Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996
Iþróttir
Framkvæmdastjóri ÍSÍ:
Stokkað upp
í málum
íþróttahreyf-
ingarinnar
í viðtali við Júlíus Hafstein, for-
mann Ólympíunefndar íslands,
sem birtist í DV 8. ágúst, um fram-
tíð íslenskrar íþróttahreyfingar,
koma fram hjá formanni Óí nokk-
ur atriði sem nauðsynlegt er að
gera athugasemdir og skýringar
við.
Sérstaka athygli vekur einnig
að hann virðist líta á það sem
hlutverk sitt aftur og aftur að gera
lítið úr starfi og stöðu íþróttasam-
bands íslands sem eru þó heildar-
samtök íslenskrar íþróttahreyfing-
ar. Erfitt er að sjá hvaða tilgangi
það þjónar að upphefja stöðu ÓI á
kostnað ÍSÍ.
Fram kemur sú skoðun for-
mannsins að Afreksmannasjóður
ÍSÍ sé á röngum stað, hann eigi að
vera undir stjórn Óí, „þar sem
hún undirbúi íþróttafólkið fyrir
keppni en íþróttasambandið sé
ekki að því.“
Og formaðurinn heldur áfram:
„við höfum haft með alla fjáröflun
fyrir afreksíþróttamennina að
gera,“ og ennfremur: „þvi Ólymp-
íunefndin hefur reynsluna, þekk-
inguna og möguleikana frekar en
í þróttasambandið. “
Til að almenningur átti sig á
stöðu mála skal eftirfarandi tekið
fram-.
1. ÍSÍ er æðsti aðili um íþrótta-
starfsemi í landinu, samkvæmt
landslögum, og er myndað af öll-
um íþrótta- og ungmennafélögum,
héraðssamböndum, iþróttabanda-
lögum og sérsamböndum. Ofan-
greindir aðilar einir eiga Afreks-
mannasjóð ÍSÍ.
2. Sérsamböndin ásamt ÍSÍ
mynda síðan Ólympíunefnd Is-
lands. Héraðssamböndin, íþrótta-
bandalögin og félögin í landinu
eiga ekki aðild að Óí miðað við nú-
verandi skipulag.
3. íþróttafélög landsins þjálfa
upp íþróttafólkiö og sérsamböndin
undirbúa afreksfólkið fyrir
keppni, hvort sem um er að ræða
Ólympíuleika eða aðra landsliðs-
starfsemi. Það kemur þeim áreið-
anlega spánskt fyrir sjónir þegar
fullyrt er að Óí undirbúi íþrótta-
fólk fyrir keppni.
4. Afreksmannasjóður ÍSÍ
starfar eftir reglugerð sem byggð
er á afreksiþróttastefnu íþrótta-
þings ÍSÍ frá árinu 1992. Stefnan er
sem sagt unnin í samráði við sam-
bandsaðila og samþykkt af þeim.
ÍSÍ hefur með öðrum orðum ekki
„kallað til sín nokkra einstaklinga
með reynslu og þekkingu" eins og
formaður Óí hyggst gera, heldur
hefur málið verið unnið á lýðræð-
islegum vettvangi í stærstu félags-
málahreyfingu landsins.
Aðalfundur Óí hefur aldrei mót-
að eða samþykkt stefnu í afreksí-
þróttum. Óí hefur ekki aðra stefnu
í afreksíþróttum en þá að senda á
fjögurra ára fresti íþróttamenn
sem hafa náð tilskildum lágmörk-
um á Ólympíuleika, senda lið á
Smáþjóðaleika og Ólympíuleika
æskunnar, allt undir faglegri yfir-
stjórn viðkomandi sérsambanda
sem eru æðstu aðilar um viðkom-
andi iþróttagreinar.
5. Afreksmannasjóður ÍSÍ er
langstærsti styrkveitandi ís-
lenskra afreksíþróttamanna og
hefur á undanförnum 5 árum veitt
yfir 50 milljónir króna til sérsam-
banda ÍSÍ vegna íþróttafólksins.
Formaður Óí nefnir ágæta samn-
inga vegna Jóns Arnars Magnús-
sonar en gleymir að nefna að stór
hluti samnings Jóns Arnars kem-
ur frá Afreksmannasjóði ÍSÍ til
Frjálsíþróttasambands íslands
vegna Jóns, vegna sérstaks samn-
ings þar að lútandi. Formaður Óí
gerir lítið úr fjáröflunarstarfi sér-
sambandanna þegar hann segir Óí
hafa „haft með alla fjáröflun fyrir
afreksíþróttamennina og undir-
búning fyrir Ólympíuleikana að
gera.“ Sérsamböndin sem áttu
íþróttafólk í Atlanta þurftu sjálf að
leggja hart að sér í fjáröflun til að
standa undir kostnaði vegna undir-
búnings íþróttafólksins.
6. Eins og að framan greinir er
Afreksmannasjóður ÍSÍ myndaður
af sjálfsaflafé íþróttahreyfingar-
innar allrar. Framkvæmdastjórn
ÍSÍ og stjóm Afreksmannasjóðs
bera pólitiska ábyrgð á úthlutun
og notkun þessa sjóðs. Fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ hefur ekkert
umboð til að afhenda þennan sjóð
til Óí sem ekki þarf að standa skil
á fjárreiðum sínum gagnvart
íþróttahreyfingunni.
7. Ekki skal gert lítið úr „þekk-
ingu, reynslu og möguleikum Óí“
að vinna úr verkefnum en það er
alveg eins ljóst, þrátt fyrir skoðun
formanns ðí, að innan vébanda
móðursamtaka íslensks íþrótta-
fólks, ÍSÍ, er fjöldi fólks með
reynslu úr grasrót íþróttanna og
upp úr. Á þessum forsendum er
kosið í framkvæmdastjórn ÍSÍ,
stjórn Afreksmannasjóðs, og sama
má segja um stjómir sérsambanda
og héraðssambanda.
8. Forystumönnum íþróttahreyf-
ingarinnar hefur reynst afar far-
sælt að deila valdi og ákvarðana-
töku innan hreyfingarinnar á lýð-
ræðislegan hátt þannig að forystu-
menn sérsambanda og íþróttahér-
aða landsins hafa haft áhrif í
stefnumótun málanna. Þetta er
afar dýrmætt fyrir ÍSÍ og íþrótta-
hreyfinguna.
Að lokum þetta:
Formaður Óí telur aö stokka
þurfi upp í þessum málum. Það er
mikið rétt hjá honum. ÍSl hefur
haft um það forgöngu að ÍSÍ og Óí
sameinist í eina sterka yfirstjóm
íþróttanna á íslandi. Formaður ÓI
leggur vonandi þessu máli lið.
Sameining ÍSÍ og Óí er sú upp-
stokkun sem til þarf, enda er þá
pólitísk og fjárhagsleg ábyrgð,
stefnumótun, framkvæmd og for-
ysta, á einum stað.
í landi þar sem búa 267.000
manns getur ekki verið eðlilegt að
íþróttahreyfingin sé klofin í marg-
ar yfirstjómir. Staðreyndin er sú
að með sameiningu myndi málum
sem þessum verða komið í mun
betri farveg en nú hefur tíðkast,
ekki aðeins afreksíþróttamálum
heldur öllu heildarskipulagi. Með
núverandi skipulagi em það
íþróttafélögin og íþróttafólkið í
landinu sem líður fyrir vissan
klofning í yfirstjórninni.
Við skulum vona að okkur tak-
ist að stokka upp öll þessi mál með
hag íslensks íþróttafólks og heild-
arinnar að leiðarljósi.
Með virðingu
f.h. framkvæmdastjómar ÍSÍ
Stefán Konráðsson
framkvæmdastjóri ÍSÍ
Guðrún Arnardóttir tekur við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi kvenna þar sem hún og stöllur hennar í Ármanni unnu
öruggan sigur. Guðrún sigraði síðan sjálf í þremur greinum, 100 og 400 m hlaupum og 110 m grindahlaupi, og sá til
þess að Ármann fékk flest stig í kvennaflokki í 1. deildinni. DV-mynd S
Bikarkeppnin í frjálsum íþróttum:
Enn halda FH-
ingar titlinum
- bikarmeistarar þriöja árið í röð
Bikarkeppni Frjálsíþróttasam-
bands íslands fór fram í 31. skipti á
Laugardalsvellinum um helgina og
sigraði lið FH þriðja árið í röð. Lið
UMSE/UFÁ og Húnvetninga unnu
sér sæti í 1. deild en lið HSÞ og
UMSB féllu í aðra deild.
Fyrirliðar karla- og kvennaliðs
FH, Eggert Bogason og Helga Hall-
dórsdóttir, voru mjög ánægð með
gengi liðanna. „Þetta var mjög jafnt
en ég er bara mjög ánægður með
hvemig krakkarnir stóðu sig,“
sagði Eggert. „Það er mjög gaman
að við skulum geta þetta miðað við
það að við erum sennilega eina
frjálsíþróttaliðið á landinu sem hef-
ur ekki sambærilega aðstöðu utan-
húss fyrir frjálsar íþróttir frekar en
Bíldudalur, sem ég fór til fyrir fjór-
um árum. Okkar aðstaða er ónýt en
við erum að vinna hér ár eftir ár og
það hlýtur að vera kominn tími til
þess að bæjarstjórnin klári þetta
dæmi og setji þennan völl upp
næsta ár,“ sagði Eggert í samtali við
DV eftir mótið.
í 100 m hlaupi karla sigraði tug-
þrautarkappinn Jón Arnar Magnús-
son, UMSS, á 10,69 sek.
í 100 m hlaupi kvenna sigraði
Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Ár-
manni, á 12,38 sek.
I 400 m hlaupi kvenna kom það
engum á óvart að Guðrún Arnar-
dóttir, Ármanni, sigraði á 54,06 sek.
I 400 m hlaupi karla sigiaði Ingi
Þór Hauksson, UMSK, á 49,51 sek.
í 1500 m hlaupi karla sigraði Stef-
án Guðjónsson, ÍR, 4:03,10 sek.
I 1500 m hlaupi kvenna sigraði
Martha Ernstdóttir, ÍR, á 4:33,97 sek.
I 400 m grindahlaupi kvenna hélt
Guðrún Amardóttir, Ármanni, sig-
urgöngu sinni áfram og kom fyrst í
mark á 59,13 sek.
í 400 m grindahlaupi karla sigraði
Egill Eiðsson, UMSK, á 53,96 sek.
í hástökki kvenna sigraði Þórdís
Gísladóttir, ÍR, þegar hún stökk 1,75
m, en þess má geta að Þórdís hefur
kvenna oftast keppt í bikarkeppni
FRÍ eða 20 sinnum og alltaf í fyrstu
deild. Hún keppti fyrst árið 1975, þá
aðeins 14 ára gömul.
I hástökki karla stökk Einar
Kristjánsson, FH, hæst, 2,12 m.
I langstökki karla sigraði Jón
Amar Magnússon, UMSS, og stökk
hann 7,64 m.
í langstökki kvenna stökk Sigríður
Guðjónsdóttir, HSK, lengst, 5,90 m.
í kúluvarpi kvenna kastaði lengst
Guðbjörg H. Gylfadóttir, FH, 12,68 m.
í kúluvarpi karla sigraði Pétur
Guðmundsson, Ármanni, örugglega
þegar hann kastaði 18,94 m.
í spjótkasti karla tryggði Sigurð-
ur Einarsson, Ármanni, sér fyrsta
sætið með því að kasta slétta 72 m.
Spjótkast kvenna sigraði Vigdís
Guðjónsdóttir, HSK, með 45,32 m.
í 3000 m hindrunarhlaupi karla
kom fyrstur í mark Daníel S. Guð-
mundsson, Ármanni, á 9:27,78 mín.
í sleggjukasti karla sigraði Jón A.
Sigurjónsson, FH, með 64,30 m.
í þrístökki kvenna stökk Sigríður
Guðjónsdóttir, HSK, lengst, 13,02 m.
í þrístökki karla stökk Jón Odds-
son, FH, lengst 14,57 m.
í 4xl00m boðhlaupi karla sigraði
sveit UMSK naumlega og kom hún í
mark á 42,58 sek.
1. deiid
Karlar Konur AUs
FH 125 105 230
Árm. 103 111 214
ÍR 114 90 204
HSK 82 85 167
UMSS 98 39 137
UMSK 72 34 106
UMSB 45 56 101
HSÞ 42 51 93
2. deild
Karlar Konur Stig
UMSE/UFA 69 65 134
Húnvetn. 63 65 128
UÍA/USÚ 68 58 126
HSH 50 18 68
UDN/HSS 21 26 47
í 4x100 m boðhlaupi kvenna sigr-
aði sveit Ármanns örugglega á 48,73
sek.
í 200 m hlaupi karla sigraði Bjarni
Þ. Traustason, FH, á 22,29 sek.
í 200 m hlaupi kvenna kom Geir-
laug B. Geirlaugsdóttir, Ármanni,
fyrst í mark á 25,39 sek.
í 800 m hlaupi kvenna sigraði
Fríða Rún Þórðardóttir, Ármanni, á
2:17,42 sek.
í 800 m hlaupi karla sigraði Stef-
án Guðjónsson, ÍR, á 1:56,22 sek.
í 5000 m hlaupi karla kom fyrstur
í mark Sigmar Gunnarsson, UMSB,
á 15:21,2 sek.
í 110 m grindahlaupi karla sigraði
Jón Arnar Magnússon, UMSS, ör-
ugglega á 14,70 sek.
í 100 m grindahlaupi kvenna sigr-
aði Guðrún Arnardóttir, Ármanni,
enn eitt gullið og kom hún í mark á
14,39 sek.
í 1000 m boðhlaupi karla kom
sveit UMSS fyrst í mark og hljóp
Jón Arnar Magnússon síðasta
sprettinn fyrir sína sveit og átti
hann mjög góðan endasprett og náði
þar sveit FH.
í 1000 m boðhlaupi kvenna kom
sveit Ármanns fyrst í mark og það
var Guðrún Arnardóttir sem hljóð
síðasta sprett sveitarinnar mjög vel.
í stangarstökki karla fór hæst
Sigurður T. Sigurðsson, FH, 4,80 m.
í kringlukasti karla sigraði Vé-
steinn Hafsteinsson, ÍR, og kastaði
hann 55,83 m.
í kringlukasti kvenna sigraði
Hanna Kristín Lind Ólafsdóttir,
UMSB, og kastaði hún 41,72 m.
Martha Emstdóttir, ÍR, sigraði
3000 m hlaup kvenna á 9:46,19 sek.
í keppni 2. deildar sigruðu tveir
keppendur í þremur greinum. Hall-
dór Björgvin ívarsson, UÍA/USÚ,
og Arnar Már Vilhjálmsson,
UMSE/UFA. Hjá konunum gerði
Sunna Gestsdóttir sér litið fyrir og
sigraði í fimm greinum og verður
það að teljast frábær árangur.
-JGG