Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 20 mauðárkrókur Atvinnulíf traust á Sauðárkrnki ng fnlksfjölgun stöðug: Ég er frekar bjartsýnn á framtíðina - segir Snorri Björn Sigurðsson sem fagnar 10 ára afmæli sem bæjarstjóri Snorri Björn Sigurösson hefur verið bæjarstjóri á Sauöárkróki í 10 ár, þó ekki jafn lengi og hesturinn Faxi í baksýn sem staðið hefur viö samnefnt torg í bænum. Snorri er bjartsýnn á framtíöina fyrir hönd bæjarbúa. DV-mynd PÖK „Á síðustu misserum hefur at- vinnuleysi verið býsna mikið. Við höfum bjargað okkur á sumrin með því að setja í gang átaksverkefni og verið með mikinn fjölda í vinnu. Krakkarnir hafa unnið got't verk í gróðursetningu og stígagerð og öðr- um umhverfismálum. Núna er það að gerast að atvinnuástand er orðið mjög gott, það eru ekki nema 10 á atvinnuleysisskrá en voru yfir 60 á svipuðum tíma í fyrra. Margt er já- kvætt og helstu framleiðslufyrir- tækjum bæjarins gengur vel um þessar mundir. Framkvæmdir eru töluverðar miðað við ástandið síð- ustu misseri. Ég er því frekar bjart- sýnn á framtíðina," segir Snorri Björn Sigurðsson í samtali við DV enn hann hefur verið bæjarstjóri á Sauðárkróki í 10 ár eða frá 1986. Hann er því að stýra bænum á sínu þriðja kjörtímabili og verður örugg- lega, ef ekkert óvænt kemur upp á, bæjarstjóri til ársins 1998. Snorri segir að þegar horft sé til framtíðar í bæjarfélaginu sé ekki annað hægt en að líta til fortíðar. Utan höfuðborgarsvæðisins er Sauðárkrókur einn af örfáum sveit- arfélögum þar sem stöðug fólksfjölg- un hefur verið umfram landsmeðal- tal, nánast hvert einasta ár síðast- liðin 30 ár. I dag eru íbúar Sauðár- króks tæplega 2.800 en voru ná- kvæmlega 983 þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1947. Fólks- fjölgun á Sauðárkróki má sjá nánar á meðfylgjandi grafi. Fjölbreytt atvinnulíf „Ég sé enga ástæðu til að ætla annað en að fólki fjölgi hér áfram. Við erum við fjölbreytt atvinnulíf miðað við bæ af þessari stærö. Iðn- aður er hér margs konar, við erum með öflugan framhaldsskóla sem að vísu er með svartan punkt i birt- unni þar sem ekki tekst að anna eft- irspurn í heimavist. Vonandi finn- um viö lausnir þar. En menn eru að velta upp nýjungum í atvinnulífinu. Ég nefni þar fyrirtæki eins og Sjáv- arleður, Máka og RKS- skynjara- tækni,“ segir Snorri Björn. Bæjarstjórinn bendir á að ríkis- sjóður hefur ekkert þurft að grípa inn í atvinnulífið á Sauðárkróki, líkt og gerst hefur mjög víða. Bær- inn hefur veriö duglegur að fjár- festa í atvinnulífinu og verið fyrir- tækjunum stoð og stytta. Nægir þar að nefna útgerðina, Steinullarverk- smiðjuna og sútunarverksmiðjuna Loðskinn. Snorri segir ekki hægt að ímynda sér ástandið í dag ef bæjar- sjóður hefði ekki haft hönd í bagga með þessum og fleiri aðilum. Hugað að sameiningu „Ef okkur auðnast að ná víðtækri sameiningu sveitarfélaga í Skaga- firði fyrir árið 1998 þá stöndum við mjög vel að vígi. Sameiningarmál standa þannig að nefndir hafa verið í málefnavinnu. Það er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu næsta vetur og kjósa um sameiningu árið 1997. Ef sameining yrði samþykkt þá verður kosið í fyrsta sinn I samein- uðu sveitarfélagi 1998,“ segir Snorri Björn en ef sameining tekst með öll- um hreppum yrði sameinað sveitar- félag í Skagafirði með um 4.000 íbúa. Vegna stöðugrar fólksfjölgunar í bænum eru komin upp vandræði með húsnæði, bæði undir íbúðir og atvinnurekstur. Snorri segir að lausn verði að finnast á húsnæðis- málum innan skamms tíma. Fleiri brýn verkefni bíða bæjaryfirvalda, sér í lagi í umhverfismálum og skólamálum. Sterkur fjárhagur Fjárhagslega staða bæjarins er sterk, að sögn Snorra, ef allt dæmið er tekið. Ef horft sé á bæjarsjóð ein- an og sér þá séu skuldir miklar en ef stofnanir bæjarins eins og Hita- veitan séu teknar með í reikning- inn þá líti dæmið allt öðruvísi og betur út. -bjb Fólksfjölgun á Sauðárkróki fj5ldj - frá upphafi byggðar 1871 til júlí 1996 3000 . -..-i— 2500 1871 '80 '90 1900 '30 '47 '50 '70 '80 '90 '94 '96 júlí ^=! Kvenfálag Sauðárkróks sár um minjagripasölu á afmælinu: Kvenfélagið hefur staðist tímans tönn „Við ætlum að sjá um minjagripa- sölu á afmælisárinu og setjum merki félagsins, sem gert var fyrir 100 ára afmælið í fyrra, á postulíns- gripi ásamt afmælismerki Sauðár- króksbæjar," segir Helga Sigur- björnsdóttir leikskólastjóri en hún er formaður Kvenfélags Sauðár- króks. Afmælisnefnd bæjarins fól félaginu að láta gera minjagripi í ætt við þá sem gerðir voru á síðasta ári þegar kvenfélagiö fagnaði 100 ára afmæli sínu. Það fer vel að félagið fái þetta verkefni því segja má að vagga kvenfélaga á íslandi sé í Skagafirði. Fyrsta íslenska kvenfélagið var Hið skagfirska kvenfélag, stofnað að Ási í Hegranesi. Um svipað leyti var fé- lag stofnað í Húnavatnssýslu. Þrátt fyrir háan aldur hefur Kvenfélag Sauðárkróks sennilega aldrei verið athafnasamara. Það minnti rækilega á sig með því að endurvekja dægurlagakeppni árið 1994 í tengslum við Sæluviku Skag- firðinga en nokkrir áratugir voru liðnir frá því félagið stóð fyrir keppni af því tagi. Dægurlagakeppn- in er orðin árviss viðburður og hef- ur aukist stöðugt aö umfangi. - segir Helga Sigurbjörnsdóttir formaður Fyrstu tvö árin voru snældur gefn- ar út með keppnislögunum og í vor var í fyrsta sinn gefinn út geisla- diskur. Snældan frá ’94 er uppseld, lítið er eftir frá því í fyrra og að sögn Helgu hefur salan á geisla- disknum gengið vel. Hann verður seldur yfir afmælishátíð bæjarins auk þess sem eftir er af snældunum og minjagripum kvenfélagsins frá 100 ára afmælinu. Um 60 konur eru í Kvenfélagi Sauðárkróks. Helga segir að félagið hafl staðist vel tímans tönn og vel gangi að halda úti starfsemi. Hug- sjónin frá stofnun kvennahreyfing- arinnar sé enn sú sama þrátt fyrir breyttan tíðaranda. Viöfangsefnin hafi einna mest breyst en Kvenfélag Sauðárkróks var áður fyrr nokkurs konar sjúkra- og atvinnutrygginga- sjóður sem bæjarbúar gátu leitað til. „Við erum með fundi einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og reyn- um að fá spennandi fyrirlesara á hvern fund. Að sjálfsögðu höldum við veglegt þorrablót og höfum síð- ustu ár staðið fyrir dansleik að kvöldi nýársdags," segir Helga. -bjb Helga Sigurbjörnsdóttir, formaöur Kvenfélags Sauöárkróks, stýrir leikskólanum Glaðheimum og hér er hún, ásamt Þóru Karen Agústsdóttur, aö fá „afgreiöslu" hjá félögunum Jónatani Björnssyni og Jósef Gunnari Magnússyni. DV-mynd bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.