Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
Fréttir______________________________________dv
Samherjamenn færa út kvíarnar:
Kaupa um helming í
bresku útgerðarfyririæki
- fyrirtækiö hefur umtalsveröar veiðiheimildir
DV, Akureyri:
Samherjamenn á Akureyri gengu
í gærkvöld frá kaupum á 49% hlut í
einu af stærstu útgerðarfyrirtækj-
um Bretlands, Onwater Fishing
Company. Fyrirtækiö, sem var
stofnað árið 1901, gerir út fjóra
ferskfisktogara og er skráð í Hull en
rekið frá Aberdeen.
„Við teljum að með þessum kaup-
um séum við í fyrsta lagi að fara
Vélbáturinn Jonna:
Þrír skip-
verjar
taldir af
- leit haldiö
áfram
Skipverjamir þrir á vélbátn-
um Jonnu SF 12 frá Höfn, sem
fórst undan Meðallandsfjömm
sl. sunnudagskvöld, eru nú
taldir af.
Umfangsmikil leit að mönn-
unum hefur engan árangur bor-
ið. Að sögn Sigurðar Gunnars-
sonar, lögreglustjóra í Vestur-
Skaftafellssýslu, verður . leit
haldið áfram næstu daga og
fjörur gengnar með reglulegu
millibili.
Skipverjar á Jonnu vom Jón
Gunnar Helgason skipstjóri, 41
árs, Vignir Högnason vélstjóri,
32 ára, og Guðjón Kjartan Vigg-
ósson háseti, 18 ára. -RR
Friður hefur verið saminn milli
nemenda Réttarholts- og Snælands-
skóla en hópar sem vilja láta kenna
sig við skólana hafa átt í átökum að
undanfórnu.
Engu að síður var skólaballi, sem
átti að vera í Réttarholtsskóla í
kvöld, frestað af ótta við átök þar.
Gunnar Ásgeirsson, yfirkennari
Réttarholtsskóla, sagði við DV í gær
að sú ákvörðun hefði verið tekin þar
sem hætta hefði veriö talin á að ut-
anaðkomandi ólátagengi, sem ekki
tengdust skólunum, myndu koma til
að valda ófriði og usla.
í gær gengu undirskriftalistar í
báðum skólunum þar sem nemend-
inn í mjög gott fyrirtæki. Við kom-
um þarna inn með þekkingu okkar
og reynslu, en í framtíðinni er fyrir-
hugað að fyrirtækið verði með skip
á ferskfiskveiðum auk þess sem í
öðrum skipum félagsins verður afl-
inn unninn og frystur um borð,“
sagði Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja, þegar
DV ræddi við hann í gærkvöld.
í öðru lagi mun rekstur Onwater
Fishing Company tengjast fisksölu-
ur voru hvattir til að taka ekki þátt
í slagsmálum eða á neinn hátt að
hvetja til þeirra. Skrifuðu allir nem-
endur skólanna nema fjórir undir en
alls er á fimmta hundrað nemenda í
skólunum tveimur.
Hefur undið upp á sig
„Það er búið að draga nöfn skól-
anna allt of mikið inn í þetta því að
okkar mati tengjast þeir þessum
átökum ekki neitt. Þetta hefur undið
ótrúlega upp á sig. Fyrst voru ein-
hverjir nemendur úr Snælandsskóla
sem komust ekki inn á skólabali hjá
okkur af því þeir höfðu engan
ábyrgðarmann með sér. Þeir köst-
fyrirtækinu Seegold í Englandi sem
Samherji á helming í á móti dóttur-
fyrirtæki sínu í Þýskalandi, Deuts-
che Fischfang Union og Gústaf Bald-
vinssyni, framkvæmdastjóra See-
gold. „Seegold mun í framtíðinni
annast sölu- og markaðsmál fyrir
Onwater fyrirtækið sem styrkir
stöðu Seegold og vonandi fyrirtækin
bæði,“ segir Þorsteinn Már.
Onwater Fishing Company hefur
víða umtalsverðar veiðiheimildir af
uðu eggjum í skólabygginguna i ein-
hverju gríni og það tók enginn beint
alvarlega. Síðan hótuðu einhverjir
úr Réttarholtsskóla að berja nem-
endur í Snælandsskóla. Þetta var
svona meira tal út í loftið en úr
þessu hafa öll þessi læti og umtal
orðið," segja þær Sigrún Svava
Valdimarsdóttir og Ingibjörg H. Jón-
asdóttir í nemendaráði Réttarholts-
skóla við DV um málið.
„Síðan blönduðust inn í þetta alls
konar utanaðkomandi krakkar,
flestir eldri en þeir sem eru í skólun-
um. Ef á að kalla þetta slagsmál á
milli einhverra hópa þá væri frekar
að kenna þá við Reykjavík og Kópa-
vog en ekki þessa tvo skóla," segja
þær stöllur.
Liö sem sækist í slagsmál
„Við neitum því ekki að það hafa
verið slagsmál en það tengist skól-
unum ekki neitt. Þessi slagsmál og
átök eru háð af hópum og einstakl-
ingum sem fæstir eru í skólunum.
Það hefur frést víða af þessu og við
teljum að alls konar lið sem sækist í
slagsmál mæti þarna til að fá útrás.
Við vitum af liði sem hefur komið
úr Breiðholti og alla leið frá Kefla-
vík til að slást. Á undirskriftalistun-
um sést að nær allir nemendur skól-
anna vilja ekki taka þátt í þessu og
hafa samið frið sín á milli," segja
kvóta Evrópusambandsins. Þær eru
í Barentshafi við Svalbarða, í Norð-
ursjó, og við írland, Færeyjar, ís-
land, Grænland og Kanada. Fyrir-
tækið hefur verið í eigu einstak-
linga þar sem Terry Mayer, kunnur
skipstjómar- og útgerðarmaður,
hefur verið aðalmaður. Hann mun
verða aðalframkvæmdastjóri fyrir-
tækisins auk þess sem hann verður
skipstjóri á einu af skipum fyrir-
tækisins, að einhverju leyti a.m.k.
Sara Sigurðardóttir og Jóhanna Ein-
arsdóttir í nemendaráði Snælands-
skóla við DV um málið.
Skólaballi frestað
„Yfirmenn beggja skóla hafa fund-
að um þessi mál enda teljum við þau
alvarleg og sérstaklega að nöfn skól-
anna tveggja skuli tengjast þessu
svona mikið. Við vorum komnir í
gang með umræðu um eiturlyf og of-
beldi og þetta hefur blandast inn í
hana. Við höfum átt góð samskipti
við nemendur og siðast í gær fund-
uðum við með þeim um þessi mál.
Þar kom fram að ef einhver nem-
andi vildi standa í ólátum sem þess-
um þá yrði hann að vera maður til
að gera það í eigin nafni en ekki
sverta nafn skólans með því. Nem-
endur skólans tóku mjög vel í það og
undirskriftalistamir sýna það. Það
hefur verið undirritaður friðarsátt-
máli milli nemenda skólanna og ég
trúi því ekki að nokkur vilji brjóta
hann. Ef svo gerist verður tekið sér-
staklega á því. Það er rétt að skóla-
balli hefur verið frestað hér við skól-
ann því bæði við og nemendur vor-
um smeyk um að einhver ólátagengi
kæmu hér með ófriði og reyndu að
eyðileggja skemmtunina," segir
Gunnar Ásgeirsson, yfirkennari í
Réttarholtsskóla, við DV.
Kaupverð á hluta Samherja í On-
water Fishing Company er ekki lát-
ið uppi en ljóst er að Samheijamenn
hafa með kaupunum styrkt stöðu
sína verulega erlendis. Hluta af
kvóta fyrirtækisins á vegum Evr-
ópusambandsins má flytja á milli
fyrirtækja innan landa EB þannig
að ekki er óhugsandi að Deutsche
Fischfang Union geti veitt hluta af
þeim kvóta þótt Þorsteinn Már stað-
festi það ekki í gærkvöld. -gk
Stuttar fréttir
Stálhræðsla
Bandarískt fyrirtæki hefur
áhuga á að reka stálbræðsluna í
Hafiiarfirði sem staðið hefur
verklaus um langt skeið. Iðnaðar-
ráðuneytið gefur ekki upp hvert
fyrirtækið er. RÚV segir frá.
Læknarnir
komnir
Langflestir læknamir sem fóra
utan til starfa í uppsögnum
heilsugæslulækna fyrr í haust
hafa tekið við sínum gömlu stöð-
um aftur hér heima. S stöður era
enn ómannaðar frá næstu ára-
mótum. RÚV segir frá.
Horft á
alþingismenn
Um 24,1% þjóöarinnar horfði á
stefnuræðu forsætisráöherra í
sjónvarpi en aðeins 2,1% á alla
umræðuna sem á eftir fór, sam-
kvæmt könnun sem gerð var fyr-
ir Alþingi.
Tónlistar-
verðlaun
Björk Guðmundsdóttir hefúr
verið tilnefnd til aö hljóta Tónlist-
arverðlaun Norðurlanda. Sex aðr-
ir rokk- og djasstónlistarmenn
hafa verið tilnefndir til verðlaun-
anna annars staðar af Norður-
löndum. Verðlaunahafinn verður
valinn 22. október.
Vilja
kjaraviðræður
Póstmenn krefjast þess að
kjarasamningaviðræður hefjist
strax og hóta aðgerðum náist ekki
samkomulag áður en Póstur og
sími hf. tekur til starfa.
Stríðsglæpa-
dómstóll
Amnesty International er að
hrinda af stað alþjóðlegri herferð
til að þrýsta á aðildarríki SÞ með
að koma á fót stríðsglæpadómstóli.
Óvænt
tónskáld
Sinfóníuhljómsveit íslands ætl-
ar aö taka upp tónverkið Stór-
höfðasvítuna eftir Árna Johnsen
alþingismann. Árni Johnsen hef-
ur sungiö inn á plötur lög eftir
aðra en nýtt er að hann skrifi tón-
list fyrir sinfóníuhljómsveit. Al-
þýðublaðið segir frá.
Samræmdar
mjólkurfernur
Mjólkurbúin í landinu hafa
samræmt útlit mjólkurambúða
sem á að verða hiö sama um allt
land. Dagur-Tíminn segir frá.
Þú getur svarað þessari
spurningu með því að
hringja I síma 904 1600.
39,90 kr. mínútan
Já M Nei 8
904 1600
Á Jón Baldvin að hætta sem
formaður Alþýðuflokksins?
Friður saminn milli nemenda Réttarholts- og Snælandsskóla:
Skólaballi frestað
- nær allir nemendur skólanna undirrituðu undirskriftalista um frið
Nemendaráö Réttarholts- og Snælandsskóla hittust í gær og ræddu málin við blaöamann DV. Á myndinni eru, frá
vinstri, Ingibjörg H. Jónasdóttir, sem á sæti í nemendaráði Réttarholtsskóla, Sara Sigurðardóttir, formaöur nemenda-
ráös Snælandsskóla, Jóhanna Einarsdóttir, í nemendaráöi Snælandsskóla, og Sigrún Svava Valdimarsdóttir, for-
maður nemendafélags Réttarholtsskóla. DV-mynd GVA
-RR