Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 23 DV Svíþjóð: Besti leikur Hlyns meö Orebro DV, Svíþjóð: Hlynur Birgisson átti sinn besta leik með Örebro í gær þeg- ar liðið vann góðan sigur á Djurgárden í sænsku úrvals- deildinni í knattspymu, 3-0. Hann var besti maður vallarins. Amór Guðjohnsen lagði upp eitt markanna en Sigurður Jónsson lék ekki með Örebro þar sem hann tók út leikbann. Rúnar Kristinsson var kosinn maöur leiksins hjá Örgryte sem gerði markalaust jathtefli við Malmö. Úrslitin í Svíþjóð: AIK-Gautaborg ...............6-0 Oddevold-Degerfors...........1-1 Helsingborg-TreUeborg........1-2 Norrköping-Öster ............3-1 Halmstad-Umeá................2-1 Örgryte-Malmö................0-0 Örebro-Djurgárden............3-0 Helsingborg, Gautaborg og Halmstad eru öll jöfn að stigum á toppnum með 28 stig. Örgryte kemur næst með 25, Malmö er með 24, Norrköping 21, AIK 21, Öster 21, Degerfors 20, Örebro 17, Treileborg 15, Djurgárden 14, Umeá 13 og Oddevold 13 stig. -EH Ágúsl skoraði fyrir Brann Ágúst Gylfason skoraði í gær fyrsta deildamark sitt fyrir Brann þegar liðið gerði jaflitefli, 3-3, við Rosenborg í norsku úr- valsdeildinni. Rosenborg var komið í 0-3 í síðari hálfleiknum en Ágúst minnkaði muninn á 55. mínútu og liðið jafhaði áður en yfir lauk. Ágúst var mjög að- gangsharður og var þrívegis í viðbót nálægt því að skora. Birk- ir Kristinsson varði mark Brann í leiknum. Brann er í 7. sæti deildarinn- ar með 26 stig. Rosenborg er langefst með 40 stig en Lille- ström kemur næst með 32. -VS Stjarnan (0)2 Keftavík (0)1 1-0 Ingólfur Ingólfsson (73.) skor- aði með laglegu skoti rétt utan vita- teigs upp í markhornið. 1- 1 Jóhann B. Guðmundsson (78.) fékk boltann óvænt í vítateig Stjörnunnar og skoraði með glæsi- legri hjólhestaspymu. 2- 1 Ingólfur Ingólfsson (90.) skor- aði af stuttu færi eftir skalla irá Baldri Bjamasyni og góðan undirbúning Gorans Kristófers Micic. Lið Stjörnunnar: Bjami Sigurðs- son - Hermann Arason, HeM Björg- vinsson, Reynir Bjömsson ®, Ómar Sigtryggsson (Ingólfur Ingólfsson 39. @) - Birgir Sigfússon, Baldur Bjamason @, Valdimar Kristófers- son, Rúnar Sigmundsson - Goran Kristófer Micic, Ragnar Ámason (Kristinn Lámsson 60.). Lið Keflavíkur: Ólafur Gott- skálksson @ - Guðmundur Oddsson, Kristinn Guðbrandsson @, Karl Finnbogason - Jóhann B. Guðmunds- son ® Ragnar Steinarsson, Ragnar Margeirsson, Eysteinn Hauksson, Ró- bert Sigurösson (Kristján Jóhanns- son 73.), Gestur Gylfason - Haukur Ingi Guönason (Adolf Sveinsson 75.). Markskot: Stjaman 11, Keflavík 11. Hom: Stjarnan 10, Keflavík 4. Gul spjöld: Rúnar S. (Stjöm), Ragnar S. (Keflavík), Gestur G. (Keflavík), Guðmundur O. (Keflavík). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Sæmundur Víglundsson, góður. Áhorfendur: Um 300. Skilyrði: Sterkur hliöarvindur, rigningarúði, völlurinn háll. Maður leiksins: Ingólfur Ing- ólfsson (Stjömunni). Kom inn á sem varamaður, skoraði bæði mörkin og tryggði sínum mönnum mikilvægaii sigur. íþróttir Baldur Bjarnason var besti maður vallarins þegar Stjörnumenn lögðu Keflvíkinga að velli í Garðabæ í gærkvöldi, 2-1. Hér er Baldur á fleygiferö einu sinni sem oftar og til varnar er Keflvíkingurinn Ragnar Steinarsson. DV-mynd BG Ingólfur var bjarg- vættur Stjörnumanna - kom inn á sem varamaöur og skoraði bæði mörk Garðbæinga gegn Keflavík „Þetta var geysilega mikilvægur sigur og stigin þijú mjög dýrmæt. Við höfum verið í nokkurri lægð að undanfómu en vonandi er að þessi sigur komi okkur á sporið að nýju og stefiium við að því að færa okk- ur ofar í töfluna. Það var auðvitað gaman að skora þessi mörk og sér- lega sætt að sjá boltann fara þama inn í lokin,“ sagði Ingólfúr Ingólfs- son, leikmaður Stjömunnar, eftir 2-1 sigur á Keflavík í Garðabæ í gærkvöldi. Ingólfur var svo sannarlega hetja Garðbæinga. Hann skoraði bæði mörk Stjömumanna og sigurmarkið á síðustu mínútunni en hann hafði komið inn á sem varamaður í fyrri hálfleik. Með sigrinum skutust Stjömu- menn upp í 5. sætið i deildinni og fjarlægðust botnbaráttuna en um leið skildu þeir Keflvíkinga eftir í mjög erfiðri fallbaráttu. Það var mikil barátta sem ein- kenndi leikinn á Stjömuvelli í gær og knattspyman var á löngum köfl- um ekki upp á það besta. Fyrri hálf- leikurinn var nánast tíðindalaus hvað marktækifæri varðaði og jafn- ræði var með liðunum úti á vellin- um. í síðari hálfleik byrjuðu heima- menn betur en náðu ekki að finna sér leið fram hjá vöm Keflvíkinga. Síðasti stundarfjórðungur leiksins var fjörugur enda komu þá öll mörk- in og fleiri hefðu getað litið dagsins ljós. Ragnar Margeirsson fór illa að ráði sínu í stöðunni 1-1. Hann komst þá einn inn fyrir vöm Stjöm- unnar en Bjami Sigurðsson bjargaði með góðu úthlaupi. Þungu fargi er eflaust létt af Stjömumönnum við þennan sigur en gengi þeirra í síðustu leikjum hefúr ekki verið sem skyldi. Garð- bæingar sigla nú lygnan sjó í deild- inni og geta farið að blanda sér í baráttuna um þriðja sætið þar. Eins og oft áður í sumar var Bald- ur Bjamason besti maður Stjörnu- manna í leiknum. Hann gerði ávallt usla í vöm Keflvíkinga með hraða sínum og leikni og skilaði knettin- um vel frá sér. Vömin stóð fyrir sínu en meira bit vantaði í sóknar- leikinn. Athygli vakti að Ingólfur Ingólfsson byrjaöi utan vallar en ekki er hægt að segja annað en að hann hafi gripið gæsina þegar hann fékk tækifærið og hlýtur að hafa unnið sér sæti i byijunarliðinu aö nýju. Staða Keflvíkinga er orðin mjög dökk og fari þeir ekki að vinna leiki bíður liðsins ekkert annað en grenj- andi fallbarátta. Keflvíkingar börð- ust vel og vom kannski óheppnir að fá ekki stig í leiknum en einbeit- ingaleysi í lokin kostaði þá tap. Kefl- víkingar hafa oft verið í þessari stöðu áður og bjargað sér frá falli og víst er að þeir gefa sæti sitt í deild- inni ekki eftir baráttulaust. -GH 3. deildin í knattspyrnu: Góður sigur Reynismanna gegn Dalvíkingum - Steindór meö fjögur mörk fyrir HK gegn Hetti á Egilsstöðum Reynir úr Sandgerði vann góöan mark heimamanna. Dalvík 13 8 3 2 36-22 27 útisigur á Dalvíkingum, 2-4, í topp- Fjölnir vann mikilvægan sigur á Reynir S. 13 7 4 2 36-21 25 leik 3. deildarinnar í knattspymu Gróttu i fallbaráttunni, 0-2. Ólafur á fostudagskvöldið. Örvar Eiríks- Sigurjónsson skoraði bæöi mörkin. Þróttur N. 13 7 3 3 32-22 24 son og Garðar Níelsson komu Þróttur úr Neskaupstað komst í Víðir 13 7 2 4 31-23 23 Dalvík í 2-0 en Kevin Docherty þriðja sætið með 2-3 sigri gegn HK 13 6 1 6 27-27 19 skoraði 2 mörk fyrir Reyni, Scott Ægi á Eyrarþakka á laugardaginn. Selfoss 13 4 5 4 29-35 17 Ramsey og Jónas Jónasson eitt Sævar Birgisson og Þórarinn Jó- Fjölnir 13 4 2 6 23-32 14 hvor. Daivíkingar halda þó tveggja hannsson skomöu fyrir Ægi en Höttur 13 3 3 7 21-36 12 stiga forystu. Vilberg Jónasson 2 og Marteinn Steindór Elíson skoraði öli fjög- Hilmarsson fýrir Þrótt. Sigurður Grótta 13 2 4 7 20-33 10 ur mörk HK sem lagði Hött á Egils- B. Jónsson hjá Ægi var rekinn af Ægir 13 2 3 8 22-26 9 stöðum, 1-4. Páli Jónasson gerði velli. Staðan í 3. deild: -VS ^izma ÍSLANDSMÓTIÐ MIZUNO-DEILDIN 10. umferð MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST HÁSTEINSVÖLLUR kl. 19.00 ÍBV - KR HLÍÐARENDI kl. 19.00 Valur - Afturelding STJÖRNUVÖLLUR KL. 19.00, Stjarnan - ÍBA AKRANESVÖLLUR kl. 19.00 ÍA - Breiðablik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (12.08.1996)
https://timarit.is/issue/196919

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (12.08.1996)

Aðgerðir: