Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Side 17
16
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
25
íþróttir
íþróttir
Knattspyrna:
Ferdinand ekki
með gegn Króötum
Les Ferdinand, knattspyrnu-
maður ársins í Englandi, getur
ekki leikið með Englendingum
gegn Króötum næsta miðviku-
dag vegna meiðsla. Ferdinand
skoraði sigurmarkið gegn
Búlgörum fyrir skömmu. Líkleg-
ast er talið að Robbie Fowler frá
Liverpool taki stöðu hans. Ro-
bert Lee, félagi Ferdinands hjá
Newcastle, hefur einnig orðið að
draga sig út úr hópnum og sömu-
leiðis Phil Neville, leikmaður
Man. Utd.
Blak:
Oldungamót
í Stykkishólmi
DV, Stykkishólmi:
Mikill viðbúnaður er nú í
Stykkishólmi þar sem von er á
um 500 gestum til bæjarins dag-
ana 25.-28. apríl. Blakdeild Snæ-
fells stendur þá fyrir einu
stærsta íþróttamóti sem haldið
hefur verið í bænum, öldunga-
móti blaksambandsins.
Alls hafa 59 lið víðs vegar af
landinu skráð sig til keppni en
elsti keppandinn verður Stefán
Ólafsson frá Akureyri sem er 76
ára gamall. Keppendur á mótinu
eru 30 ára og eldri.
-BB
Júdó:
íslandsmótið
á morgun
íslandsmeistaramót Júdósam-
bands íslands verður haldið í
íþróttahúsinu við Austurberg í
Reykjavík á morgun, laugardag.
Mótið hefst klukkan 13.30 og
keppt er í öllum flokkum karla
og kvenna, 15 ára og eldri.
„ Fimleikar:
Islandsmótið í
trompfimleikum
íslandsmótið í trompfimleik-
um verður haldið í íþróttahús-
inu við Strandgötu í Hafnarfirði
á morgun, laugardag. unglinga-
mótið hefst klukkan 10 en mót
fullorðinna klukkan 14. Á ungl-
ingamótinu eru þátttakendur
um 120 frá 7 félögum en fullorðn-
ir keppendur eru um 80 frá 6 fé-
lögum. Fimleikafélagið Björk sér
um mótshaldið og að því loknu,
klukkan 17.30, hefst innanfélags-
mót hjá Björkunum en þar er
um að ræða einstaklingskeppni i
frjálsum æfingum.
Badminton:
Vormót TBR
Vormót TBR í badminton fer
fram í TBR-húsunum um helg-
ina. Keppt er í einliða-, tvíliða-
og tvenndarleik í A- og B-flokk-
um karla og kvenna. Mótið hefst
klukkan 13 á morgun og heldur
áfram klukkan 10 á sunnudag.
Sunna kjörin
í sjötta skipti
DV, Blönduósi:
Sunna Gestsdóttir var á dög-
unum útnefnd íþróttamaður
USAH fyrir árið 1995. Þetta er í
sjötta skipti sem hún verður
þessa heiðurs aðnjótandi.
-GB
Leiðrétting
í umfjöllun um landsmótið á
skíðum í þriðjudagsblaðinu var
rangt farið með sigurvegara í
3x3,5 km skíðagöngu kvenna.
Það var sveit Ólafsfjarðar sem
sigraði. Þá var ekki farið rétt
með nafn Hönnu Daggar Mar-
onsdóttur og er beðist velvirð-
ingar á þessu.
Scott setti
glæsilegt met
- gerði 11 3ja stiga körfur fyrir Orlando
Dennis Scott, hinn snjalli leik-
maður Orlando Magic, setti met í
3ja stiga körfum í NBA-deildinni í
nótt. Scott skoraði 11 slíkar í sigri
liðsins á Atlanta en fyrra metið, 10,
áttu Brian Shaw, Joe Dumars og Ge-
orge McCloud.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
Orlando-Atlanta ...........119-104
Scott 35, Shaq 22 - Ehlo 20.
Charlotte-Milwaukee.......103-111
Anderson 28, Rice 20 - Robinson 23,
Respert 20.
Cleveland-New York...........92-77
Brandon 20 - Ewing 18.
Chicago-Detroit.............110-79
Jordan 30, Kukoc 16, Brown 16 -
Dallas-Denver...............132-98
Jackson 25, McCloud 23 - MacLean 29.
Houston-LA Clippers .......115-107
Olajuwon 35, Cassell 20, Drexler 17 -
Vaught 24.
San Antonio-LA Lakers.. . . . 103-100
Robinson 29, Elliott 23 -Campbell 27.
Vancouver-Utah ..............79-94
King 21 - Malone 26, Hornacek 19.
Leikmenn Charlotte fóru illa að
ráði sínu þegar þeir töpuðu fyrir
Milwaukee á heimavelli. Með sigri
hefðu þeir náð Miami, sem nú
stendur með pálmann í höndunum í
einvígi liðanna um úrslitasæti.
Cleveland vann mikilvægan sigur
á New York en liðin berjast um
flórða sætið í Austurdeildinni og
líklegt er að þau mætist í 1. umferð
úrslitakeppninnar.
LALakers missti niður 21 stigs
forystu í San Antonio og tapaði,
103-100. Bob Hill, þjálfari San Ant-
onio, sagði að markmiðið væri að
vinna fleiri sigra en Orlando til að
fá heimavallarréttinn ef liðin
myndu mætast í úrslitum deildar-
innar.
Phil Jackson, þjálfari Chicago,
hætti við að hvíla Michael Jordan
sem skoraði 30 stig gegn Detroit,
þrátt fyrir að hann léki aðeins í 24
mínútur af 48. Grant Hill og Joe
Dumars léku ekki með Detroit
vegna meiðsla og veikinda.
„Ég held að fólkið í Vancouver
hafi fengið góða kynningu á NBA-
körfunni í vetur þrátt fyrir alla
ósigrana," sagði Brian Winters,
þjálfari nýliða Vancouver, eftir 67.
ósigur vetrarins, gegn Utah. -VS
Tölfræðin í NBA-deildinni:
Muresan kemur
mest á óvart
Fyrir síðustu leikhelgina í banda-
rísku NBA-deiIdinni í körfuknatt-
leik er ljóst að kunnugleg nöfn
verða efst á flestum listum yfir
bestu einstaklinga vetrarins.
Michael Jordan hjá Chicago er
langstigahæstur með 2.481 stig, eða
30,5 stig í leik. Næstir á eftir honum
eru Hakeem Olajuwon, Shaquille
O’Neal, Karl Malone og David Rob-
inson.
Dennis Rodman hjá Chicago er
með langbestu útkomuna í fráköst-
um eins og oft áður. Rodman hefur
tekið 14,9 fráköst að meðaltali í leik
og 908 samtals. Næstir koma David
Robinson, Dikembe Mutombo,
Shawn Kemp og Charles Barkley.
John Stockton hjá Utah er að
vanda með langflestar stoðsending-
ar. Hann hefur átt 903 slíkar í vetur,
eða 11,3 í leik. Næstir eru Avery
Johnson, Jason Kidd, Rod Strick-
land og Damon Stoudamire.
En það óvænta er að rúmenska
tröllið Gheorghe JVIuresan hjá Was-
hington er með bestu skotnýting-
una. Muresan hefur hitt úr 58,4 pró-
sentum skota sinna á tímabilinu. Á
eftir honum koma Shaquille O'Neal,
Chris Gatling, Shawn Kemp og Dale
Davis. -VS
Grafarholtsvöllurinn
aldrei opnað fyrr
Ákveðið hefur verið að opna Grafarholtsvöllinn á sumardaginn fyrsta
í næstu viku. Að sögn manna, sem sjá um völlinn, hefur ástand vallarins
sjaldan eða aldrei verið betra. Flatir vallarins voru slegnar 16. apríl.
Á sumardaginn fyrsta verður leikið á sumarflötunum og er það
einsdæmi á þessum árstima á golfvellinum í Grafarholti. Vallarstjóri
telur ástand vallarins verða líkt því sem venjulega er í byrjun júni.
Á sumardaginn fyrsta verður keppt um Amesonskjöldinn og verður
ræst út frá kl. 10. Skráning fer fram á skrifstofu GR. -JKS
Knattspyrna:
Ellefu nyliðar
fara til Eistlands
Það verða ellefu nýliðar í íslenska
21 árs landsliðinu í knattspymu
sem mætir Eistlendingum í vináttu-
leik sem fram fer í Kehtna í Eist-
landi næsta þriðjudag.
Aðeins fimm leikmenn í hópnum
hafa áður leikið með liðinu. Það eru
markverðirnir Atli Knútsson úr
Leiftri og Árni Gautur Arason úr ÍA
og síðan þeir Brynjar Gunnarsson,
KR, Sigurbjörn Hreiðarsson, Val, og
Sigurvin Ólafsson, Stuttgart.
Nýliðarnir eru eftirtaldir: Jó-
hannes Harðarson, ÍA, Stefán Þórð-
arson, ÍA, Bjami Þorsteinsson, KR,
Gunnar Einarsson, Val, Sigþór Júlí-
usson, Val, Ólafur Stígsson, Fylki,
Kjartan Antonsson, Breiðabliki,
Ólafur Bjarnason, Grindavík, Ragn-
ar Árnason, Stjörnunni, Guðni Rún-
ar Helgason, Völsungi, og Bjarnólf-
ur Lárusson, ÍBV.
Atli byrjar í Eistlandi
Atli Eðvaldsson stýrir 21 árs lið-
inu í fyrsta skipti á þriðjudag. Það
er skemmtileg tilviljun að það skuli
vera í Eistlandi því Atli er sem
kunnugt er ættaður þaðan. Faðir
hans, Eðvald heitinn Hinriksson,
var landsliðsmarkvörður Eistlands
á fjórða áratugnum. -VS
Harpa Melsted og Heiðrún Karlsdóttir eru hér sigri hrósandi eftir glæstan sigur á Stjörnunni í íþróttahúsinu í Strandgötu í gær. Með sigrinum tryggðu Haukastúlkur
sér hreinan úrslitaleik sem verður í Garðabæ á morgun. Á innfelldu myndinni er Judit Esztergal að skora eitt af sjö mörkum sínum í leiknum. DV-myndir Brynjar Gauti
Haukar með
byr í seglin
- unnu öruggan sigur á Stjörnunni og knúðu fram hreinan úrslitaleik
„Stelpurnar leika betur með hverjum
leiknum sem líður. Þær hafa öðlast
sjálfstraust, stressið er farið af þeim og
þær hafa mjög gaman af því sem þær
eru að gera. Við erum sterkari í dag og
ég er sannfærður um að við vinnum
titilinn í Garðabæ á laugardaginn,“
sagði Petr Baumruk, þjálfari Hauka,
við DV eftir glæsilegan sigur á Stjörn-
unni, 24-16, í fjórða úrslitaleik liðanna
um Islandsmeistaratitilinn í kvenna-
flokki. Með sigrinum jöfnuðu Hauka-
stúlkur metin, 2-2, í einvígi liðanna
um titilinn og liðin eigast við í hrein-
um úrslitaleik í Garðabæ á morgun.
Eins og staðan lítur út í dag þá verð-
ur að telja Haukastúlkur líklegri til að
vinna titilinn eftirsótta og ef það gerð-
ist kæmi það flestum ef ekki öllum
handboltaáhugamönnum mjög á óvart
enda er Stjarnan íslandsmeistari og
hefur auk þess unnið deildar- og bikar-
meistaratitilinn á tímabilinu.
Eftir sigur Stjörnunnar í fyrstu tveim-
ur leikjunum áttu flestir von á að eftir-
leikurinn yrði auðveldur fyrir Garða-
bæjarliðið að innbyrða íslandsmeist-
aratitflinn annað árið í röð. En sigur
Haukanna í þriðja leiknum breytti
stöðunni heldur betur. Haukastúlkurn-
ar mættu fullar sjálfstrausts í Strand-
götuna í gær og þær léku meistarana
úr Garðabænum oft mjög grátt líkt og í
þriðja leiknum í Garðabæ á dögunum.
Haukarnir náðu strax undirtökunum í
leiknum. Judit Esztergal gaf liðinu
tóninn og með snjöllum leik hennar í
byrjun náðu Haukarnir öllum völdum
á vellinum. Haukar léku sterka vörn
og áttu gestirnir í mestum vandræðum
með að brjóta hana á bak aftur auk
þess sem Vigdís Sigurðardóttir varði
Haukamarkið með tilþrifum. Haukar
höfðu fjögurra marka forskot i leikhléi
og eftir að hafa skorað tvö fyrstu mörk-
in í síðari hálfleik voru úrslitin ráðin.
„Við vorum staðráðnar í að tryggja
okkur oddaleikinn og nú þegar það hef-
ur tekist ætlum við alla leið og það
kemur ekki til greina annað en vinna
titilinn," sagði Hulda Bjarnadóttir,
hinn knái leikmaður Hauka, við DV
eftir leikinn.
Haukastelpurnar beittu brostækninni
I leiknum í gær. Þær höföu gaman því
sem þær voru að gera og uppskáru góð-
an leik. Sterk vörn Haukanna og frg-
bær markvarsla Vigdísar Sigurðardótt-
ur átti einna stærstan þátt í sigrinum.
Vigdís varði 18 skot, þar af 2 vítaköst.
Þá átti Judit Esztergal mjög góðan
leik, hún skoraði grimmt í byrjun og
stjórnaði leik Haukaliðsins mjög vel.
Liðsheild Hauka var annars mjög
sterk. Það yrði ekki leiðinlegt fyrir
Hauka ef stelpunum tækist að vinna ís-
landsmeistaratitflinn á 65 ára afmæli
félagsins og kannski kominn tími til
því Haukar urðu síðast íslandsmeistar-
ar í kvennaflokki árið 1945.
Stjörnustúlkur léku í hefld mjög illa
og sérstaklega var sóknarleikur þeirra
slakur. Það hefur komið illa við leik
Stjörnunnar að Herdís Sigurbergsdótt-
ir er meidd. Hún lék þó með í gær, lék
varnarleikinn í fyrri hálfleik en þegar
líða fór á seinni hálfleikinn lék hún
einnig í sókninni og lét þá strax að sér
kveða. Stjörnustúlkur gerðu sig seka
um mörg slæm mistök og eigi liðinu að
takast að verja titilinn þarf allur leik-
ur liðsins að breytast til batnaðar.
„Það sem er að gerast hjá okkur er að
hræðslan við að tapa er svo mikil að
við erum að flýta okkur allt of mikið og
gera of mörg mistök. Við höfum áður
lent vandræðum og losað okkur úr
þeim og það verður bara að gerast á
laugardaginn. Við lentum í áfalli að
missa Herdísi. Nú er hún að koma til
baka og verður á fullu í síðasta leikn-
um,“ sagði Ragnheiður Stephensen,
leikmaður Stjörnunnar, við DV eftir
leikinn.
-GH
Haukar-Stj arnan
(12-8) 24-16
2-0, 2-2, 4-4, 34, 10-6, (12-8) 14-8,
16-11, 18-13, 21-13, 23-15, 24-16.
Mörk Hauka: Judit Esztergal 7,
Auöur Hermannsdóttir 5, Hulda
Bjamadóttir 4, Heiðrún Karlsdóttir 3,
Harpa Melsted 3/1, Kristín Konráös-
dóttir 1, Rúna Lísa Þráinsdóttir 1.
Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir
18/2.
Mörk Stjömunnar: Ragnheiður
Stephensen 3, Herdís Sigurbergsdótt-
ir 3, Sigrún Másdóttir 3, Margrét Vil-
hjálmsdóttir 2, Guðný Gunnsteins-
dóttir 2, Rut Steinsen 1, Inga Fríða
Tryggvadóttir 1, Nina K. Björnsdóttir
1.
Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir
4, Sóley Halldórsdóttir 4.
Brottvísanir: Haukar 10 mín.,
Stjarnan 10 mín.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og
Rögnvald Erlingsson, góðir.
Áhorfendur: Um 700 og mjög góö
stemning.
Maður leiksins: Vígdis Sigurð-
ardóttir, Haukum.
Körfuknattleikur:
Albert
hættur?
gefur ekki kost á sér í landsliðið
Körfuknattleiksmaðurinn Al-
bert Óskarsson, lykilmaður í liði
Keflvíkinga mörg undanfarin ár,
er alvarlega að spá í að leggja
skóna á hilluna. Hann hefur til-
kynnt Jóni Kr. Gislasyni lands-
liðsþjálfara að hann gefi ekki kost
á sér í landsliðið í verkefnið sem
er fram undan en það er und-
ankeppni Evrópumótsins sem
fram fer hér á landi síðari hluta
maímánaðar.
„Það bendir allt til þess að ég sé
hættur í körfuboltanum. Ég er
hreinlega búinn að fá nóg. Það fer
orðið gríðarlega mikill tími í þetta
og þar sem ég er í nýju starfl og er
kominn með fjölskyldu gengur
þetta ekki upp,“ sagði Albert Ósk-
arsson í samtali við DV í gær. Al-
bert er 28 ára gamall og hefur leik-
ið 8 ár með meistaraflokki Kefl-
víkinga. Hann hefur átt fast sæti í
landsliðinu og standi hann við
ákvörðun sína verður sjónarsvipt-
ir að þessum baráttumikla leik-
manni.
Hinrik ekki með
Þetta eru ekki einu slæmu tíð-
indin fyrir Jón Kr. landsliðsþjálf-
ara því í gærkvöldi dró Hinrik
Gunnarsson, Tindastóli, sig út úr
landsliðshópnum. Hann á erfitt
um vik vegna atvinnu sinnar. Þá
er ljóst að Falur Harðarson leikur
ekki með i Evrópukeppninni en
hann fingurbrotnaði á dögunum
og hefur Haukamaðurinn Pétur
Ingvarsson verið kallaður í hóp-
inn. Þá hefur Davíd Grissom ekki
gert upp hug sinn hvort hann
ætlar að vera með.
„Það er auðvitað mjög sorglegt
ef Albert ætlar að hætta. Þetta er
fráhær leikmaður sem er mjög
mikilvægur hverju liði. Þá er
einnig bagalegt að missa Hinrik
enda einn af stærri mönnunum
hjá okkur. En það þýðir ekkert að
örvænta. Við eigum góðan hóp af
leikmönnum og stefnan hefur ver-
ið tekin á að verða í einu af tveim-
ur efstu sætunum í riðlinum,"
sagði Jón Kr. við DV í gær.
Riðillinn, sem leikinn verður
hér á landi 22.-26. maí, er þannig
skipaður: ísland, Danmörk, ír-
land, Kýpur, Lúxemborg og Alban-
ía. Tvær efstu þjóðirnar komast í
32 liða úrslitin sem verða á
tímabilinu 1997-1999. -GH
Handknattleikur:
Gunnar og Knútur
með Víkingum
Gunnar Gunnarsson, þjálfari
Hauka í vetur, hefur ákveðið að
leika með gömlu félögum sínum úr
Víkingi í 2. deildinni á næsta
keppnistímabili. Gunnar, sem þjálf-
aði og lék með Víkingum í tvö ár
áður en hann fór til Hauka, verður
Víkingum mikill liðsstyrkur en
eins og komið hefur fram þá hefur
Guðmundur Pálsson ákveðið að
ganga til liðs við Fram sem og
markvörðurinn, Reynir Reynisson.
Þá hefur verið gengið frá samn-
ingi við Knút Sigurðsson þess efnis
að hann leiki áfram með Víkingum
en hann var markahæsti leikmaður
liðsins í vetur. Víkingar ætla að
staldra stutt við í 2. deildinni og
hafa í hyggju að styrkja lið sitt fyr-
ir næsta tímabil. Árni Indriðason
mun þjálfa Víkinga áfram.
-GH
Islendingarnir
hafa lokið keppni
Islenska badmintonfólkið, sem
tók þátt í Evrópumótinu í Herning í
Danmörku, er allt úr leik. í
einstaklinskeppninni voru allir
íslendingarnir slegnir út í gær og
töpuðust Eillir leikirnir fyrir utan
einn.
Tryggvi Nielsen og Drífa
Harðardóttir unnu búlgarskt par 11.
umferð en voru síðan slegin út í 2.
umferð af sænsku pari.
Árni Þór Hallgrímsson og Broddi
Kristjánsson tóku ekki þátt í
einstaklingskeppninni en Tryggvi
Nielsen og Jónas Huang
landsliðsþjálfari komu inn í
tvfliðaleikinn fyrir þá en töpuðu
naumt fyrir Þjóðverjum. -JKS
Tennis:
Sampras og Chang
sluppu í gegn
Pete Sampras og Michael
Chang lentu báðir í nokkrum
erfiðleikum í 3. umferð opna jap-
anska meistaramótsins í tennis í
gær en sluppu þó báðir áfram í
átta manna úrslitin.
Sampras vann Magnus Norm-
an frá Svíþjóð, 5-7, 34, 6-2, og
Chang sigraði Jeff Tarango frá
Bandaríkjunum, 5-7, 6-3, 6-4.
-VS
Knattspyrna:
lordanescu áfram
með Rúmena
Anghel Iordanescu hefur
framlengt samning sinn sem
landsliðsþjálfari Rúmena í knatt-
spyrnu um tvö ár. Hann sagði af
sér í síðasta mánuði þar sem
ekki var hlustað á ásakanir hans
um mútur i deildaleikjum í
Rúmeníu.
Rúmenar leika í úrslitum Evr-
ópukeppninnar í Englandi í
sumar og eru með íslendingum í
riðli í undankeppni HM. Þeir
koma hingað til lands þann 9.
október.
-VS
Deildabikarinn:
Konurnar
byrja í kvöld
Deildabikarkeppni kvenna í
knattspymu hefst í kvöld með
tveimur leikjum. Stjarnan og ÍA
leika í Garðabæ klukkan 19 og
KR og Afturelding á Ásvöllum í
Hafnarfirði klukkan 20.
Þá mætast ÍA og Skallagrímur
í deildabikarkeppni karla á
Akranesi í kvöld klukkan 19.
Leikurinn ræður úrslitum um
hvort liðið kemst áfram í keppn-
inni og dugar ÍA jafntefli.
Yngvi í Víking
i blaðinu í gær var mishermt
að Yngvi Borgþórsson úr ÍBV
væri kominn í Þrótt. Hið rétta er
að hann er genginn í Víking eins
og áður hafði verið sagt frá.
Papin vill fara
Enn bætast við fleiri stjörnur
í hópi þeirra sem vilja fara frá
Bayern Múnchen. Sá nýjasti er
Jean Pierre Papin. Hann segist
vilja verða meistari og Evrópu-
meistari með liðinu en síðan
fara i burtu. Helst af öllu vill
hann fara til Montpellier.
Met hjá Stoke
Mike Sheron sló met þegar
hann skoraði sitt sjötta mark
fyrir Stoke í jafnmörgum leikj-
um gegn Charlton í fyrrakvöld.
Firmakeppni FH
Firmakeppni FH í innanhúss-
knattspyrnu verður haldin í
Kaplakrika laugardaginn 27. apr-
íl og hefst kl. 15. Skráning er í
símum 5653980 (Leifur), 5553374
(Ægir) og í 5652534 í Kaplakrika.
Valur sigraði
Valur lagði Fram, 2-0, á
Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu í gær. Arnljótur Davíðs-
son og Geir Brynjólfsson skor-
uðu mörkin í síðari hálfleik.
Rapid mætir París SG
Það verða Rapid Vin og París
SG sem leika til úrslita í UEFA-
keppninni. Rapid lagði Feye-
noord, 3-0, og samanlagt 4-1 og
París vann 1-0 sigur á Deportivo
og samanlagt 2-0. Patrice Loko
skoraði sigurmarkið á 58. mín.
-GH
Reykjavíkurmótið
1996
A DEILD • GERVIGRASIÐ LALGARDAL
Laugardagur 20. apríl kl. 17:00
KR - Þróttur
R DEILD • LEIKAISVÖLLLR
Laugardagur 20. apríl kl. 17:00
Leiknir - Fjölnir