Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 33
MANUDAGUR 6. MAI1996 45 Ein mynda Sigríðar Bachmann á sýningu hennar. Augna- blikið Á laugardaginn opnaði Sigríð- ur Bachmann sýningu á ljós- myndum í verslun Hans Peter- sen í Austurveri. Kallar hún sýninguna Augnablikið. Sigríð- ur, eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð, leitast við að fjötra töfra augnabliksins á listrænan hátt á svarthvíta filmu. Sigga er kunnur ljósmyndari og eru myndir hennar þekktar fyrir kímni og léttleika. Sér- staka athygli hafa vakið por- trettmyndir hennar og hefur hún unnið til ljósmyndaverð- launa fyrir þær. Hún nýtur þess að taka myndir af eldra fólki og telur Ijósmynd ómetanlega heimild fyrir komandi kynslóð- ir. Sýningin stendur til 4. júní. Sýningar Myndlist í kosningamiðstöð Opnuð hefur verið sýning á verkum níu þjóðkunnra mynd- listarmanna í Kosningamiðstöð Ólafs Ragnars Grimssonar, Hverfisgötu 33. Með þessari sýn- ingu vilja listamennirnir sýna í verki stuðning sinn við framboð Ölafs. Myndlistarmennirnir eru: Gunnar Örn Gunnarsson, Sig- urður Örlygsson, Lísbet Sveins- dóttir, Guðbjörg Lind, Þórir Barðdal, Hallsteinn Sigurðsson, Jón Axel, Sólrún Guðbjörnsdótt- ir og Sverrir Ölafsson. Framtíð mjólkur- fraúmleiðslu á íslandi Landssamband kúabænda gengst fyrir spástefnu um mjólk- urframleiðslu á íslandi næsta áratug I A-sal Hótel Sögu í dag kl. 11.00 til 17.30. Mörg erindi verða flutt. Samkomur Stuðnings- og sjálfshjálparhópur hálshnykkssjúklinga verður með fund í kvöld kl. 20.00 í ÍSÍ-hótelinu, Laugardal. Sagt verður frá könnun á meiðslum sem hálshnykkssjúk- lingar hafa orðið fyrir. Sjálfshjálparhópur aðstandenda geðsjúkra hittist á mánudögum kl. 19.30 að Öldugötu 15. Framtíð Evrópu - Nýsköpun sem vopn í samkeppni er yfirskrift ráðstefnu um „grænbók" Evrópusambandsins á svið nýsköpunar sem haldin verður í dag að Scandic Hótel Loftleiðum. Ráðstefnan hefst kl. 8.30 og er Jón Ásbergsson, ráð- stefnusrjóri. ISORlíl o móttökwv6g Q> flokkunarétöð Mosfellsbær, nærri hesthúsabyggö Gámastöövar á höfuðborgarsvæðinu ' ' U""\". Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Albee-hátíð Listamennirnir sem koma fram á Aibee-hátíöinni f Listaklúbbnum í kvöld. Síðastliðið þriðjudagskvöld stóðu nokkrir okkar helstu lista- manna fyrir hátíð í Kaffileikhús- inu sem haldin var til heiðurs leikskáldinu Edward Albee. Dag- skrá þessi var sérlega vönduð og verður hún endurtekin í Lista- klúbbi Leikhúskjallaransí kvöld kl. 20.30. Áhugi hefur mjög aukist á þess- um höfundi meistaraverka á borð við Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og Sögu úr dýragarði. Um þessar mundir er sýnt í Reykjavík nýjasta leikrit hans, Þrjár konur stórar, en Albee hlaut Pulitzer- verðlaunin fyrir þetta verk sitt árið 1994. Á hátíðinni í Listaklúbbnum kemur saman einvalalið lista- manna og sameinar krafta sína til að gefa óllum þeim sem áhuga- samir eru um list og líf þessa fá- Skemmtanir láta meistara færi á að kynnast honum betur eða endurnýja forn kynni. Thor Vilhjálmsson ræðir um kynni sín af honum, Hallgrím- ur Helgi Helgason fjallar um verk hans og leikararnir Erlingur Gíslason, Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Edda Þórarinsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Ragn- heiður Tryggvadóttir og Halla Margrét Jóhannsdóttir leiklesa eða flytja valda kafla úr þremur helstu verkum höfundarins: Hver er hræddur við Virginiu Woolf?, Sögu úr dýragarðinum og Þremur konum storum. Þorlákshöfn: Gengið með ströndinni Það felst oft mikil tilbreyting í að ganga með fram strönd. Þetta eru yfirleitt léttar göngur sem eru öll- um færar. Fjaran við og í nágrenni Þorlákshafnar er tilvalin til að ganga eftir og það er við hæfi að hefja gönguna við Strandarkirkju og er þá hægt að gera áheit á staðnum. Sagan segir að Strandarkirkja hafi Umhverfi í upphafi verið byggð vegna áheits í sjávarháska. Gengið er á hrauni alla leið til Þorlákshafnar og víða á leiðinni eru sérkennilegir klettar og skvomp- ur meitlaðar af briminu. Eins má sjá hvernig sjór- inn hefir hreinsað klappirnar og hent heljarbjörgum langt upp á land. Ef mikill sjógangur er gerir það gönguna enn mikilfenglegri og ævintýralegri. Öll leiðin er tæpir 20 kílómetrar og hæfilegt er að ætla 5 til 6 tíma til göngunnar. Ti! Akraness ÞÚFUFJAÚ. Saurbær Saurb^jarvfk HVALFJÖRÐUR Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. =tSS2* Dóttir Önnu Rósu og Sindra Litla stiilkan á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 16. mars klukkan 23.18. Hún var við i----------- Barn dagsins fæðingu 4275 grömm og mældist 53 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Anna Rósa Pálsdóttir og Sindri Önundarson og er hún fyrsta barn þeirra. onn Harvey Keitel ásamt nýliðanum Mekhi Phifer í hlutverkum sfn- um. Sölumeiinirnir Háskólabíó hefur hafið sýn- ingar á kyikmynd Spike Lees, Clockers. í myndinni segir frá undarlegu morðmáli í fátækra- hverfum New York þar sem lög- reglumaðurinn Rocco Klein legg- ur mikið á sig til að fá botn í morðmál sem allir telja borð- leggjandi. Clockers er slángur yfir eitur- lyfjasala sem selur allan sólar- hringinn og er ein aðalpersóna myndarinnar Strike allra manna duglegastur í götusölunni. En Strike á ekki langt eftir í þessari sölumennskul Þegar eiturlyfja- þjófur gefur Strike vísbendingu um frama í starfi þá lætur keppi- nautur lífið og Strike lendir í klónum á tveimur lögreglu- mönnum, Mezili og Rocco. Þegar Kvikmyndir löghlýðinn bróðir Strike játar á sig morðið trúir Rocco honum ekki og leggur sig allan fram við að að finna rétta morðingjann. Harvey Keitel og John Turtur- ro leika lögreglumennina tvo en nýliði í kvikmyndaleik, Mekhi Phifer, leikur Strike. í fyrstu ætl- aði Martin Scorsese að leikstýra Clockers en vegna anna við Casino fékk hann Spike. Lee til að gera það fyrir sig, sjáifur er hann framleiðandi að myndinni. NÝJAR MYNDIR Háskólabíó:Sölumennirnir Laugarásbíó: Bráðabani Saga-bíó: Powder Bíóhöllin: Last Dance Bíóborgin: Dead Presidents Regnboginn: Endurreisn Stjörnubíó: Kviðdómandinn Gengið Almennt 3. maí ?engi 9961 Ll nr. 88 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollflengi Dollar 67,070 67,410 66,630 Pund 100,800 101,310 101,060 Kan. dollar 49,160 49,460 48,890 Dönsk kr. 11,3800 11,4400 11,6250 Norsk kr. 10,2020 10,2580 10,3260 Sænsk kr. 9,7830 9,8370 9,9790 R. mark 13,9350 14,0170 14,3190 Fra. franki 12,9690 13,0430 13,1530 Belg. franki 2,1335 2,1463 2,1854 Sviss. franki 53,9000 54,2000 55,5700 Holl. gyllini 39,2600 39,4900 40,1300 Þýskt mark 43,8800 44,1000 44,8700 It. líra 0,04282 0,04308 0,04226 Aust. sch. 6,2330 6,2720 6,3850 Port. escudo 0,4263 0,4289 0,4346 Spá. peseti 0,5245 0,5277 0,5340 Jap. yen 0,64160 0,64540 0,62540 Irskt pund 104,340 104,980 104,310 SDR/t 97,17000 97,75000 97,15000 ECU/t 82,2700 82,7700 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan r 73- 10 w fcr trw JTÍ ÉFF fen r frn Lárétt: 1 brúða, 6 kyrrð, 8 dýpi, 9 fant- ur, 10 sterkt, 12 álasi, 14 mat, 15 starf- andi, 17 þjófhaður, 19 borðar, 21 nudd, 22 ugg. Lóðrétt: 1 öngvit, 2 varg, 3 óvild, 4 hjakk, 5 ákveður, 6 stillt, 7 fæddi, 10 drykkja, 11 mjúkt, 13 fljótið, 16 srjórha, 18 elska, 20 friður. Lausn á siðustu krossgátu. Lárért: 1 þögn, 5 sál, 8 áleit, 9 te, 10 sniðugi, 12 lögunar, 14 æfar, 16dró, 18 guldum, 20 aga, 21 ómak. Lóðrétt: 1 þá, 2 öln, 3 geig, 4 niður, 5 stundum, 6 át, 7 leir, 10 slæga, 11 garma, 13 öfug, 15 ala, 17 ósk, 19 dó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.