Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 8
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 * íþróttir_____________________________________________________________________________________ i>v Horace Grant, hinn öflugi framherji Orlando Magic, treöur boltanum í körfuna hjá sínum gömlu félögum í Chicago Bulls. Það voru þó leikmenn Chicago sem fögnuðu sigri eftir æsispennandi lokasekúndur. Sfmamynd Reuter NBA-deildin í körfuknattleik um páskana: Metið blasir við Chicago - Jordan tryggöi Chicago sigur í stórleiknum viö Orlando Bandaríkin úr leik í Davis Tékkar sigruðu Bandaríkja- menn, handhafa Davis-bikarsins í tennis, 3-2 í Prag um páskana. Bandaríska liðið er þar með úr leik en stjörnurnar Andre Agassi, Pete Sampras, Jim Courier og Michael Chang fóru ekki með því til Tékklands. Tékkar mæta Svíum í undan- úrslitum en þeir unnu Indverja, 5-0. ítalir unnu Suður-Afriku nokkuð óvænt, 4-1, og mæta Frökkum sem möluðu Þjóðverja, 5-0. -VS Sigur hjá Vicario Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni sigraði Barhöru Paulus frá Austurriki, 6-2, 2-6, 6-2, í úrslit- um á Hilton Head meistaramót- inu í tennis kvenna sem fram fór í Suður-Karolínu um páskana. Vann í bráöabana Paul Stankowski vann Brand- el Chamblee í bráðabana eftir að þeir urðu jafnir og fyrsitir á BellSouth Classic golfmótinu í Georgíu um páskana. Þeir léku báðir á 280 höggum en Nick Price og David Duval komu næstir á 282. Borga ekki allt Framkvæmdastjórn vetrar- ólympíuleikanna, sem fram fara í Nagano í Japan árið 1998, til- kynnti um helgina að hún myndi ekki greiða allan ferðakostnað þátttakenda eins og áður hafði staðið til. í staðinn verða greidd- ar allt að 65 þúsund krónur fyrir hvern og einn. Ný stjarna íKína Chen Yan, 16 ára sundkona, sló í gegn á úrtökumóti Kínverja fyrir ólympíuleikana í Atlanta sem fram fór í Beijing um pásk- ana. Chen sigraði í fjórum grein- um og virðist til alls likleg í Atl- anta. Cambridge sigraði Cambridge sigraði Oxford í hinni frægu róðrarkeppni bresku háskólanna á Thames- ánni á laugardaginn. Þetta var fjórði sigur Cambridge í röð og sveitin náði næstbesta tímanum í sögu keppninnar. Á móti Wimbledon írsk knattspyrnufélög mót- mæla harðlega áformum enska félagsins Wimbledon um að flytja höfuðstöðvar sinar til Dub- lin. Talsmaður þeirra segir að það myndi gera írskum félögum ákaflega erfitt fyrir. NBA-staðan Austurdeild: Chicago 66 8 89,2% Orlando 55 20 73,3% Indiana 46 29 61,3% New York 44 30 59,5% Cleveland 43 32 57,3% Atlanta 42 33 56,0% Detroit 41 33 55,4% Charlotte 38 37 50,7% Miami 37 37 50,0% Washington 35 39 47,3% Boston 30 45 40,0% New Jersey 29 45 39,2% Milwaukee 23 51 31,1% Toronto 19 55 25,7% Philadelphia 15 60 20,0% Vesturdeild: Seattle 59 16 78,7% San Antonio 54 21 72,0% Utah 51 24 68,0% LA Lakers 47 27 63,5% Houston 43 32 57,3% Portland 39 35 52,7% Phoenix 39 36 52,0% Sacramento 34 40 45,9% Golden State 33 42 44,0% Denver 32 43 42,7% LA Clippers 27 48 36,0% Minnesota 25 50 33,3% Dallas 23 51 31,1% Vancouver 12 62 16,2% Allt bendir til þess að Chicago nái þvi takmarki sínu að verða fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar til að vinna 70 leiki í deildakeppninni. Á páskadagskvöld vann Chicago sinn skæðasta keppinaut, Orlando, og það á hinum alræmda heimavelli Orlando, 96-100. Þar með hefur Chicago unnið 66 leiki og þarf að- eins fjóra sigra í síðustu átta leikj- unum til að ná settu marki. Það ætti ekki aö reynast Michael Jordan og félögum erfitt. Leikurinn var jafn og tvísýnn. Jordan skoraði, 86-88, þegar 56 sekúndur voru eftir en bæði An- fernee Hardaway og Shaquille O’Neal mistókst að jafna. Toni Kukoc skoraði síðan úr tveimur vítaskotum fyrir Chicago á síðustu sekúndunni. Jordan var stigahæst- ur hjá Chicago en hitti samt mjög illa, eða aðeins úr 10 skotum af 30 utan af velli. Þetta var ekki eini ósigur Or- lando á heimavelli um páskana því liðið lá einnig óvænt þar gegn Boston, 98-100. Það var fyrsta tap Orlando á heimavelli gegn liði úr Austurdeildinni í tvö ár. Shaquille O’Neal var ekki með í þeim leik og heldur ekki í sigurleik í New York kvöldið áður þar sem afi hans lést í vikunni. Barátta Charlotte og Miami Charlotte og Miami berjast hart um áttunda úrslitasætið í Austur- deildinni og báðum gekk illa um páskana. Charlotte náði þó eins leiks forskoti með því að vinna Cleveland á útivelli. Liðið sem hef- ur betur verður þess vafasama heið- urs aðnjótandi að mæta Chicago í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Reyndar má ekki afskrifa Was- hington alveg í þessari baráttu en möguleikar liðsins eru litlir. í Vesturdeildinni heyja Sacra- mento og Golden State einvígi um áttunda sætið og þar stendur Sacra- mento mun betur að vígi. Golden State lagaði aðeins stöðuna með því að sigra Minnesota aðfaranótt páskadags og Sacramento steinlá heima gegn Utah í fyrrinótt. Denver eygir reyndar einnig von enn þá. Miller með 19 stig í fjórða leikhluta Reggie Miller skoraði 19 stig í fjórða leikhluta og 40 stig alls þegar Indiana vann Miami á laugardags- kvöldið. Hann tryggði liði sínu sig- urinn með 3ja stiga körfu 10 sekúnd- um fyrir leikslok, 99-95. Philadelphia situr sem fyrr á botni Austurdeildarinnar en liðið vann þó sætan sigur í Atlanta að- faranótt páskadags. Vernon Max- well skoraði þar sigurkörfuna með glæsilegu skoti utan af kanti, 99-100, um leið og flautað var til leiksloka. Maxwell var óstöðvandi í leiknum og skoraði 38 stig. -VS NBA-úrslit Aðfaranótt fimmtudags: New York-Orlando........85-98 Ewing 19 - Grant 29, Scott 22. N. Jersey-LA Clippers . . 100-94 Gilliam 19 - Rogers 23. Philadelphia-Indiana . . . 87-102 Ruffín 24 - Miller 23, Davis 18. Cleveland-LA Lakers . . . 105-89 Brandon 23, Ferry 22 - Magic 26, Cebalos 18. Detroit-Charlotte.......98-83 Thorpe 27 - Rice 20. SA Spurs-Sacramento . . . 117-96 Del Negro 25, Robinson 21 - Polynice 27. Seattle-Houston ......118-103 Payton 30, Kemp 24 - Vancouver-Minnesota . . 105-103 Edwards 18 - Aðfaranótt föstudags: Orlando-Boston ........98-100 Grant 24, Anderson 23 - Wesley 22, Fox 16. Atlanta-Washington . . . 110-113 Laettner 28 - Howard 28, Price 22. Toronto-Cleveland.......77-98 Whitfield 16 - Majerle 19, Brandon 19. Chicago-Miami..........100-92 Jordan 40, Kukoc 34 - Williams 20. Phoenix-Utah..........107-100 Johnson 31, Person 22 - Hornacek 23. Golden St.-Denver ......98-90 Sprewell 22, Smith 19 - Stith 24. Aðfaranótt laugardags: Philadelphia-Detroit .... 87-108 Stackhouse 23 - Hunter 17, Thorpe 16. Charlotte-Chicago .....92-126 - Pippen 28, Jordan 24. Milwaukee-New York . . . 79-86 Baker 18 - Ewing 24. SA Spurs-Washington . . 84-104 Robinson 24 -Howard 25, Cheaney 23. Denver-Portland ........91-97 - Strickland 29, Robinson 24. Utah-Minnesota ........99-103 Malone 33 - Garnett 20, Rider 20. LA Lakers-Vancouver . . 104-94 Jones 26, Peeler 18 - Sacramento-Houston......96-91 Richmond 28, Grant 21 - Seattle-Phoenix.......130-121 Kemp 26, Payton 24 - Atlanta-New Jersey .... 82-70 Smith 23, Blaylock 13 - Aðfaranótt sunnudags: New Jersey-Milwaukee . . 88-109 - Robinson 32, Respert 19, Newman 18. Atlanta-Philadelphia .... 99-100 - Maxwell 38. Toronto-New York........106-139 Murray 23, Christie 21 - Starks 37, Davis 21, Harper 20, Ewing 17. Cleveland-Charlotte........89-93 - Anderson 20, Johnson 20, Rice 15. Indiana-Miami..............99-95 Miller 40 - Dallas-LA Clippers........101-96 Jackson 25, Kidd 24 - Golden St.-Minnesota . . . 111-106 Sprewell 30, Smith 22 - Portland-Seattle ..........95-92 Strickland 19, Sabonis 15, Robinson 13- Aðfaranótt mánudags: Boston-Detroit...........98-97 Day 16 - Houston 26. Orlando-Chicago..........86-90 Hardaway 25 - Jordan 27. Ðenver-Houston.........111-105 Ellis 18 - Bryant 27. LA Lakers-SA Spurs......107-97 Divac 19, Jones 19 - Robinson 40. Sacramento-Utah.........92-107 Richmond 27, Grant 17 - Malone 35. Vancouver-Phoenix ...92-112 - Johnson 26, Person 18, Barkley 13. Stackhouse úr leik Jerry Stackhouse, nýliðinn öfl- ugi hjá Philadelphia, braut á sér þumalfingur í leiknum við Atl- anta um páskana og leikur ekki meira með á timabilinu. Áhugi í Vancouver Þrátt fyrir slakt gengi nýliða Vancouver í vetur mæta áhorf- endur vel á heimaleiki liðsins. Gegn Phoenix í fyrrinótt var uppselt í tíunda skiptið í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.