Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 Spurningin Hvernig duga mánaöarlaunin? Berglind Hauksdóttir, nemi í bameignafríi: Ég er ekki með nein mánaðarlaun. Eva Steen fulltrúi: Bara vel. Þórir H. Óskarsson ljósmyndari: Ég er sjálfstæður atvinnurekandi og þau duga rétt sæmilega. Það er ró- legt á ljósmyndastofum á sumrin. Kolbrún Amórsdóttir húsmóðir: Ég get ekki svarað þessari spurn- ingu. Theodór Þorleifsson málari: Ágætlega. Árni Ólafsson málari: Maður skrimtir. Lesendur Framkvæmda- sjóður aldraðra Þá mætti opna hina góöu álmu Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir heiisufaust og heimilislaust aldrað fólk, segir bréfritari m.a. Þorsteinn Berent Sigurðsson: Fróðlegt væri að vita hve margir þingmenn höfuðborgarsvæðisins hafa hugmynd um hvé mikið af fjár- munum Framkvæmdasjóðs aldr- aðra hefur farið út á landsbyggðina vegna dugnaðar þeirra þingmanna. Sjóðurinn var stofnaður með lög- um nr. 49 1981 til þess að ljúka við hina frægu B-álmu fyrir aldraða. í þessum lögum var ákveðið að Tryggingastofnun ríkisins sæi um framkvæmd sjóðsins ásamt heil- brigðisráðuneytinu. Margoft er búið að krukka í þennan sjóð og nú virð- ist hann vera alveg á vegum heil- brigðisráðherra. í 12. grein laganna segir: „Hlut- verk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að styrkja byggingar þjónustumið- stöðva, dagvistunar, húsnæðis aldr- aðra og hjúkrunarrýmis aldraöra." Mest að því fé sem kemur í þennan sjóð er greitt af fólki á höfuðborgar- svæðinu. - Árið 1995 greiddu 117 þúsund Íslendingar 474.117.000 millj- ónir króna í sjóðinn. - Árið 1996 greiða 121.534 íslendingar 484.372.000 milljónir króna í sjóðinn. Ýmsar greiðslur úr þessum sjóði hafa vægast sagt farið út úr stýr- ingu og fer ég ekki út í þá sálma á þessu stigi. Mætti nú ekki hliðra til með allt þetta fé sem kemur i þenn- an sjóð með lítils háttar lagabreyt- ingu, til þess að þá mætti opna hina góðu álmu Sjúkrahúss Reykjavíkur Núskáí Ágúst Sigurðsson skrifar: Við íslendingar höfum með ein- hverjum undarlegum hætti losnað undan viðskiptaamstri við fjarlæg- ar þjóðar í austri, gagnstætt því sem flestar aðrar þjóðir í Evrópu kapp- kosta að gera. Þannig höfum við sent fleiri en eina og fleiri en tvær stórnefndir til Kína og Taivan ásamt ráðherrum og hvaðeina, einmitt til að ná einhverjum við- skiptasamböndum við þessa fjöl- mennustu þjóð heims. Segja má að fyrir heilsulaust, heimilislaust aldr- að fólk, fólk sem er án umönnunar, og strika þar með út ófremdará- standið sem hefur verið í þessum málum? Ég fer hér með bónarveg til þing- manna kjördæma úti á landi; að þeir beiti kröftum sínum í þá át, að fé þessa sjóðs renni til þess verkefn- is að halda opnum sjúkrarúmum fyrir aldraða á höfuðborgarsvæð- inu. Fólk af landsbyggðinni myndi örugglega vera þar til umönnunar. Reynandi væri að fá þingmenn á nefndu höfuðborgarsvæði til aðstoð- ar - það er að segja séu þeir ekki uppteknir með ríkisstjóminni við að betrumbæta tillögur dr. Áma Björnssonar um þægilegar breyting- ar á tilveru ellilífeyrisþega. herjað á Kóreu lakkríspottarnir í Kína - frægir að endemum - séu einu viðskiptin sem við höfum höndlað í því fjölmenna ríki. Hvorki ráðherrunum Stein- grími Hermannssyni, Halldóri Blön- dal né Davíð Oddssyni lánaðist að binda trúss við þarlenda viðskipta- jöfra. Nú skal herjað á Kóreu. Ný sendi- nefnd í uppsiglingu með öðram ráð- herra en hinum'fyrri. Halldór Ás- grímsson ætlar að fara með strák- unum í Útflutnigsráði en þeir hafa nú undirbúið ferðina í um eitt ár. Auðvitað í framhaldi af víðtækri markaðsrannsókn í Kóreu. Þeir eru sem sé ekki ókunnugir í Kóreu, strákarnir í Útflutningsráði. Og svo verður að taka nokkra með til við- bótar. Svona til að ná „pakkadíl" með flugfélögunum. Við skulum nú fylgjast með hvað kemur út úr þess- ari ferð eftir öll fundahöldin, „lönsana" og „dinnerana" þarna eystra. Almenningsvagnar og SVR K.A. skrifar: Þótt mjög sé klifað á kostum þess að fólk noti almenningssamgöngur í stað einkabíla er óhagræði almenn- ingsvagna oft þrándur 1 götu þeirra sem vilja „hvíla“ bílinn. - Þetta á sérstaklega við um íbúa í nágranna- byggðum Reykjavíkur sem aka með Almenningsvögnum bs. Samvinna AV og SVR virðist afar bágborin, sem lýsir sér m.a. í að oit fást takmarkaðar eða engar upplýs- ingar hjá hvom fyrirtæki um áætl- anir hins. Forvitnilegt væri að vita hvort leiðakerfi vagna fyrirtækj- anna séu hönnuð samkvæmt könn- unum á ferðaþörfum fólks innan alls höfuðborgarsvæðisins. Sjálfur bý ég við miðbæ Hafnar- fjarðar og sæki vinnu í grennd við Höfðabakka í Reykjavík. Sú leið sem starfsmenn AV og SVR mæla jgsgsgi Mikiö skortir á samræmingu almenningsvagnaferöa milli Reykjavíkur og ná- grannabyggöanna. með fyrir mig kostar þrjá vagna; frá Hafnarfirði vestur á Lækjartorg, upp á Hlemm, og svo þaðan upp á Höfðabakka. - Aksturstími er u.þ.b. ein klukkustund og að auki má gera ráð fyrir samtals 20 mínútna bið ásamt göngu til og frá biðstöðvum. Þessi nærri hálfs annars tíma ferð kostar 250 kr„ ef hún er keypt ein og sér, en kaupa má mánaðar- kort fyrir 3400 kr. Til samanburðar kostar einstök ferð með leigubíl um 900 kr. og semja má við leigubíl- stjóra um daglegan akstur fyrir 500 kr. Leigubíllinn ekur þessa leið á 10-15 mínútum og þannig sparast ríflega klukkustund í vinnutíma og töpuðum launum. Þá er ótalinn munurinn á beinum akstri og flakki milli þriggja vagna í mismunandi veðri. Þess er ekki að vænta að notkun almenningsvagna milli nágranna- byggða Reykjavíkur og höfuðborg- arinnar sé mikil ef þetta dæmi á við marga þeirra 50 þúsunda sem þurfa að reiða sig á þjónustu Almennings- vagna bs. Fegursta gata borgarinnar Ásta hringdi: Ég las um fegurstu götu borg- arinnar, Heiðnaberg í Breið- holti. - Það er ekki eins og í gömlu hverfunum, t.d. í gamla Vestimbænum þar sem við sitj- um uppi með gamla kantsteina, skakka og skælda, og 50 x 50 sm gangstéttarhellur, mosavaxnar og skakkar. En það er einmitt við götur eins og Heiðnaberg að íbúamir taka svo við og keppast um að gera garðana og a.m.k. framhliðarnar snyrtilegar. Kannski er ráð að borgin geri íbúana sjálfa ábyrga fyrir götum og gangstéttum til þess að þeir fái áhuga á snyrtilegu umhverfi. Til hamingju, íbúar við Heiðna- berg. Ekki glasa- frjóvganir, takk L.Á. skrifar: Nú hefur nýtt húsnæði fyrir glasafrjóvgunardeild á Land- spítalanum verið opnað af heil- brigðisráðherra. Fremur hefði ég viljað leggja þá fjármuni, sem í þessa deild hafa farið, í aðbún- að fyrir aldraða i Sjúkrahúsi Reykjavíkur, eða raunar hvað annaö sem enn er ólokið í hinu almenna heilbrigðiskerfi. Mér finnst glasafrjóvgunardeild hér á landi vera eitt af því sem vel má bíða betri tíma. Ég segi bara: Al- þingi er ekki að spara óþarfann að veita 46,5 milljónir króna til þessara framkvæmda. Nýjar bíla- tryggingar - hvaö bjóða hinir? Halldór Pálsson hringdi: Nú er nýtt tryggingafélag fyrir bifreiöaeigendur aö verða stað- reynd. Og það með mun lægri ið- gjöldum en þeir gömlu hér á markaðinum bjóða. Raunar allir það sama þvi hér er engin sam- keppni í tryggingum hvort eð er. Ekki er ég í vafa um hvað ég geri, ég geng bæði í FÍB og tek tryggingu hjá þeim. En hvað ætla hinir að bjóða? Ætla þeir að reyna að halda í horflnu með sínum óbifanlegu iðgjöldum og breyta hvergi? Nýtt tímabil í við- skiptum virðist vera að halda innreið sína hér á landi. Engar frekari lántökur í Leifsstöð Helgi Helgason hringdi: Ég vil taka undir bréfið frá Birgi Guðmundssyni í DV sl. fimmtudag um að Leifsstöð þarfnaðist ekki stækkunar. Þarna virðist einmitt mikið rými og það þótt þröng sé á þingi. Og hvers vegna skyldum við íslendingar fara að taka meiri erlend lán til stækkunar á flugstöðinni? Fyrir Evrópulönd- in eða umsvif viö þau? Mistök varðandi byggingu og viðbótar- framkvæmdir í flugstöðinni eru orðin svo viðamikil að engu er á bætandi. Þetta skulu viðkom- andi hafa í huga. Skattpeningar þjóðarinnar verða ekki framar á lausu fyrir mistök á mistök ofan við sama verk. Leggjum orðurnar niður Hraflikell skrifar: Ég er því mjög fylgjandi að orðuveitingar hér verði aflagðar. Ég skora á nýjan forseta að leggja það til hið bráðasta. Ólaf- ur Ragnar Grímsson ætti ekki að þurfa að hafa mikið fyrir þessu, og víst er um það að ekki munu margir þora að hafa uppi mót- mæli gegn þessu ef áskorun um slíkt kemur ffá forseta þjóðar- innar. - Orðuveitingar hér eru orðnar hvimleiðar og valda sí- fellt einhverjum sárindum þegar þeim er úthlutað svo best er að þær hverfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.