Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 8
28
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996
íþróttir
Páll keyrði best
Páll Pálsson á MMC Lancer sigraði í krónuflokknum
i Shellkrossinu, rallíkrosskeppni sem fram fór í gær.
Ólafur Ingi Ólafsson á Toyotu Corollu varð annar og
Ásgeir M. Ásgeirsson á Datsun 160 þriðji. Guðbergur
Guðbergsson á Porsche 911 sigraði í ralliflokki, Ellert
Kr. Alexandersson á Ford Mustang sigraði
teppaflokki og Andri Freyr Þórisson á Nissan
Sunny í opnum flokki. Keppendur voru alls 17 í
þessum fjórum flokkum.
Golf - öldungar:
Sigurður og
Kristín unnu
íslandsmóti öldunga í golfi lauk á
Strandarvelli við Hellu á laugardag-
inn og þar urðu Sigurður Alberts-
son, GS, og Kristín Pálsdóttir, GK,
hlutskörpust i keppni án forgjafar.
Sigurður lék á 238 höggum í
karlaflokki. Gísli Sigurðsson, GK,
varð annar og Guðmundur Valdi-
marsson, GL, þriðji en þeir léku
báðir á 241 höggi.
í keppni með forgjöf sigraði Örn
Erlingsson, NK, á 137 höggum nettó.
Ásmundur Bjarnason, GH, varð
annar á 137 og Guðmundur Vil-
hjálmsson, NK, þriðji á 138.
Kristín lék á 247 höggum í
kvennaflokki. Sigríður Mathiesen,
GR, varð önnur á 254 höggum og
Inga Magnúsdóttir, GK, þriðja á 260.
í keppni með forgjöf sigraði
Gerða Halldórsdóttir, GS, á 138
höggum nettó. Sigríður Mathiesen,
GR, varð önnur á 141 og Hulda Vil-
hjálmsdóttir, GA, þriðja á 142 högg-
um.
-VS
Ásgeir og Sigrún
unnu hjá GKG
Ásgeir Guðbjartsson, GK, og Sig-
rún Ragnarsdóttir, GKG, sigruðu á
opna Aiwa-golfmótinu hjá Golf-
klúbbi Kópavogs og Garðabæjar á
laugardaginn. í keppni með forgjöf
sigraði Hilmar Sighvatsson, GKG, í
karlaflokki en Unnur Sæmundsdótt-
ir, GKG, í kvennaflokki.
Alan Shearer
komst lítið
áleiðis gegn vörn
Manchester
United í gær og
hér bfður hann
lægri hlut í
baráttu við David
May.
Sfmamynd
Reuter
Meistarar i
-vs
^ Körfubolti:
Island missti
niður forystu
gegn Svíum
ísland hafnaði í neðsta sæti á Polar Cup, Norður-
landamótinu í körfuknattleik, sem lauk í Finnlandi á
laugardaginn. íslenska liðið tapaði þá fyrir Svíþjóð,
87-100.
ísland var yfir í hálfleik, 45—41, og náði tíu stiga for-
ystu í síðari hálfleiknum. Á lokasprettinum gaf liðið
hins vegar mjög eftir, skoraði ekki stig í fjórar mínút-
ur og Svíar sigldu fram úr og sigruðu.
Guðmundur Bragason og Helgi Jónas Guðfinnsson
voru bestu leikmenn íslands. Guðmundur skoraði 26
stig og Helgi 22. Hermann Hauksson gerði 9 stig, Her-
bert Arnarson 7, Marel Guðlaugsson 7, Pétur Ingvars-
son 4, Jón Amar Ingvarsson 4, Guðjón Skúlason 4, Sig-
fús Gizurarson 2 og Hjörtur Harðarson 2. -VS
banastuði
- Manch. Utd vann Newcastle, 4-0
Englandsmeistarar Manchester United
léku Newcastle grátt í opnunarleik enska
knattspymutímabilsins, leiknum um Góð-
gerðarskjöldinn á Wembley-leikvanginum í
London í gær. United sýndi oft snilldartakta
og sigraði mjög verðskuldað, 4-0.
Eric Cantona og Nicky Butt komu United í
þægilega stöðu með mörkum á 25. og 30. mín-
útu. Newcastle sótti talsvert í síðari hálfleik
en skapaði sér engin dauðafæri. Á síðustu
fjórum mínútunum bættu svo David Beck-
ham og Roy Keane við tveimur mörkum og
aðeins frábær markvarsla frá Pavel Smicek
komu í veg fyrir að Ryan Giggs og Keane
hækkuðu markatöluna enn frekar.
„Pressan var öll á Newcastle í þessum leik
eftir allan hamaganginn að undanfómu. Við
gátum hins vegar einbeitt okkur að því að
spila okkar leik,“ sagði Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Manchester United.
„Þetta er bara fyrsti leikur og tímabilið er
ekki byrjað. En United er með mjög sterkt lið
og fyrst við nýttum ekki okkar tækifæri var
viðbúið að leikurinn endaði illa. Við vorum
vonlausir í fyrri hálfleik en aðeins skárri í
þeim síðari. Það má segja sem svo að eftir
þennan leik geti leiðin aðeins legið upp á
við,“ sagði Alan Shearer, dýrasti knatt-
spyrnumaður heims, sem spilaði sinn fyrsta
opinbera leik með Newcastle en fékk úr litlu
að moða frammi.
Lið Man. Utd: Schmeichel, Irwin (G.
Neville 46.), May, P. Neville, Pallister, Beck-
ham, Butt (Poborsky 41.), Keane, Cantona,
Giggs, Scholes (Cruyff 65.).
Lið Newcastle: Smicek, Albert, Beresford,
Peacock, Batty, Ginola (Gillespie 77.), Lee,
Watson, Beardsley (Asprilla 65.), Ferdinand,
Shearer.
-VS
Skotland
Aberdeen-Celtic.............2-2
Dundee Utd-Motherwell.......1-1
Hibemian-Kilmamock..........1-2
Rangers-Raith Rovers .......l-ö
Dunfermline-Hearts.......frestað
Trevor Steven tryggði Rangers
sigur á Raith í fyrstu umferð
skosku úrvalsdeildarinnar á
laugardaginn. Andreas Thom
bjargaði Celtic þegar hann
jafnaði á síðustu sekúndunum
gegn Aberdeen. Áður hafði Alan
Stubbs hjá Celtic verið rekinn af
velli.
-VS
Frakkland
Nantes-Mónakó ...............1-3
Bastia-Rennes ...............2-0
Nice-Auxerre.................0-1
Lille-Metz...................1-0
Bordeaux-Le Havre ...........1-0
Strasbourg-Paris SG..........0-1
Caen-Lens .................. 0-2
Nancy-Cannes ................1-2
Guingamp-Montpellieer........0-0
Marseille-Lyon...............3-1
Engin óvænt úrslit í 1. umferð-
inni en sigur nýliða Marseille er
athyglisverður. Þetta fræga lið
leikur nú í 1. deild á ný eftir
tveggja ára fjarveru vegna mútu-
hneykslis.
Grand Prix mót í Mónakó:
Næstbesti tími sögunnar
Daniel Komen, tvítugur Keníabúi, náði næstbesta tíma í 3.000 metra
hlaupi frá upphafi á Grand Prix móti í Mónakó á laugardaginn. Komen
hljóp á 7:25,16 mínútum sem er aðeins 5/100 úr sekúndu frá heimsmeti
Noureddine Morceli.
Steffi Nerius, Þýskalandi (spjótkast kvenna), Svetlana Masterkova, Rúss-
landi (800 m kv.) og Joseph Keter, Kenía (3.000 m hindranarhl.) náðu
einnig besta árangri ársins í heiminum. Nerius, sem varð níunda í
Atlanta, kastaði 69,42 metra og skaut öllum verðlaunahöfunum frá
Ólympíuleikunum ref fyrir rass.
Gwen Torrence vann sætan sigur á Gail Devers í 100 metra hlaupi
kvenna en Devers varð Ólympíumeistari og Torrence þriðja. Svipuð
hefnd var uppi á teningunum í 400 m grindahlaupi kvenna. Kim Batten
frá Bandaríkjunum, sem fékk silfrið í Atlanta, bar sigurorð af
Ólympíumeistaranum, Deón Hemmings frá Jamaíka. -VS
DV
Akbashev
þjálfar hjá HK
Boris Akbashev, aðstoðarþjálf-
ari landsliðsins í handknattleik,
hefúr veriö ráðinn aðstoðarþjálf-
ari 1. deildar liðs HK. Sigurður
Sveinsson er þjálfari liðsins sem
kunnugt er og leikur jafnframt
með því. Akbashev mun enn
fremur þjálfa 2. og 3. flokk HK en
hann hefur starfað hér á landi
um áraraðir og náð góðum ár-
angri með unga handknattleiks-
menn. -VS
Sigur gegn
Færeyingum
ísland sigraði Færeyjar, 5-1, í
leik um 7. sætið á Norðurlanda-
móti drengjalandsliða í knatt-
spyrnu sem lauk í Noregi á laug-
ardaginn. Ólafur Snorrason,
Benedikt Árnason, Þórarinn
Kristjánsson, Indriði Sigurðsson
og Emil Sigurðsson skoruðu
mörk íslands. íslenska liðið tap-
aði, 0-1, fyrir Englandi í síðasta
leik riðlakeppninnar á fóstudag-
inn. -VS
Helgi stóð sig
vel gegn Bayern
Helgi Sigurðsson stóð sig vel
með TBBerlín á laugardaginn
þegar liðið tapaði, 0-3, fyrir stór-
veldinu Bayern Múnchen í
þýsku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu. Hann fékk besta tæki-
færi TB í leiknum.
Þórður Guðjónsson og félagar
í Bochum þurftu framlengingu
til að sigra 3. deildar liðið Bonla-
den, 4-2. Bjarki Gunnlaugsson
og félagar í Mannheim unnu
Chemnitz, 0-1, á útivelli og
Hertha, lið Eyjólfs Sverrissonar,
vann Altmark Stendal, 5-1.
Óvæntustu úrslitin urðu þau
að meistarar Dortmund töpuðu
fyrir / 3. deildar liði
Wattenscheid, 4-3, og bikar-
meistarar Kaiserslautern töpuðu
fyrir 3. deildar liðinu Greuter
Fúrth, 1-0.
-DVÓ/VS
Sharpe til Leeds
Enska knattspyrnufélagið
Leeds keypti á laugardaginn Lee
Sharpe frá Manchester United
fyrir 400 milljónir króna.
Belgi til Coventry
Coventry keypti á laugardag-
inn belgíska landsliðsmanninn
Régis Genaux frá Standard Liege
fyrir 100 milljónir króna. Gen-
aux er varnarmaður.
Pearce hættir ekki
Glenn Hoddle, hinn nýi lands-
liðsþjálfari Englands í knatt-
spymu, hefur talið Stuart
Pearce, bakvörð Nottingham
Forest, á að gefa kost á sér í
landsliðið áfram.
CSKA sækir á
CSKA Moskva, mótherji ÍA í
UEFA-bikamum, sigraði Loko-
motiv Nizhny Novgorod, 3-1, á
útivelli í rússnesku úrvalsdeild-
inni á laugardaginn. CSKAer
enn í 5. sæti en er nú með 42 stig,
aðeins fjórum minna en efsta lið-
ið, Vladikavkaz.
Fjörugt á Spáni
Botafogo frá Brasilíu vann
Juventus frá Ítalíu, 7-4, eftir
framlengingu og vítaspyrnu-
keppni í úrslitaleik á alþjóðlegu
knattspymumóti í LaCoruna á
Spáhi á laugardaginn. Staðan
var 4-4 eftir framlengingu en
leikmenn Juventus klúðmðu öll-
um sínum vítaspymum. Þeir
Tulio hjá Botafogo og Nicola Am-
oruso hjá Juventus gerðu báðir
þrennu í leiknum. Deportivo La
Coruna vann Ajax, 2-0, í leik um
þriðja sætið.