Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996
sauðárkrókur
Vörumiðlun:
Ekki bara
slátur frá
mömmu
- í daglegum ferðum til Reykjavíkur
Magnús Svavarsson byrjaöi með
tvær hendur tómar þegar hann hóf
vöruflutninga til Akureyrar fyrir 17
árum en í dag rekur hann myndar-
legt flutningafyrirtæki, Vörumiðlun,
í samstarfi við Kaupfélag Skagfirð-
inga. DV-mynd PÖK
í vetur mátti lesa og heyra fréttir
nánast daglega af baráttu skipafé-
laganna tveggja, Eimskips og Sam-
skips, um að tryggja sér eignarhluta
í vöruflutningafyrirtækjum víðs
vegar um landið. Tilgangurinn helg-
aði meðalið í flestum tilvikum og nú
hafa skipafélögin ítök í ílestum
helstu fyrirtækjunum. En undan-
tekning á þessu er á Sauðárkróki.
Skipafélögin sýndu bæði Vöruflutn-
ingum Magnúsar Svavarssonar hf.
og vöruflutningadeild Kaupfélags
Skagfirðinga áhuga en heimamenn
völdu frekar þann kost að samein-
ast en að taka tilboðum Samskips og
Eimskips.
Upp úr viðræðum við kaupfélags-
menn var stofnað nýtt fyrirtækí,
sem nefnist Vörumiðlun, og er í
meirihlutaeigu kaupfélagsins. Tíu
flutningabílar af öllum stærðum eru
í þjónustu fyrirtækisins og álíka
margir starfsmenn. Vörumiðlun
mun einnig sinna verkefnum fyrir
Eimskipsmenn.
„Hugsunin með sameiningunni
var fyrst og fremst að koma upp
daglegum ferðum á milli Sauðár-
króks og Reykjavíkur. Áður vorum
við með ferðir þrisvar í viku,“ sagði
Magnús Svavarsson í samtali við
DV en hann byrjaði með tvær hend-
ur tómar, ef svo má segja, fyrir 17
árum þegar hann hóf akstur á milli
Sauðárkróks og Akureyrar. Síðan
hefur reksturinn undið upp á sig
með tímanum og öllum þeim breyt-
ingum sem hann hefur haft í för
með sér.
Sem aðra ástæðu fyrir sameining-
unni við kaupfélagið nefndi Magnús
stóraukna tækni í vöruflutningum
með tilkomu gámanna m.a. Síðan
þyrfti sérútbúna bíla til að flytja
vörur eins og kjöt og fisk.
„Þannig að við flytjum ekki bara
slátur frá mömmu,“ sagði Magnús
og hrosti út í annað.
Frá þvi Vörumiðlun tók til starfa
1. maí sl. hafa viðtökur verið góðar,
að sögn Magnúsar. Heimamenn
hafa tekið daglegu ferðunum vel,
ekki síst þeir sem reka t.d. verk-
stæði þar sem alltaf er þörf á vara-
hlutum. -bjb
íS-
/
asi
jjfr
Við hlið þjóðarinnar í 110 ár
Landsbankinn hefur verið traustur aflvaki í uppbyggingu
atvinnulífs um land allt
Við óskum íbúum Sauðárkróks til hamingju með afmœlisárið.
Sf
mS?
s
Iforystu til framtíðar
tfr Landsbanki
íslands
Æ ... Banki allra landsmanna
Ártorgi 1, Sauðárkróki • Sími 453-5353 • Fax 453-6040
Einangraðu með þéttullarplötum
fró Steinullarverksmiðjunni
Rétt val ó einangrunarefnum
er afar mikilvægt:
ÞaS stuSlar aS öryggi og vellíSan.
Það er staðreynd að hitaveitu-
svæðin eru ekki óþrjótandi orkulindir.
Að einangra eftir ó er alltaf
erfitt og kostnaðarsamt.
Þegar hús eru klædd að utan er
nauðsynlegt að einangra.
Fyrir þessu eru fjölmörg rök.
• Það sparar orku og fjórmuni.
• Það eykur þægindi, því veggir
fó hærra og jafnara hitastig.
• Veggir jDorna fyrr og alkalí-
skemmdir hætta.
• Tæring burðarvirkis stöðvast.
Steinull fró Steinullarverksmiðjunni
er úrvals einangrun undir allar gerðir
útveggjaklæðninga og einangrar
jafnt gegn kulda, bruna og hljóði.
- úrvals hitaeinangrun
ÞÉTTULLARPLÖTUR
- úrvals hljó&einangrun
KSMIÐ.
9k 3
N
SteinullarverksmiSjan hf. SauSórkróki - sími: 453-5000 - fax: 453-5106
Söluskrifstofa og róSgjarfaþjónusta Fosshólsi 17-25 - sími: 567- 4716
fax: 587-5402 - GSM: 893-1334
a
5