Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 Afmæli Björgvin Sigurður Sveinsson Björgvin Sigurður Sveinsson, fyrrv. verslunarmaður, Bæjarholti 3, Hafnarfírði, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Björgvin fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Hann flutti til Grinda- víkur á stríðsárunum og var þar til sjós nokkrar vertíðir. Þá flutti hann í Garðabæ þar sem þau hjónin áttu heima til 1953. Þau fluttu þá til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa átt heima síðan. Björgvin starfaði í Sindra-stáli um árabil og síðan á bensínstöð Essó við Reykjavíkurveg í Hafnar- firði uns hann hætti störfum fyrir aldurs sak- ir. Fjölskylda Björgvin kvæntist 25.6. 1950 Hólmfríði Ásu Vig- fúsdóttur, f. 17.10. 1926, húsmóður. Hún er dóttir Vigfúsar Jóns Vigfússon- ar sjómanns og Eppepen- íu Ásbjörnsdóttur hús- móður. Börn Björgvins og Hólmfríðar Ásu eru Vig- fús J. Björgvinsson útgerðarmaður, kvæntur Kristínu Ó. Kristinsdóttur Björgvin Siguröur Sveinsson. Björgvin kvæntur húsmóður og eiga þau saman þrjú börn, auk þess sem hún á tvö böm frá því áður; Rúnar B. Björgvinsson, lést 1975, hann eignaðist eina dótt- ur; Eðvarð Björgvinsson byggingaverktaki, kvænt- ur Ástu L. Friðriksdóttur leikskólastarfsmanni og eiga þau fjögur börn; Guðný Björgvinsdóttir verkakona, hún á þrjú börn og er eitt látið; Ingi- björg Björgvinsdóttir hús- móðir, hún á þrjú börn; H. Björgvinsson múrari, Ágústu Hauksdóttur ritara og eiga þau þrjú börn; Ásbjörg Björgvinsdóttir, gift Jóni Þórðar- syni pípulagningameistara, og eiga þau tvö böm. Systkini Björgvins: Þórkatla, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Krist- rún, starfsmaður við leikskóla, bú- sett í Garðabæ; Gunnar, nú látinn, leigubílstjóri í Garðabæ; Ámi, raf- virki í Grindavík; Kristþór, starfs- maður við Keflavíkurflugvöll, bú- settur í Keflavík. Foreldrar Björgvins voru Sveinn Árnason sjómaður og Guðný Ás- mundsdóttir húsmóðir en þau era bæði látin. Björgvin og Hólmfríður Ása eru í London á afmælisdaginn. Hólmfríður Ása Vigfúsdóttir Hólmfríður Ása Vigfús- dóttir húsmóðir, Bæjar- holti 3, Hafnarfirði, er sjö- tug í dag. Starfsferill Hólmfríður fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Er hún gifti sig hófu þau hjónin búskap í Garðabæ en fluttu til Hafnarfjarðar 1953 þar sem þau hafa búið síðan. Auk heimilisstarfa vann Hólmfríður um árabil hjá Norðurstjörnunni í Hafnarfirði. Fjölskylda Hólmfríður giftist 25.6. 1950 Björgvini Sigurði Sveinssyni, f. 17.10.1921, fyrrv. verslunarmanni. Hann er sonur Sveins Ámasonar og Guðnýjar Ásmundsdóttur húsmóð- ur sem bæði eru látin. Börn Hólmfríðar og Björgvins Sigurðar eru Vigfús J. Björgvinsson útgerðarmaður, kvænt- ur Kristínu Ó. Kristins- dóttur húsmóður, og eiga þau saman þrjú böm, auk þess sem hún á tvö böm frá því áður; Rúnar B. Björgvinsson, lést 1975, hann eignaðist eina dóttur; Eðvarð Björgvinsson byggingaverktaki, kvæntur Ástu L. Friðriksdóttur leikskólastarfsmanni, og eiga þau fjögur böm; Guðný Björgvinsdóttir verkakona, hún á þrjú börn og er eitt látið; Ingibjörg Björgvinsdóttir húsmóðir, hún á þrjú börn; Björg- vin H. Björgvinsson múrari, kvænt- ur Ágústu Hauksdóttur ritara, og eiga þau þrjú börn; Ásbjörg Björg- vinsdóttir, gift Jóni Þórðarsyni pipulagningameistara, og eiga þau tvö börn. Systkini Hólmfríðar era Sólberg, búettur í Reykjavík; Erna, búsett í Keflavík; Sigurbjörg, húsmóðir í Hafnarfirði; Óskar, fyrrv. formaður Sjómannasambandsins, búsettur í Hafnarfirði; Leifur, sjómaður i Vog- um; Guðrún, húsmóðir á Seltjamar- nesi; Guðmimdur, verkstjóri í Hafn- arfirði; Ásbjörn, kaupmaður í Hafn- arfirði. Foreldrar Hólmfríðar Ásu vora Vigfús Jón Vigfússon sjómaður og Eppepenía Ásbjömsdóttir húsmóðir sem bæði eru látin. Hólmfríður Ása og Björgvin Sig- urður era í London á afmælisdag- inn. o Hólmfríður Ása Vigfúsdóttir. Steinar Magnússon Steinar Magnússon, stýrimaður og skipstjóri hjá Eimskipafélagi ís- lands, Funafold 9, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Steinar fæddist í Reykjavík, ólst þar upp í Stórholtinu og hefur átt heima í Reykjavík alla tíð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla verknáms, stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan farmannaprófi 1969. Steinar hefur starfað hjá Eim- skipafélagi íslands frá 1963 og er þar nú stýrimaður og skipstjóri. Fjölskylda Steinar kvæntist 26.7. 1986 Mar- gréti Aðalsteinsdóttur, f. 11.2. 1964. Hún er dóttir Aðalsteins F. Örnólfs- sonar, vélstjóra og húsvarðar í Kópavogi, og Elínar Eiríksdóttur húsmóður. Sonur Steinars frá fyrra hjóna- bandi er Ægir Þór, f. 3.5. 1979. Böm Steinars og Margrétar eru Kristrún, f. 4.1. 1984; Sigurður Rún- ar, f. 26.1.1988; Ema Guðrún, f. 19.5. 1989; Ólöf Rún, f. 9.12. 1991; Bjarki Rúnar, f. 9.1. 1996. Systkini Steinars eru Ólafur Magnússon, f. 15.8. 1949, bílstjóri á Hreyfli; Þröstur Magnússon, f. 15.8. 1959, skrifstofumaður hjá RARIK. Háifsystkini Steinars, samfeðra, eru Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 6.6. 1918, búsett í Reykjavik; Ragnheið- ur Magnúsdóttir, f. 14.3.1916, d. 29.4. 1969, búsett í Reykjavík; ísleifur Steinar Magnússon, f. 28.11. 1923, d. 25.1. 1946. Foreldrar Steinars: Magnús Ólafs- son, frá Úlfljóts- vatni í Grafn- ingi, f. 20.8. 1888, d. 1.1. 1989, bíl- stjóri í Reykja- vík, og Guðrún Sveinsdóttir frá Miklaholti í Biskupstungum, f. 3.11. 1919, húsmóðir. Steinar verður á Flórída á afmæl- isdaginn. Andlát Steinar Magnússon. Torfi Hjartarson i Reykjavík 1949-62 og sat í ýmsum opinberum nefndum. Torfi var heið- ursfélagi Dómarafélags- ins og var sæmdur fjölda heiðursmerkja, íslenskra og erlendra. Fjölskylda Torfi kvæntist 1.2. 1934 Önnu Jónsdóttur, f. 23.7. 1912, d. 25.1.1992, húsmóð- ur. Hún var dóttir Jóns Torfi Hjartarson. Torfi Hjartarson, fyrrv. tollstjóri og fyrrv. sáttasemjari ríkisins, Flókagötu 18, Reykjavík, lést þriðju- daginn 8.10. sl. Hann verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, kl. 13.30. Starfsferill Torfi fæddist á Hvanneyri í Borg- arfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1924, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1930 og dvaldi í London við framhaldsnám 1930-31. Torfi var starfsmaður við skrif- stofu Alþingis 1926 og 1927, mál- flutningsmaður í Reykjavík 1931-32, settur sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði 1932-33, fulltrúi hjá sýslu- manni og bæjarfógeta á Akureyri 1933, sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði 1934, tollstjóri í Reykjavík 1943-72, varasáttasemjari ríkisins 1944 og sáttasemjari ríkisins 1945-79. Torfi var formaður SUS frá stofn- un 1930-34, bæjarfulltrúi á ísafirði 1940-43, fulltrúi íslands á tollafund- um Norðurlanda 1957-72, formaður Nordiska Tulladministrativa Rádet 1960-61 og 1967-68, oddviti yfirkjör- stjómar við bæjarstjómarkosningar Sigurðssonar, vélfræðings og útgerðarmanns í Hrísey, og k.h., Sóleyjar Jóhannesdóttur. Börn Torfa og Önnu: Hjörtur, f. 6.7.1934, d. 17.3.1935; Hjörtur, f. 19.9. 1935, hæstaréttardómari í Reykja- vík, kvæntur Nönnu Þorláksdóttur læknaritara, og eiga þau þrjú böm; Ragnheiður, f. 1.5. 1937, rektor MR, gift Þórhalli Vilmundarsyni prófess- or, og eiga þau þrjú böm; Sigrún, f. 23.10. 1938, d. 21.12. 1991, húsmóðir í Kanada, var gift dr. Rohert Kajioka Ph.D. og eignaðist hún þrjár dætur; Helga Sóley, f. 13.9.1951, hjúkranar- fræðingur í Reykjavík. Bræður Torfa voru Snorri, f. 22.4. 1906, d. 27.12. 1986, skáld og bóka- vörður, og Ásgeir, f. 21.11. 1910, d. 28.7. 1974, kennari og bókavörður. Foreldrar Torfa vora Hjörtur Snorrason, f. 29.9. 1859, d. 1.8. 1925, alþm., skólastjóri á Hvanneyri og bóndi á Skeljabrekku og í Amar- holti, og'k.h., Ragnheiður Torfadóttir, f. 17.6. 1873, d. 27.12.1953, húsfreyja. Ætt Hjörtur var sonur Snorra, b. á Skerðingsstöðum, bróður Sigríðar, langömmu Jóns M. Samsonarsonar handritafrceðings. Snorri var sonur Jóns, b. i Glerárskógum, Sigurðsson- ar, og Sigríðar Daðadóttur. Móðir Hjartar var María Magnús- dóttir, hreppstjóra í Magnússkógum, Magnússonar, skálds og hreppstjóra á Laugum, Jónssonar (Lauga-Magn- úsar), langafa Friðjóns Jenssonar, læknis á Akureyri, og Bjama Jens- sonar, hreppstjóra í Ásgarði, fóður Torfa, læknis á Sauðárkróki. Móðir Maríu var Guðlaug Brandsdóttir, b. í Dagveröamesi, Jónssonar, bróður Steinunnar og Þuríðar, ættmæðra Ormsættarinnar. Meðal systkina Ragnheiðar var Ás- geir efhaverkfræðingur, faðir Torfa hagfræðings, Markús, b. í Ólafsdal, faðir Ásgeirs verkfræðings og Sverris dýralæknis, og Áslaug, móðir Ragn- ars H. Ragnars tónlistarmanns og amma Hjálmars tónskálds og Magn- úsar Torfasonar hæstaréttardómara. Ragnheiður var dóttir Torfa, skóla- stjóra í Ólafsdal, Bjamasonar, b. í Bessatungu, Bjamasonar, b. á Ytri- Hrafnabjörgum, Tjörfasonar. Móðir Ragnheiðar var Guðlaug Zakariasdóttir, b. á Heydalsá, Jó- hannssonar, prests í Garpsdal, Berg- sveinssonar, prests á Staö í Grunna- vík. Móðir Guðlaugar var Ragnheið- ur ljósmóðir, dóttir Einars dbrm. í Kollafjarðamesi, Jónssonar. Bræður Ragnheiðar voru alþingismennimir Ásgeir á Þingeyrum og Torfi á Kleif- um og Magnús, varaþingmaður í Klift. Móðir Ragnheiðar Jjósmóður var Þórdís Guðmundsdóttir, systir Guðrúnar, langömmu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Til ham- ingju með af- mælið 17. október 90 ára Pétur Jóramsson, Faxabraut 13 (Hlévangi), Keflavík, verður níræður á morgun. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í Oddfellowhúsinu, Grófinni 6, Keflavík, á morgun frá kl. 18.00- 21.00. Gunnar Mariusson, Árgötu 8, Húsavik. Guðbjörg Guðnadóttir, Skipasundi 88, Reykjavík. 85 ára Pétur Jónsson, Þórunnarstræti 103, Akureyri. 80 ára Sveinbjörn Ólafsson, Álfaskeiði 30, Hafnarfirði. Ásta Stefánsdóttir, Köldukinn 14, Hafnarfirði. Páll Sigurðsson, Hæðargarði 35, Reykjavík. 75 ára Guðrún Jóna Bergsdóttir, Bergstaðastræti 57, Reykjavík. Guðmundur Ingi Bjarnason, Hringbraut 50, Reykjavík. Arnfríður Róbertsdóttir, Furulundi 1C, Akureyri. Halldór Pétursson, Hrafnistu, Reykjavík. Pálmi Sigurðsson, Ægisstig 3, Sauðárkróki. Lilja Þórarinsdóttir, Seljabraut 36, Reykjavík. 70 ára Ásta Helgadóttir, Hæðargarði 30, Reykjavík. Stefanía Guðnadóttir, Árskógum 8, Reykjavík. 60 ára Jónas Ragnar Franzson, Heiðarbraut 1A, Keflavík. 50 ára Jón Gísli Jónsson, Áifhólsvegi 43, Kópavogi. Jón P. Kristinsson, Laufásvegi 59, Reykjavík. Sigxu'laug Gestsdóttir, Hringbraut 43, Reykjavík. Unnar Kristinsson, Smáratúni 46, Keflavík. Einar Sæmundsson, Hringbraut 78, Keflavík. 40 ára . Þórður Sverrisson, Blómvangi 12, Hafnarfirði. Böðvar Sigurðsson, Rauðagerði 68, Reykjavík. Arndís Anna Sveinsdóttir, Litlageröi 2, Hvolsvelli. Haraldur Björnsson, Funafold 23, Reykjavík. Sveinn Karlsson, Langholtsvegi 108A, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.