Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
27
íþróttir
Dahlin óhress
Sænski landsliðsmaðurinn
Martin Dahlin sem gekk til liðs
við Roma á Ítalíu 1 sumar frá
þýska liðinu Borussia
Mönchengaladbach gæti verið á
leið frá félaginu. Dahlin hefur
ekki komist í liðið og er hugsan-
legt að hann snúi aftur til Þýska-
lands. „Ég er tilneyddur að
skipta um félag,“ sagði Dahlin í
viðtali við sænska blaðið Ex-
pressen.
Bosnich hótað
Mark Bosnich, Ástralíu-
manninum sem leikur í marki
Aston VUla, hefur borist lífláts-
hótun fyrir að senda stuðnings-
mönnum Tottenham nasista-
kveðju í leik Villa og Tottenham
um síðustu helgi. Hótunin kem-
ur frá ísrael og eru forráðamenn
Aston Villa mjög uggandi. Bosn-
ich lét birta afsökunarbréf í
breska blaðinu DaUy Star og þar
segir hann að þetta hafi átt að
vera grín sem ekki ætti að taka
alvarlega.
Atkinson fær fé
Ron Atkinson, stjóri Coventry,
hefur fengið þau skilaboð frá
stjóm félagsins að hann geti
fengið meira fé tU kaupa á leik-
mönnum. Eins og oft áður hefur
Coventry byrjað sparktíðina
brösulega og er við botn ensku
úrvalsdeUdarinnar.
Órói hjá Dortmund
MikUl óróleiki er í herbúðum
Þýskalandsmeistara Dortmund.
Matthias Sammer, besti leikmað-
ur félagsins, hefur haldið uppi
háværum gagnrýnisröddum á
Ottmar Hitzfeld þjálfara en liði
Dortmund hefur ekki gengið sem
skyldi á tímabUinu.
Sammer var spurður að því í
einu þýsku dagblaðanna hvort
Hitzfeldt færi sömu leið og Jörg
Berger, sem rekinn var frá
Schalke á dögunum, og svaraði
Sammer: „Aldrei að segja
aldrei."
Gullinu stoliö
Þjófar brutust inn í íbúð Vict-
oriu Dumitrescu, fyxrum hand-
boltastjömu í Rúmeníu, á dögun-
um og stálu þremur guUverð-
launapeningum sem hún vann
þegar Rúmenía varð heimsmeist-
ari í handknattleik kvenna, 1956,
1960 og 1962.
Dumitrescu, sem er orðinn 60
ára gömul, var að vonum
eýðUögð yfir þessum atburði og
sagöi hann vera mesta áfaU í lífi
sínu tU þessa.
Þjófarnir létu aUt annað vera
í íbúðinni og brutust greinUega
inn í íbúðina með það eingöngu
í huga að stela verðlaunapening-
unum.
Strakurinn með
barnsandlitið
blómstrar
hjá liði
United
- margir tala um kaup ársins þegar Ole
Gunnar Solskjær var keyptur til Man. Utd
Ole Gunnar
Solskjær hef-
ur slegib í
gegn meö
meistaraliöi
Man. United á
keppnistíma-
bilinu og hef-
ur veriö iöinn
viö aö skora.
Þeir voru margir sem
brostu út í annað þegar
Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Manchester
United, tók sig til og keypti
tvo Norðmenn tU United
fyrir tímabilið, þá Ole
Gunnar Solskjær og Ronny
Johannsen. Þeir hafa held-
ur betur staðið sig vel með
ensku meisturunum en
segja má þó að frammistaða
Ole Gunnars hafi vakið
meiri athygli en Ferguson
keypti hann frá norska lið-
inu Moss fyrir 150 miUjónir
króna.
Nú tveimur mánuðum
eftir að keppnistímabUið á
Englandi hófst eru margir
famir að tala um þessi kaup
Fergusons á Solskjær sem
kaup ársins. Fæstir áttu
von á því að Ole Gunnar
ætti möguleika á að vinna
sér sæti í aðaUiðinu á þessu
keppnistímabUi en annað
hefur komið á daginn. Þessi
23 ára gamli strákur með
barnsandlitið hefur heldur
betur slegiö í gegn. Hann
skoraði gegn Blackburn í
sinum fyrsta deildarleik
með United og vann sér
Ujótlega sæti í byrjunarlið-
inu og hefur verið fasta-
maður síðan.
Ole Gunnar hefur skorað
5 mörk á tímabUinu og
stuðningsmenn United eru í
skýjunum með Norðmann-
inn. Þeir hafa látið prenta
stuttermaboli með áletrun-
inni „Baby Faced KUler”.
Þetta hefur
draumi líkast
„Ég átti ekki von á því
sjálfúr að fá tækifæri fyrr
en i fyrsta lagi um jólaleyt-
ið og þetta hefur verið
draumi líkast. Þetta hefur
aUt gerst svo snöggt og er
með ólíkindum," segir Ole
Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar hóf ferU sinn
hjá Clausengen í norsku 3.
deUdinni en árið 1995 gekk
hann tU liðs við Moss. Þar
blómstraði hann. Mörkin
komu á færibandi og það
fór svo að hann vann sér
landsliðssæti. Landsleikim-
ir eru orðnir 6 talsins og
fýrsta landsliðsmarkið leit
dagsins ljós i mars á þessu
ári þegar hann skoraði i 2-0
sigri gegn Norður-írum.
Ole Gunnar segir
að þegcU honum
barst tU eyma að
Manchester
United vUdi
kaupa hann hélt
hann að það væri
spaug.
Leikmenn
ensku meistar-
anna hafa tekið Norðmann-
inrnn snaggaralega mjög vel
og eru ánægðir með
hann.
Cantona:
„Minnir mig
á Papin“
„Hann minnir mig
mjög oft á landa
minn Jean-
Pierre Papin.
Hann er mjög
kröftugur og
snöggur, vinnur
vel og skorar
mikUvæg
mörk. Hann
er okkur
mjog
mikU
væg-
ur,“
seg-
færi sitt tU fullnustu er
erfitt að taka hann út,“
segir Alex Ferguson.
Keane: „Frábær leik-
maöur“
„Hann hefur sannað
að kaupin á honum
vom frábær. Það vom
ekki margir sem höfðu
heyrt getið um Ole
Gunnar áður en hann
.om tU okkar en núna
ita aUir hver hann er.
iann er frábær leikmaður
og stuðningsmenn United
halda mikið upp á hann,“
segir harðjaxlinn Roy
Keane.
-GH
ir Eric Cantona,
fyrirliði United.
Ferguson: „Verður
betri og betri“
„Ole Gunnar hefur sýnt
það og sannað að
hann er mjög góður
leikmaður og hann
verður betri og betri
með hverjum leik.
Þegar leikmaður eins
og hann nýtir tæki-
Lengjubikarinn:
Spánnýtt mót hjá bestu
körfuboltamönnunum
Lengjubikarinn er nýtt mót sem hefst í kvöld en þar em þátttakendumir
16 bestu körfuknattleikslið landsins í karlaflokki.
Á síðasta ársþingi KKÍ var samþykkt að breyta keppnisfyrirkomulaginu í
DHL-deUdinni þannig að leikið er í einum riðli, heima og heiman í stað þess
að leika í tveimur riðlum eins og tíðkast hefur síðustu árin.
Við þessa breytingu fækkað.i leikjum félaga í DHL-deildmni úr 32 í 22.
TU aö mæta svo mikUli fækkun leikja var ákveðiö að stofna mót fyrir 16
bestu félagslið landsins. Það er Lengjan sem er aðalstuðningsaðUi mótsins
og því hefur verið ákveðið að mótið beri nafnið Lengjubikarinn.
Liöunum 16 er raðað í sæti frá einu upp í sextán eftir árangri á síðasta
ári.
í fyrstu umferð leikur lið númer 1 gegn liði númer 16, lið númer 2 gegn
liði númer 15, lið númer 3 mætir liði númer 14 og þannig koU af koUi.
Leikið er heima og að heiman, fyrst á heimavelli þess liðs sem er neðar
í röðinni. Leikirnir tveir teljast sem einn leikur, sé jafnt eftir fyrri leikinn
skal ekki framlengja heldur skulu úrslit standa. Það er svo stigamunur sem
ræður þvi hvaða lið fer áfram. Verði jafnt í báðum leikjunum skal
framlengja seinni leikinn.
16 liða úrslitin verða spiluð 17.-20. október, 8 liða úrslitin 7.-10. nóvember,
4 liða úrslitin verða í LaugardalshöU 21. nóvember og mótinu lýkur svo með
úrslitaleik í HöUinni 23. nóvember.
í 16 liða úrslitunum, sem hefjast í kvöld, mætast: ÍA-KR, ÍS-Grindavík,
Þór Þorlákshöfn-Haukar og Valur-Njarðvík. Á laugardag leika Njarðvík,
Haukar, Grindavík og KR á heimaveUi.
Á fostudagskvöld leika: Þór AK-ÍR, KFÍ-Sk£dlagrímur,
Breiðablik-TindastóU, SnæfeU-Keflavík. Á sunnudag leika fR, TindastóU,
Keflavík og SkaUagrimur á heimaveUi.
-GH
Charlton-
bræður
i deilum
Frægustu bræður enskrar
knattspymu, þeir Jack og Bobby
Charlton, sem báðir voru í
heimsmeistaraliði Englendinga
árið 1966, talast ekki við í dag og
ríkir mikiU fjandskapur á milli
þeirra.
Bobby Charlton mun hafa orð-
ið mjög sár er móðir þeirra
bræðra, Cissie, tók afstöðu gegn
eiginkonu Bobbys á sínum tíma
og mælti ekki með henni sem
eiginkonu fyrir Bobby.
Þessi mál höföu að mestu
gleymst og Cissie hafði miklar
mætur á Bobby. Þrátt fyrir það
virti Bobby hana vart viðlits er
aldurinn færðist yfir móður
hans og þrjú síðustu árin heim-
sótti hann hana aldrei á hjúkr-
unarheimili sem hún dvaldist á.
Jackie Charlton tók þessu afar
iUa og sér í lagi eftir að móðir
þeirra lést, 83 ára gömul. „Ég hef
ekki hitt Bobby síðan við bárum
kistu móður okkar. Ég vU ein-
faldlega ekki þekkja þennan
mann I dag. Ég hvatti hann
margoft til að heimsækja móður
okkar eða í það minnsta að
skrifa henni bréf. Ég vissi að
hún þráði að hitta Bobby en
hann lét aldrei sjá sig. Mér
finnst þetta lúaleg framkoma.
Vinskapur okkar Bobbys er fyrir
bí,“ sagði Jack Charlton.
-SK