Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1996, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 33 G cö N U cö E- Cfl Cfl cö u —I -H Cn 3 Cfl Cfl •r-H o T3 G o Cfl 'ð -cð Cn o cö Cfl <1-1 .-q •i—i & Cn • H m Frásögn Koraks: „Pasha Ronchi var um aö lestin væri hlaöin vopnum... ••• °9 aö halda til uppreisnar!" Fréttir Vænir laxar hafa komiö á land undanfarna daga úr Gljúfurá í Víðidal en veiöst hafa 33 laxar í ánni í sumar og er það mun betri veiöi en í fyrra. DV-mynd LK Píparinn í snörpum Aðaldal Tuttugu punda lax veiddist á dögunum í Laxá í Aðaldal. Það var hinn ötuli veiðimaður, Hinrik Þórðarson, pípulagningameistari á Akureyri, sem veiddi laxinn á svarta túbu á Núpafossbreiðu. Laxinn lét sig húrra niður foss- inn og undir brú þar skammt frá. Löndun lauk eftir tuttugu mínútur eftir mikinn eltingaleik og fum- laus handtök píparans. Var laxinn mjög leginn og vó 20 pund. Annars hefur veiði verið mjög róleg í Laxá í Aðaldal og menn verið að reita upp einn og einn smálax neðan Æðafossa. Heim- ildamaður DV sagði í gær að margir laxanna væru ekki nema eitt og hálft pund. Lá sofandi á bakkanum er laxinn tók Syfjaður veiðimaður lenti í æv- intýri á bökkum Laxár í Aðaldal á dögunum, nánar tiltekið við Stað- artorfu. Lítið var af laxi á svæðinu en eitthvað um urriöa. Veiðimaaður- inn kastaði út og lét svo færið liggja. Hann sofnaði síðan frá öllu saman en greip í færið annað slag- ið. Taldi hann þá gjarnan um sil- ung að ræða er hann fann fyrir narti á hinum enda línunnar. Síð- an kom að því að umræddur veiði- maður, sem reyndar er félagi áður nefnds Hinriks pípara, tók til við að hífa inn færið. Lá línan þá í stórum sveig niður ána. í sama mund og hinn syfjaði veiðimaður hífði inn stökk lax þvert út af hon- um. Veitti hann laxinum ekki sér- staka athygli fyrr en styttast fór í enda línunnar. Á endanum var 12 punda lax sem magagleypti maðkinn og haíði hann barist fyr- ir lífi sínu á meðan veiðimaðurinn ráfaði um draumalöndin. Vænir laxar í Gljúfurá „Þetta var barátta sem stóð yfir í 20 mínútur og endaði meö því að ég landaði 12 punda laxi í veiði- stað númer 22. Fiskurinn tók maðkinn,, sagði Julíus Sigur- hjartsson, en hann var að koma úr Gljúfurá íViðidal í gærdag. En vænir laxar haga veiðst í ánni og veiðimaður sem renndi fyrir skömmu veiddi 18,19 og 20 punda fiska. „Það voru vænir laxar ofar í ánni en þeir fengust ekki til að taka hjá mér. Þeir voru tveir í kringum 20 pundinn. Ég fór í morgun en þá voru þeir farnir eitthvað ofar í ána. Það hafa veiðst 33 laxar og stærsti fiskurinn enn- þá er 20 pund. Ég sá 6-7 laxa í Brúðarhylnum um hádegi en þeir fiskar tóku ekki„ sagði Júlíus enn- fremur. Lítið af gæsinni „Það þarf að kólna meira til að fá fuglinn niður. Hann er i góðu yfirlæti uppá fjöllum í beijum og öðru góðgæti„sagði gæsaskytta á Blönduósi sem er búinn að hafa 10 gæsir. En þeir sem DV ræddi við í gær voru á sama máli og þessi gæsa- skytta. Fluginn væri uppá fjöllum og léti ekki sjá sig fyrr en kólnaði verulega. Veiðimenn sem voru við lax- veiðar ofarlega í Gljúfurá i Víði- dal í fyrrdag sáum mikið af gæs- um. Þar var hann í berjum og hafði það gott. En þær voru fljótar þegar þær urðu varir við manna- ferðir. Guðráður Jóhannsson frá Beinakeldu sagði frá merkilegu í gærdag. Veiðimaðurinn sem hann frétti af fékk fjórar heiðargæsir og allar voru þær mjög smáar. Þær voru eins og endur að stærð. • , *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.