Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996
sauðárkrókur
Oflugt félag eldri borgara á Sauðárkróki
Félag eldri borgara á Sauðárkróki
er ungt að árum en með grósku-
miklu starfi er það orðið eitt öflug-
asta félag bæjarins með hátt í 200
meðlimi. Eina skilyrðið fyrir inn-
göngu er að viðkomandi sé 60 ára
eða eldri. Formaður félagsins nú er
Fjóla Þorleifsdóttir og Friðrik Jóns-
son er varaformaður.
Á veturna hefur félagið staðið fyr-
ir fjölbreyttri starfsemi, s.s. spila-
kvöldum, dansleikjum og námskeið-
um. Á sumrin hefur verið farið í
lengri og styttri orlofsferðir og sam-
bærileg félög heimsótt í öðrum
byggðarlögum. Þar hefur þátttaka
verið mjög góð. í júní sl. var farin
ferð á Snæfellsnes og fyrir dyrum
standa í sumar ferðir af ýmsu tagi,
m.a. upp á hálendið.
Eitt af því sem félagið hefur á
stefhuskrá sinni er að byggja þjón-
ustuíbúðir. Eftir er að finna þeim
stað en til tals hefur komið að reisa
þær í hjarta bæjarins við Faxatorg.
-bjb
lér veifa meðlimir Félags eldri borgara aSauöarKroKnllDv^nánn^ðurernagUra^raa^^agsTer^^yÍafjoroínínostuaaginí^Tul^I^atttaKínTa^oi
eins og sjá má.
Loðdýrabúið Þel á Sauðárkróki:
Það er að birta
yfir greininni
- segir Reynir Barðdal, einn reyndasti loðdýraræktandi landsins
Eygló Agnarsdóttir, sem starfaö hefur hjá Þeli undanfarin tvö ár, er orðin
þaulvön aö umgangast minkana og hér heldur hún á einum af þeim 13 þús-
und minkum sem eru í búinu. Ekki er annaö aö sjá en aö minkurinn stari í
linsu Ijósmyndarans meö forvitnissvip. DV-mynd ÞÖK
„Ég get ekki sagt annað en að það
sé að birta yfir greininni. Skinna-
verð á erlendum mörkuðum hefur
verið að hækka og menn telja að út-
litið sé gott á næstu árum,“ sagði
Reynir Barðdal í samtali við DV en
hann á og rekur Þel hf. á Sauðár-
króki, stærsta loðdýrabúið í Skaga-
flrði. Óhætt er að segja að Reynir sé
einn reyndasti og fremsti loðdýra-
ræktandi landsins en hann hóf,
ásamt fleirum, innflutning á mink-
um frá Noregi til Sauðárkróks í
kringum 1970. Fyrstu árin starfaði
búið undir nafninu Loðfeldur. Reyn-
ir og hans starfsmenn hafa marg-
sinnis verið verðlaunaðir fyrir úr-
valsskinn, jafnt af ref sem mink.
Hátt í 13 þúsund minkar eru
núna í búrunum hjá Þeli, 60 refa-
læður og um 300 refahvolpar. Öll
skinn seljast sem farið hafa frá bú-
inu í ár. Fimm manns starfa hjá fyr-
irtækinu. Auk Þels eru starfrækt 22
loðdýrabú í Skagafirði en voru
margfalt fleiri fyrir nokkrum árum.
Reynir sagði afar mikilvægt að
hagsmunaaðilar í loðdýrarækt og
stjórnvöld héldu skynsamlega á
spilunum, nú þegar væri að rofa til
í greininni. Finna þyrfti hagkvæm-
ar leiðir til að halda framleiðslu-
kostnaði niðri, öðruvísi væri ekki
hægt að standa í samkeppni við
önnur lönd, og koma þyrfti á skipu-
lögðu rannsóknar- og þróunarstarfi
í loðdýrarækt. Efla þyrfti faglega
þáttinn enn frekar. -bjb
Essol
Olfufélagiðhf
- 50 ára -
AW\
rtBr£B
Sauöórkróki
Essó
01 íufélagið hf
- 50 ára -
%
laugardaginn
20. júlí
Grillveisla og ýmislegt
annab góbgæti
Karlakórinn Heimir
Harmónikuleikur
r
Utimarkaður
Uppboð
Leiktæki fyrir börnin o.fl o.fl.
/
Þab verbur mikib fjör og mikib gaman
þegar ESSO-lestin verbur hja okkur
MAa
flBí B Saubárkróki
A
Oskum Sauðárkróksbúum og Skagfiróingum
allra heilla á afmœlisárinu
og um alla framtíd.
@BÚNAÐARBANKINN
-Traustur banki
Útibúið á Sauðárkróki • Sími 453 5300