Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 Fréttir Rlkissaksóknari vegna meintra ólöglegra kúfiskveiða Æsu: Felldi malið niður að feng- inni umsögn ráðuneytisins misskilningur hjá útgerðinni en Einar Oddur hafði munnlegt leyfi Ríkissaksóknari sá ekki ástæðu til að höfða mál gegn útgerð Einars Odds Kristjánssonar á Flateyri vegna kúfiskveiða Æsu á Önundar- firði 1 byrjun árs 1993. Ejns og kom fram í DV í gær færði Landhelgis- gæslan Æsu til hafnar á Flateyri vegna meintra ólöglegra veiða. Leyfi Æsu til tilraunaveiða var runnið út en sjávarútvegsráðuneyt- ið gaf út nýtt leyfi daghm eftir að gæslan tók skipið. Landhelgisgæsl- an kærði útgerðina, þrátt fyrir feng- ið leyfi, og eftir lögreglurannsókn á ísafirði bauð sýslumaður dómsátt í málinu. Útgerð Æsu neitaði sátt og fór málið til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari óskaði eftir greinargerð frá ráðuneytinu og í henni segir m.a.: „Ráðuneytið telur, að hér hafi fyrst og fremst verið um misskiln- ing að ræða hjá útgerð skipsins, sem skömmu áður hafði tekið við rekstri þess. Sé því ekki ástæðu tO frekari aðgerða af hálfu ríkissak- sóknara. Ráðuneytið mun ekki beita ákvæðum laga nr. 37/1992 vegna þessa máls.“ í greinargerðinni segir að skipið hafi fengið leyfi til tilraunaveiða á kúfiski. Skipið hafi verið sérstak- lega flutt inn til þess að sinna þessu verkefni og veiðitilraunir hafi farið fram í samráði við Hafrannsóknar- stofnun og undir eftirliti hennar. „Enda þótt leyfi til skipsins hafi formlega verið gefin út árlega legg- ur ráðuneytið áherslu á, að ekkert hafi verið því til fyrirstöðu að skip- ið fengi leyfi og staðfesti ráðuneytið það samstundis þegar eftir því var óskaö,“ segir jafnframt í greinar- gerð ráðuneytisins. Að fenginni greinargerðinni komst ríkissaksóknari að þeirri nið- urstöðu að ekki hafi verið ástæða til að gefa út ákæru og málið því látið niður falla. í yfirheyrslum hjá lögreglunni á ísafirði sagði Einar Oddur að þegar komið hefði verið að endurnýjun leyfisins hefði hann haft samband við Hafrannsóknarstofnun og hún mælt með stækkun tilraunasvæðis- ins og áframhaldandi leyfisveitingu til tilraunaveiða. Búið hefði verið að ganga frá því við ráðuneytið að tilraunaleyfi Æsu yrði endurnýjað. Það hefði hins vegar verið mistök hjá útgerðinni að sækja ekki leyfið til sjávarútvegsráðuneytisins. Munnlegt leyfi hefði því verið fyrir veiðunum. Eins og kom fram í DV í gær hef- ur Alþýðuflokkurinn, með Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar, óskað eftir umræðu á Alþingi um það hvort Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra hafi verið að hygla Einari Oddi flokksbróður sínum með því að gefa út leyfi fyrir Æsu þegar Landhelgisgæslan var búin að taka skipið. -bjb . Þeir eru sætir og kelnir, kiðlingarnir sem fæddust í Húsdýragarðinum í vikunni. Þeir hafa ekki enn þá fengið nöfn en eru hafur og huðna. Margrét Dögg Halldórsdóttir húsdýrahirðir segir mjög skemmtilegt að umgangast ungviðið. t DV-mynd ÞÖK Heimsmarkaösverð á rækju á niðurleið: Mikil spenna er nú ríkjandi á markaðnum - kaupendur halda að sér höndum, segir fulltrúi SH Drífa Sigfúsdóttir: Nýr formað- ur Neytenda- samtakanna „Ég hef verið formaður Neytenda- samtakanna í tólf ár og síðustu sex árin einnig framkvæmdastjóri. Ég tel og hef talið eðlilegt að skilja á milli þessara starfa og er mjög ánægður nú þegar Drífa Sigfúsdótt- ir, bæjarfulltrúi á Suðurnesjum, býður sig fram til formennsku,“ seg- ir Jóhannes Gunnarsson sem áfram mun gegna stöðu framkvæmda- stjóra samtakanna. Aðspurður hvort einhver leiðindi hefðu valdið því að Drífa tæki nú við formennskunni á þingi samtak- anna 3. og 4. maí sagði Jóhannes svo alls ekki vera. „Hér ríkir mikil eindrægni milli manna og ég tel að þetta muni styrkja samtökin og efla þannig hag neytenda. Þetta mun styrkja fram- varðasveit Neytendasamtakanna og þótt eflaust muni einhverjir nýir straumar fylgja nýjum formanni á ég ekki von á neinni byltingu." Jóhannes Gunnarsson sagðist ekki vera að draga sig út'úr þessari starfsemi, sagðist hafa komið inn í þetta af hugsjón á sínum tíma og hafa verið svo heppinn að hafa get- að haft hugsjónarstarf sitt að lifi- brauði. Hann sagðist áfram myndu koma sjónarmiöum samtakanna á framfæri en vitaskuld væri það fyrst og fremst hlutverk formanns- ins að vera talsmaður þeirra út á við. -sv Gáfust upp í krapinu „Þeir voru búnir að ganga lengi blautir og voru orðnir fótsárir af þeim völdum, sérstaklega annar," segir Einar Brynjólfsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Menn sveitarinnar sóttu í gærkvöldi tvo Frakka inn í Landmannalaugar. Frakkarnir voru búnir að vera 13 daga á göngu yfir hálendið og áttu pantað flug heim á súnnudag. -GK „Það er umtalsverð aukning á rækjuveiði. Flæmski hatturinn er ákveðið spurningarmerki vegna þess hve mörg skip stefna þangað. Það eru því ákveðnar þreifingar í gangi meöal kaupenda. Menn kaupa svona eins og sagt er frá hendinni til munnsins og reyna aö átta sig á hvernig verðið muni þróast. Það hefur orðið framleiðsluauking og nokkur birgöasöfnun því seljendur bíða líka. Það er því ákveðin spenna ríkjandi á markaðnum. Rækjuverö hefur lækkað um 10 til 15 prósent frá því í haust en það er ekki verð- hrun,“ sagði Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá SH, í samtali við DV. Magnús Reynir Guðmundsson er framkvæmdastjóri Togaraútgerðar ísafjarðar. Þeir selja sína rækju milliliðalaust á erlendan markað. Hann sagði að verðlækkun hefði orðið á iðnaðarrækju. Aftur á móti hefði ekki orðið verðfall á úthafs- rækjunni í Japan. Magnús segir að mjög hafi borið á sölutregðu og þar af leiðandi birgða- söfnun, alveg síðan um áramót. Það væri ljóst að kaupendur ætluðu sér að ráða ferðinni hvað heimsmark- aðsverði viðkemur og því héldu þeir að sér höndum eftir að hafa keypt mikið í haust. Hann sagði að aukin sókn í rækj- una á Flæmska hattinum myndi hafa eitthvað að segja en benti á að um leið og íslensku skipin færu þangað drægi úr veiði hér við land. Magnús sagðist hafa heyrt að 97 rækjutogskip hefðu verið að veiðum á Flæmska hattinum um páska. Auðvitað hefði það sitt að segja þeg- ar svo mörg skip væru komin í veið- ina hvaö þá ef þeim ætti eftir að fjölga. -S.dór Stuttar fréttir Aðild fyrir áramót Stefnt er að þvi að ljúka samn- ingum um aukaaðild fslendinga og Norömanna aö Schengen- samkomulaginu fyrir áramót, samkvæmt fréttum RÚV. Ekki meiri sparnað Stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavíkur treysta sér ekki til að ná fram meiri sparnaði í rekstri á árinu og vísa ábyrgð á hendur heilbrigðisráðherra. Samkvæmt RÚV vantar 200 milljónir upp á. Riða á Stekkjardal Riða hefur greinst á bænum Stekkjardal í Svínavatnshreppi. Samkvæmt RÚV er þetta 4. riðutilfellið í A-Húnavatnssýslu í vetur. Gunnar hættir Gunnar Ragnars hefur til- kynnt að hann sé hættur sem framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyrar af persónulegum ástæðum. Ákvörðunin er sögð tengjast því að dótturfélög Sam- herja hafi gert tilboð í hlut Ak- ureyrarbæjar í ÚA. Systkinaafsláttur Líkur eru á að tekinn verði upp systkinaafsláttur með öðru bami á leikskólum Reykjavíkur- borgar. Þetta kom fram I Tíman- um. K. Richter kaupir Heildverslunin K. Richter í Garöabæ hefur keypt bygginga- vörudeild fyrirtækisins Kristján Ó. Skagfjörð. Ný verðbólguspá Seðlabankinn hefur gefið út nýja verðbólguspá sem gerir ráð fyrir 2% veröbólgu á þessu ári. Þetta er lægri verðbólga en spáð var í upphafi ársins vegna minni verðhækkanna á fyrsta ársfjórðungi en reiknað hafði verið með. Sveifiur jafnaðar Jafna má sveiflur í íslensku efnahagslífi með því að láta sjáv- arútveginn greiða fyrir veiði- heimildir. Gjaidið mætti hækka ef vel áraði í sjávarútvegi en lækka þegar á móti blési. Þetta kom fram á ráðstefnu í gær um framtíð íslensks iðnaðar. Fjárfest í Oz íslenskir fjárfestar hafa með kaupum sínum á hlut í tölvufyr- irtækinu Oz staðfest mat jap- anskra fjárfesta að fyrirtækið sé 900 miUjóná virði. Stöð 2 greindi frá þessu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.