Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 Fréttir DV + Nýr meirihluti í Hveragerði: Agreiningur minn er fyrst og fremst við nýbakaðan forseta - segir Knútur Bruun um mannaráðningar í Hveragerði Mikil ólga hefur verið í Hvera- gerði eftir að klofningur kom upp innan sjálfstæðismanna vegna mannaráðninga á vegum bæjarins. Nýr meirihluti var myndaður í bæj- arstjórninni á sunnudag en i honum voru þrír sjálfstæðisismenn og þrír af H-lista sem áður voru í minni- hluta. Knútur Bruun var einn í minnihluta en vék úr bæjarstjórn í gær. Þar með er enginn minnihluti bæjarstjórnar þar sem arftaki Knúts styður meirihlutann. Þetta voru brigð „Ágreiningur minn er fyrst og fremst við Gísla Pál Pálsson, nýbak- aðan forseta bæjarstjómar. Meiri- hluti sjálfstæðismanna samþykkti með þremur atkvæðum að veita Marteini Jóhannessyni, sem var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í átta ár, stöðu húsvarðar við grunnskólann í Hveragerði. Gísli Páll sat þá hjá og sagði að fyrst það væru komin þrjú atkvæði þyrfti hann ekki að greiða atkvæði. Síðan var auglýst önnur staða og um þá stöðu sótti Ásta Jósepsdóttir, kosn- ingastjóri sjálfstæðismanna í síð- ustu kosningum sem við unnum glæsilega. Ástu var hafnað lika og Knútur Bruun. Gísli Páll bar upp tillögur um það í bæjarráði að ráða aðra en Martein og Ástu. Þetta þótti mér brigð og afar klént. Því lét ég bóka að ég teldi að það væri kominn trúnaðarbrest- ur innan D-listans,“ segir Knútur. Engir samstarfsöröugieikar Hann leggur áherslu á að hann telji afstöðu sína rétta og hafnar því að samstarfsörðugleikar hafi verið á milli hans og bæjarstjórans í Hvera- gerði, Einars Þ. Mathiesen. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Það er fleipur að erfiðleikar hafi verið í okkar samstarfi." -JHÞ Steingrím- ur í Time í nýjasta eintaki vikublaðsins heimsþekkta, Time, er Stein- grímur Hermannsson nefndur sem dæmi um stjórnmálamann sem hefur fallið fyrir flugfreyju og gifst henni siðan. Hann er þar talinn upp ásamt Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, Soldáninum af Brunei, Andreas Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, og fyrrverandi for- sætisráðherra Ástraliu, Paul Keating. Um Steingrím segir að hann hafi fyrst fallið fyrir konu sinni, Eddu Guðmundsdóttur, í háloft- unum þegar hann var farþegi og hún flugfreyja í millilandaflugi. -JHÞ Nauögunarmál frá verslunarmannahelgi: Erfitt þegar þolendur geta ekki gefið lýsingar - málunum haldið opnum- segir lögregla Tækninýjungar við landhelgisgæslu: Staðsetning skipa í gegn- um hnetti „Við höfum litlar upplýsingar til þess að byggja á og ég á erfitt með að ímynda mér að nokkuð komi út úr málunum. Þetta er svo erfitt þeg ar þolendur geta ekki gefið neinar lýsingar að gagni,“ segir Tryggvi Ólafsson, hjá rannsóknardeild lög- reglunnar í Vestmannaeyjum, að- spurður hvernig miðaði rannsókn tveggja nauðgunarkæra frá því um verslunarmannahelgi. Tryggvi sagðist hafa sent annað málið frá sér til RLR og mun þar vera um að ræða mál þar sem þrír menn nauðguðu stúlku yngri en 16 Siguröur S. Bjarnason. Ráðstefna SÞ: íslendingur flutti erindi um hugvit Alþjóðleg ráðstefna hugvits- manna er nýlokið í Kuala Lump- ur í Malasíu á vegum Samein- uöu þjóðanna. Sigurði S. Bjarna- syni, framkvæmdastjóra bíla- leigunnar Hassó-ísland, var boð- ið að flytja erindi á ráðstefnunni en hann hefur um árabil verið utanríkisfulltrúi Félags ís- lenskra hugvitsmanna og setið í stjórn Alþjóðasambands hug- vitsmanna. Aö sögn Sigurðar leituðu ráð- stefnuaðilar til hans fyrst og fremst vegna skýrslu sem þeir Jón Erlendson hjá Upplýsinga- þjónustu Háskóla íslands tóku saman um möguleika hugvits- manna til að koma hugmynd sinni á framfæri, hvar sem þeir væru staddir á jarökringlunni. Sigurður sagöi að skýrslunni hefði verið mjög vel tekið á ráð- stefhunni og henni fylgt eftir með pallborðsumræðum. -bjb ára. Hinn atburðurinn sem kærður var í Eyjum átti sér stað í tjaldi og gat þolandi ekki gefið neinar lýsing- ar á árásarmanninum. Tryggvi seg- ir tilgangslaust að senda það mál áfram því þar sé ekki á neinu að byggja. Málinu verði að sjálfsögðu haldið opnu ef eitthvað nýtt kynni að koma fram. Lögreglu á Akureyri bárust tvær nauðgunarkærur um verslunar- mannahelgina. Að sögn Gunnars Jó- hannssonar rannsóknarlögreglu- þjóns er öðru málinu nær lokið. Þar náðist í þann sem var kærður og DV, Eskifirði: Eigendur Friðþjófs hf. á Eskifirði hafa selt fyrirtækið sitt, sem þeir stofnuðu fyrir 25 árrnn. Kaupendur eru hinir ungu og efnilegu Samheij- amenn á Akureyri. Stofnendur Friðþjófs voru fern dugleg hjón sem byrjuðu með tvær hendur tómar. Eiginmennimir voru ýmist skipstjórar eða vélstjórar. Eiginkonurnar dugnaðarforkar og mun sá hafa viðurkennt að hafa haft samræði við viðkomandi stúlku en neitað því að hafa nauðg- að henni. Hitt málið sem kært var á Akur- eyri var sent til RLR þar sem þol- andi og gerandi eru báðir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þar mun eitt- hvað svipað vera uppi á teningnum, þolandi játar samræöi en neitar að um nauðgun hafi verið að ræöa. Hjá RLR fengust þær upplýsingar að þar rannsökuðu menn þau mál sem bærust en ekkert hefði nýtt komið fram sem skýrði þau frekar. hefur fyrirtækið verið rekið af festu og myndarskap í gegnum árin og smástækkað eftir efnum og ástæð- um. Alls hafa um 30-40 manns haft at- vinnu hjá fyrirtækinu, sem gerir út einn bát, Sæljón SU-104, og rekur síldar- og fiskverkun. Það var gaman að fylgjast með uppgangi Friðþjófs, sem hefur smá- stækkað i takt við afkomuna. -REGÍNA Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra, sagði í við- tali við DV á dögunum að í augsýn væri ný tækni til að staðsetja skip innan íslenskrar landhelgi. Hér er um að ræða svipaða tækni og þegar er hægt að koma í gagnið fyrir Til- kynningaskylduna til að staðsetja skip. Þessi tækni byggist á því að skip- ið hefur búnað sem bæði getur sent og tekið á móti merkjum. Síðan eru gervitungl og strandstöðvar notað- ar. Merkið fer frá skipi upp í gervi- hnött og þaðan til strandstöðva. Þessi tækni gerir það líka mögulegt að fylgjast með hvenær fiskiskip róa og hvar og hvenær þau landa. „Það er rétt að þetta er komið til skoðunar hjá okkur, lengra er það ekki komið. Tæknilega er svona eft- irlit með landhelginni mögulegt," sagði Gylfi Geirsson, umsjónarmað- ur radíódeildar Landhelgisgæslunn- ar, í samtali við DV. Þorsteinn Pálsson segir að þetta muni gerbreyta öllu eftirliti hjá Landhelgisgæslunni. Út frá því þurfi síðan að ákveða hvernig flug- vélar og skip Landhelgisgæslan þurfi. Samkvæmt tilskipun frá Evróp- bandalaginu eiga öll fiskiskip þess að setja búnað um borð hjá sér svo hægt verði að fylgjast með þeim í gegnum gervihnetti og landstöðvar. Jyllands-Posten skýrir frá þvi að þetta sé gert til að fylgjast með lönd- un fiskiskipa í Danmörku. Danskir sjómenn mótmæla þessu ákaft. Þeir segja þetta eins og ef fólk í landi þyrfti að vinna allan daginn fyrir framan sjónvarpsupptökuvél- ar. -S.dór Jafnréttisráðgjafi borgarinnar: Færður undir borgarritara - fjórði húsbóndinn síðan vorið 1994 Borgarráð samþykkti nýlega tillögu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að jafnréttisráð- gjafi borgarinnbar heyrði fram- vegis undir borgarritara. Jafn- réttisráðgjafi hefur starfað hjá Reykjavíkurborg síðan vorið 1994 en hefur síðan heyrt undir starfs- mannastjóra, síðan skrifstofu borgarstjómar og nú síðast undir borgarlögmann. í tillögu borgarstjóra segir að þar sem verkefni jafnréttisráð- gjafa gangi þvert á stjómsýslu- svið borgarinnar sé eðlilegt að stjómsýsluleg tengsl hans séu beint við borgarritara. Sam- kvæmt jafnréttisáætlun borgar- innar skal jafnréttisráðgjafi vera sérstakur ráðgjafi borgarstjóra í jafnréttismálum. Þá skal hann aðstoða borgaryfirvöld, fyrirtæki og starfsmenn borgarinnar í jafn- réttismálum. Hann skal vinna í nánum tengslum við jafnréttis- nefnd og framfylgja samþykktum hennar og vinna að stefnumótun í jafnréttismálum innan borgar- kerfisins og annast fræðslu um jafnréttismál innan borgarkerfis- ins. SÁ Friðþjófur hf. seldur: Smástækkaði í takt við afkomuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.