Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 4
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 27 Iþróttir dv r>v Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður íslandsmeistaranna, fær hér innilegt faðmlag frá Ólafi Stefánssyni eftir að úrslitin voru Ijós og fjórði íslandsmeistaratitill Vals var staðreynd. Ekki er hægt að segja annað en að þjálfaraferill Jóns hafi byrjað með glæsibrag og búast má við því að hann haldi áfram að þjálfa og leika með liðinu. Veroskuldao hjá Val - tryggði sér íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð með öruggum sigri á KA úrslitum á næsta tímabili" Valsmenn verðskulda það með réttu að bera nafn- bótina besta handdboltalið landsins eftir að þeir unnu öruggan sigur á KA, 25-17, í fjórða úrslitaleik liðanna um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Laugar- dalshöllinni á föstudaginn. Þar með unnu Hlíðarenda- piltarnir fjórða meistaratitil sinn í röð og um leið var þetta 18. íslandsmeistaratitill Vals frá upphafi. Valsmenn betri á ölium sviðum Valsmenn voru betri á öllum sviðum íþróttarinnar í leiknum á föstudaginn. Þeir tóku leikinn strax í sín- ar hendur, léku sterka vörn, líflegan og um leið agað- an sóknarleik og léku sem sterk liðsheild á meðan KA-menn voru í stökustu vandræðum í sókn sem vörn og stóluðu á einstaklingsframtakið. Að vísu voru norðanmenn óheppnir með færi sín í fyrri hálf- leik en hefði ekki komið til góð markvarsla Guð- mundar A. Jónssonar, markvarðar KA, hefði munur- inn verið meira en fjögur mörk í hálfleik. Eftir að Valsmenn náðu sex marka forskoti í upp- hafi síðari hálfleiks var ljóst í hvað stefndi. Valsmenn léku við hvern sinn fingur á meðan KA-menn léku illa og þurftu að játa sig sigraða löngu fyrir leikslok. Valsmenn voru lengi í gang í úrslitakeppninni en þegar vél þeirra fór að ganga á eðlilegum styrk kom berlega í ljós að þeir voru með besta liðið. Til ham- ingju, Valsmenn! Frábær leikur hjá Degi og Guðmundi í mjög sterkri liðsheild Vals skáru Dagur Sigurðs- son og Guðmundur Hrafnkelsson sig úr. Dagur átti frábæran leik, jafnt í vörn sem sókn. Hann stjórnaði spili sinna manna eins og herforingi og skoraði gull- falleg mörk. Sannarlega gott tímabil hjá Degi og í úr- slitakeppninni blómstraði hann. Guðmundur Hrafn- kelsson sýndi enn og aftur að hann er besti markvörð- ur landsins. Hann varði á köflum stórskostlega, alls 18 skot, þar af mörg skot KA-manna úr dauðafærum. Guðmundur hafði hægt um sig fram að úrslitaleikjun- um gegn KA en eins og oft áður kom hann sterkur upp á réttum tíma. Ólafur Stefánsson og Jón Krist- jánsson voru einnig mjög drjúgir i vörn sem sókn og ekki er hægt að segja annað en að þjálfaraferill Jóns hafi byrjað með glæsibrag. Enn eitt dæmið um breiddina í liði Vals var að landsliðsmaðurinn Davíð Ólafsson sat á varamannabekknum í 56 mínútur og á meðan lék Sveinn Sigfinnsson stórvel í vinstra horn- inu. Valsmenn höfðu breiddina umfram KA-menn og í svona úrslitaleikjum er það fljótt að telja. KA-menn geta borið höfuðið hátt Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar geta borið höf- uðið hátt þrátt fyrir tapið. Lengi framan af vetri höfðu þeir á skipa besta liði landsins og tveir titlar í safnið, bikarmeistaratitill og deildarmeistaratitill, er árangur sem norðanmenn geta verið stoltir af. I leikj- unum gegn Val hittu KA-menn einfaldlega ofjarla sína. KA náði aldrei að spila sem ein liðsheild, nema í þriðja leiknum, og einstaklingsframtakið réð rikj- um. Guðmundur Arnar lék best KA-manna og af úti- leikmönnunum var Julian Duranona atkvæðamestur. Þessi frábæri Kúbumaður kryddaði heldur betur ís- lenskan handknattleik í vetur og vonandi er að hann leiki áfram hér á landi næsta vetur. KA-menn munu hins vegar sjá á eftir frábærum leikmanni sem Patrekur Jóhannesson er. Patti náði sér ekki á strik í sínum síðasta leik með KA í bili og það var skarð fyr- ir skildi fyrir KA. Þá náðu hornamennirnir knáu, Jó- hann G. Jóhannsson og Björgvin Björgvinsson, sér ekki á strik. KA-menn töpuðu þar með annað árið fyrir Val í úr- slitum um íslandsmeistaratitilinn og eflaust hljóta þeir að gera harða atlögu að titlinum á næsta ári og þá rætist kannski máltækið, allt er þegar þrennt er. -GH Jón Kristjánsson, þjálfari Vals: Enginn skyldi afskrifa Val „Menn voru mjög grimmir og ætluðu að selja sig dýrt í þessum leik. Við urðum fyrir sjokki í þriðja leiknum, komum þá kærulausir til leiks og það var hlutur sem við ætl- uðum ekki að láta endurtaka sig,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, en Jón var að stíga sín fyrstu skref í þjálfun meistara- flokks og ekki er hægt að segja ann- að en hanm hafi byrjað glæsilega. „Miðað við þessaleiki sem höfum verið að spila gegn KA get ég ekki sagt annað en að þessi titill sé verð- skuldaður. KA-menn börðust heið- arlega en kannski gáfust þeir of fljótt upp í þessum leik.“ Vendipunkturinn var tapið gegn Aftureldingu „Við vorum ekki að spila mjög vel framan af úrslitakeppninni og f síðustu leikjunum í deildinni en vendipunkturinn held ég að hafi verið tapið gegn Aftureldingu. Eftir þann leik fórum við að kryfja hvað væri að og ákváðum í framhaldinu ýmsar áherslubreytingar." Verður erfitt að halda titlin- um „Það hefur ekki verið ákveðið hvort ég verð áfram að þjálfa en það er fyrirséð að einhverjar breytingar verða á liðinu. Það verður erfitt að halda titlinum þar sem tveir af bestu handboltamönnum landsins eru á forum, þeir Dagur og Óli. Maður veit ekki hvað gerist hjá öðr- um liðum en kannski þurfum við að hafa enn þá meira fyrir hlutunum á næsta ári og enginn skyldi afskrifa Val. Valur hefur áður misst leik- menn en samt hefur liðinu tekist að halda sínu striki," sagði Jón. -GH Guðmundur Hrafnkelsson átti stórleik í markinu og enn og aftur kom í Ijós að hann er besti markvörður landsins. Á myndinni tekur Guðmundur á móti hamingjuóskum frá formanni Knattspyrnuíélagsins Vals, Ragnari Vigni, eftir leikinn. DV-myndir ÞÖK Alfreð Gíslason, þjálfari KA: „Verðum aftur í Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, tekur í hönd Patreks Jóhannessonar um leið og hann afhendir KA-mönnum silfurverðlaunin á fslandsmótinu. „Við erum að fá fullt af færum í fyrri hálfleik, bæði línuskot, hraða- upphlaup og vítasköst sem Guðmund- ur er að verja og í bakið fáum við á okkur mörk og þetta gerði útslagið að mínu mati,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður bikarmeistara KA, við DV eftir leikinn. „Ég þakka mínum mönnum fyrir frábæran vetur og um leið óska ég Val til hamingju með titilinn sem þeir verðskulda og gaman var að sjá hvernig þeir hafa lært af okkur með umgjörð heimaleikja. Við áttum á brattann að sækja í þessum leikjum gegn Val og kannski tapið í fyrsta leiknum á heimavelli hafi gert okkur órólega. Ég geri ráð fyrir að vera áfram með liðið og ég ætla að lýsa því yfir að við verðum í úrslitum á nýjan leik á næsta ári. Við missum að vísu Patrek en ég er bjartsýnn á að halda Duranona og við komum örugglega til með að bæta við okkur mannskap," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, eft- ir leikinn. -GH Guðmundur Hrafnkelsson, Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson fallast í faðma skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka í Laugardalshöllinni á föstudaginn. Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vais, Guðmundur Hrafnkelsson og Sigfús Sig- urðsson með íslandsbikarinn og eignabikarinn sem Valsmenn fengu einnig. Sagt eftir leikinn: Sýndum að við erum bestir - sagði Dagur Sigurðsson fyrirliði „Við erum bara að spila allt annan bolta á útilvelli heldur en á heimavelli. Heima erum við að spila miklu hraðar en í þessum leik vorum við í stökustu vand- ræðum með sóknina og einnig vörnina. Valur spilaði glimrandi góðan handbolta og átti skilið að vinna titilinn og ég vil óska þeim til hamingju. Ég get ekki skilið annað en sáttur við dvölina hjá KA þó svo að endirinn hafi verið leiðinlegur. Ég er ánægður með þrjá titla á tveimur árum. Ég vona að ég verði lengi úti og þegar ég kem svo heim fer ég vonandi aftur til KA,“ sagði Patrekur Jóhannes- son, leikmaður KA, sem var að leika sinn síðasta leik með félag- inu í bili en hann er búinn að semja við þýska liðið Essen. Stemningin kveikti í okkur „Við komum mjög einbeittir í þennan leik. Stemningin í húsinu var frábær og það kveikti í okkur. Við töldum okkur vera með betra lið og ef okkur tækist að spila okk- ar bolta þá myndum við sigra. Við höfðum meiri reynslu í svona leikjum og breiddin var meiri okk- ar megin. Maður verður að koma upp í svona leikjum og það hefur yfirleitt gerst hjá mér,“ sagði Guð- mundur Hrafnkelsson, frábær markvörður Vals. Sýndum aö við erum bestir „Við vorum að spila mjög vel og held að við höfum sýnt öllum að við erum bestir. Það var óneitan- lega spark í rassinn að tapa fyrir. Aftureldingu á heimavelli í und- anúrslitunum og eftir þann leik ræddum við málin og þjöppuðum okkur saman. Það er ljóst að við Óli hverfum á braut en ég er samt ekki svartsýnn fyrir hönd Vals. Það hafa alltaf orðið breytingar. Fyrir þetta tímabil misstum við Geira Sveins, Frosta, Finn, Axel og Tobba þjálfara en samt stönd- um við uppi sem meistarar. Mönn- um finnst þetta örugglega stór biti svona í fyrstu aö missa okkur en ég held að Valsliðið verði jafn- sterkt að ári liðnu,“ sagði Dagur Sigurðsson, fyrirliði Vals, sem var að leika sinn síðasta leik með Val í bili en eins og komið hefur fram í DV eru hann og Ólafur Stefáns- son búnir að semja við þýska liðið Wuppertal. Sá stærsti með Val „Þetta er örugglega minn stærsti dagur með Val. Með sigur- inn í huga og allt það var frábært að sjá alla þessa Valsmenn sem mættu til að styðja við bakið á okkur. Þessi umgjörð á leiknum hefur örugglega kallað á marga og það sem við getum lært af þessu er að handbolti er ekkert annað en skemmtun. Það var mikill léttir fyrir mig að klára þetta því ég var ekki með alla á bak við mig að fara með leikinn í Höllina. Við vorum að undirbúa lið okkar í all- an vetur fyrir þessa úrslitaleiki, vorum að bæta sóknar- og varnar- leik okkar á meðan KA-menn fóru svona í sigurvímu í gegnum allt mótið. Hefðin að vinna er sterk hjá Val og gífurlegur metnaður var hjá strákunum að sigra,“ sagði Brynjar Harðarson, formað- ur handknattleiksdeildar Vals og liðsstjóri, við DV eftir sigurinn. -GH íþróttir Fimm í röð hjá Gumma Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Vals, var að vinna fimmta íslandsmeistaratitil sinn í röð á fostudaginn. Síðustu fjög- ur árin með Val og árið 1992 með FHþegar liðið lagði Selfoss að velli í úrslitum. Söngvari Blur fylgdist með Söngvari bresku hljómsveitar- innar Blur, Damon Albarn, $em nýtur geysilegra vinsælda hér á landi sem víðar, var á meðal áhorfenda á leiknum. Ekki var annað að sjá en að honum líkaði handboltaleikurinn vel þó svo handbolti sé ekki hátt skrifaður í heimalandi hans. Valur jafnaði met Víkings Sigur Valsmanna á íslands- mótinu í ár var fjórði íslands- meistaratitill félagsins í röð og þar er afrek sem aðeins einu liði hefur tekist að gera áður. Þetta gerðu Víkingar á árunum 1980-1983. Uppselt var í Höllina Það var geysileg stemning í Laugardalshöllinni á föstudag- inn og minnti um margt á gömlu góðu dagana. Uppselt var á leik- inn 10 mínútum áður en hann hófst og voru áhorfendur nálægt 4.000. Menn höfðu á orði að föstudagurinn langi væri góður leikdagur. Fólk héngi flest heima í leiðindum og því kjörið að bjóða upp á góðan handboltaleik. Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals, var í skýjunum með aðsóknina enda kom góður peningur í kassa Valsmanna. Fram meistari í 2. deildinni Framarar tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í 2. deild karla á laugardaginn en þá var leikin síðasta umferðin í úrslita- keppni 2. deildar. Úrslitin í loka- umferðinni urðu þau að Fram lagði ÍH, 33-17, og HK lagði Fylki, 33-27. Fram og HKhlutu bæði 20 stig en markatala Fram- ara var aðeins betri. Þessi tvö lið taka sæti KR og Víkings. Fylkir hlaut 10 stig, Þór 7, ÍH 6 og Breiðablik 4 stig. Valur-KA (12-8) 25-17 1-0, 1-2, 3-3, 6-4, 8-5, 9-7 (12-8), 13-8, 15-9, 15-11, 18-12, 21-15, 25-16, 25-17. Mörk Vals: Dagur Sigurðsson 9/1, Sveinn Sigfinnsson 4, Ólafur Stefánsson 4/1, Jón Kristjánsson 3, Sigfús Sigurðsson 2, Skúli Gunnsteinsson 2, Valgarö Thoroddsen 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18/2. Mörk KA: Julian Duranona 9/1, Leó Örn Þorleifsson 3, Patrekur Jóhannesson 3, Björg- vin Björgvinsson 1, Jóhann G. Jóhannsson 1. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 15/1. Brottvísanir: Valur 4 mín., KA 6 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, frábær- ir. Áhorfendur: Um 4000 (upp- selt). Menn leiksins: Dagur Sig- urðsson og Guðmundur Hrafnkelsson, Val.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.