Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
Fréttir
Fyrsti þingmaður Vestfirðinga í yfirheyrslu DV:
Ekki barðir til hlýðni
- segir Einar K. Guðfinnsson
Hver er vandi Vestflrðinga?
„Vestfirðingar eiga auðvitað við
vanda að stríða. Ég held hins vegar
að ýmislegt sem hefur verið sagt um
hann sé ofmælt og ég hef fulla trú á
þvi að þeir vinni sig út úr honum.
Til að átta sig á orsökum hans þarf
að líta um öxl. Upp úr miðjum síð-
asta áratug var þorskveiði í há-
marki en efnahagsmálum hins veg-
ar stjórnað með þeim hætti að Vest-
firðingar nutu þess ekki. Gengis-
skráningin var kolvitlaus og sjávar-
útvegurinn, bolfiskvinnslan og
frystingin rekin með stórfelldu tapi
þannig að í stað þess að Vestfirðing-
ar og aðrir sem voru í útgerð væru
að safna til mögru áranna fóru fyr-
irtækin á hnjánum inn í þann
þorskaflasamdrátt sem síðar kom.
Þetta er rót vandans. Ég held að
engum manni dytti í hug nú að
stjóma efnahagsmálum þjóðarinnar
þannig að loðnuvinnslan væri rekin
með tapi.“______________________
Af hverju varð vandinn Vest-
firðingum þyngri í skauti en öðr-
um? ____________________________
„Enginn annar landshluti er eins
háður þorskveiðum og Vestfirðir.
Þess vegna hefðum við auðvitað, ef
allt hefði verið eðlilegt, átt að hafa
haft góða afkomu á síðasta áratug
en sjávarútvegurinn á Vestíjörðum
var, eins og annars staðar, rekinn
með tapi.“______________________
Hafið þið, þingmenn Vestfirð-
inga, ekki hingað til kennt kvóta-
kerflnu um vandann?_____________
„Jú, enda held ég að það sé hár-
rétt. Kvótakerfið var sett á á sínum
tíma sem neyðarráðstöfun til eins
árs og menn trúðu ekki að þær
innri mótsagnir sem okkur finnast
vera í því gætu leitt til annars en að
það spryngi innan frá. Vestfirðingar
reyndu að aðlaga sig kvótakerfinu
en þegar það var sett á var ákveðið
frumkvæði og forskot tekið frá okk-
ur. Ekki má þó gleyma því að ýmis
fyrirtæki á Vestfjörðum hafa allt frá
upphafi kvótakerfisins fjárfest um-
talsvert í aflaheimildum.
Skaðvaldurinn
Vestflrðir, sem liggja mjög vel við
þorskveiðunum, töpuðu auðvitað á
kvótakerfinu, en auk þess var ýmis-
legt í framkvæmd þess okkur mjög
óhagstætt. Þannig var t.d. með
handafli tekin ákvörðun um að taka
hluta af þeim þorskveiðikvóta sem
vestfirsk skip áttu fullkomlega rétt
á miðað við veiðireynslu þeirra og
færa til annarra landshluta. Slíkt
myndi tæpast gerast í dag.
Við teljum líka að mjög margt sé
athugavert við kvótasetninguna á
rækjunni og þar hafi á vissan hátt
verið gengið milli bols og höfuðs á
mörgum rækjufyrirtækjum á Vest-
fjöröum sem höfðu fjárfest í rækju-
úthaldi og staðið í útgerð en fengu
síðan engan rækjukvóta.
Sama var með grálúðuna sem var
vestfirsk sérveiði. Grálúðuveiði-
reynslu Vestfirðinga var dreift um
allt land sem varð til þess að það
frumkvæði sem við höfðum sýnt
var í engu metið og tekjuöflun þessa
veikburða landshluta var stórlega
skert.“_________________________
Hvaða annað fyrirkomulag sérðu
skárra en kvótakerflð?__________
„Ég er þeirrar skoðunar að eðli-
legra sé að reyna að þróa á einhverj-
um hverjum árum svokallaða flota-
og sóknarstýringu. Ég hef trú á að
það kerfi sé hagfelldara þeim byggð-
um sem búa nær miðunum og eðli-
legra sé þess vegna að það sé notað,
enda sé það hagkvæmara fyrir þjóð-
arbúið í heild.“________________
Þessi skoöun átti erfitt uppdrátt-
ar á landsfundi þíns flokks á dög-
unum og tillaga ykkar Vestfirð-
inga um hana felld._____________
„Við urðum undir á landsfundi
og það viðurkennum við og tökum
því. Við teljum hins vegar að sjón-
armið okkar hafi vakið athygli og
því hafl til nokkurs verið barist.“
Voruð þið ekki fremur barðir
niður af flokksforystunni?________
„Það var auðvitað þannig að for-
maður flokksins og sjávarútvegsráð-
herra sameinuðust í því að mæla
gegn okkar tillögu. Þeir eru mjög
öflugir stjómmálamenn og ég held
að úrslitin undirstriki það fyrst og
fremst.“__________________________
Þið vilduð endurskoða fiskveiði-
stjórnunarkerfið vegna ýmissa
annmarka á því. Af hverju eru
forystumennirnir hræddir við
endurskoðun?______________________
„Það er eðlilegra að spyrja þá að
því en mér fannst ekkert að óttast i
þessari tillögu nema síður væri. Ég
held að það hefði verið mjög gott
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sam-
þykkja hana, ella hefði ég ekki lagt
hana fram, en ég geri ráð fyrir að sú
áhersla sem kemur fram í síðustu
setningu hennar á sóknar- og flota-
stýringu hafi farið fyrir brjóstið á
mönnum.
Við vorum ekkert barðir til
hlýðni og greiddum auðvitað at-
kvæöi með okkar eigin tillögu og
gegn tillögu sjávarútvegsráðherra
og formanns Sjálfstæðisflokksins og
erum ekki hræddir við eitt né neitt,
enda ganga mál ekki þannig fyrir
sig í Sjálfstæðisflokknum. Það er
einfaldlega tekist á um þessa hluti í
málefnalegri umræðu og það hefur
verið rækilega gert í flokknum.
Ég flutti þessa tillögu á sínum
tíma í málefnanefnd flokksins um
sjávarútvegsmál. Hún var síðan
flutt á landsfundinum af Einari
Oddi Kristjánssyni og Ólafi Hanni-
balssyni, þannig að hún hefur verið
rædd mjög rækilega og málefnalega.
En auðvitað hefur öll umræða ein-
hveija niðurstöðu.“ ______________
Tveimur stoðum undir land-
vinnslu og þar með atvinnulífi
Vestfjarða hefur verið kippt
burtu. Önnur er afnám línu-
tvöföldunar og hin er kvótasetn-
ing á steinbít. Þetta gerist án
andmæla ykkar, þingmanna
Vestfiarða. Hvers vegna?___________
„Við töldum á sínum tíma, þegar
við stóðum frammi fyrir linu-
tvöfólduninni, að það væri skárri
Yfirheyrsla
Stefán Ásgrímsson
kostur að taka hana inn í aflamark-
ið með þeim hætti sem gert var
heldur en að láta smám saman naga
hana af sér, eins og var að gerast. Á
síðasta fiskveiðiári dugði línu-
tvöfóldunarpotturinn bara fram í
miðjan febrúar en sóknin var vax-
andi og það lá fyrir að hlutdeild
Vestfirðinga í honum var smám
saman og óumflýjanlega að minnka.
Þarna vantaði flotastýringu en að-
eins var um að ræða sóknarstýr-
ingu. Ekkert samkomulag náðist
um að taka upp flotastýringu og tak-
marka sóknina sem hefði auðvitað
verið óskadraumur okkar, vest-
firskra sjálfstæðismanna.
Skást úr því sem komið var
Þegar við stóðum frammi fyrir
því að á nýhöfnu fiskveiðiári myndi
línutvöfoldunin líklega duga tvo til
þrjá mánuði og línutvöfóldunar-
hvatinn væri smám saman að
hverfa út úr kerfinu töldum við
miklu betra úr því sem komið var
að skipta þessu upp núna meðan
staða Vestfirðinga væri þó sæmileg.
Við féllumst á að gera það með þeim
hætti að línubátamir fengju strax í
upphafi 60% af pottinum og síðan
40% af því sem þá varð eftir til
skiptanna.
Þetta þýddi það að þorskveiði-
hlutdeild Vestfirðinga jókst við
þetta og þeir fá stærri hlut í þeirri
þorskveiðiaukningu sem menn telja
fyrirsjáanlega á næstu árum en þeir
hefðu fengið að óbreyttu. Svipaða
sögu er að segja um steinbítinn
þannig að ég held að allir geti verið
sammála um að þetta hafi að öllu
samanlögðu verið betri leið en að
viðhalda óbreyttu ástandi.“_______
Varst þú ekki einhvern tíma
hlynntur kvótakerfinu?____________
„Nei, það hef ég aldrei verið. Við
sem höfum þurft að taka ákvarðan-
ir varðandi fiskveiðistjórnunina,
bæði á vettvangi hagsmunasamtaka
og á Alþingi, höfum oft staðið
frammi fyrir því að- þurfa að meta
hvort við eigum að taka þátt í því að
hafa áhrif á mótun fiskveiðistjórn-
unarkerfisins eða berjast til síðasta
blóðdropa án þess að hafa áhrif á
hina praktisku stefnumótun.
Við Vestfirðingar, og ég meðal
annars, höfum sætt tvenns konar
gagnrýni: fyrir að vera of einstreng-
ingslega á móti kvótakerfinu en líka
fyrir það að hafa stundum tekið þátt
í því að móta útfærslu þess með
þeim hætti sem ég tel skynsamleg-
an. Ég hef ekkert á móti því að fá
gagnrýni sína úr hvorri áttinni en
finnst stundum sérkennilegt þegar
hvortveggja gagnrýnin kemur frá
einum og sama manninum.11_________
En er það ekki tvískinnungur að
berjast á móti kvótakerfinu og
taka þátt í að afhema línutvöfold-
un og kvótasetja steinbít?______
„Það er einmitt þetta sem ég er að
tala um, að við stöndum oft frammi
fyrir mjög erfiðu vali, annars vegar
að hafa engin áhrif á mótunina eða
hins vegar að slá af ýtrustu kröfum
og taka þá þátt í að móta útfærslu
kvótakerfisins þannig að það verði
skynsamlegra og skaplegra.“_____
Telurðu að kvótakerfið verði
lunglíft?_______________________
„Það verður aldrei til neitt þús-
undáraríki í fiskveiðistjómun en ég
held hins vegar að óraunhæft sé að
ætla annað en að kerfið muni verða
við lýði um óákveðinn tíma. Sjálf-
um finnast mér þó miklar og óá-
sættanlegar mótsagnir innan þess,
ekki síst í ljósi þeirra óeðlilegu
hækkana sem orðið hafa á verð-
mæti aflaheimilda sem ég kalla
froðuhækkanir. Þær endurspegla
fyrst og fremst það falska verð-
mætamat sem kvótakerfið skapar."
Gerist það vegna þess hve lítill
hluti alls afla fer í sölu á mark-
aði?____________________________
„Verðmyndun á kvóta er mjög
sérkennileg og stór hluti kvótavið-
skipta á sér stað sem jöfn skipti á
fisktegundum þannig að verðlagið á
kvótanum myndast með mjög sér-
kennilegum hætti. Það er í raun
ákaflega fábrotinn og ómerkilegur
markaður sem ræður verðinu og
maður sér ekki að það endurspegli
afkomuna í greininni né verðþróun
á afurðum. Það gerðist t.d. í lok síð-
asta fiskveiðiárs að kvótaverð stór-
hækkaði þrátt fyrir að afkoma í
þorskveiðum og -vinnslu væri eins
og hún er.“_____________________
Framkvæmdastjóri Odda á Pat-
reksfirði segir að þingmenn Vest-
fjarða hafi hreinlega bannað
mönnum á sínum tíma að fjár-
festa í kvóta vegna þess að kerfið
yrði skammlíft. Gerðuð þið það?
„Ég hef aldrei heyrt um neinn
vestfirskan þingmann sem hefur
bannað útgerðum að kaupa kvóta og
hef ég þó bæði starfað við útgerð og
sem þingmaður.“_________________
Hvað sérðu til bjargar Vestfjörð-
um?_____________________________
„I fyrsta lagi mega menn ekki
draga upp of dökka mynd af Vest-
fjörðum. Það er margt sem lofar
góðu, t.d. sú uppstokkun sem nú er
að gerast á norðanverðum Vest-
fjörðum í atvinnulífinu. Hún er vís-
bending um að menn vilji sparka
sér út úr erfiðleikunum. Það er stór-
kostleg uppbygging í Bolungarvík
og á Flateyri, svo dæmi séu tekin af
handahófi.
Vaxandi afli
Þorskveiðin, aðalburðarás at-
vinnulífsins á Vestfjörðum, hefur
verið í mikilli lægð en á síðasta ári
jókst loks magn landaðs afla í fjórð-
ungnum í fyrsta skipti um árabil og
sú aukning kom frá aflamarksbát-
um sem bendir til að menn séu að
ná vopnum sínum. Ég verð líka var
við það að mörg lítil fyrirtæki og
iðnaður eru í vexti og mannlíf og
menning hafa ætíð verið mjög öflug
á Vestfjörðum. Þróunin er á alla
vegu en á ýmsum stöðum er við-
námsþrótturinn verulegur þrátt fyr-
ir allt.
Með þeim breytingum sem urðu á
fiskistjómunarkerfinu varðandi
smábáta þá em Vestfirðingar líka
að fá nýja viðspymu þar. Aðstaða
til smábátaútgerðar er mjög góð á
Vestfjörðum og ég tek eftir því að
margir útvegsmenn eru nú að fjár-
festa í slíkum skipum. Verð á
þorskaflahámarki er að minnsta
kosti fjórfalt lægra en á kvóta og
þarna felast miklir möguleikar sem
ég tel að muni skila sér í auknum
afla og aukinni fiskvinnslu á Vest-
fjörðum á næstu mánuðum og miss-
erum.“ -SÁ