Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 33 "V
24 fejauðárkrókur
Eldsmiðjan í Árbakka endurreist af iðnadarmönnum á Króknum:
Eins og gamli maðurinn
hafi skroppið í kaffi
kaupfálagið skuldar enn 50 krónur fyrir skrufur frá því árið 1948!
í Ionaðarmannafélagi merkasti iðnaðarmaður sem búið nú var ákveðið að láta
Félagar í Iönaðarmannafélagi
Sauðárkróks tóku sig til nýlega og
opnuðu smiðju Ingimundar Bjarna-
sonar eldsmiðs við Suðurgötu 5 svo
hægt væri að sýna hana ferðamönn-
um og öðrum sem leið eiga um göt-
una undir Nöfunum. Eldsmiðjan er
líklega sú eina sinnar tegundar hér á
landi sem varðveist hefur í óbreyttri
mynd. Húsið nefnist Árhakki og í
daglegu tali oft Iðnaðarmannahúsið
þar sem Iðnaðarmannafélag Sauðár-
króks hefur átt þar félagsaðstöðu
ásamt fleiri félögum i bænum.
Húsið var reist árið 1922 af Páli
Jónssyni trésmið en Ingimundur og
kona hans, Sveinsína Bergsdóttir,
keyptu það af Páli árið 1925 og ólu
þar upp fjórar dætur og bjuggu í
húsinu til dauðadags. Fjölskvldan
bjó á efri hæð hússins og eldsmiðj-
an var á neðri hæðinni. Þar starfaði
Ingimundur alla sina tíð og eftir
hann liggja ómetanlegir munir, m.a.
heyýta sem hann smíðaði og fékk
einkaleyfi fyrir á sínum tíma. Með
járn- og eldsmíði aflaði Ingimundur
heimilinu tekna alla ævi en í við-
byggingu við húsið voru fjós, haug-
hús, heygeymsla og aðstaða fyrir
nokkrar kindur.
Eftir að iðnaðarmenn á Króknum
höfðu lagað lítillega til í kjallaran-
um er eins og skilið hafi verið við
eldsmiðjuna í gær. Þar er allt á sín-
um stað, meira að segja tóbaksdósir,
reikningar og persónulegir munir í
eigu Ingimundar. Meðal reikninga
er einn á kaupfélagið frá árinu 1948
fyrir skrúfur. Reikningurinn er upp
á 50 krónur og er ógreiddur.
Ingimundur er tvímælalaust einn
hefur á Sauðárkróki. Frægt er við-
kvæði hans þegar menn leituðu til
hans á seinni árum: „Ja, Ijót er saga
þín, drengur minn. Hefurðu talað
við þá á verkstæðunum?“
Allir munimir hafa verið skráðir
af Sigríði Sigurðardóttur safnverði í
Glaumbæ en hún telur þessa smiðju
hafa stórmerkilegt og um leið
skemmtilega sögufræðilegt gildi
sem sé vel þess virði að leyfa ferða-
fólki og öðrum að berja augum.
Að sögn Halls Sigurðssonar, for-
manns Iðnaðarmannafélags Sauðár-
króks, hefur lengi staðið til að koma
kjallaranum í stand eftir að félagið
tók efri hæðina i gegn undir félags-
starfsemi sina. Vegna afmælisársins
hendur
standa fram úr ermum og leyfa nú-
tímamanninum að hverfa áratugi
aftur í tímann og kynnast hand-
verki fyrri hluta aldarinnar. Hállur
sagði að smiðjan hefði stórkostlegt
sögulegt gildi, og enn væri hægt að
smíða þar ýmislegt úr jámi. Enda
var ákveðið að láta járnsmið vera
að störfum í smiðjunni ákveðinn
hluta dags þannig að fólk geti lifað
sig inn í gamla og horfna tíma.
„Smiðjan og allt í henni er
óbreytt, hatturinn hans Ingimundar
hangir á snaganum við dyrnar að
stiganum og lúgunni upp um eld-
húsgólfíð, eins og gamli maðurinn
hafi skroppið í kaffi,“ sagði Hallur.
-bjb
Hallur Sigurðsson, formaður Iðnaðarmannafélags Sauöárkróks, r.ieð heyýt-
una sem Ingimundur Bjarnason fékk einkaleyfi fyrir á sínum tíma.
DV-mynd ÞÖK
INNAIULANDS Á STETTARFÉLAGSVERÐI
SOFANDI Á SÉRKJÖRUM
Tveggja manna herbergi ; GOLF OG GISTIIUG
m/baði og morgunverði !
; Innifalið er:
800 ' Gisting, morgunverður
; þriggja rétta kvöidverður
Í og ENDALAUST GOLF
Eins manns herbergi
m/baði og morgunverði
4.000
5.900
Mjólkursamlag KS það fjórða stærsta á landinu:
KS-súrmjólkin hefur
slegið í gegn
- svo ekki sá minnst á alla verðlaunaostana
Flottasti ruslabíll landsins
Umboðsmaður DV að störfum
Á Sauðárkróki er starfrækt fjórða
stærsta mjólkursamlag landsins af
Kaupfélagi Skagfirðinga. Mjólkur-
samlagið var stofnað 1934 en tók til
starfa árið 1935 og svo skemmtilega
vill til að í gær, 16. júlí, voru ná-
kvæmlega 61 ár liðið frá fyrsta
vinnsludegi. Á þessum tíma hefur
framleiðslan stöðugt orðið fjölbreytt-
ari enda tækninni fleygt fram. t dag
starfa um 20 manns í samlaginu.
„Ég held að megi segja að þetta
hafl gengið vel í gegnum árum. Að
sjálfsögðu hafa komið erfiðleikatím-
ar, eins og til dæmis í mjólkurflutn-
ingunum fyrstu árin og gæðamálin
voru lengi vel erfið. Síðan hefur
þetta farið stöðugt batnandi,"
sagði Snorri Evertsson
mjólkursamlagsstjóri I
samtali við DV.
Samlagið á Sauðár-
króki hefur alla tíð
framleitt osta auk hefð-
bundinnar mjólkurfram-
leiðslu. Ostarnir hafa
þótt í fremstu röð. í
seinni tíð hafa ostar
eins og Maribo, Kúmen-
Maribo og Grettir marg-
sinnis hlotið verðlaun og
ostameistarinn Haukur
Pálsson og hans menn orðnir
landsfrægir fyrir afurðir sínar.
Þá má ekki gleyma nýjasta ostin-
um, Gotta.
„Við erum einnig stoltir af því að
framleiða Mozarella-ost sem mikið
er notaður ofan á pitsur. Sú fram-
leiðsla hefur farið fram síðustu tvö
Björg Jónsdóttir, til vinstri á myndinni, hefur verið umboðsmaður DV á
Sauðárkróki í 9 ár og er ein af mörgum fulltrúum blaðsins sem haldið hafa
tryggð við DV á landsbyggöinni. Hér afhendir hún þau eintök sem blaðber-
inn Sólborg Hermundardóttir sé um að koma í hendur áskrifenda. Sólborg
hefur um nokkurt skeiö boriö út DV og eldri systkini hennar sömuleiðis.
Segja má aö starfið hafi gengið i erfðir í fjölskyldunni, líkt og algengt er þeg-
ar heilsubætandi blaðburður er annars vegar. -bjb/DV-mynd ÞÖK
Snorri
Evertsson, samlagsstjóri Mjólkursamlags KS, teygar hér KS-súrmjólk meö
súkkulaöi- og jaröarberjabragöi en súrmjólkin hefur svo sannarlega slegiö í
gegn.
DV-mynd ÞÖK
Án efa er fiottasta ruslabíl landsins ekið um götur Sauðárkróks og byggðir
Skagafjarðar. Eigandinn er Ómar Kjartansson, sem séö hefur um sorphirðu
á svæðinu mörg undanfarin ár. DV-mynd bjb
árin og gengið mjög vel, enda höfum
við yfir að ráða mjög góðri vél til
slíkra hluta,“ sagði Snorri.
Fullvirðisréttur Mjólkursamlags
KS er nú 8,6 milljónir mjólkurlítra.
Á ársgrundvelli er samlagið að selja
um 500 þúsund lítra af nýmjólk, um
200 þúsund lítra af léttmjólk, 60 þús-
und lítra af undanrennu, um 400
þúsund litra af KS-súrmjólk sem er
ávaxtasúrmjólk, 117 þúsund lítra af
venjulegri súrmjólk, um 30 þúsund
lítra af rjóma. Um 66 tonn eru fram-
leidd af smjöri, 112 tonn af smjörva,
um 330
tonn af
feitum
osti og
350 tonn
af
mögrum osti.
Osturinn, smjörið og smjörvinn
fara frá Sauðárkróki um allt land í
dreifingu Osta- og smjörsölunnar en
Mjólkursamsalan í Reykjavík sér
um dreifingu á KS-súrmjólkinni.
Mjólkurafurðir fara um sveitir
Skagafjarðar og súrmjólk fer einnig
til Húnvetninga.
Auk ostanna má segja að KS-súr-
mjólkin hafi í seinni tíð slegið í
gegn hjá samlaginu. i dag eru fram-
leiddar fimm tegundir með mismun-
andi ávaxtabragði. Framleiðslan
hófst fyrir 10 árum, fyrst í litlu
magni fyrir heimamarkað.
Aðspurður sagði Snorri að sam-
lagið á Sauðárkróki ætti bjarta
framtíð fyrir sér. Markmiðið væri
ávallt að efla og bæta framleiðsluna.
-bjb