Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Blaðsíða 32
tjórfaldur | I. uinningur Á Vertu ídðbúín(n) vinningi KIN FRETTASKOTIÐ SIMINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjalst óhað dagblað FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 Helgarblað DV: Nærmynd - af Pétri Kr. Hafstein I helgarblaði DV að þessu sinni verður ítarleg nærmynd af Pétri Kr. Hafstein forsetaframbjóðanda. Þá verður rætt við Höskuíd Skarphéð- insson, fráfarandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, sem gerir upp fortíðina og segir m.a. frá samskipt- um sínum við breskan landhelgis- brjót þar sem beita þurfti vopnavaldi til að réttlætið næði fram að ganga. Rætt verður við Teit Þórðarson, landsliðsþjálfara Eista í knattspyrnu, sem mætir bróður sínum og félögum hans í íslenska landsliðinu bráðlega. Loks má geta þess að rætt verður við ung danspör á heimsmælikvarða, Bowie-aðdáendur og marga fleiri. Nýtt afbrigði salmonellu: salmonella hefur greinst Eitt afbrigði salmonellu enteriti- lis, sem býr um sig í legi og eggja- ^éftðurum hænsna og berst þaðan í egg, hefur nú greinst á íslandi, að sögn Jóns Gíslasonar, forstöðu- manns Hollustuverndar ríkisins. Þetta salmonelluafbrigði er þekkt í Bretlandi, Spáni og víðar og er or- sök þess að yfirleitt eru linsoðin egg ekki lengur á boðstólum á hótelum og í veitingahúsum. „Það er engin stórhætta að sýkj- ast af salmonellu með því að neyta linsoðinna eggja í löndum þar sem eggjasalmonella hefur greinst. Rannsóknir sýna að um það bil eitt egg af hverjum þúsund er sýkt.“ I leiðbeiningum frá Hollustu- vernd Danmerkur segir að hætta á sýkingu sé mest við neyslu hrárra —eggja og rétta sem innihalda hrá egg eða mjög linsoðin. Salmonellan drepst við 70-75 gráða hita. -SÁ Rannsókn hafin á Qárreiöum Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis: Grunur um fjar- drátt fyrrum sparisjóðsstjóra - sparisjóðsstjórinn sagði upp í desember og fór frá staðnum „Við endurskoðun í desember komu í ljós atriði sem stjórn sjóðsins þótti ástæða tU að láta rannsaka nánar. Þá vinnu er ver- ið að vinna núna,“ segir Kristín Kristjánsdóttir, formaður stjórnar Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis. Grunur um fjárdrátt hefur komið upp í Sparisjóðnum eftir að sparisjóðsstjórinn lét af störfum í byrjun desember á síðasta ári. Sparisjóðsstjórinn sagði þá upp starfi sínu eftir nær áratug við sjóðinn og fór frá Þórshöfn. HeimUdir DV herma að miUjón- ir króna vanti í sjóöi Sparisjóðs- ins en ekki fæst staðfest að svo sé. Kristín Kristjánsdóttir lagði áherslu á að aðeins væri verið að kanna viss atriði í bókhaldinu og hún ætlaði ekki að dæma um hvort þar væri um fjárdrátt að ræða. Þórður Ólafsson, forstöðumað- ur bankaeftirlits Seðlabankans, vísaði frá sér að ræða mál Spari- sjóðsins á Þórshöfn þegar DV leit- aði eftir upplýsingum þar. Nýr sparisjóðsstjóri hefur verið ráðinn að sjóðnum á Þórshöfn og tekur hann tU starfa innan skamms. -GK Tveir frambjóðenda til embættis forseta Islands, Ólafur Ftagnar Grímsson og Guðrún Agnarsdóttir, funduðu með nemendum Verslunarskóla íslands í hádeginu í gær en nemendurnir óskuðu eftir fundinum. Þetta var fyrsti opinberi framboðsfundurinn sem Ólafur Ragnar mætti á. Þess má geta að Guðrún Agnarsdóttir verður í vor 35 ára stúdent frá Verslunarskólanum, enda sagðist hún hafa haft sérstaka ánægju af því að mæta í skólann og rifja upp gamlar og góðar minningar. Hér eru Ólafur Ragnar og Guðrún á tali við einn verslunarskólanema. Frambjóðendur eru komnir á fullt í baráttunni og hefur Guðrún Pétursdóttir t.d. verið á ferð um Norðurland. DV-mynd BG 4 rásir til Sýnar: Nefndinni heimilt og skylt - segir Kjartan Gunnarsson „Mín viðbrögð eru engin. Þetta er erindi til stjórnvaldsnefndar og ég afgreiði það ekki í blöðunum. Nefndin á eftir að koma saman og fjalla um erindið," sagði Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsrétt- arnefndar, við DV um þá beiðni Stöðvar 3 að nefndin endurskoði ákvörðun sína að taka tvær sjón- varpsrásir frá stöðinni og úthluta þeim til Sýnar. Stöð 3 hefur jafn- framt óskað eftir þvi að úthlutunin verði stöðvuð. Útvarpsréttarnefnd úthlutaði Sýn tveimur rásum til viðbótar sem voru áður hjá Stöð 2. Kjartan sagði að nefndinni hefði verið heimilt samkvæmt lögum og skylt að bregð- ast við beiðni Sýnar um að fá fiórar rásir til viðbótar til að endurvarpa efni erlendra sjónvarpsstöðva. -bjb Lést í skuröaðgerð: Ríkið ekki bótaskylt Hæstiréttur hefur dæmt að ríkið sé ekki bótaskylt vegna dauða rúm- lega fimmtugrar konu sem lést í skurðaðgerð árið 1990. Börn kon- unnar kröfðust bóta en töpuðu mál- inu bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Konan var í aðgerð vegna bijósk- loss. Við aðgerðina urðu mistök þannig að ósæð fór í sundur og tókst ekki að stöðva blæðinguna. Meirihluti Hæstaréttar taldi að ekki hefði verið um vítaverð mistök að ræða. Hjörtur Torfason hæstaréttar- dómari skilað sératkvæði og taldi hann ríkið bótaskylt vegna þess að mistökin í aðgerðinni hefðu leitt til dauða konunnar. -GK Hafnarfjörður: Drengur varð fyrir bíl Sex ára drengur úr Hafnarfirði liggur á gjörgæsludeild eftir að hann varð fyrir bíl í þröngri íbúðar- götu á miðvikudagskvöldið. Drengurinn skaust út frá heimili sínu og út milli bíla við götuna þeg- ar slysið varð. Lenti hann fyrst á horni bílsins og síðan undir honum. Fór eitt hjóla bílsins yfir höfuðið á drengnum. Drengurinn höfuðkúpubrotnaði og er alvarlega slasaður. Hann mun þó ekki í lífshættu. -GK L O K I Veðrið á morgun: Úrkomu- lítið Á morgun verður norðaust- anátt, enn þá allhvöss austast á landinu en annars hægari i öðr- um landshlutum. Smáél verða norðan- og vestanlands, skúrir á Austurlandi en annars úr- komulítið. Veðrið í dag er á bls. 36 □PEL Opel Vectra Frumsýnd um helgina Bílheimar ehf. Sœvarhöfða 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.