Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 IÞROTTIR Getraunir: Sænski boltinn 1121x1 x111212 Lottó 5/38: 1 16 20 28 35 (7) /f/f/fffffif/fffiti/iftfifffffftff/f Fjármálastjóri PSV: Eiður 400 milljóna virði DV, Hollandi: Bondarenko með ÍA DV, Akranesi: Harrie van Raaij, fjármálastjóri hol- lenska knatt- spymufélagsins PSV Eindhoven, segir í viðtali við blaðið Voetbal Nederland að þess sé ekki langt að bíða að Eiður Smári Guð- johnsen slái í gegn hjá félag- inu. Eiður Smári er nú að jafna sig eftir fótbrot í vor en hann er aðeins 17 ára gamall og spilaði nokkra leiki með aðalliði PSV á síð- asta tímabili. „Þess verður ekki langt að bíða að nafnið Guðjohnsen fari að hljóma um fótboltaheim- inn. Menn geta áhyggjulaust veðjað um það að hann verði 400 milljóna króna virði innan skamms. Hann er öruggur með bolt- ann, skorar auðveldlega, er líkamlega hraustur og sterkur í skallaboltunum, er bjartsýnismaður og þekkir stystu leiðina að markinu," segir van Raaij við blaðið. Að hans sögn er heildarverðmæti leik- manna PSV um 1,3 milljarðar króna og Eiður Smári stendur því einn og sér undir tæplega þriðjungi þeirrar upphæðar. -EE Keegan æfur eftir ósigur Newcastle Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle, var verulega óhress með sina menn eftir 4-0 skell gegn Manchester United í gær. „Við vorum gjörsamlega úti á þekju og það virðist vera mikill munur á þessum tveimur liðum. Vonandi er það rangt hjá mér. Okkur var boðið að spila þennan leik þar sem United vann tvöfalt í fyrra. Þetta var hræði- legt og ég vildi að einhverjum öðrum en okk- ur hefði verið boðið að mæta þeim,“ sagði Keegan. Nánar er sagt frá leiknum á bls. 30. Úrvalsdeildarlið ÍA í körfuknattleik hefur gengið frá samningum við sterkan úkra- ínskan leikmann, Andrei Bondarenko að nafni. Hann er 2,02 metrar á hæð og 34 ára gamall og kemur til landsins 25. ágúst. Hann leikur með Skagamönnum hraðmóti Vals um mánaðamótin. Brynjar meö ÍA Þá bendir allt til þess að Brynjar Karl Sigurðsson leiki á ný með Skaga- mönnum í vetur en áður hafði hann verið á leið til nýliða KFÍ á ísafirði. Sigurður Sverrisson, stjórnarmaður Köiíuknattleiksfé- lags ÍA, sagði við DV að nær öruggt væri að Brynjar yrði með Skagamönnum. Að- eins væri eftir að ganga frá samningum þar að lút- andi. „Ermolinski þjálfari vildi ólmur fá Brynjar eftir að enski bakvörðurinn gekk úr skaftinu og ég á ekki von á öðru en að Brynjar verði hjá okkur,“ sagði Sigurður. -DVÓ FH bikarmeistari þriðja árið í röð - allt um bikarkeppnina í frjálsum á bls. 22 i . ■ - :i. ntmnt aaáaÉgB—«■ - . v. . MáMnana ÉnÉMHoaftaB /æaxzuxu Verslunin ÍÞRÓTT, Skipholti 50d, sími 562 Mizuno styrkir Reykjavfkur maraþonið 1996 //Á\2.\s\n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.