Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 Fréttir Forsætisráðherra staðfestir fréttir um slaka stjórn við endurreisn Bessastaða: Úttektir og hönnun fýrir 65 milljónir lítils virði - Ríkisendurskoðun byrjaði að vara við óstjórninni fyrir fimm árum Engin raunveruleg kostnaðará- ætlun var til þegar hafist var handa við endurbyggingu og nýbyggingu húsa á Bessastöðum árið 1989. Til var svokölluð „greinargerð" um verkið en viðurkennt er af Davíð Oddssyni forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Ágústs Einarssonar á Alþingi að það hafi ekki verið „eig- inleg kostnaðaráætlun eða ígildi slíkrar áætlunar". í umræddri greinargerð var talið að kostnaður við viðgerðir og ný- byggingar gætu numið 200 til 240 milljónum. Nú er viðurkennt að þessi kostnaður verður í það minnsta 920 milljónir eða sá sem greint var frá í DV 13. september 1995. Raunverulegur kostnaður er því fjórum til fimm sinnum meiri en upphaflega „áætlunin" gerði ráð fyrir. Allar framkvæmdir fara þannig langt fram úr áætlunum þótt 125 milljónum hafi verið varið í hönn- un, eftirlit og úttektir. Þannig var árið 1991 varið 65,2 milljónum í hönnun og eftirlit og úttektir vegna framkvæmda þess árs. Verkið fór samt sem áður 56,9% fram úr áætl- un, reyndist kosta 176,5 milljónir en ekki 112,4 milljónir. Ríkisendurskoðun gagnrýndi þetta harðlega á sínum tíma. I end- urskoðun ríkisreiknings fyrir 1991 eru hönnuðirnir á Bessastöðum minntir á að „hönnunarkostnaður virðist einkum ráðast af því hversu vel verk eru undirbúin." Þeir fá og skömm í hattinn fyrir „tvíhönnun og þríhönnun“ og sagt er að úttekt- ir, sem Bessastaðanefnd lét vinna fyrir sig, hafi verið gagnslitlar. Framkvæmdum á Bessastöðum er stjórnað af Bessastaðanefnd und- í/oflfr«ntai*ö8#ff— --------- —• cwl 'tatyrtr 3K miajýnum [ y.rtdii m pTi -w\r \ jL 1 SöMgllgiwPppWaSSpwg atMÍ 1 DAGBLAOIÐ - VÍSIR 208. TBL. - 85. OG 21. ARG. - MIÐVIKUDAGUR 13. S6PTEMBER 1995, VERD 1 LAUSASÓLU KR, 150 M.Ai Ahofnin sem stundar grásleppuna á Víkurberginu. Hilmar og Sveinn Zóphóníassynir og Pétur Bóas Jónsson. DV-mynd Örn Ár á Bessastöðum - framkvæmdir 1991 - Hönnun, úttektir og eftiriit Unrlráaitliin furir /roml/iraimrfir A 100 150 200 millj. DV ir yfirstjórn forsætisráðuneytisins. Nefndin annast áætlanagerð en verkefnisstjóri nefndarinnar hefur verið Pétur Stefánsson hjá Almennu verkfræðistofunni. Áætlað er að framkvæmdum ljúki árið 1998 en til þess að það takist þarf að veita 220 milljónir til fram- kvæmdanna næstu þrjú ár til við- bótar við þær 37 milijónir sem þeg- ar eru á áætlun. Þessar 220 milljónir, sem nú vant- ar, eru um það bil sama upphæðin og áætlað var að framkvæmdir á Bessastöðum myndu kosta í heild þegar byrjað var að áætla kostnað- inn árið 1989. -GK Suðurland: Hótel og gistihús fá vottun og skipt í sjö flokka DVVík: Ferðamálasamtök Suðurlands héldu aðalfund í Vík í Mýrdal 13. aprU í framhaldi af ráðstefnu sem samtökin héldu um skipulag ferða- mála og framtíð ferðamálasamtaka. Á fundinum kynnti Björn S. Lár- usson, formaður, eftirlit með ferða- þjónustuaðilum sem Heilbrigðiseft- irlit Suðurlands hefur komið á og felst það i því að veita aðilum í ferðaþjónustu vottun um heilbrigð- is- og umhverfiseftirlit. Útbúinn hef- ur verið sérstakur gátlisti í því tU- efni sem notaður verður tU þess að taka saman upplýsingar um aðbún- að. vegna þjónustu og umhverfis- þátta. Hótelum og gistihúsum er skipt niður í sjö flokka eftir umfangi rekstrar. Þar eru í fyrsta flokki stærri gistihús sem starfa allt árið; - eru með veitingasal, vínveitingar og sundlaug. Hótel í þessum flokki eru skoðuð fjórum sinnum á ári og í því felst skoðun á öllum heilbrigð- isþáttum í samræmi við gátlista. Sýnataka á neysluvatni, sundlaug- arvatni og matvælum. Meðalstór og minni gistihús eru skoðuð einu sinni á ári og eru að miklu leyti sömu atriði athuguð hjá þeim og stærri hótelum. Gefin verða út vottorð um skoðun árlega og verða þau bæði á íslensku og ensku til staðfestingar því að fyr- irtækið uppfylli án athugasemda skilyrði laga og reglugerða er varða hollustu og hreinlæti, gæði matvæla og neysluvatns. Á fundinum var kosin stjórn og hana skipa Björn S. Lárusson, Sel- fossi, formaður, og aðrir í stjórn eru Sigurður Ingi Jóhannsson, Dalbæ, Hrunamannahreppi, Droplaug Erl- ingsdóttir, Norður-Hvammi, Mýr- dal, Hrefna Halldórsdóttir, Hvera- gerði, Páll Pálsson, Vestmannaeyj- um, Erla ívarsdóttir, Geirlandi, Skaftárhreppi, Rut Gunnarsdóttir, Stokkseyri, Halldóra Magnúsdóttir, Hvolsvelli og Ásta Begga Ólafsdótt- ir, Leirubakka. -PP Sigluflörður: 14 trillur á grásleppu DV, Fljótum: í vor stunda 14 trillur og bátar grásleppuveiðar frá Siglufirði og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Veiðin hefur farið þokkalega af stað og munar þar mestu blíðskap- arveður. Hægt er að vitja um nánast eftir hendinni. I fyrravor var ákaflegr treg veiði og var svo alla vertíðina. Mátti heita alger dauði í byrjun og var miklum sjávarkulda kennt um hve lítið var um grásleppu fyrir Norður- landi. Um miðjan apríl nú voru flestir bátarnir komnir með 10-20 tunnur af hrognum og þá er einnig þorskur byrjaður að koma í netin. Veiði- svæði Siglufjarðarbáta er á svæðinu frá Almenningum og norður að Héð- insfirði. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.