Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritsijóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðáafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hafnarfjarðarbrandarinn HafnarQörður ætti að vera ríkur. Hann hefur skatta af heilu álveri umfram önnur sveitarfélög í landinu. Stór- iðja er fengur, sem sveitarfélög bítast um, þótt dæmi Hafnarfjarðar sýni, að fengur þarf ekki að vera happa- fengur, ef bæjaryfirvöld kunna lítið með fé að fara. Sterk bein þarf til að þola góða daga. Miklar tekjur Hafharflarðar hafa gert bæjarfélagið að eins konar pen- ingafíkli, sem jafhóðum eyðir umffamtekjunum, einkum í fyrirgreiðslur af ýmsu tagi. Því hefur þar á ofan tekizt að verða eitt af skuldugustu bæjarfélögum landsins. Nýi miðbærinn í Hafnarfirði er dæmi um ógætilega meðferð íjármuna. Fyrir fjórum árum átti hann að verða bæjarstolt, en er nú orðinn að martröð, sem hefur þegar gleypt tugi milljóna af bæjarbúum og fer sennilega ná- lægt 250 milljóna króna tjóni, þegar upp er staðið. Þáverandi bæjarstjóri og síðar skammlífur fyrir- greiðsluráðherra hafði frumkvæði að því að knýja fram miðbæinn. Hann sá þar fyrir sér víðtæka þjónustu, svo að bæjarbúar gætu sinnt þar allri þörf sinni fyrir þjón- ustu og jafhvel gist þar á hóteli, „sem bráðvantar“. Stórhugurinn minnti á fræga listahátíð, sem haldin var á valdatíma þessa bæjarstjóra. Hún var að mörgu leyti góð, en hafði svart gat, þar sem fjármálin áttu að vera. Til dæmis var endurprentaður bæklingur, af því að þar vantaði litmynd af bæjarstjóranum. Er kynntar voru teikningar af miðbænum fýrir fjórum árum, mótmæltu 5356 Haftifirðingar, sem töldu hin fyrir- ferðarmiklu mannvirki spilla útliti bæjarins. Lítið mark var tekið á mótmælunum, enda töldu bæjarfeður sig vera að reisa sjálfum sér ódauðlegan minnisvarða. Fyrir þremur árum var strax orðið ljóst, að dæmið var hrunið. Bærinn hafði orðið að veita 120 milljón króna ábyrgðir, kaupa hlut í húsnæðinu fyrir 60 milljónir og fella niður lóðagjöld upp á 50 miHjónir króna. Samt voru fyrirtæki og eru treg til að setjast þar að. Fyrir ári voru svo skuldir miðbæjarins orðnar 475 milljónir króna, 55 miHjónir króna umffarn eignir. Af- leiðingin varð þá sú, að bærinn keypti hluta hússins, hót- eltuminn, fyrir 260 milljónir króna og tók að sér að ljúka framkvæmdum. Það hefur bænum ekki enn tekizt. Nú er miðbærinn gjaldþrota. Bæjarstjórinn hefur sam- þykkt nauðasamninga og afskrifað 90% af kröfum bæjar- ins. Þannig er miðbæjarævintýri og -martröð Haftiar- ftarðar um það bil að komast á rökréttan og fýrirsjáan- legan leiðarenda sem stóri Hafharftarðarbrandarinn. Miðbærinn í Hafnarfírði er dæmi um bæjarmála- stefnu, sem leggur áherzlu á fyrirgreiðslu, einkum við verktaka. Bærinn hefur á sama tíma tapað tugum millj- óna af vinsemd við verktaka, sem situr sjálfur í bæjar- stjóm og tekur þar þátt í að halda uppi meirihluta. Bæjarmálastefnan náði hámarki á valdaferli áður- nefnds bæjarstjóra, sem síðar varð skammlífur fyrir- greiðsluráðherra. Sem bæjarstjóri lét hann greiða vildar- mönnum miklar fjárhæðir umfram laun og útvega öðr- um ýmiss konar fríðindi, svo sem ódýrt húsnæði. Hafnarfjarðarbrandarinn hefúr framlengzt hjá eftir- mönnunum, sem em aldir upp í sama sljóleikanum gagn- vart peningum. Þeim hefur tekizt að gera brandarann að sérstöku flokksmáli Alþýðuflokksins í Hafnarfírði og þjappa sér saman gegn meintum ofsóknum umhverfisins. Ástandið hefði líklega aldrei orðið svona alvarlegt í Hafnarfirði, ef bærinn hefði ekki unnið álver í happ- drætti og látið það gera sig að peningafíkli. Jónas Kristjánsson Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, ritaði ágætan leiðara í blað sitt þann 20. ágúst sl. þar sem hann gerði ástand í miðborginni að um- talsefni i framhaldi af nýafstað- inni menningamóttu og maraþon- keppni. 1 leiðaranum segir Jónas m.a. að það skipti miklu máli hvað gef- ur tóninn í málefnum miðborgar- innar. Hinar jákvæðu hliðar væru oft í skugga hinna neikvæðu en um sl. helgi hefði venjulegt fólk tekið völdin í miðbænum. Það kom, sá og sigraði. Það gaf rugli og eymd ekki tækifæri til að komast að. Með því að trufla sífellt hið neikvæða er það neytt til að halda sig meira til hlés. Jónas segir auk þess að þörf sé á að breyta sjálfsmynd þjóðarinn- ar. „Við þurfum aö koma inn hjá fullorðnum og unglingum, að það sé ekki flott, heldur niðurlægjandi að vera greinilega undir áhrifum áfengis eða annarra fikniefna. Við þurfum að gefa nýjan tón í stað hins ömurlega, sem hingað til hef- ur ríkt. Það tókst með ágætum um helgina. Þetta sýnir að þrýstingur samfélagsins er mikilvægur. Þjóð- in er sinnar gæfu smiður á þessu sviði sem mörgum öðrum.“ „Stór hluti allra afbrota og alls ofbeldis sem lögreglan þarf að hafa af- skipti af tengist vímuefnaneyslu með einum eða öðrum hætti.“ Jákvæð breyting Hríöversnandi ástand Ástæða er til að taka undir og vekja athygli á þessum skrifum ritstjórans. Ofbeldi er að aukast í nágrannalöndum okkar og víðast hvar annars staðar í heiminum. í Bret- landi og í Bandaríkj- unum er eitt helsta baráttumál stjóm- valda að spyma gegn afbrotum og glæp- um. Ofbeldi á meðal barna og unglinga í Bretlandi er sums staðar orðið ógnvæn- legt samfara stór- auknu og langvar- andi atvinnuleysi ungs fólks. í sumum lönd- um Evrópu er barnaklám orðinn arðvænlegur at- vinnuvegur. í Bandaríkjunum hefur jafnvel verið rætt um að setja þjóðvarðliðið út á götu borga til þess Kjallarinn Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn - það eigum við íslend- ingar hins vegar. En það er undir okkur komið hver áhrif breytinganna erlendis verða hér á landi á næstu áram. Það skiptir máli að við höf- um burði til að standa saman og getum haft áhrif á hvemig verður staðið að mótun unga fólksins - fullorðinna framtíðarinnar. Ýmis- legt bendir til þess aö hér á landi hafí þrátt fyrir allt orðið jákvæð þróun á vissum svið- um undanfarin ár en ástæða er þó til að fólk haldi vöku sinni því blikur era á lofti á „Ef og þegar tekst að breyta við- horfi fólks gagnvart vímuefna- neyslu et mjög líklegt aö aldurs- mörk þeirra unglinga sem neyta áfengis eigi eftir aö hækka og af- brotum aö fækka.“ að halda þar uppi lögum og reglu. Moröalda gengur yfir Afríku. í Mið-Evrópu fer ástand mála hríð- versnandi og sums staðar í Aust- ur-Evrópu beijast glæpaklíkumar um auð og völd, með algjöra mis- kunnarleysi gagnvart almenningi. í Svíþjóð hafa afbrot og ofbeldi, sérstaklega meðal ungs fólks, þar sem vopn koma við sögu, aukist um nokkur hundrað prósent á nokkrum misserum. Þaö er mat fróðra manna að sum lönd eigi ekki lengur neitt val sumum öðrum sviðum. Reynslan hefur sýnt að oft má lítið út af bregða til að breyta ástandi mála til hins verra. Eftirlátssemin hefur ein- kennt afstööuna Þótt hallað hafi á verri veg í sumu hér á landi síðustu árin er hallinn í þeim efnum þó enn um- talsvert minni en víðast hvar ann- ars staðar í hinum vestræna heimi og jafnvel víðar. Hvaða aðstæður er t.d. hægt að hugsa sér betri en era hér á landi til að hafa jákvæð áhrif á gang og þróun eigin mála, hverju nafni sem þau nefnast? Eftirlátssemin á sviði vímuefiia og aðhalds hefúr víða einkennt af- stöðu allt of margra fullorðinna undanfarin ár. Reynsla þeirra sem starfað hafa markvisst að for- varnastarfi sýnir þó að hægt er að hafa veruleg áhrif á jákvæða við- horfsmótun almennings til þess- ara mála með samstilltum kröft- um. Þegar hópur ólíkra aðila, sem vinna að sömu markmiðum, sest niður, kortleggur viöfangsefnið og kemur fram samhentur út á við geta áhrifin orðið veruleg. Miklu máli skiptir að fólk haldi vöku sinni, viðhaldi og efli með sér samstöðu, geri kröfur og sjái til þess að reglum verði fylgt í okk- ar annars friðsama samfélagi. Þótt mikils geti verið að vænta af stjómvöldum kemur velferð fólks í framtíðinni ekki einungis til með að byggjast á einstökum ákvörð- unum og aðgerðum þeirra og stofiiana samfélagsins heldur og ekki síður á afstöðu og ákvörðun hvers fyrir sig. Því fleiri sem taka skynsamlega afstöðu í dag því gæfúlegri mun morgundagurinn verða. Stór hluti allra afbrota og alls ofbeldis sem lögreglan þarf að hafa afskipti af tengist vímuefna- neyslu með einum eða öðrum hætti. Ef og þegar tekst að breyta viðhorfi fólks gagnvart vímuefna- neyslu er mjög líklegt að aldurs- mörk þeirra unglinga sem neyta áfengis eigi eftir að hækka og af- brotum að fækka. Þá kemur það af sjálfú sér að ýmislegt annað í fari þeirra fáu, sem nú era tiltölulega áberandi i umijöllun fjölmiðla, eigi eftir að færast til betri vegar fi:á því sem nú er. Ómar Smári Ármannsson Skoðanir annarra Hugrekki og sannfæring „Fomir spekingar töldu hugrekkið jafnan eina af höfúðdyggöunum ásamt vizku, hófsemi og réttlæti. Platon kemst skemmtilega að orði í Ríkinu, þegar hann segir hugrekkið vera eins konar varðveizluefhi sem kemur í veg fyrir að sálin spillist vegna þeirra illu- áhrifa sem að henni steðja í heiminum. Hug- rekkið er því eins konar rotvarnarefni sálarinnar. Samkvæmt þessari hugsun sýnir sú manneskja hug- rekki sem varðveitir sannfæringu sína á stund hættu, freistingar eða hópþrýstings." Vilhjálmur Árnason f Lesbók Mbl. 24. ágúst. Varnargarðar - framtíð byggðar? „Fyrir dyram standa framkvæmdir við mikinn varnargarö ofan við byggðina á Flateyri og standa vonir manna til að hann dugi til að verja byggðina snjóflóðum i framtíðinni. Flateyringar bíða með eft- irvæntingu eftir því að sjá garðinn rísa . . . Það er öryggisleysi að sjá þetta ekki fara af stað. Það er það sem maður hefur fundið í fólki, öryggisleysi gagn- vart því að þetta komi ekki, því þá þurfi það að ótt- ast eitthvað. Ég get náttúrlega ekkert alhæft, en ég held að flestir séu þeirrar skoðunar að þetta sé það sem skipti sköpum fyrir framtíð byggðar hér.“ Magnea Guðmundsdóttir í Tímanum 24. ágúst. Hættuleg lágmarksfjölgun „Á árinu 1991 fjölgaði þjóðinni um rúmlega eitt og hálft prósent, en á árinu 1995 varð fjölgunin aðeins 0,38%, sem er einhver minnsta fjölgun íslendinga til fjölda ára. Vera kann að þama sé um að kenna fjöl- skyldustefnu stjómvalda, - og kannski hefur brott- flutningur af landi brott þama einhver áhrif - en slík lágmarksfjölgun hlýtuí að vera hættuleg og ættu sfjómvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja bamafjölskylduna.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 25. ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.