Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Qupperneq 12
44 Qyndbönd FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 33 "V Kroppasýning Ef mér skjöplast eigi er þetta þriðja myndin um garpinn Dar sem er ekki ósvipaður Conan the Bar- barian. Það eru helst þrjú atriði sem greina þá að. í fyrsta lagi er Dar öllu norrænni i útliti en Conan. Conan er mið- eða austurevrópskur barbari en Dar er germanskur barbari. í öðru lagi hefur Dar það umfram Conan að geta rabbað við dýr og fengið þau til að snatta fyrir sig og í þriðja lagi er Dar öllu vinalegri en hinn ábúðarmikli Conan. í öllu falli eru þeir báðir hálfnaktir barbarar með risastór sverð. Það er fremur létt yfir Beastmaster. Aðstand- endur myndarinnar virðast gera sér grein fyrir því að þeir hafa hvorki fé né hæfileika til að gera almennilega kvikmynd svo þeir setja traust sitt á stælta likama og fimmaurabrandara. Kroppamir eru nógu stælt- ir en gallinn er að handritshöfundurinn og framleiðandinn David Wise virðist ekki átta sig á því að handritið er bara ekkert fyndið. Það eina í myndinni sem er verulega fyndið er skrímslið Braxus sem á að vera stærsti og versti vondikallinn. BEASTMASTER: THE EYE OF BRAXUS. Útgefandi: ClC-myndbönd. Lelkstjóri: Gabrlelle Beaumont. Aöalhlutverk: Marc Singer. Bandarísk, 1995. Sýnlngarími: 97 mín. Bönnuö börnum yngri en 16 ára. -PJ $irJ ** Svartur Marlowe Devil in a Blue Dress gerist í Los Angeles á eftir- stríðsámnum. Denzel Washington leikur Easy Raw- lins sem er nýbúinn að missa vinnuna og á í vand- ræðum með afborganir af húsinu sínu þegar honum er óvænt boðið starf við að hafa uppi á konu nokk- urri. Þar sem hann er kominn í veruleg íjárhags- vandræði og vel er greitt fyrir verkið þekkist hann boðið þótt fullur efasemda sé. Enda kemur fljótt á daginn að valdamiklir menn eru að spila refskák og flækist hann í alls konar ófögnuð sem erfitt reynist fyrir hann að losna úr. Myndin er fremur fáránlegt samsull af injög svo hvítri einkaspæjarakvikmyndahefð og svörtum jive-kúltúr og gengur ekkert alltof vel upp. Denzel Washington er orð- inn efar þreyttur og virðist alveg hafa staðnað og Jennifer Beals er lé- leg Bacall/Garbo/Dietrich eftirlíking. Eini skemmtilegi leikarinn er Don Cheadie í hlutverki Mouse, ofstopafulls aðstoðarmanns Easy. Sem betur fer er söguþráðurinn ágætur svo að myndin endist ágætiega þess- ar 100 mínútur sem það tekur að horfa á hana. DEVIL IN A BLUE DRESS. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Carl Franklin. Að- alhlutverk: Denzel Washington, Jennifer Beals og Tom Sizemore. Banda- risk, 1995. Sýningartími: 100 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. 15. júlí til 22. júlí '96 SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 1 3 Seven Myndform Spenna 2 3 Wmmm 2 Sabrina ClC-myndir Caman 3 2 4 Ace Ventura when Nature Calls j Warner -myndir Caman Ný 1 Ðesperado Skífan Spenna 5 4 6 Assassins Warner -myndir Spenna 6 5 2 Something to Talk About Warner -myndir Gaman 7 7 5 The American President ClC-myndir Gaman S Ný 1 %£»BkÍ£Í: y.' * Mad Love Sam-myndbönd Caman 9 S 9 The Net Skífan Spenna 10 6 7 Dangerous Minds Sam-myndbönd Spenna 11 12 3 Losing Isaiah ClC-myndir Drama 12 9 7 Goldeneye Warner -myndir Spenna 13 1S 2 Jury Duty Skífan Gaman 14 11 10 Usual Suspect Sam-myndbönd Spenna 15 13 4 To Die for Sam-myndbönd Spenna 16 14 3 Operation Dumbo Drop Sam-myndbönd Gaman 17 16 2 Lokastundin Háskólabíó Spenna Ný 1 ] The Tie that Binds Háskólabíó Spenna 19 15 5 j The Scarlett Letter Skífan Drama 20 19 11 Crimson Tide Sam-myndbönd Spenna MYNDBAHDA ÖíIÖj'JjÍY)! ★★lL Barnamynd fyrir fullorðna *** Ég veit ekki hversu skemmtileg börnum þykir Skýjahöllin en það ætti ekki að vera foreldrum mikil raun að horfa á hana með bömunum sínu því að söguþráðurinn er raunsær og vitrænn, þrátt fyrir að viðfangsefnið sé að láta drauma sína rætast, og boð- skapur myndarinnar beinist eiginlega fremur að full- orðnu fólki en bömum. Það má því segja að Skýjahöll- in sé barnamynd fyrir fúlloröna. Lummulegt, vondra blaðastráka-atriði hefði mátt missa sín en annars er myndin ávallt mjög trúverðug og persónurnar einlæg- ar. Myndin fjallar um átta ára strák, Emil, sem lang- ar að eignast hund og er reiðubúinn að leggja allt í sölurnar til að sá draumur megi rætast. Foreldrar hans búa við kröpp kjör og sérstaklega á faðir hans erfitt en skuldum vafinn vinnur hann myrkranna á milli og koma þreyta hans og áhyggjur fram í skapvonsku gagnvart fjölskyld- unni. Hann er skúrkurinn í myndinni en ákaflega mannlegur skúrkur og sér að sér í lokin án þess að það virki ótrúverðugt. Tilgerð hrjáir mikið leik í íslenskum myndum en hér er hún með minnsta móti þótt örlítið örli á henni. Kári Gunnarsson stendur sig frábærlega sem Emil og Guðrún Gísladóttir sýnir mjög góðan leik. SKÝJAHÖLUN. Útgefandl: Myndform. Leikstjóri: Þorstelnn Jónsson. Aöalhlutverk: Kári Gunnarsson. íslensk, 1995. Sýnlngartíml: 85 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -PJ Tvær með Antonio Banderas Pamela ofurgella Af kápu spólunnar mætti ætla að Pamela And- erson silíkonbomba væri í aðalhlutverkinu í myndinni en í rauninni er það í höndum Dean Stockwell og spuming hvort hlutverk Pamelu eða Davids Warners sé stærra. Myndin fjallar um ungan vísindamann á uppleið sem vanræk- ir kærustuna sína (Pamelu) því að hann er önnum kafinn við að gera tímamótauppgötvanir, enda snillingur hinn mesti. Eins og löngu var búið að sýna fram á með örlögum hins ógæfusama doktors Franken- stein eiga visindamenn ekkert með að storka náttúrunni en ungi vís- indamaðurinn hefur sennilega verið of upptekinn til að lesa þá sögu því hann kemur sér í heljarvandræði með því að vasast i minningum lát- ins fólks og stunda sálnaflakk og svoleiðis kukl. Svo klikkar myndin á boðskapnum með því að láta allt reddast í lokin. Myndin fær tvær og hálfa stjömu, eina og hálfa fyrir Pamelu súperbeib, silíkondraumsýn- ina sem gleður hjörtu okkar allra, eina og hálfa fyrir að vera svo mik- ið út í hött að hún er óvart svolítið fyndin, og hálfa í mínus fyrir að endurtaka sig villt og galið alla myndina. NAKED SOULS. Útgefandl: Háskólabíó. Lelkstjóri: Lyndon Chubbuck. Aðalhlutverk: Dean Stockwell, Pamela Anderson og David Warner. Bandarísk, 1995. Sýningartími: 95 mín. Bönnuö bömum yngrl en 16 ára. -PJ Seven Brad Pitt, Morgan Freeman, Kevin Spacey og Gwy- neth Paltrow. Lögreglumað- urinn Sommer- set, sem er um það bil að fara á eftirlaun, og eft- irmaður hans, hinn ungi Mills, fara saman í útkall þar sem komið hefur verið að manni einum látnum við hroðalegar aðstæður. Þrátt fyrir langa reynslu hefur Sommerset aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta morð. Hann fer samstundis að gruna að hér búi eitthvað meira að baki en í fyrstu sýnist og uppgötvar eftir aðra heimsókn sína á morð- staðinn að hér er um að ræða aftöku sem tengist höfuðsyndunum sjö. Grunurinn verður að vissu þegar tilkynnt er um aðra aftöku og orðið „græðgi“ er málað á vegg með blóði hins myrta. Nú vita þeir að þeir geta átt von á fimm aftökum til viðbótar og hefst nú æsispennandi leit áð hinum djöfullega morðingja sem virðist ætíð vera skrefi á undan. og með giftingu sér hann fram á aukin viðskipti og stórgróða. En þá kemur Sabrina fram á sjónarsviðið. Hún er dóttir einkabílstjóra Linusar og á meðan hún dvaldi í París breyttist hún úr óharðnaðri stúlku í glæsilega konu. Þegar hún kemur að heimsækja föður sinn verður hinn tilvonandi brúðgumi yfir sig ást- fanginn. Linus neyðist því til aö grípa til sinna ráða og koma í veg fyrir að bróðir hans og Sabrina nái saman. með haganlega útbúna gítartösku fulla af vopnum. Mexíkóskir undir- heimamenn bera ábyrgð á dauða unnustu hans og hann hefur svarið þess eið að koma foringja eiturlyfja- salanna, Bucho, fyrir kattarnef. Til þess nýtur hann aðstoðar hinnar íðilfögru Sölmu Haeyk og besta vin- ar síns. En hinn slægi og ófor- skammaði Buccho er valdamikill og ræður yfir heilum her misindis- manna sem hlýða hverri skipun hans. En að takast á við Mariachi er það sama og að ana út í dauðann. Maðurinn er gjörsamlega ósigrandi og ef hann hættir að skjóta þýðir það að hann er að hlaða. Besir ad ö; !*er?to Pesass# IfllSÍ... Ace Ventura: When Nature Calls Assassins Sabrina Jim Carrey Ace er truflað- ur við hugleiðslu í afskekktu búddaklaustri þar sem hann hefur leitað sáluhjálp- ar og huggunar eftir að hafa mistek- ist að bjarga lífi þvottabjarnar. Sá sem truflar hann er breskur konsúll í afrísku smáriki og erindið er að fá Ace til að hafa uppi á horfinni leður- blöku sem er heilagt dýr í augum eigenda sinna, hins friðsama Wachati-ættbálks. Finnist leðurblak- an hins vegar ekki fljótlega er örlög- unum storkað og stórhætta á að ætt- flokkastríð brjótist út. En til að Ace takist þetta verður hánn að snúa á hættulega óvini. Desperado Antonio Banderas, Salma Hayek og Cheech Marin Antonio Band- eras leikur hinn svala Mariachi sem ferðast um Sylvester Stallone og Antonio Band- eras Robert er leigumorðingi sem lengi hefur verið talinn sá besti. Samt sem áður hefur hann um langt skeið reynt að finna leiðir til að hætta. Hann verður því að taka á öllu sem hann á þegar hann verður sjálfur skotmark leigumorð- ingja sem heitir Miguel. Sá býr yfir brjálæðislegum metnaði og hefur hugsað sér að verða sá eftirsóttasti en til að svo megi verða þarf hann að ryðja Robert úr vegi. Það á því mikið eftir að ganga á þegar þessir tveir fá sama verkefnið. Þeim er báðum falið að myrða konu að nafni Electra. Robert ákveður að nota þetta tækifæri tii að losna úr brans- anum og ásamt Electru reynir hann að brjóta sér leið til frelsis. En fyrst þurfa þau aö losna við hinn kapp- sama Miguel. Harrison Ford, Julia Ormond og Greg Kinnear Linus Larrabee er sannkallaður viðskiptajöfur en öðru máli gegnir um bróður hans. Sá er glaumgosi sem lifir kóngalífi á þeim peningum sem bróðir hans sér honum fyrir. En þegar bróðirinn verður ástfanginn áf dóttur auðjöf- urs og hún af honum sér Linus fram á að loksins geti bróðirinn gert gagn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.