Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
9
Utlönd
NUSVER®
Það hefur verið heldur rólegt um prinsessurnar af Mónakó undanfarið en
áður voru þær nær daglegt fréttaefni. Á myndinni sést Karólína af Mónakó
koma frá jarðarför aldraðs frænda síns, Prince de Polignac, sem fram fór í
gær. Stefanía systir hennar er í bakgrunni. Símamynd Reuter
Banna hommabrúðkaup
hjá sænska konsúlnum
Frakkar hafa hafnað beiðni
sænskra stjórnvalda þess efnis að
samkynhneigð pör fái að ganga í
hjónaband hjá sænska konsúln-
um í París. Vildu Svíar að sam-
kynhneigðir gætu sameinað at-
höfnina rómantískri ferð til borg-
arinnar á sama hátt og gagnkyn-
hneigðir. Svíar, sem stundað hafa
hjónavígslu samkynhneigðra frá
því í janúar í fyrra, framkvæma
sex hefðbundnar giftingarathafn-
ir á viku á ræðismannsskrifstof-
unni í París. Eftir eins árs bið eft-
ir svari kom neitun frá franska
utanríkisráðuneytinu á þeirri
forsendu að samkvæmt frönskum
lögum væri ekki löglegt að gifta
aðra en gagnkynhneigða einstak-
linga. Svíar segjast ekki hissa á
neituninni. Norðmenn hafa haft
svipaðar óskir uppi en ekki feng-
ið svar.
Reuter
Áföll íhaldsmanna
Breskir íhaldsmenn urðu fyrir
þrefoldu áfalli í gær eftir aukna
bjartsýni um velgengni í næstu
þingkosningum. Efnahagsspár voru
ríkisstjórninni síður en svo í vil en
fram kom að halli á fjárlögum yrði
mun meiri en búist hafði verið við.
Kom þetta af stað frekari ágreiningi
milli Johns Majors forsætisráð-
herra og hægriaflanna í íhalds-
flokknum sem telja að skattalækk-
anir einar geti bjargað flokknum frá
kosningatapi.
Þá sýndi ný skoðanakönnun um
fylgi flokkanna að Verkamanna-
flokkurinn hefur 21 prósentustigs
forskot á íhaldsflokkinn en forusta
hans nam 14 prósentustigum í mars.
Loks réðst dagblaðið The Daily
Telegraph, sem er hliðhollt rikis-
stjórninni, á rikisstjórn Majors og
kallaði hana mikla ógæfu. í forustu-
grein var Major hvattur til að
lækka skatta og útiloka í eitt skipti
fyrir öll þátttöku í evrópsku mynt-
bandalagi. Reuter
Breskur morðingi tekinn af lífi í Singapúr:
Hengdur rétt fyr-
ir dögun í morgun
Bretinn John Martin var hengdur
skömmu fyrir dögun í morgun í
Singapúr fyrir viðurstyggilegt morð
á suður-afrískum ferðamanni, Ger-
ard George Lowe, í mars í fyrra.
Martin, sem einnig gekk undir
nafninu John Martin Scripps, hafði
líka verið ákærður í Taflandi fyrir
morð á kanadískum mæðginum,
Sheilu Mae Damude og syni hennar
Darin. Lík aflra þriggja voru síðan
bútuð niður eftir morðin.
„Ég tel ekki nokkum vafa leika á
því að réttlætinu hefur verið full-
nægt,“ sagði Douglas Herda, fulltrúi
í konunglegu kanadísku lögregl-
unni, eftir að Martin hafði verið
hengdur í Changi-fangelsinu.
Lögreglan í Singapúr sagði aðeins
í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér
að Martin, sem var 36 ára gamall,
hefði verið tekinn af lífi.
Martin var hengdur eftir að hann
dró skyndilega til baka áfrýjun sína,
án þess að nokkur skýring fylgdi.
Martin flúði á sínum tíma frá Bret-
landi þegar hann var i leyfí frá fang-
elsinu þar sem hann var að afplána
13 ára dóm fyrir heróínsmygl. Hann
lærði slátraraiðn á meðan hann sat
inni.
í Singapúr var hann fundinn sek-
ur um að hafa myrt Lowe með
hamri og síðan skoriö lík hans í
stykki. Hlutar af líki Lowes fundust
í svörtum plastpokum í höfninni í
Singapúr. Höfuðið fannst þó aldrei.
Lík Damude-mæðginanna, sem
einnig höfðu verið bútuð í sundur,
fundust á taílenska ferðamanna-
staðnum Phuket síðar í sama mán-
uði. Martin var handtekinn við
komuna til Singapúr frá Phuket.
Martin játaði á sig morðið á Lowe
en sagðist hafa gert það af ótta þar
sem Lowe hefði farið á fjörurnar við
sig í hótelherberginu sem þeir
deildu. Reuter
1 8.-30. april
20% afsláttur af öllum Tefal vörum
m.a. matvinnsluvélar, brauSristar,
kaffivélar grill, eldhús -og baövogir ofl. ofl.
m
SAMLOKUGRILL
m'
\|JLI
Afsláttur af öllum Indesit og Tefal vörum í verslun okkar í 10 daga!
ZWILLING
J.A. HENCELS
Hnífa
Lágmúla 8 * Sími 553 8820 Emile Henry leirvörur