Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 18
26
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
Ice-Cup mót FH:
Úrslit leikja
í alþjóðlegu
handbolta-
móti FH
Um páskana, 3.-7. apríl, fór
fram hið árlega, alþjóðlega
handboltamót FH, Ice-Cup, og
var góð þátttaka bæði innlendra
og erlendra liða og ljóst að þessu
móti vex ásmegin með ári
hverju. Úrslit urðu sem hér seg-
ir:
5. flokkur karla:
1. sæti......................ÍR
2. sæti................Víkingur
3. sæti..................Haukar
Besti markv.:
Finnur Eiríksson, Víkingi.
Besti vamarm.:
Bjarni Þór Jónsson, Haukum.
Besti sóknarm.:
Ægir Friðgeirsson, ÍR.
5. flokkur kvenna:
1. sæti...................Valur
2. sæti...................ÍR(1)
3. sæti.................. . ÍR(2)
Besti markv.: Anna Linda, ÍR.
Besti Vamarm.:
Kristín Þóra, Val.
Besti sóknarm.:
Svanhildur Þorbjömsdóttir.
4. flokkur karla:
1.-2. Valur-Keflavík......10-11
(Fyrsti titill Keflavíkur í opinberu
móti).
3. -4. FH-Víkingur........16-15
Besti Markv.:
Stefán Þ. Hannesson, Val.
Besti varnarm.:
Valdimar Þórsson, Val.
Besti sóknarm.:
Þórarinn Kristjánsson, Keflavík.
4. flokkur kvenna:
1.-2. FH-ÍR.................5-7
3. sæti: Völsungur.
Besti markv.:
Simone Schlect, Turbin, Leipzig.
Besti varnarm.:
Þórdís Brynjólfsdóttir.
Besti sóknarm.:
Drífa Skúladóttir, ÍR.
3. flokkur karla:
1.-2. Stjarnan-FH.........16-22
3. sæti: Kiel, Þýskalandi
Besti markv.:
Björn Mánason, Stjömunni.
Besti varnarm.:
Sverrir Öm Þórðarson.
Besti sóknarm.:
Thirmo Gabriel, Kiel.
3. flokkur kvenna:
1. -2. ÍR-FH..............11-14
3. sæti:...................UL-1
2. flokkur kvenna:
1. -2. UL-2-Furuset, Nor..10-11
3. sæti:...................UL-1
Besti markv.:
Guðmunda Torfadóttir, UL-18.
Besti varnarm:
Rut Steinsen, UL-18.
Besti sóknarm.:
Asa Karen Johannessen, Furuset,
Noregi.
2. flokkur karla:
1. sæti......................FH
2. sæti................Stjarnan
3. sæti...................Valur
Besti markv.:
Jökull Þórðarson.
Besti vamarm.:
Gunnar Narfi Gunnarsson.
Besti sóknarm.:
Láms Long, FH.
Handbolti 5. fl. kvenna:
Elfa Björk er
í 5. flokki
í umfjöllun um íslandsmeist-
ara í 5. flokki kvenna sl. þriðju-
dag misritaðist foðurnafn fyrir-
liða 5. flokks A-liðs Stjörnunnar
en stelpurnar urðu íslands-
meistarar. Hún Elfa Björk er Er-
lingsdóttir en ekki Kristinsdótt-
ir og svo er hún auðvitað í 5.
flokki. í texta undir mynd af
Stjörnunni var villa í nafni
Karenar Ýrar Lárusdóttir.
Stúlkurnar eru beðnar afsökun-
ar á þessum mistökum.
Úrslitakeppnin fór fram í
íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi
fyrir skömmu.
íþróttir unglinga
Ice-Cup - alþjóölegt handboltamót FH í yngri flokkum:
Alveg eins og heima
- sögðu norski stelpurnar frá Furset í Osló - fyrsti titill Keflavíkur í handbolta
ÍR-stelpurnar urðu lce-Cup meistarar í 4. flokki, unnu FH í úrslitaleik, 7-5.
Þjálfari stúlknanna er Karl Erlingsson. Hann hefur verið að gera góða hluti
hjá ÍR undanfarið.
Þýsku strákarnir frá Kiel sem léku í 3. flokki. Frá vinstri: Benjamin Wille, Ern-
in Fary, Christoph Hamann og Björn Alperts. Þeim fannst músíkin á diskó-
tekunum á íslandi ekki lik þeirri sem er í Kiel. (Sjá viðtal).
Það sem bar einna hæst á Ice-
Cup-móti FH í handbolta um pásk-
ana var sigur Keflavíkurstrákanna í
4. flokki gegn Val í úrslitaleik,
13-12. Þetta mun í fyrsta skipti sem
Keflavík sigrar í handknattleik í op-
inberu móti. Úrslitaleikurinn var
geysispennandi og ómögulegt að
segja til um á hvorn veg hann færi
fyrr en dómarar flautuðu af. Lið
Vals er ekki skipað neinum aukvis-
um og verður því að telja frammi-
stöðu Keflvíkinganna mjög athyglis-
verða.
Þegar liðið er skoðað vel kemur í
ljós að hér eru á ferð sömu strákar,
að mestu, sem skipa 4. flokk í knatt-
spyrnu en sá flokkur varð íslands-
meistari innanhúss í vetur. Hér eru
því augljóslega á ferð framtíðarleik-
menn Keflavíkur.
Athygli vakti að norska liðið
Furuset, sem er úthverfl í Osló og
ber sama nafn, sigraði UL-18 ára
með eins marks mun. Óþarfi hefði
verið að taka svo sterkt til orða að
um íslenskt landslið væri að ræða.
« Alveg hefði nægt að nefna það úr-
valslið. Liðið mætti engan veginn
þannig undirbúið til leiks að hægt
væri að nefna það því nafni enda
tapaði það fyrir því norska, sem var
ekki óréttlátt.
Heildarúrslit mótsins eru á öðr-
um stað á síðunni.
Öll umgjörð mótsins var til mik-
ils sóma fyrir FH og ljóst að mótið
er komið til að vera. Framkvæmda-
stjóri þess var Geir Hallsteinsson.
Umsjón
Halldór Halldórsson
Norsku stúlkurnar frá Furuset urðu glaðar eftir sigurinn gegn UL-18,11-10, í keppni 2. flokks. Hér er nokkrar þeirra,
frá vinstri: Christel M. Flatmo, 18 ára, Line Amundsen, 19 ára, og Sissei M. Mangerut, 19 ára. (Sjá viðtal).
DV-myndir Hson
okkar í mótinu sem hefur verið
mjög skemmtilegt í alla staði,“ sagði
Gúðrún. Þjálfari ÍR-liðsins er Karl
Erlingsson.
Skemmtilegt mót
Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir,
fyrirliði 4. flokks ÍR, sem sigraði FH
í úrslitaleik, 7-5, var að vonum
ánægð:
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
sigrum i Ice-Cup-mótinu og er það
góð tilfinning. Við unnum alla leiki
Guðrún Drífa Hólmsteinsdóttir, fyrir-
liði 4. flokks ÍR, hampar hér sigur-
^laununum.
Mjög svipað og heima
Norsku stelpurnar, Christel M.
Flatmo, 18 ára, Line Amundsen, 19
ára, og Sissel Mangerod, 19 ára,
leika með norska liðinu Furuset
sem er í útjaðri Oslóar. Þær norsku
sigruðu íslenska UL-18 ára, 11-10, í
mjög spennandi úrslitaleik í keppni
2. flokks:
„Við erum afar ánægðar með sig-
ur gegn íslenska liðinu og finnst
okkur mótið í heild og reyndar ferð-
in til Islands hafa verið mjög
skemmtileg í alla staði. í Furuset er
handbolti aðalíþróttagreinin og
mikill og almennur áhugi fyrir
íþróttinni. Besti árangur okkar er 2.
sætið í meistarakeppni Oslóarsvæð-
isins sem er ágætt. í Furuset er
mjög góð samstaða meðal íbúanna
og gott að búa þar. Okkur finnst
Hafnarfjörður um margt minna á
okkar heimaslóðir. Þjálfari okkar
og fararstjóri í þessari ferð er Björn
Erik Börresen og er hann frábær og
að okkar mati besti handboltadóm-
ari heimsins," sögðu norsku stúlk-
urnar. Björn Erik hefur dæmt
marga landsleiki hér á landi og vak-
ið verðskuldaða athygli.
Keflavíkurstrákarnir komu á óvart og sigruðu hið sterka lið Vals, 13-12, í úr-
slitaleik. Þetta er fyrsti sigur Keflavikur í handknattleik í opinberu móti til
þessa. Merkilegur dagur fyrir íþróttastarfsemi í þeim bæ. Strákarnir urðu
einnig flestir íslandsmeistarar 1996 í innanhússknattspyrnu.
Óheppnir gegn Stjörnunni
Benjamin Wilte, Ernin Fary,
Christoph Hamann og Björn Alpers
léku með þýska skólaliðinu frá Kiel
í Þýskalandi og gerðu strákarnir
jafntefli við Stjörnuna í keppni 3.
flokks, 13-13, og urðu í 3. sæti sem
er þokkalegur árangur:
„Handboltinn er mun harðari hér
en í Kiel og sló það okkur svolítið út
af laginu. Ferðin hefur annars verið
FH-stúlkurnar urðu lce-cup meistarar í 3. flokki, unnu ÍR, 14-11, eftir nokkuð
spennandi leik. Þjálfari stelpnanna er Viðar Símonarson.
á margan hátt skemmtileg en mús-
íkin á diskótekinu kom okkur mjög
í opna skjöldu því hún er allt öðru-
vísi en við eigum að venjast heima
- en annars var þetta allt í lagi,“
sögðu þýsku piltarnir.