Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 3
U"V FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
HLJÓMPLéTU
Nirvana — From the Muddy Banks of the Wíshkah
Hröð rokkkeyrsla *★*
PTl
l 0.
‘".ÍS
|! • \ i 4 ■ hJ : i
i4M .!.« SiWíf'
Þrátt fyrir dvínandi vinsæld-
ir Seattle tónlistarinnar virðast
frumkvöðlar hennar halda velli.
Ótímabaert andlát forsprakkans
og sú staðreynd að þessir sömu
frumkvöðlar starfa ekki lengur
saman í hljómsveit breyta því
ekki. Nirvana var mjög þung og
hrá, það var hluti sjarmans og
þannig náði hún til fjölmargra.
Með útgáfu MTV, Unplugged og
dauða söngvarans, gítarleik-
arans og lagasmiðsins Cobains
stækkaði hlustendahópur hljómsveitarinnar mikið. Á Unplugged
plötunni gátu flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Eftirlifandi með-
limir hljómsveitarinnar gátu þó ekki látið það ógert að leyfa al-
menningi að heyra i hljómsveitinni eins og flestir muna eftir henni.
Á sviði var hún hröð, reið og rokkuð og þannig kemur hún fram á
plötunni From the Muddy Banks of the Wishkah.
í heild er platan feiknavel sett saman. Ekki fá allir hittaramir að
fylgja með þó lagið Smells Like Teen Spirit sé á sínurt stað. Tríóið
sýnir samt að því fylgdi kraftur á sviði. Strákamir em feiknaþétt-
ir og það eina sem dregur þá niður er misjafn söngur Cobains og
mögulega sú staðreynd að flest lögin era flutt mun hraðar en mað-
ur á að venjast en það er líka hluti af tónleikastemningunni. Bestu
tónleikasprettina má finna í lögunum School, Drain You, Been a
Son, Scentless Apprentice og Polly (þar sem kassagítarinn er látinn
víkja fyrir rafmagnsgítarnum).
Þeir sem ekki upplifðu tónleika með Nirvana meðan hljómsveit-
in var og hét fá það tækifæri hér og nú og það heima í stofu.
Guðjón Bergmann
Roy Rogers - Rhythm & Groove
Engir kúrekasöngvar *★*
Þeir sem hafa gaman af blús-
skotinni rokktónlist ættu að
gefa Roy Rogers gaum. Ekki
þeim gamla sem reið Trigger
um fjöll og firnindi. Sá Roy sem
hér um ræðir er um það bil
helmingi yngri en gamli kúrek-
inn, kemur frá San Francisco
og hefúr undanfarinn áratug
getið sér gott orð sem blús- og
blúsrokksöngvari, gítarleikari
með sérgáfu í slidegítarleik og
upptökustjóri. Helsta afrek
hans á því sviði er það að hann hefur stýrt upptökum fjögurra síð-
ustu hljómplatnanna sem blúströllið John Lee Hooker hefur sent
frá sér. Að auki er hann fastamaður í hljómsveit gamla mannsins
þá sjaldan hann kemur fram á tónleikum núorðið.
Rhythm & Groove er sjötta platan sem Roy Rogers hljóðritar í
eigin nafni. Lög hennar bera því glöggt vitni að Rogers kann öll
helstu trikkin til að búa til áheyrilega blúsrokkplötu og ekki spill-
ir að hann fær Charlie Musselwhite til að spila með sér á munn-
hörpu í lögunum My Heart’s Desire og einkar eftirtektarverðu,
ósungnu lagi er nefnist Blues for Brazil. I því lagi gefur að heyra
skemmtilegan samleik þeirra tveggja. Að öðra leyti lætur Roy Ro-
gers það eiga sig að hrúga á plötuna gamalkunnum stjömum,
nema hvað söngkonan Maria Muldaur syngur á móti honum í lag-
inu För the Love of a Woman.
Á Rhythm & Groove era fjórtán lög. Tólf þeirra eru eftir Roy
Rogers en hin era Built for Comfort eftir Willie Dixon og Your
Mind Is on Vacation eftir Mose Allison. Þau skera sig ekkert úr
heildinni sem hlýtur að þýða aðeins það eitt að Roy Rogers er vel
frambærilegur lagahöfundur. Gítarleikurinn er einnig í góðu lagi
en ef eitthvað mætti betur hljóma er það söngrödd hans. Þar hef-
ur Bonnie Raitt vinninginn. Að öðra leyti er það hin ágætasta
skemmtun að hlýða á Rhythm & Groove.
Ásgeir Tómasson
Spooky Boogie - Greatest Hits
Anægjulegt afturhvarf *★*
Tónlist og tiska gengur í
hringi og hér er komið afar
ánægjulegt afturhvarf með
fýrstu hljómplötu Spooky
Boogie. Fullt af gömlum góðum
smellmn í flottum útsetningum.
Gömlu góðu Jackson 5 smellim-
ir og allt hitt. Á plötunni er
einnig að finna 4 frumsamin lög
eftir þá félaga sem óneitanlega
fölna við hlið þessara gömlu
smella. Þar stendur upp úr lagið
Liebe Ohne Herzt eftir Scobie í
ágætri Bee Gees útsetningu.
Hljómsveitin státar af fjölmennri söngsveit en hæst ber framlag
Stefáns Hilmarssonar og Richards Scobie. Þeir sýna góða takta á
plötunni, Stefán sem helíum útgáfa af James Brown og Scobie
reynir fyrir sér á lægri nótum sem eins konar Barry White íslands.
Hljómur plötunnar ber það með sér að spooky menn hafa einsett
sér að ná gamla sándinu en útsetningar era oft á tíðum framlegar
og skemmtilegar. Mergurinn málsins: Líflegt og skemmtilegt.
Magnús Þór Ásgeirsson
tónlist i7
' ' V V
Fámálir en kraftmiklir
- Weezer kvnnir Pinkerton
Hljómsveitin Weezer kemur úr
San Femando dalnum í Los Angel-
es. Hún var stofnuð árið 1992 en
vakti fyrst á sér athygli með sinni
fyrstu breiðskífu árið 1994. Platan
var samnefnd hljómsveitinni og
innihélt meðal annars lögin Say it
Aint so og Buddy Holly en það síð-
amefnda vann til femra MTV-tón-
listarverðlauna fyrir: besta tónlist-
armyndbandið (í alternative flokkn-
um), bestu leikstjórn (Spike Jonze),
bestu klippingu og besta (breaktro-
ugh) myndbandið (ýmsir flokkar
sem þýðast seint og illa).
Hljómsveitina prýðir mikill kraft-
ur. Drengimir sem hana skipa
heita: Rivers Cuomo (gítar og söng-
ur), Brian Bell (gítar og söngur),
Matt Sharp (bassi og söngur) og Pat
Wilson (trommur). Þeir eru sagðir
fámálir og lítið gefnir fyrir fjöl-
miðlafárið. í þeirra örfáu orðum
segjast þeir tala í gegnum tónlist-
ina, annað þarf fólk ekki að vita.
Önnur breiðskífa hljómsveitarinnar
er nú komin á markaðinn en henn-
ar var beðið með mikilli eftirvænt-
ingu. Platan ber nafnið Pinkerton
og inniheldur 10 lög. Sjáum hluta af
inngangi þessarar plötu: Hei, allir.
Velkomin á nýju Weezer plötuna.
Ég hef verið í tvær vikur að reyna
að finna eitthvað til að segja í þess-
um inngangi en hingað til hefur
mig langað til aö æla á allt sem ég
hef skrifað. Leyfið mér bara að
segja að ég er mjög ánægður og upp
með mér að heyra mínar flóknustu
tilfinningar komnar i þennan bún-
ing. Lögin tiu eru í þeirri röð sem
ég samdi þau (tvær smá undartekn-
ingar). Svo í heild þá segir platah
frá baráttu minni við minn innri
Pinkerton... Rivers Cuomo. GBG
Fjör á Selfossi
Hljómsveitin KKK leikur fyrir
dansi í Gjánni á Selfossi laugar-
dagskvöldið 19. október. Sveitin
leikur alhliða danstónlist en hana
skipa þeir James Olsen, Tómas
Tómasson, Páll Eyjólfsson, Berg-
ur Geirsson og maður að nafni
Villi sem mun vera aðalsprautan
í HÍK.
SÍN á Kringlukránni
Föstudaginn 18. október og
laugardaginn 19. október leika
þeir félagar Guðmundur Símon-
arson og Guðlaugur Sigurðsson
fyrir gesti Kringlukrárinnar.
Samkvæmt fréttatilkynningu
leika þeir félagar tónlist við allra
hæfi.
Sixties á uppskeruhátíð KSÍ
Það verður mikið um dýrðir
á Hótel íslandi föstudagskvöld-
ið 18. október en þá verður upp-
skeruhátíð KSÍ haldin með
pompi og prakt. Það verða eng-
ir aðrir en strákamir í Sixties
sem halda uppi fjörinu á þessu
hátíðarkvöldi knattspyrnunn-
ar. Sixties heldur síðan uppi
stuði eins og hennar er von og
vísa á Hótel íslandi laugardag-
inn 18. október. Það kvöld verð-
ur haldin hin vinsæla skemmt-
un Bítlaárin 1960-1970 þar sem
söngvarar eins og Björgvin
Halldórsson og Bjami Arason
fara á kostum.
Rúnar Þór í Reykjavík
og í Borgarnesi
Trúbadorinn Rúnar Þór gefur
ekki eftir viö spilamennskuna
þessa helgina frekar en aðrar.
Föstudaginn 18. október leikur
hann fyrir gesti og gangandi á
Blúsbamum í Reykjavík. Á laug-
ardeginum verður hann hins veg-
ar í Borgamesi þar sem hann
spilar í Hreiðrinu.
Rúnar Júl. á Blúsbarnum
Það verður greinilega mikið
um að vera á Blúsbarnum um
helgina en hann Rúnar Júl.
verður að spila þar laugardag-
inn 19. október.
Vax um
Hljómsveitin Vax verður í
Gjánni á Selfossi föstudaginn 18.
október og á Staðnum, Keflavík,
laugardaginn 19. október.
Hljómsveitin leikur rokk, diskó
og nýrómantík og að sögn Helga
Georgssonar úr Vax hefur spila-
mennskan í sumar og haust gengið
helgina
vel. Meira er á döfinni hjá Vax og
er sveitin að huga að útgáfumálum.
„Við erum að vinna að tveimur lög-
um sem við gefum jafnvel út í des-
ember. Það verður samt ekki gefið
neitt út nema við séum ánægð með
lögin,“ sagði Helgi.
-JHÞ