjörnumönnum afsvar en hann hefur i hyggju að vera áfram í Noregi þar sem hann þjálfar Bodö í norsku 1. deildinni. „Við erum komnir á byrjunar- reit aftur og erum bara leita að þjálfara. Hann er ekki ýkja stór, þjálfaramarkaðurinn hér heima en vonandi skýrist það fljótlega hver tekur við liðinu,“ sagði Októ Einarsson, formaður handknatt- leiksdeildar Stjörnunnar, við DV í gær. Magnús samdi við Will- stadt Stjörnumenn horfa á eftir Magnúsi Sigurðssyni en hann kom heim frá Þýskalandi fyrir helgina og gekk þar frá eins árs samningi við þýska 3. deildarliðið Willstadt. Þá gæti Konráð Olavsson einnig verið á fomrn frá Stjömunni en hann hefur verið að skoða aðstæð- ur hjá svissnesku 2. deildarliði. -GH Opna Noröurlandamótiö í knattspyrnu kvenna: Blikastúlkurnar töpuðu öllum DV, Danmörku: Islandsmeisturum Breiðabliks tókst ekki að fylgja eftir góðu gengi frá því á opna Norðurlandamóti kvenna í Þrándheimi í fyrra. Nú um páskana tóku Blikastúlkur þátt í mótinu i annað sinn og biðu lægri hlut í öllum leikjum sínum á mótinu. Fyrsti leikurinn og jafnframt sá besti að hálfu Blikastúlkna var gegn dönsku meisturunum Fortuna Hjör- ring. Blikarnir náðu að halda aftur af eldfjótum og frábæmm leikmönn- um Fortuna en lentu þó 1-0 undir í hálfleik. í síðari hálfleik tók Fort- una öll völd og bætti við þremur mörkum og því lokastaðan 4-0. Næsti leikur var gegn Setskog/- Höland frá Noregi og voru flestir nokkuð bjartsýnir fyrir þann leik. Það gekk hins vegar ekki eftir. Blikastúlkur náðu ekki að sýna sitt rétta andlit frekar en í fyrsta leikn- um og töpuðu, 3-0. Þar skoraði Helge Riisen, sem kjörinn var besti leikmaður HM, tvö mörk. Þriðji og síðasti leikur Breiða- bliks var leikur um 5. sætið gegn rússneska liðinu Energy. Rússarnir höfðu spilað mjög grófan leik allt mótið og voru Blikastúlkur við öllu búnar gegn þeim. Strax í upphafi sýndu þær rússnesku hörku sina og brutu gróflega á leikmönnum Breiðabliks og uppskám sex gul spjöld í leiknum. Energy hafði betur í leiknum og sigraði, 4-0. Fortuna sigraði á mótinu en liðið vann sænska liðið Alvsjö í úrslitum i frábæram leik, 3-0. í lokahófi eftir mótið komu skipuleggjendur með þá tillögu að næsta mót yrði haldið á íslandi. Breiðablik betra en landsliðið Helle Jensen, danska landsliðs- konan og ein besta knattspymukona heims, sagði í viðtali við DV að lið Breiðabliks hefði komið mörgum á óvart. „Ég lék með danska landslið- inu gegn því íslenska í Portúgal fyr- ir nokkrum vikum og núna aftur gegn Breiðabliki og mér finnst Breiðablik vera betra en landsliðið," sagði Jensen. -ih Island mætir Astralíu í Japan í dag: Sigfús fór með í staðinn fyrir Geir íslenska landsliðið í handknatt- leik leikur í dag gegn Áströlum í fyrsta leik sínum á æfingamótinu í Japan. Á fimmtudag verður leikið gegn Bandaríkjamönnum og daginn eftir gegn heimamönnum. ísland er í A-riðli en í B-riðli eru: Noregur, Suður-Kórea, Hvíta-Rússland og Kína. Undanúrslit á mótinu fara fram 13. apríl og úrslitaleikirnir daginn eftir. Þrír nýliðar er í hópi Þorbjamar Jenssonar landsliðsþjálfara. Það em homamaðurinn Valgarð Thorodd- sen úr Val, Gunnar Berg Viktors- son, skytta úr ÍBV, og línumaðurinn Sigfús Sigurðsson úr Val sem kall- aður var í hópinn eftir að ljóst var að Geir Sveinsson fyrirliði gat ekki fengið sig lausan frá Montpellier. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson.......Val Bjami Frostason...........Haukum Aðrir leikmenn: Valdimar Grimsson .... Selfossi Valgarð Thoroddsen ..............Val Björgvin Björgvinsson.............KA Davíð Ólafsson ................ Val Róbert Sighvatsson.....Aftureldingu Sigfús Sigurðsson ...............Val Gunnar Berg Viktorsson .ÍBV Júlíus Jónasson .....,........Suhr Sigurður Bjamason..........Stjömunni Dagur Sigurðsson .............. . Val Ólafur Stefánsson ...............Val Patrekur Jóhannesson ...........KA. -GH Badio sýndi ekki mikið Liberíumaðurinn Alex Badio sýndi ekki mikið þegar hann spilaði þrjá leiki með knatt- spymuliði Vals i Þýskalandi í páskavikunni. Hann kom ekki með þeim til landsins og veröur væntanlega ekki með Hlíðar- endaliðinu í sumar. Valsmenn, sem dvöldu í Grún- berg skammt frá Frankfurt, unnu unglingaúrvalslið, 5-0, en töpuðu 0-2 og 2-3 fyrir liðum úr 3. og 4. deild. Bjarki meiddist Bjarki Stefánsson, vamarmað- urinn öflugi, meiddist illa á ökkla í ferðinni og kom heim á undan liðinu. Þá gat Jón Grétar Jónsson lítið sem ekkert spilað með þar sem hann meiddist í nára í leik gegn Val í deildabik- amum fyrir ferðina. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.