Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn 1?1 211 11x2221 Italski boltinn x211121x1 xx1x Lottó 5/38: 10 14 17 25 26 (4) iíifiii/iíiíi/iíiii/iiiiiiiiiiiiiifi ' Œfg ÍSlANDSMEIhTAHAH 6*f«n4! Gullverðlaun á Ítalíu: Ólafur tryggði íslandi sigurinn - og var kjörinn maður mótsins Belgía og Rúmenía og þá voru þarna lið Japans, Marokkó og Chile. Sextán þjóðir tóku þátt í mót- inu og léku í fjórum riðlum. ís- land sigraði í sínum riðli, tapaði reyndar fyrst 2-1 fyrirSviss en vann síðan Tyrkland, 4-1, og Noreg, 3-0. Á laugardaginn vann ísland sigur á Ungverjalandi, 3-1, í und- anúrslitum mótsins. Edilon Hreinsson, ívar Ingimarsson og Haukur Hauksson skoruðu mörkin en staðan var 1-1 í hálf- leik. Þorbjörn markakóngur og vakti mikla athygli Þorbjörn Atli Sveinsson úr Eram varð markakóngur móts- ins en hann gerði 5 mörk fyrir ís- lenska liðið. Þorbirni var hrósað mikið fyrir frammistöðu sína og íþróttafréttamaður ítalska sjón- varpsins sagði í lýsingu sinni á leiknum í gær að hann gæti hæg- lega leikið í ítölsku 1. deildinni. Mikið af útsendurum erlendra fé- laga fylgjast jafnan með þessu ár- lega móti og eflaust hafa Þor- björn og fleiri leikmenn íslenska liðsins vakið athygli þeirra. -VS ísland sigraði Slóvakíu, 4-3, í úrslitaleik á alþjóðlegu knatt- spyrnumóti unglingalandsliða á Ítalíu í gær. Ekkert mark var Iskorað í venjulegum leiktíma eða í framlengingu en úrslitin réðust í vítaspymukeppni. Ólaáir Gunnarsson, markvörð- ur úr ÍR, var hetja íslenska liðs- ins í gær. Á síðustu sekúndu framlengingarinnar forðaði hann íslenska liðinu frá tapi með því að verja frá sóknarmanni Slóvaka sem var kominn einn upp að markinu. í vítaspymu- keppninni varði síðan Ólafur tvær spymur, þá fyrstu og þá síð- ustu. Eftir leikinn var Ólafur síð- an útnefndur besti leikmaður mótsins. Það voru Valur F. Gíslason, Arnar Viðarsson, Jóhann B. Guðmundsson og Sigurður Elí Haraldsson sem skoruðu fyrir ís- land í vítaspyrnukeppninni en Heiðar Sigurjónsson nýtti ekki sina spymu. Þetta er einhver glæsilegasti árangur sem ísland hefur náð i knattspyrnunni frá upphafi en mótið var mjög sterkt og margar '% af fremstu knattspyrnuþjóðum Evrópu voru á meðal þátttak- Ítalía, Spánn, enda, svo sem Eiður átti stór- leik gegn Ajax Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik með PSV Eindhoven í gær þegar liðið gerði jafntefli, 1-1, við Evrópumeistara Ajax í toppslag hol- lensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu. Eiður kom inn á sem varamaður á 50. mínútu og lét fljótlega til sín taka. Hann lagði upp besta færi PSV í seinni hálfleik fyrir Luc Nilis og var tvívegis nærri því að skora sjálfur. Það var Nilis sem kom PSV yfir á 41. mínútu en Hoekstra jafn- aði fyrir Ajax á þeirri 53. Eiður, Nilis og Jan Wouters vom bestu menn PSV í leiknum. Þulur sjónvarpsstöðvarinnar Supersport, sem sýndi leikinn beint, sagði að Eiður væri eitt mesta efni sem kom- ið hefði fram í hollensku knatt- spyrnunni og þessi 17 ára piltur væri hreint ótrúlega góður. Stigið var ákaflega mikilvægt fyr- ir Ajax sem heldur fimm stiga for- ystu i deildinni en staðan er á bls. 29. -DÓ/VS Einar áfram með Aftureldingu Einar Þorvarðarson mun þjálfa áfram lið Aftureldingar úr Mosfellsbæ á næsta keppnistímabili og var gengið frá því um helgina. Að sögn Jóhanns Guðjónssonar, formanns handknattleiksdeildar Aftureldingar, er mjög liklegt leikmannahópurinn verði lítið breyttur og reynt verður að styrkja hann. Sá eini sem er óvíst um er Róbert Sighvatsson, línumaðurinn öflugi, en þýska 2. deildarliðið Fredenbeck hefur borið víumar í hann og ætlar Róbert að kanna málið frekar. -GH r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.