Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL SIEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efrii blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Kvíði nagar þjóðir
Undir forustu nýnasistans Jörgs Haiders náði Frelsis-
flokkur Austurríkis tæplega 28% atkvæða á sunnudag-
inn í kosningum landsins til þings Evrópusambandsins.
Haider hefur ekki farið leynt með, að ýmsar hugmyndir
Hitlers hafi verið góðar, svo sem þrælkunarbúðir.
Stuðningur við Frelsisflokkinn kemur einkum frá fá-
tæku fólki, sem óttast útlendinga, einkum nýbúa, og tel-
ur þá munu taka frá sér vinnunna. Það óttast líka sam-
starf við erlendar stofnanir, einkum Evrópusambandið,
sem það telur munu hafa peninga af Austurríki.
Víðar en í Austurríki hefur komið fram, að kjósendur,
sem óttast um stöðu sína í lífinu, eru hallir undir lýð-
skrumara, sem vara við nýbúum, fjölþjóðasamtökum,
skattheimtu ríkisins og aðhaldsaðgerðum í ríkisfiármál-
um. Þetta hefur birzt í ýmsum myndum á Vesturlöndum.
Margir muna enn eftir Glistrup í Danmörku og hlið-
stæðri hreyfingu í Noregi. í Frakklandi er Le Pen enn í
fullum gangi. Skrumið í Berlusconi á Ítalíu minnir um
sumt, en ekki annað, á þessar hreyfingar. Oft hafa flokk-
ar af þessu tagi náð töluverðu atkvæðamagni um tíma.
Kvíðinn í hugarfari kjósenda þessara flokka er hlið-
stæður kvíðanum í hugarfari þeirra kjósenda, sem nú
styðja arftaka kommúnistaflokka í Austur-Evrópu, eink-
um í Sovétríkjunum, þar sem nýkommúnistaflokkurinn
keppir við nýfasistaflokk Zhírínovskís um kjósendur.
í Frakklandi hefur komið í ljós, að margt fátækt fólk,
sem áður studdi franska kommúnistaflokkinn, hefur
flutt stuðning sinn til Le Pens. Þannig færast kjósendur
beint milli jaðranna í stjómmálunum án þess að koma
við á miðjunni, þar sem venjulegu flokkarnir eru.
Mikilvægt er fyrir vestræn lýðræðisríki að takmarka
gengi stjómmálaafla af þessu tagi með því að spilla fýr-
ir þeim jarðveginum. Ábyrg stjómmálaöfl þurfa að haga
málum á þann veg, að ekki leiði til nagandi kvíða hjá
fólki, sem ekki stendur traustum fótum í lífinu.
Mikilvægt er, að atvinnuleysi fari ekki úr böndum og
tekjubil ríkra og fátækra mjókki fremur en breikki. Mik-
ilvægt er, að skattheimta ríkisins af almenningi haldist
í hófi og að ráðamenn sói ekki opinberum peningum.
Sfiómmálin þurfa að gæta hagsmuna hinna kvíðafúllu.
Festa af öllu tagi dregur úr ótta og kvíða. Við innflutn-
ing nýbúa þarf að gæta varúðar, svo að ekki leiði til
spennu í þjóðfélaginu. Haga þarf málum á þann veg, að
þeir samlagist þjóðfélaginu og séu ekki geymdir í sér-
stökum hverfum fátæktar, ofbeldis og atvinnuleysis.
í Austurríki virðist jarðvegur kvíðans hafa magnazt á
undanfomum árum. Einkum em það nýbúar og aðhalds-
aðgerðir ríkisins í tengslum við aðildina að Evrópusam-
bandinu, sem koma almenningi í uppnám, auk þess sem
margir minnast þar enn Hitlerstímans af angurværð.
Hér er minna um vandræði af þessu tagi en í flestum
lýðræðisríkjum. Bilið milli ríkra og fátækra hefur löng-
um verið fremur mjótt. Bjartsýni hefur verið landlæg og
atvinnuleysi lítið sem ekkert fram á síðustu ár. Nýbúar
hafa komið fáir í einu og dreifzt um þjóðfélagið.
Engin hætta er á, að hér á landi rísi íslenzkur Haider
eða Le Pen. Eigi að síður er mikilvægt, að við tökum eft-
ir gengi slíkra sfiómmálamanna og lærum að þekkja
jarðveginn, sem nærir gríðarlegt fylgi þeirra. Við getum
komið í veg fyrir, að slíkur jarðvegur myndist hér.
Fyrst og fremst þarf fólk að geta treyst, að hagsmuna
þess sé gætt af hálfu þeirra, sem sfióma landinu hverju
sinni, svo að þorri fólks fari ekki að kvíða næsta degi.
Jónas Kristjánsson
Risar tölvuheimsins voru í fararbroddi í smátölvubyltingunni og í þeim flokki eru m.a. frumkvöðlarnir sem stofn-
uöu Apple fyrirtækiö, segir í greininni.
Tolvurisar og
gróðavon
Stöð 2 sýndi ný-
verið sérlega
áhugaverða heim-
ildarmynd um
„risa tölvuheims-
ins“. „Risamir“
sem rnn er að ræða
eru þeir menn sem
voru í fararbroddi í
smátölvubylting-
unni. í þeim flokki
eru menn eins og
frumkvöðlarnir
sem stofnuðu Apple
fyrirtækið, Steve
Jobs, Wozniak, auk
margra annarra.
Sérstaka athygli
mína vakti sú ítar-
lega mynd sem
dregin var upp af
því hvemig það
gerðist í raun að
lítill hópur fram-
kvöðla hratt af
stað nýrri atvinnu-
byltingu án þess að
vera með fullar
hendur í]ár og aug-
un full af dollara-
glampa. Árangur
þeirra er óum-
deildur í dag. Þetta
styður þá fullyrð-
ingu að fyrstu
skrefin hafi verið rétt
Kjallarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upp-
lýsingaþjónustu Háskól-
ans
margra manna sem na
langt í atvinnulífi. Hitt
er þó einnig borðleggj-
andi að þessi grundvöll-
ur er ekki einhlítur.
Fleiri drifkraftar koma
til sögunnar.
Aðrir drifkraftar
í fyrrgreindri heimild-
armynd kom mjög ber-
lega fram að það sem
öðru fremur rak frum-
kvöðlana áfram var
óslökkvandi áhugi á
viðfangsefninu sjálfu
sem og áhugi á því að
ganga í augun á eigin
félögum. Sá möguleiki
sem opnaðist á því að
eignast eigin smátölvu
„Drífkraftarnir voru áhugi á við-
fangsefninu, frjálst og óhindrað
upplýsingnastreymi og sú félags-
lega hvatning sem felst í reglu-
bundnum samvistum við áhuga-
saman hóp innan eigin fagsviðs.u
og arangurs-
rík.
Hefðbundnar hugmyndir
Hefðbundin hugmynd manna
um eðli árangm-s í atvinnulífi
byggist á því að þeir sem vilja
græða fé leita að leiðum til að upp-
fýlla þessa ósk sína. Þeir velja sið-
an þann kostinn sem vænlegastur
er hverju sinni, gera ítarlegar
áætlanir og afla sér síðan fjár til
að koma þeim í verk. Hinn upp-
runalegi drifkraftur er sem sé ein-
ber sókn eftir gróða. Allt annað er
afleiðing. Enginn vafi er á að með
þessum hætti má útskýra árangur
jiegar farið var að framleiða Alta-
ir tölvima á verði sem menn réðu
við leysti úr læðingi gríðarlega
bylgju af áhuga og starfi.
Engu skipti þótt tölvan væri í
upphafi lítið annað en gagnslaust
leiktæki. Hundruð manna keyptu
hana og fóra að gera eigin tilraun-
ir. Þeir stofnuðu með sér félag
(The Homebrew Club), héldu
reglulega fundi og skiptust óhindr-
að á upplýsingum um það hvemig
þeir leystu hvert vandamálið á
fætur öðru. Stöðug fundahöld við-
héldu óslökkvandi áhuga innan
hópsins.
Vert er að vekja athygli á því
hve gríðarlegur munur er á þeim
anda sem hér er lýst og hefð-
bundnum hugmyndum manna um
blómlega nýsköpun. Hin hefð-
bundna hugmynd undirstrikar
samkeppni, viðskiptaleynd og
gróðasókn. Hér var þessu þveröf-
ugt farið. Drifkraftamir voru
áhugi á viðfangsefninu, frjálst og
óhindrað upplýsingastreymi og sú
félagslega hvatning sem felst í
reglubundnum samvistum við
áhugasaman hóp innan eigin fags-
viðs.
Félagslegt fyrirbæri
Það sem hér hefur verið sagt
undirstrikar þá meginniðurstöðu
Grænbókar Evrópusambandsins
um nýsköpun að hún sé félagslegt
fyrirbæri öðru fremm-. Sennilega
hefði lítið þýtt að hampa hugsan-
legum stórgróða fyrir frumkvöðl-
um tölvubyltingarinnar. Slíkar
spár hefðu líka verið loftkenndar í
meira lagi því enginn hefði getað
sagt fyrir um hvað átti eftir að
gerast. Það sama á við mjög oft, ef
ekki oftast, þegar nýjungar og ný
hugsun er að hasla sér völl, ávinn-
ingurinn er óljós og framtíðin
óráðin. Við þessar aðstæður verð-
ur að drífa framþróun áfram með
miklu fjölbreyttari kröftum en
gróðavoninni einni.
Það dæmi sem hér hefur verið
rakið sannar á ótvíræðan hátt að
auk hefðbundinna nálgana, svo
sem að tryggja möguleika á hagn-
aði með efnahagslegum stöðug-
leika, meiri og betri áætlunum og
greiðari aðgangi að áhættufé þá
skiptir miklu að vekja kröftugan
áhuga á nýsköpun og viðhalda
honum á lifandi félagslegum
grundvelli. Hér á landi hafa menn
enn sem komið er ekki sinnt þess-
um þætti málsins á viðunandi hátt
og enn má finna marga sem gera
sér nánast enga grein fyrir þýð-
ingu slíkra aðgerða.
Jón Erlendsson
Skoðanir annarra
Togaralíf
„Það er augljóst að álag á áhafnir getur verið mjög
mikið, likamlegt eða andlegt, eftir aðstæðum. Veiðist
vel þá er líkamlegt álag mikið. Sé dræm veiði getur
andlega álagið vaxið verulega. Líklega er það þá
nokkum veginn í öfugu hlutfalli við það magn sem
veiðist.... Kjami málsins er að stýra álaginu, bæði
þvi líkamlega og andlega í fullu samráði við sjó-
mennina sjálfa."
Magnús H. Ólafsson í Mbl. 16. okt.
Við jafnaðarmenn ...
„Við jafnaðarmenn viljum taka upp veiðileyfa-
gjald meðan Sjálfstæðisflokkurinn ver núverandi
kerfi með kjafti og klóm. Við erum með róttækar og
framfarasinnaðar tillögur í landbúnaðar- og neyt-
endamálum en þar tekur Sjálfstæðisflokkurinn af-
stöðu með gömlu kerfi og slær hring um hagsmuni
fortíðarinnar. Flokkamir hafa ólíka afstöðu í Evr-
ópumálum þar sem við fylgjumst með nýjum
straumum og hleypum þeim inn í pólitiska umræðu
okkar meðan Sjálfstæðisflokkurinn skellir í lás,
fjandskapast út í EES-samninginn og neitar að fylgj-
ast með þeirri vöruþróun sem á sér stað í Evrópu.“
Ágúst Einarsson 1 Alþbl. 16. okt.
Foreldrar á tvennum
vígstöðvum
„Foreldrar ásaka alltaf sjálfa sig þegar eitthvað fer
úrskeiðis í uppeldi barna. Þeir sitja uppi með sekt-
ina og skömmina sem fylgir neyslu bamsins. Það
var átakanlegt að hlusta á viðtöl foreldranna i Kast-
Ijósi, sem sjálfir verða veikir af ofneyslu barna
sinna. Þeir eru ekki síður fómarlömb og þurfa að
berjast á tvennum vigstöðvmn: við kerfið og sig
sjálf.“
Hlin Agnarsdóttir í Degi- Tímanum 16. okt.