Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1996 21 r Sterk staða Grindavíkur - er 3-1 yfir gegn Keflavík og getur tryggt sér íslandsmeistaratitilinn meö sigri í kvöld DV, Suðurnesjum: Grindvíkingar eru komnir með aðra höndina á íslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik eftir glæsilegan og auðveldan sigur á slöku liði Keílavíkur, 70-86, í fjórða úrslita- leik liðanna í Keflavík á laugardag- inn. Grindvíkingar hafa því 3-1 yfir í einvígi liðanna og geta með sigri í kvöld á heimavelli orðið íslands- meistarar í fyrsta sinn í sögu félags- ins. Það er greinilegt á leik Grindvík- inga að þeir eru miklu hungraðri í bikarinn heldur en Keflvikingar sem eru í mikilli lægð um þessar munir. Sóknarleikur liðsins er í rúst og hittni leikmanna liðsins ótrúlega slök á meðan Grindvíking- ar hafa farið langt á sterkri liðs- heild í vöm og sókn. Grindvíkingar hófu leikinn mjög vel en Keflvíkingar virtust vera að komast í takt við leikinn þegar þeir jöfnuðu metin, 11-11. En Grindvík- ingar tóku leikinn að nýju í sínar hendur og höfðu 11 stiga forskot í hálfleik. Síðari hálfleikur náði aldrei að vera spennandi og þegar- líða tók á hann var leikurinn farinn að leysast upp í leiðinlegan leik og sigur Grindvíkinga var aldrei í hættu og þeir hefðu getað unnið mun stærri sigur hefðu þeir kosið það. Keflvíkingar þurfa greinilega að koma með allt öðm hugarfari í leik- inn í Grindavík í kvöld. Þrátt fyrir að Grindvíkingar séu að spila fanta- góða vöm eiga Keflvíkingar að geta gert betur í sókninni. Það er greini- legt að Jón Kr. má fara að athuga sinn gang þegar hann velur menn í landsliðið. Enginn leikmaður úr Keflavik nema Albert Óskarsson á skilið að vera þar inni. Guðjón og Falur em að spila mjög illa og sömuleiðis Davíð Grissom. Grindvíkingar eru að spila mjög vel þessa dagana og hafa leikmenn liðsins greinilega gaman af þvi sem þeir eru að gera. Sterk liðsheild er einkenni liðsins og era menn að vinna fyrir hver annan. Hjörtur Haröarson átti stórleik og áttu Kefl- víkingar í miklum vandræðum með hann. Helgi Jónas skilaði sínu mjög vel, Guömundur og Rodney ná ótrú- lega vel saman og geysilega sterkir saman í vöminni. Þá spilaði Marel vel í vömini og Unndór kom skemmtilega inn í leikinn. Frábær liðsvörn „Við erum fyrst og fremst að spila frábæra liðsvöm. Þeir fá ekki mikið af fríum skotum. í sókninni erum við að fara vel í kerfin og erum ekki að taka skot úr þröngum færum. Við emm ekki búnir að vinna fjóra leiki en við munum mæta dýrvit- lausir til leiks á þriðjudaginn og nú er þetta á okkar valdi að klára þetta,“ sagði Hjörtur Harðarson, leikmaður Grindvíkinga, sem átti frábæran leik. Er ekki kominn upp í skýin „Ég er ekki kominn upp í skýin enn þá því við emm ekki búnir að vinna. Þetta er sama aftur og aftur, við erum að spila frábæran vamar- leik og þetta er að skila okkur sigri. Þetta er alls eKki í höfri og við þurf- um án efa að hafa fyrir því að vinna leikinn á þriðjudaginn (í kvöld),“ sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. Sóknarleikurinn er að bregðast „Það er hægt að spyrja sig aftur hvemig þetta getur gerst, það er að spila tvo ömurlega leiki á heima- velli. Þetta er fyrst og fremst sókn- arleikurinn sem er bregðast. Við emm að hitta mjög illa og þeir fá fyrir vikið hraðari sóknir. Við emm að spila ágætan vamarleik aftur á móti. Við munum gera allt sem í okkar Vcddi stendur til að vinna næsta leik til að halda okkur á lífi,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvikinga. -ÆMK Keflavík-Grmdavík (31-42) 70-86 0-6, 1-6, 3-11,11-11,11-19,16-19,13-21,18-28, 27-42 (31-42), 3-45, 33-48, 39-59, 44-61, 52-66, 52-75, 66-83, 66-80, 70-86. Stig Keflavíkur: Davíð Grissom 14, Guðjón Skúlason 14, Falur Harðarson 12, Gunnar Einarsson 8, Albert Óskarsson 6, Sigurður Ingimundarson 2. Stig Grindavíkur: Helgi J. Guöfinnsson 22, Rodney Dobart 18, Marel Guðlaugsson 14, Hjörtur Harðarson 13, Guðmundur Bragason 11, Unndór Sigurðsson 6, Ámi S. Bjömsson 2. Fráköst: Keflavík 35, Grindavík 39. Fléstjráköst Keflavflcur: Stewart 10, Grissom 8. Flest fráköst Grindavikur: Dobart 12, Guðmundur 10. Flestar stoðsendingar Keflavíkur: Falur 5, Jón Kr. 4 Flestar stoðsendingar Grindavíkur: Hjörtur 3, Guðmundur 2. Varin skot: Grissom 6 - Dobart 5, Guðmundur 2. 3ja stiga körfur: Keflavík 6/27, Grindavik 8/22. Vítanýting: Keflavík 12/14, Grindavík 22/32. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristján Möfler, dæmdu lengst af mjög veL Áhorfendur: Um 550. Kemur á óvart hvað fáir Keflvíkingar mæta á leikina og mega þeir skammast sín fyrir að standa ekki á bak við lið sitt í þessari baráttu. Hins vegar er aðdáunarvert hvað Grindvíkingar em duglegir að styðja sina menn. Maður leiksins: Hjörtur Harðarson, Grindavík. Skíðamóti íslands aflýst: Vonlaus bar- átta viö nátt- úruöflin - tapið nemur 3 milljónum Skíðamóti íslands 1996, sem fram átti að fara í Bláfjöllum um páskana, var endanlega aflýst að morgni páskadags. Þá hafði verið reynt árangurslaust að keppa síð- an á fimmtudagsmorgun. Reyndar tókst að fara fyrri ferð i svigi kvenna á laugardaginn en von- laust var að Ijúka þeirri keppni. „Það má segja að ótrúleg óheppni hafi elt okkur en það var allt reynt til að keppnin gæti farið fram. Skíðaráð Reykjavíkur háði hetjulega baráttu viö erfiðar að- stæður en að lokum urðu menn að gefast upp,“ sagði Kristinn Svan- bergsson, framkvæmdastjóri Skiðasambands íslands, í samtali við DV í gær. Á fimmtudag og fostudag snjó- aði mikið í Bláfjöllum en þá reynd- ist of hvasst til að keppni gæti far- ið fram og henni var því frestað. Á laugardag var betra veður og þá hófst svig kvenna. Snjórinn var hinsvegar of blautur og eftir að um helmingur keppenda hafði fallið í fyrri ferðinni var hætt við þá síð- ari. Sigríður Þorláksdóttir frá ísa- firði hafði þá náð besta tímanum. „Það var reynt að gera keppni mögulega með hrífúm, sköfum og skóflum en ekkert dugði. Þegar við komum síðan upp eftir snemma á páskadagsmorgun var ekki annað að gera en að aflýsa mótinu alveg. Þá var komin grenjandi rigning, allt orðið blautt og dmllugt, og ekki einu sinni hægt að fara út með snjótroðara. Spáin var heldur ekki glæsileg þannig að þegar þama var komið urðum við að gef- ast upp,“ sagði Kristinn. Rúmlega 100 keppendur voru mættir í Bláfjöllin og fjöldi starfs- manna var um 80. Skíðaráð Reykjavíkur stóð að mótshaldinu og hafði lagt nálægt 3 milljónum króna í undirbúning. Það er væntanlega tapað fé. Keppt á Akureyri um næstu helgi? Stjóm Skíðasambands íslands kom saman á fundi í gærkvöldi og þar var ákveðið að reyna að sjá til þess að keppt yrði um íslands- meistaratitlana þó svona hefði far- ið með landsmótið. Um næstu helgi fara fram al- þjóðleg mót í alpagreinum á Akur- eyri og Skíðasambandið hefúr áhuga á að reyna að keppa þar um titlana og jafiiframt að keppni í norrænu greinunum fari einnig fram þar. Það mál verður rætt við skíðaráðin á Akureyri og í Reykja- vík í dag. -VS Grindvíkingar voru að vonum kátir eftir þriðja sigurinn á Keflvíkingum í fjórum leikjum liðanna og hér fagna Guð- mundur Bragason, Páll Axel Vilbergsson og Unndór Sigurðsson. Grindvíkingar geta tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn í kvöld á eigin heimavelli en þá fer fram fimmti úrslitaleikurinn. * DV-mynd Ægir Már Evrópukeppni kvennalandsliða í handknattleik: íslenska liðið fékk ekki stig í keppninni - tapaði tvívegis í Hollandi, 24-16 og 20-19 íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik fékk ekki stig í Evrópu- keppninni. Tveir síðustu leikimir í riðlinum fóm fram í Hollandi um páskana og ísland tapaði þá fyrir heimastúlkum, fyrst 24-16 og síðan 20-19. Fyrri leikurinn fór fram í Arn- hem á skírdag. Holland var 15-7 yfir í hálfleik og sami munur skildi lið- in að í lokin. Guðný Gunnsteinsdóttir skoraði 4 mörk, Auður Hermannsdóttir 3, Herdís Sigurbergsdóttir 3, Hulda Bjamadóttir 3, Ragnheiður Stephen- sen 2 og Halla María Helgadóttir 1. Fanney Rúnarsdóttir varði 16 skot í leiknum. Góður seinni hálfleikur Síðari leikurinn fór fram i Doet- inchem á fostudag og þar gengu hlutimir svipað fyrir sig lengi vel. Holland var yfir í hálfleik, 13-7, en íslensku stúlkumar náðu sér vel á strik í seinni hálfleiknum. Þær komust yfir um tima en gáfú eftir í lokin og Holland tryggði sér naum- an sigur. Ragnheiður Stephensen skoraði 12 mörk, sex þeirra úr vítaköstum, Brynja Steinsen 2, Halla María Helgadóttir 2, Auður Hermannsdótt- ir 1, Björk Ægisdóttir 1 og Guðný Gunnsteinsdóttir 1. Hjördís Guð- mundsdóttir varði 7 skot og Fanney Rúnarsdóttir 3. Dómararnir báðust afsökunar Ragnheiður Karlsdóttir farar- stjóri sagði að lítill munur væri á liðunum en óreyndir ítalskir dóm- arar hefðu ráðið úrslitum í leikjun- um. Þeir hefðu beðið afsökunar á mistökum sínum í lok leikjanna og endurtekið það hvað eftir annað. Að sögn Ragnheiðar töldu forráðamenn hoflenska liðsins einnig að heimaliðið hefði notið góðs af dóm- gæslunni. Lokastaðan í riðlinum varð þessi: Rússland 6 5 0 1 151-119 10 Svlþjóö 6 5 0 1 133-104 10 Holland 6 2 0 4 119-135 4 ísland 6 0 0 6 95-140 0 -vs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.