Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Qupperneq 8
22 sauðárkrókur
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 DV
RKS-skynjaratækni, ört vaxandi fyrirtæki á Króknum:
Samið við einn stærsta frysti-
vélaframleiðanda í heimi
Eitt þeirra fyrirtækja á Sauðár-
króki sem eru farin að vekja athygli
á landsvísu er RKS-skynjaratækni.
Fyrirtækið, sem er alfarið í eigu
Kaupfélags Skagfirðinga, er ungt að
árum og afrakstur tilraunaverkefn-
is sem hófst í Háskóla íslands. Meg-
inframleiðslan er skynjarar sem
nema og vara við leka á ammohíaki
og freoni, eða kæligasi, í frystiklef-
um.
Nýlega var undirritaður sam-
starfssamningur við danska fyrir-
tækið Sabroe, einn stærsta frysti-
vélaframleiðanda í heimi, um út-
flutning á skynjurum undir þeirra
nafni sem fylgja framleiðslu fyrir-
tækisins.
Ævintýrið hófst í Há-
skólanum
Ævintýrið hófst í Háskólanum
eins og áður greinir. Þar voru menn
að prófa sig áfram með gasskynjara
sem sögðu til um ferskleika fisks.
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon tók
einn skynjarann, fyrir freon og
ammoníak, frá og komst í samband
við RKS-skynjaratækni í gegnum
Iðntæknistofnun. 1 samvinnu við
Þorstein voru gerðar áætlanir um
frekari þróun á skynjurum af þessu
tagi. Árið 1993 fór í þá vinnu og árið
eftir hófst sala á framleiðslunni hér
innanlands.
„Danska fyrirtækiö Sabroe, sem
er einn af eigendum kælismiðjunn-
ar Frosts í Reykjavík, setti sig fljót-
Rögnvaldur Guömundsson, til hægri á myndinni, skoöar hér nýjustu fram-
leiðsluna ásamt Hróbjarti Jónassyni rafvirkja sem lengi vel var eini starfs-
maöur fyrirtækisins. DV-mynd ÞÖK
lega í samband við okkur og sýndi
áhuga á samstarfi við okkur. Við
funduðum með þeim og ákváðum
að breyta vörunni i samræmi við
alþjóðlega staðla. Núna seljum við
skynjarana undir nafninu Unisafe
og Sabroe sér um að flytja þá út um
allan heim,“ sagði Rögnvaldur Guð-
mundsson, verkfræðingur og iðn-
rekstrarfræðingur, í samtali við DV
en hann hefur verið framkvæmda-
stjóri RKS-skynjaratækni frá upp-
hafi eða frá árinu 1992. Rögnvaldur
er fæddur og uppalinn á Flateyri en
fluttist til Sauðárkróks árið 1991.
RKS-skynjaratækni sér sjálft um
sölu á skynjurunum á innanlands-
markaði og einnig til Noregs og
Frakklands. Nýlega fundust sam-
starfsaðilar í Noregi, Svíþjóð og
Danmörku sem eru reiðubúnir til
að selja skynjara þar. Þeir samning-
ar eru afrakstur svokallaðs fyrir-
tækjamóts í Svíþjóð á vegum Evr-
ópusambandsins sem forráðamenn
RKS-skynjaratækni sóttu i lok júní.
Skynjarar í Vestfjarða-
göng
Fyrirtækið, sem gert var að
hlutafélagi um síðustu áramót, er
þegar farið að auka umsvifin. Á
dögunum var gerður samningur við
Vegagerðina um þróun og uppsetn-
ingu á 15 koltvísýringsskynjurum í
Vestfjarðagöngunum. Þessir skynj-
arar verða settir upp til prufu í
næsta mánuði. Ef vel tekst til gæti
svo farið að skynjarar af þessari
tegund fari upp I öðrum veggöngum
á landinu.
Þá tók RKS-skynjaratækni yfir
framleiðslu á skráningarbúnaði
sem nefnist Medistor af öðru fyrir-
tæki, Fjölnemum. Búnaðurinn er
hannaður til að hafa eftirlit með t.d.
matvælaframleiðslu og gæðum
hennar, s.s. hitastigi og öðru.
Sala fyrir 30 milljónir
Að sögn Rögnvalds er gert ráð
fyrir að RKS-skynjaratækni flytji
út skynjara fyrir 20 milljónir á
þessu ári og salan á innanlands-
markaði nemi 10 milljónum. Þar
sem þetta er fyrsta heila rekstrar-
árið er ekki vert að geta útflutn-
ingsverðmætis síðasta árs, Rögn-
valdur sagði allar tekjur hafa farið
í þróunarkostnað.
Auk Rögnvalds var í fyrstu einn
rafvirki í vinnu hjá RKS-skynjara-
tækni en í dag eru starfsmennirnir
8 talsins, þar af tveir verkfræðing-
ar og einn tæknifræðingur.
„Við vinnum samkvæmt gæða-
staðlinum ISO-9001 og erum núna
að sækja um að gæðakerfi okkar
verði vottað. Við vonum að fá þá
vottun núna í haust,“ sagði Rögn-
valdur.
RKS-skynjaratækni tekur þátt í
sjávarútvegssýningunni í Laugar-
dalshöll í haust en nánari upplýs-
ingar má nálgast á heimasíðu fyrir-
tækisins á Internetinu. Slóðin er:
http://www.arctic.is/fin/rks
£/fui/miu/ iScuu$áf*/u*óAs
- o(//)ooUa/uís -
^/tfa/t/ölu /4, SSO tfamfár/trófiur, síml 408-6*748
,<47)tíar iitnafár/t/HÍ/ui oa , H7ttitjfi[j/tuHf<u', suo■ qtffertftuMetui!
8/titiftiiigi/ui <•/' e/ut tí si/itunt/tun/it sittti oirf . (<íti/t/o(iuitt.
/y/ritt/ttitt/i/uii e/' re/tú[ /ittti/i/'ei/isiui ot//ootta/uis.
^f/ters/tt er /öt/fi tr otuu/tufti oi/uut ot/ s/n/rli/et/tin/rttt/tuit/.
/frtfitf er /itit/sttetl /nifittri oitf /ii/t/ertíti oertf/ttt/s/tö/uuui.
f/tttint/i fff/'isti/t ffiristö/erst/öttir
VÖRUFLUTNINGAR
BJARNA HARALDSSONAR
Stofnsett 1 954
Afgreiösla í Reykjavík:
Landflutningar
Skútuvogi 8
S: 568 5400
Afgreiösla Sauöárkróki:
Verslun Haraldar Júlíussonar
Farsími: 852 2824
Frá Sauöárkrók: Mánudaga og fimmtudaga kl. 14
Frá Reykjavík: Þriöjudaga og föstudaga ki. 16
Sími: 453 5124
, Rekstur Steinullarverksmiðjunnar:
I föstum skorðum eftir
mótbyr í upphafi
- þróunin í rátta átt, segir Einar Einarsson framkvæmdastjóri
Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Steinullarverksmiöjunnar, í lagernum en
vel hefur gengið aö selja steinullina síöasta misseriö, jafnt innanlands sem
utan. DV-mynd ÞÖK
„Þetta er komið meira i fastar
skorður en var fyrstu árin. Þróunin
hefur verið í rétta átt. Nýtingin á af-
kastagetu fyrirtækisins er ásættan-
leg og við getum einbeitt okkur að
því sem við eigum að gera, að fram-
leiða og selja steinull,” sagði Einar
Einarsson, framkvæmdastjóri Stein-
ullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki,
í samtali við DV en verksmiðjan
fagnaði 10 ára afmæli síðastliðið
haust. Hagnaður síðasta árs nam 35
milljónum króna.
Síðustu árin hefur steinullin ver-
ið framleidd á þrískiptum vöktum
en fastir starfsmenn eru í kringum
40. Afkastageta verksmiðjunnar á
ári er um 6.600 tonn. Undanfarin ár
hafa farið um 2.700 tonn á innan-
landsmarkað og 3.300-3.500 tonn til
útflutnings. Helstu markaðslöndin
eru Bretland og Þýskaland en einnig
fer töluvert af steinull til Færeyja,
Hollands, Belgíu og fleiri landa.
Met var slegið í framleiðslu og
söluverðmæti á síðasta ári þegar
framleidd voru tæplega 7.300 tonn af
steinull, eða um 700 tonnum umfram
hannaða afkastagetu, og söiuverð-
mætið fór í rúmar 560 milljónir
króna. Að sögn Einars er ástæðan
fyrir þessari aukningu aðallega sú
að framleitt var verulegt magn fyrir
verksmiðju í Bretlandi sem var í
endurbyggingu.
í ár er reiknað með að flytja út
um 3.500 tonn af steinull og heildar-
söluverðmæti, að innanlandsmark-
aði meðtöldum, verði í kringum 520
milljónir.
Undanfarin ár hafa farið í að
greiða niður þessa stórfjárfestingu
en framreiknaður stofnkostnaður
nemur 1,2 milljörðum króna. Einar
sagði það ganga samkvæmt áætlun
að greiða niður skuldir. í árslok er
stefnt að því að nettóskuldir verði
komnar niður í 230-240 milljónir en
þær hafa lækkað mjög mikið sein-
ustu sex árin.
Helstu éigendur Steinullarverk-
smiðjunnar eru ríkissjóður og stór-
fyrirtækið Partek í Finnlandi, með
um 30% hlut hvor. Næstur kemur
Sauðárkróksbær með um 24% hlut
og aðrir stórir hluthafar eru Byko,
Húsasmiðjan og Kaupfélag Skagfirð-
inga. Hlutafé nemur 212 milljónum
króna.
Einar hefur verið framkvæmd-
stjóri verksmiðjunnar frá haustinu
1988. Á undan honum stýrði Þórður
Hilmarsson fyrirtækinu en fyrsti
framkvæmdastjórinn var Þorsteinn
Þorsteinsson. -bjb