Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Page 32
Vinningstölur miðvikudaginn 16.10.’96
5
:25mjU7
ÍÍYÍ9Y45'
Vlnningar Fjöldi vlnninga Vinningsupphxð
1. 6 af 6 2 54.112.000
2.5af6l 0 1.300.458
3. 5 af 6 8 69.110
4. 4 aft .273 3.880
S.3afi° :io'“985 220
Heildoníinninnupphxá Á Islandi
110.807.278 2.583.278
Vinningstölur
16.10/96'
iQöXzHI)
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
33550 5555
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
Dagsbrún:
Búa sig
undir nýtt
framboðtil
stjórnar
„Þaö er rétt. Við sem stóöum að
framboði gegn núverandi stjóm síð-
ast emm að undirbúa okkur fyrir
framboð í komandi stjórnarkjöri í
byrjun næsta árs. Hvort af því verð-
ur kemur svo í ljós,“ sagði Kristján
Ámason, foringi stjórnarandstöð-
unnar í Verkamannafélaginu Dags-
brún.
Hann sagði að ef til átaka kæmi á
vinnumarkaði, í tengslum við kom-
andi kjarasamninga, mundi hann
hvetja sína menn til að styðja við
bakið á núverandi stjórn felagsins
fari hún í hart. Hann sagði að jafn-
framt myndu hann og hans félagar
vera með strangt aðhald að stjórn-
inni á næstunni.
Kristján var spurður hvort útilok-
að væri að sátt næðist milli stjórnar
og stjórnarandstöðu í félaginu.
„Ég skal ekki segja um það. Þeir
eru margir hugdjarfir, þessir ungu
menn sem em í stjómarandstöð-
unni. Þeir telja að stjórnin eigi ekk-
ert inni hjá þeim. Þannig var tónn-
—— ínn í þeim eftir síðustu stjórnarkos-
ingarnar og ég held að það hafi ekk-
ert breyst," sagði Kristján Árnason.
-S.dór
Jón Baldvin Hannibalsson:
Vill ekkert
segja
„Ég segi ekkert um það á þessari
stundu,“ var það eina sem Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins, sagði þegar hann var
'spurður hvað hann ætlaði að taka
sér fyrir hendur þegar hann hættir
sem formaður flokksins í næsta
mánuði.
Þrjú embætti hafa verið nefnd
sem hugsanlegt væri að hann tæki
við. í fyrsta lagi að hann taki við
starfi bankastjóra í Landsbankan-
um af Björgvini Vilmundarsyni. í
öðru lagi há staða hjá Alþjóðasam-
bandi jafnaðarmanna. í þriðja lagi
að stofna eigi sendiherramebætti
fyrir Eistland, Lettland og Litháen
og að Jón Baldvin taki við því.
Þetta var borið undir Jón Bald-
vin. Svarið var stutt og einfalt:
„Ég segi ekki orð.“
-S.dór
- sjá einnig bls. 7
Þrjú sakamál í kjölfar kæru barnaverndaryfirvalda:
Þremur bræðrum
gefin að sök mök
við unga stúlku
- aðskilin lagaákvæði gilda um mök við 13 og 14 ára börn
Þrír bræður á Austurlandi
hafa verið ákærðir fyrir að hafa
haft meint kynferðismök við
unga stúlku sem bjó í sama
byggðarlagi og þeir á síðastliðnu
ári. Samkvæmt ákæru var stúlk-
an 13 ára þegar bræðurnir byrj-
uðu að hafa mök við hana en
þeim er jafnframt gefið að sök að
hafa fengið hana til lags við sig
eftir að hún varð 14 ára.
Bræðurnir eru ákærðir hver í
sínu lagi þó svo að í öllum tilvik-
um sé um sama meinta brotaþol-
ann að ræða. Þeim er því gefið
að sök að hafa verið með
stúlkunni hver í sínu lagi á þvi
tímabili sem um er að ræða.
Vegna þessa var ákveðið að
höfða þrjú aðskilin dómsmál
gegn bræðrunum.
Málið kom upp á seinni hluta
síðastliðins árs þegar barna-
verndaryfirvöld fengu spumir af
því að grunur léki á að verið
væri að misnota stúlkuna. í kjöl-
far þess hófst lögreglurannsókn.
Bræðumir eru ákærðir fyrir
brot á 202. grein almennra hegn-
ingarlaga. Þar segir að hver sem
hafi samræði eða önnur kynferð-
ismök við bam yngra en 14 ára
skuli sæta fangelsi allt að 12
árum. Önnur kynferðisleg
áreitni varði fangelsi allt að 4
árum.
Hvað varðar meint brot sem
áttu sér stað eftir að stúlkan
varð 14 ára er stuðst við sömu
hegningarlagagrein en aðra
málsgrein, því þegar brotaþoli
nær þeim aldri gilda talsvert frá-
bragðin lagaákvæði. Þar segir
að hver sem „með blekkingum,
gjöfum eða á annan hátt tælir
ungmenni á aldrinum 14-16 ára
til samræðis eða annarra kyn-
ferðismaka" skuli sæta fangelsi
allt að 4 árum.
Það er Héraðsdómur Austur-
lands sem tjallar um mál bræðr-
anna þriggja. -Ótt
Ikveikja
Gamall bíll stóð í Ijósum logum á Bláfjallavegi í gærkvöld. Slökkvilið var kallaö út og slökkti eldinn. DV-mynd S
Ný skýrsla:
Frekari rann-
sóknir á jarð-
skjálftahættu
„Við erum að yfirfara skýrsluna
og taka saman niðurstöður," sagði
Guðmundur Bjamason umhverfís-
ráðherra í morgun um skýrslu sem
nefnd vísindamanna og Almanna-
vama hefur gert um jarðskjálftavá
og vamir gegn henni.
Ráðherra segir að í skýrslunni sé
lagt til að nokkrir fjármunir verði
settir í frekari rannsóknir og upp-
lýsingaaöflun áður en raunverulegt
hættumat verði gert. í henni komi
fram hugmyndir sem skipa þurfi
sérstakan starfshóp til að athuga
frekar og fylgja eftir.
„Þingmenn Suðurlands fluttu á
síðasta þingi ályktunartillögu um
frekari vinnu í þessu efni sem var
vísað til ríkisstjómarinnar vegna
þessarar vinnu sem þá var hafin.
Við þurfum að hafa efni hennar í
huga þegar við fjöllum um frekari
úrvinnslu málsins," sagði Guð-
mundur Bjamason umhverfisráð-
herra í samtali við DV í morgun.
-SÁ
Hafnarfjörður:
Eldur í
blokk
Mikinn reyk lagði frá fjölbýlis-
húsi í Smárahvammi í Hafnarfirði.
Þegar slökkvilið kom á vettvang var
ljóst að kviknað hafði í sorpgeymslu
í kjallara hússins.
Slökkvilið réð niðurlögum eldsins
og reykræsti gang hússins. Að sögn
lögreglu voru fáir í búar í húsinu og
komust aflir auðveldlega út. Talið
er að skemmdir vegna reyks séu
þónokkrar. -RR
Kveikt í
gömlum bíl
Lögreglu og slökkviliði í Reykja-
vík var tilkynnt um klukkan 23 í
gærkvöld að bíll stæði í ljósum log-
um við Bláfjallaveg.
Þegar á vettvang var komið
reyndist vera um gamlan bíl að
ræða sem að öllum líkindum var
ónýtur. Að sögn lögreglu þykir lík-
legt að einhverjir óprúttnir náungar
hafi verið þama á ferð og kveikt í
bílnum.
Lögregla og slökkvilið vill ítreka
að það er bannað að kveikja eld á al-
mannafæri. -RR
SAMHERJAMENN
ERU S^NNKALLAPIR
VIKINGAR!
Veðrið á morgun:
Slydduél
við norður-
ströndina
Á morgun verður norðaust-
læg átt með skúram austan-
lands en slydduéljum við norð-
urströndina. Á Suðvestur- og
Vesturlandi verður lengst af
bjart veður. Hiti verður á bil-
inu 1 til 8 stig, hlýjast suðaust-
anlans.
Veöriö í dag er á bls. 36
Kvöld- og
helgarþjónusta
Með bfOther er
auðvelt að merkja
myndirnar i
fj ölskyldualbúminu
brother
Verð frá kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443