Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 12
12 MANUDAGUR 6. MAI1996 Spurningin Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Anna Egilsdóttir nemi: Eg fer í Skagafjörðinn í sveit Baldur Garðarsson tamninga- maður: Ég er að fara út til Þýska- lands Hildur Kolbeins afgreiðslumað- ur: Ég veit það eiginlega ekki. Lesendur Almar Sverrisson, hj ólbarðaskiptingar: heyskap í Eyjafirði. vinnur við Ég verð við Sigurður Sverrisson, vinnur við landbúnað: Vera bara í heyskapn- um á Neðri-Vindheimum í Glæsi- bæjarhreppi. Anna Margrét Jóhannesdóttir: Ég ætla að ferðast um ísland. Fiskvinnslan getur ekki meir - sjómenn verða að gefa eftir Guðmundur Einarsson skrifar: Það er ekki bara vandamál fisk- vinnslunnar í landinu að hún skuli hafa verið rekin með tapi um all- langt skeið. Hér er um stórvanda að ræða í íslensku efnahagslífi. Það vandamál nær ekki eingöngu til þeirra sem reka fiskvinnslustöðvar, frystihús eða verkun, það nær til sjómanna ekki síst. Það er nefnilega svo komið í dag að það finnast eng- ir sem eru aflógufærir til tekju- skerðingar aðrir en „sjómenn. Og svo náttúrlega nokkrir forstjórar helstu stórfyrirtækja landsins en launaniðurskurður hjá þeim dygði þó skammt. Það eru sjómenn sem hafa í all- mörg ár verið meðal tekjuhæstu einstaklinga í landínu og skipstjór- ar hafa haft sinn helmingi hærri hlut um árabil. Skattaívilnanir og fríðindi í aðbúnaði og vinnufatnaði eru sérstakt fyrirbæri umfram aðra vinnandi menn. Það eru sjómenn sem hafa fyrst og fremst krafist fisk- verðshækkana á hækkanir ofan og nú getur fiskvinnslan ekki meir. Nú eru það sjómenn sem verða að finna smugu hjá sjálfum sér. Þetta vekur hins vegar upp spurninguna um það á hvaða leið við íslendingar séum í atvinnumál- um yfirleitt. Er fiskvinnsla hér heima arðbær eða er hún baggi á þjóðinni? Hins sama má spyrja um fiskveiðarnar sjálfar. Hver er til- kostnaðurinn við fiskveiðar þegar Kannski gefa fiskvinnslukonur eftir af sínum launum fyrir sjómenn? Þær hafa gert það fyrr. allt er tínt til? Eru ekki flestir aðrir atvinnuvegir tiltölulega neyslu- grennri - ef svo má orða það? Er ekki hugbúnaðarferlið, sem nú er komið á fullan skrið með fram- leiðslu og sölu viðs vegar um heim- inn, að fara fram úr fiskveiðum og arði af þeim? Hér þarf skjótra svara við því það er komið að endalokum fiskvinnslu á íslandi og síðustu orðin sem ég heyrði frá sjómönnum voru þau að þeir væru alls ekki tilbúnir að gefa neitt eftir í sínum launamálum. Það sagði a.m.k. forsvarsmaður þeirra í viðtali í morgunútvarpi RÚV 2. maí sl. Ég auglýsi hér með eftir ein- hverjum launahópum sem geta og vilja gefa eftir í stað sjómanna. Hlutdrægni og misjofn domgæsla Svanberg Snorrason skrifar: Mig langar rétt aðeins að ræða um hlutdrægni íþróttafréttamanns RÚV, Samúels Arnar Erlingssonar, í síðasta úrslitaleik Vals og KA um íslandsmeistaratitilinn í handknatt- leik. Dagur Sigurðsson, Val, og Jul- ian Duranona skoruðu mjög áþekk og falleg mörk en samt var aðeins talað um glæsileika marka Dags en lítið sem ekkert um mörkin sem Duranona skoraði. Einnig mismunaði fréttamaður- inn markvörðunum Guðmundi Arn- ari Jónssyni, KA, gagnvart Guð- mundi Hrafnkelssyni. Guðmundur Arnar hafði varið 10 skot á tímabili, en Guðmundur H. bara 7 skot. Engu að síður talaði fréttamaðurinn bara um markvórslu Guðmundar H. Þriðju stóru mistökin, sem ég vil kalla svo, geröi hann þegar Ólafur Stefánsson, Val, gaf línusendingu sem hann kallaði „augnayndi". Patrekur Jóhannesson, KA, var bú- inn að gefa og gaf alveg eins send- ingar en um þær var lítið sem ekk- ert talað. Dómararnir í fyrstu tveimur leikjum þessarar úrslitaleikja milli KA og Vals, Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson annars vegar og Einar Sveinsson (að mig minnir) og Þorleifur Kjartansson, voru mjög slæmir. Alltof samúðarfullir með Valsmönnum. Orð Alfreðs Gíslason- ar duga um þá síðarnefndu: Aldrei séð aðra eins heimadómgæslu á ís- landi. Hins vegar voru dómarar hinna leikjanna, Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, mjög góðir og sönnuðu þeir að þeir eru besta dóm- arapar íslands - án þess að á nokk- urn sé hallað. Maður vonar bara innilega að þeir haldi áfram að dæma. Lambakjöt og lambakjöt - alls ekki það sama Sælkeri skrifar: Ég hef svo sem áður orðið var við það að ekki er allt sama lambakjöt- ið. Og þá ekki síður lambalærin eða hryggirnir sem eru því betri sem þau eru af raunverulegum lömbum en ekki af gamalám eins og oft eru á boðstólum í verslunum landsins. Þetta sannreyndi ég nýlega er ég var boðinn í hádegismat þar sem yi@ÍIM\ þjónusta allan sólarhringinn isima 550 5000 milli kl. 14 og 16 ODK H'W ~ r : r *",v ¦¦* lK3W^T!iH ^|ÉÍMm,,f^k H Jm : . i ¦ \A ,fgft »%*¦ ;._ y->? r-S^,,_ __-.- - - E~. V^- ' "--- f ------------~ - ",,. ¦ -fcs»,'3v: Krafist er betri meðferðar og flokk- unar á íslensku lambakjöti. lambalæri var á boðstólum. Kjótið var bókstaflega ekkert líkt því sem maður kaupir af handahófi upp úr frystiborði matvöruverslananna. Þarna var sannarlega lambalæri, mun minna en þau sem maður sér venjulega, fitulítið én meyrt og afar bragðgott. Þessi læri sjást ekki þar sem t.d. er matreitt fyrir fjöldasam- kvæmi á veitingahúsunum. Ég held að full þörf sé á að bænd- ur merki sér afurðir sínar þannig að maður sjái hvaðan gott kjöt kem- ur og hvaðan hið síðra. Þetta er við- tekin venja víða, t.d. i Frakklandi þar sem kjöt fer ekki á markað án þes's að viðskiptavinur geti séð hvaðan kjötiö er eða að kjötkaup- maðurinn geti upplýst um það. Á þessu eru vanhöld hér. \ Ég bendi kaupendum lambakjöts á að kanna vel hér eftir hvernig lambalærin eru og spyrja óhræddir séu þeir i vafa um gæði þeirra. Það sama á við um allar aðrar tegundir matvæla, það á enginn að láta rétta sér svikna vöru. Lambalærin eru mun minni en læri af fullorðnu fé og um leið fituminni. Þar sem ís- lenskt lambakjöt getur verið gott á það ávallt að vera gott. íslenska lambakjötið á það skilið, svo og neytendur þess. Þeir sigla ekki með slasaða Halldór Jónsson skrifar: Nei, þeir eru ekkert að sleppa veiðum til að sigla til hafnar með slasaða bátsverja slna. Veiðarnar ganga fyrir öllu. Mér finnst það rétt mat hjá Gæslunni og talsmanni hennar sem ég las í DV sl. fímmtudag að skipstjór- inn á Engey hefði átt að fara sjálfar í land með hinn slasaða mann um borð. Og auðvitað er það út í hött ef skipstjórar eru að reyna að fá þyrlu til aðstoðar til að sleppa við að sigla i land með slasaðan eða veikan mann. Við höfum ekki sömu möguleika og varnarliðsþyrlurnar - úr því við viljum sjá um þessi mál alfarið sjálfir. Dragdrottningar í Sjónvarpinu Sigfús skrifar: Hvar i veröldinni væri boðið upp á slíkt prógram og sýnt var hér í Sjónvarpinu sl. þriðjudags- kvöld? Þáttur um svokallaðar „dragdrottningar"! Er þjóðin virkilega móttækileg fyrir svona uppákomu sem sjónvarpsefni fyrir fjölskylduna á besta sýning- artíma kvöldsins? Þaðer ekki of- sögum sagt um siðferði þessarar þjóðar - annálaðan drykkjuskap annars vegar (og jafnvel það eina sem ísland er þekkt fyrir hjá sumum erlendum þjóðum) og hins vegar klámið og afbrigði- legheitin. Hvað finnst hinum þögla meirihluta þjóðarinnar? Fagna aðstoð við Sophiu Þór hringdi: Það er mikill léttir fyrir flesta, að ég hygg, að stjórnvöld ætli nú að láta til skarar skríða með að- stoð við Sophiu Hansen og dætur hennar i Tyrklandi. Taki þing- menn og viðkomandi ráðherrar við sér núna á þeim nótum að stugga þurfi við stjórnvöldum í Tyrklandi og fá þau a.m.k. til að svara afdráttarlaust hvað þau hyggist fyrir þá er varla annað í dæminu en að málið komist á hreyfingu Sophiu í hag. Gírótombóla Landsbjörg? E.G. hringdi: Inn á mitt héimili og inörg önnur hefur borist enn einn gíróseöill, til greiðslu væntan- lega. Þessi heitir „Gírótombóla Landsbjörg", hvað sem það svo merkir. Þama er skráð upphæð- in kr. 939, almenn sending?? Nú veit ég til þess að gamalt fólk sem fékk svona seðil fór á póst- hús til að kanna málið - og borg- aði vegna þess að það þorði ekki annað. Þetta eru náttúrlega eng- in vinnubrögð af hálfu þekktra landssamtaka. Hér er um að ræða dulbúna fjáröflun sem ekki stenst almennt siðferðismat. Forseti ferðast og ferðast... Magnús Sigurðsson skrifar: Hún gerir það ekki enda- sleppt, frúin á Bessastöðum, í ferðalögunum. Það er ekki seinna vænna að taka enda- sprettinn. Hún var í Japan fyrir nokkru og setti ofan í'við forsæt- isráðherra þar vegna þunnskip- aðrar ríkisstjórnar af konum. Hún var síðustu daga í afmæli Svíakonungs og fréttir herma að hún þurfi til Kanada mjög bráð- lega til að taka við doktorsnafn- bðt þar vestra. Hitti forsætisráð- herra okkar ekki bara naglann á höfuðið er hann snaraði fram nafninu „farandsendiherra" yfir þá sem notuðu forsetaembættið til ferðalaga umfram allt? i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.