Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
Fréttir
Mikill munur á refsingum i tveimur alvarlegum ofbeldismálum á Vesturlandi:
ítrekun brota og fjjöldi
þolenda skiptir minnstu
- Akranesstúlka sett inn strax en Borgfirðingur gekk laus og braut áfram af sér
Hvemig má það vera að tvítugur
maður með „einbeittan brotavilja",
sem veldur 12 manns líkamsmeið-
ingum í mörgum aðskildum saka-
málum, hlýtur 12 mánaða fangelsi,
þar af 9 skilorðsbundna, á meðan 18
ára stúlka fær 24 mánaða óskilorðs-
bundið fangelsi fyrir eina líkams-
árás?
Svarið kann að vera heldur flókn-
ara en framangreind orð bera með
sér en ef marka má nýgengna dóma
í tveimur ofbeldismálum, annars
vegar á Akranesi og hins vegar í
Borgamesi, er ljóst að verulegs ós-
amræmis kann að gæta þegar refs-
ingar eru ákvarðaðar.
Að minnsta kosti virðist fjöldi
brota, fjöldi þolenda og ítrekunar-
áhrif hafa ákaflega litið að segja
gagnvart ofbeldismönnum á íslandi
- menn fá frekar hinn altalaða „af-
slátt“ í dómskerfmu í stað refsi-
þyngingar þegar menn gerast sekir
um ítrekaðar og jafnvel „stórfelldar
líkamsárásir" eins og raun bar vitni
í Borgarfjarðarmálinu.
Afleiðingar skipta mestu
Hvað varðar Akranesárásina var
18 ára stúlka, Linda Dögg Ragnars-
dóttir, sakfelld fyrir „stórfellda lík-
amsárás" sem hafði varanlegar af-
leiðingar í för með sér fyrir fómar-
lambið. Stúlkan sem varð fyrir hné-
sparki Lindu Daggar hlaut áverka
sem hefðu orsakað dauða ef hún
hefði ekki gengist strax undir að-
gerð. Árásin var tilefnislaus og
hrottafengin samkvæmt dóminum.
Fjölskipaður Héraðsdómur Vest-
urlands taldi 24 mánaða óskilorðs-
bundna refsingu hæfilega. Hvort
málinu verður áfrýjað er óljóst.
Refsingin er hins vegar ekki ólík
dómum í hliðstæðum líkamsárásar-
málum þar sem afleiðingarnar
verða eins alvarlegar og raun bar
vitni.
12 mánaba fangelsl,
þar af 9 skllorösbundnlr
Fimm líkamsmeiöingamál -
gekk alltaf laus
En hvemig er Borgaríjarðarmál-
ið? Þar var ekki um færri en fimm
líkamsmeiðingamál að ræða -
Björgvin Sigursteinsson, tvítugur
Borgfirðingur, var dæmdur fyrir að
hafa valdið 12 manns líkamsmeið-
24ra mánaöa
óskllorös-bundlö fangelsl.
PV
ingum! Hann var dæmdur fyrir
tvær stórfelldar líkamsárásir, það
er að nefbrjóta tvo menn við tvö
ólík tækifæri, eitt mannrán með
misþyrmingum í félagi við tvo aðra
menn, gáleysisakstur og almanna-
hættu með því að valda meiðslum 7
ungmenna í bílslysi og enn aðra lík-
amsárás með því að valda tveimur
mönnum áverkum með riffilskefti.
Auk þess var hann dæmdur fyrir
ölvunarakstur.
Brotin voru öll framin á ólíkum
stöðum og á mismunandi tímum.
Aldrei var sakborningurinn settur
inn og stöðvaður af heldur fékk
hann nánast ótrauður að halda brot-
um sínum áfram. Hann var ekki
einu sinni sviptur ökuréttindum eft-
ir að hafa orðið valdur að meiðslum
ungmennanna sjö i bílslysinu.
Árásarstúlkan í Akranesmálinu
var hins vegar umsvifalaust úr-
skurðuð í gæsluvarðhald og sat hún
inni í 56 daga - þar skiptu væntan-
lega afleiðingarnar fyrir fómar-
lambið mestu máli. Eða hvað?
Sækjandinn er sáttur viö
Borgarfjaröardóminn
Ólíklegt er að Borgarfj arðarmál-
inu verði áfrýjað. Ef sakbomingur-
inn áfrýjar ekki sjálfur verður hlut-
skipti hans því sennilega 3 mánaða
afplánun í fangelsi fyrir framan-
greind brot (12/9).
Stefán Skarphéðinsson, sýslum-
aður og sækjandi í málinu, sagði í
samtali við DV í gær að gagnvart
hans embætti teldi hann ekki
ástæðu til áfrýjunar með hliðsjón af
dómum í hliðstæðum málum. Borg-
aifjarðardómurinn er með öðrum
orðum jafnvel heldur strangari en
reiknað hafði verið með.
Hvernig má það vera? Jú, þetta
eru þær línur sem Hæstiréttur hef-
ur gefið á undanfórnum árum með
dómum sínum i hliðstæðum ofbeld-
ismálum. Refsingarnar eru ekki
meiri en framangreind dæmi bera
með sér - jafnvel þótt líkamsárás-
irnar teljist stórfelldar og menn
brjóti síendurtekið af sér. -Ótt
Verslunarmenn:
Gerð viðræðu-
áætlunar lokið
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur og Félag íslenskra stórkaup-
manna hafa lokiö við gerð við-
ræðuáætlunar vegna komandi
kjarasamninga. Aðilar eiga að til-
kynna skriflega fyrir 1. nóvember
hverjir hafi samningsumboð fyrir
þeirra hönd. Enn fremur eiga þeir
að koma sér saman um efnisatriði
viðræðna við gerð kjarasamninga
fyrir 15. nóvember.
Þá er i samkomulaginu gert ráð
fyrir því að hafi kjarasamningar
ekki tekist fyrir 13. desember verði
málinu sjálfkrafa vísað til ríkis-
sáttasemjara.
Þetta mun vera fyrsta fullbúna
viðræðuáætlunin vegna komandi
kjarasamninga samkvæmt nýju
lögunum um stéttarfélög og vinnu-
deilur.
-S.dór
LÍKAMSÁRÁSARMÁL
í BORGARFIRÐI:
Sakborningur
tvítugur karim.
1. brot: Skallar og kýlir
17 ára pilt í andlit svo
hann nefbrotnar.
2. brot: Nefbrýtur karl-
mann með hnefahöggi.
3. brot: Veldur sjö ung-
mennum líkamsmeiöing-
um meö gáleysisakstri
- tveir bílar í árekstri.
Fjögur flutt á
sjúkrahús í þyrlu.
4. brot: Tekur mann
nauðugan inn í bíl í félagi
við tvo aðra. Þeir aka
með hann á brott, mis-
þyrma honum á
ieiðinni, kasta honum síð-
an út, afklæða hann,
sparka í hann og berja
og úða málningu yfir hár
hans og fatnað.
5. brot: Veitir tveimur
mönnum áverka með því
að berja þá í höfuðið
með riffilskefti.
6. brot: Ölvunarakstur.
Olíkar
LIKAMSARAS
Á AKRANESI:
Sakborningur
átján ára stúlka.
1. brot: Stúlka gefur
annarri hnéspark í höfuö
með þeim afleiðingum að
þolandinn hlýtur varanleg-
Dagfari
Framsóknarkjördæmi n
Dagfari las það í einhverju dag-
blaði að framsóknarmenn hefðu
haldið fund um kjördæmamálin og
kosningaréttinn. Þessi fundur verð-
ur að teljast til nokkurra tíðinda í
pólitíkinni því framsóknarmenn
hafa lítið sem ekkert viljað ræða
um kjördæmamál síðan einhvern
timann snemma á öldinni. Það var
þegar Framsóknarflokkurinn var
beittur þeim órétti að aðrir stjórn-
málaflokkar beittu sér fyrir breyt-
ingum á kjördæmaskipaninni eftir
að Framsóknarflokkurinn náði
meirihluta á þingi með 35% at-
kvæða.
Þetta þótti framsóknarmönnum
svívirðileg atlaga að lýðræðinu og
hafa neitað að breyta kjördæma-
skipaninni nema það eitt sé tryggt
að flokkurinn haldi þingmanna-
fjölda sínum hvað sem öllum kjör-
dæmum og atkvæðatölum viðkem-
ur. Svo hefur reyndar verið með
aðra flokka líka, enda var það svo
þegar kosningalöggjöfinni var
breytt síðast að flokkamir og þing-
mennirnir, sem þá sátu, sam-
þykktu breytingu með því eina
skilyrði að þeir héldu þingmanna-
tölu sinni og þeir þingmenn, sem
þá sátu á alþingi, héldu sætmn sín-
um. Það skilyrði fékkst viðurkennt
og síðan hefur enginn hætt á þingi
nema vegna ellihrumleika eða and-
láts. Nú em framsóknarmenn allt í
einu famir að tala um kjördæma-
skipan og kosningarétt. Það veit
ekki á gott.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, flutti ræðu á
þessum fundi. Hann sagðist vera á
móti núverandi kjördæmaskipan.
Hann var líka á móti því að breyta
landinu í eitt kjördæmi. Halldór
var á móti ýmsu og sagði flokks-
mönnum sínum frá þvi að hann
væri hlynntur breytingum án þess
að segja hverjum. „Aðalatriðið,“
sagði Halldór „er að Framsóknar-
flokkurinn er ekki á móti breyting-
um, svo framarlega sem breyting-
amar hafa ekki skaöleg áhrif á
þingmannafjölda framsókn-
arflokksins." Þetta var framsóknar-
lega mælt hjá Halldóri sem jafnan
er hreinskiptinn maður og sjálfum
sér samkvæmur. Hann vill sjá
breytingar sem Framsóknarflokk-
urinn græðir á. Aðrar ekki.
Kjósendur og atkvæðisréttur
þeirra skiptir ekki höfuðmáli,
reyndar alls engu. Það era hags-
munir flokksins og flokkanna sem
ráða því hvort kjördæmaskipan er
breytt. Og þó einkum og sér í lagi
hagsmunir Framsóknarflokksins.
Hahdór segir að Framsókn hafi
47% atkvæða á Austurfjörðum en
hafi samt ekki nema tvo þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn er með rétt
rúm 30% atkvæða en hefur einnig
tvo þingmenn í kjördæminu. Þetta
þykir Halldóri bera vott um rang-
látu kjördæmaskipan og hann vill
breyta henni, þótt ekki væri nema
fyrir austan. Við þurfum sveigjan-
lega kosningalöggjöf. Kjördæmin
verða að ráðast af fylgi flokkanna
en ekki það að fylgi flokkanna ráð-
ist af Qölda kjósenda á bak við
flokkana. Halldór vill t.d. hafa fleiri
en einn þingmann á Vestfjöröum af
því að þar eru svo margir flokkar
sem bjóða fram að þeir verða að fá
sína fulltrúa á þing. Jafnvel þótt
kjósendafjöldinn gefi ekki tilefni til
þess.
Þessi framsóknarpólitík hefur
leitt til þess að kjördæmaskipanin
er eins og hún er og verður áfram
eins og hún á að vera til að flokk-
amir fái sína menn, hvað sem at-
kvæðamagninu líður. Þetta er ekki
spuming um rétt kjósenda heldur
styrk flokka. Hvers vegna ekki að
skipta kjördæmunum fyrirfram
upp á milli flokkanna? Þá breyt-
ingu mundu allir samþykkja,
þ.e.a.s. allir nema kjósendur. En
það hlustar enginn á þá hvort sem
er.
Dagfari