Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 Ofbeldi í ■ w sjonvarpi Á morgun heldur útvarps- réttarnefnd ráðstefnu á Hót- el Sögu um ofbeldisefni í sjónvarpi. Ráðstefnan stend- ur frá kl. 13.00 til 17.00 og er öllum opin. Formaður útvarpsréttar- nefndar, Kjartan Gvmnars- son, mun setja ráðstefhuna og menntamálaráðherra, Björn Bjamason, flytur ávarp. Fjallað verður um málefnið frá ýmsum sjónar- hornum og munu fjölmargir aðilar flytja stutt erindi. Að loknum erindum verða svo pailborðsumræður. Útvarpsréttamefnd tók til starfa fyrir 10 árum og hefur hún það hlutverk að veita leyfi til einkarekinna út- varpsstöðva ásamt því að fylgjast með því að stöðv- amar fylgi tilsettum lögum og reglum í starfi sínu. -ilk Gleðileikur í Loftkastalanum im> helgina LIIKHÚS 23 Á sunnudaginn verður frum- sýndur gleðileikurinn Deleríum Búbónis í Loftkastalanum. Höf- undar þessa klassíska gamanleiks eru þeir bræður Jónas og Jón Múli Árnason. Deleríum Búbónis var sýnt fyrst árið 1960 og söngvarnir úr sýningunni hafa lifað með þjóð- inni allar götur síðan. Einn ást- sælasti leikari okkar til margra ára, Árni Tryggvason, leikur í sýningunni en hann lék einnig í uppfærslunni árið 1960. Auk Árna eru leikendur þau Magnús Ólafsson, Rúrik Haralds- son, Sigurveig Jónsdóttir, Mar- grét Ákadóttir, Hinrik Ólcifsson, Pálína Jónsdóttir, Þorsteinn Guð- mundsson og Kjartan Bjarg- mundsson. Delerium Búbónis gerist í Reykjavík árið 1960, á heimili Ægis Ó. Ægis forstjóra og eigin- konu hans. Ásamt mági sínum, jafnvægismálaráðherranum, ætl- ar hann að flytja til landsins út- lenskan lúxus handa „sauðsvört- um íslenskum almúganum" en óvænt atvik setja strik i reikning- inn og skyndilega er alls óvíst hvort börn landsins muni halda jólin hátíðleg. Ástamál fléttast svo inn í þetta allt saman og málin Leitt hún skyldi vera skækja sunnudagur kl. 20.30: í hvítu myrkri fóstudagur kl. 20.30 laugardagur kl. 20.30 Nanna systir sunnudagur kl. 20.00 Hamingjuránið fostudagur kl. 20.00 Þrek og tár laugardagur kl. 20.00 Kardemommubærinn sunnudagur kl. 14.00 Dóttirin hoppar hér í fang unga iðjuleysingjans sem hún er svo ástfangin af. DV-mynd Hilmar Pór verða heldur betur flókin. í sýningunni eru sungnar perl- ur Jóns Múla eins og Einu sinni á ágústkvöldi, Úti er alltaf að snjóa, Ástardúett, Brestir og brak og Ljúflingshóll. Sýningin á sunnudaginn hefst kl. 20. -ilk Listsprengja ungs fólks Unglist heitir listahátíð ungs fólks og á morgun byrjar hún að leggja undir sig miðborg Reykja- víkur, allt frá sundlaugum og kaffihúsum til virðulegra tón- leika. Þetta er fimmta árið í röð sem listahátíð þessi er haldin og mun hún hafa vaxið og dafnað með ári hverju. Hátíðin er opinn vettvangur þar sem ungt fólk getur bæði notið lista og tjáð sig, gert til- raunir, skapað, komið sér á framfæri og fengið tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í skapandi umhverfi. Allt er framkvæmanlegt á Unglist, rokk, ballett, hannyrðir, mynd- list og leiklist eru dæmi um dag- skrárliði. Fjölmargir listamenn hafa tekið þátt i Unglist og í ár verða þeir fleiri en nokkru sinni fyrr. Listahátíðin stendur til laug- ardagsins 26. október. -ilk Svanurinn laugardagur kl. 20.00 Ef væri ég gullfiskur laugardagur kl. 20.00 Largo Desolato sunnudagur kl. 16.00 Barpar fústudagur kl. 20.30 laugardagur kl. 20.30 Stone Free fostudagur kl. 20.00 laugardagur kl. 23.30 íslenska óperan Master Class fostudagur kl. 20.00 sunnudagur ki. 20.00 Loftkastalinn Deleríum Búbónis sunnudagur kl. 20.00 Sirkús Skara skrípó laugardagur kl. 20.00 Á sama tíma að ári fostudagur kl. 20.00 Hermóður og Háðvör Birtingur fostudagur kl. 20.00 laugardagur kl. 20.00 Stykkishólmur: Karlakór Reykjavíkur og Diddú syngja Karlgkór Reykjavikur heldur tónleika í Stykkis- hólmi á morgun og hefjast þeir kl. 17. Einsöngvari verður með kórnum og mun það vera hin eina sanna Sig- rún Hjálmtýsdóttir, sópran- söngkona, oftar nefnd Diddú. Anna Guðný Guð- mundsdóttir ætlar að leika á píanó en stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Efnisskráin er fjölbreytt og flutt verða íslensk og erlend lög. Kórinn hefur svo hugsað sér að heimsækja líka St. Fransiskussystur í Stykkis- hólmi og syngja í kapellu þeirra en í ár eru liðin sex- tíu ár frá komu systranna í Hólminn. Systurnar verða heiðursgestir á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur. -ilk KVIKMYNDAHA TIÐ HÁSKÓLABÍÓS OG DV Aime Parillaud Matt DHlon Gabriel Býrne rrAE-uGHJT.-1 Prankie Starlight er gerd af framleidendim My Left Foot sem var med Laniel Lay Lewis í adalhlutverki. Frankie Stjörnuglit er byggd á œvisögu Lindsay Hogg, dverg sem ólst upp í írlandi og vard þekktur rithöfundur. Karlakór Reykjavíkur er skipaður föngulegum karlmönnum eins og sjá má á þessari mynd. frankie Stjörnuglit er hjartnæm saga um sigur andans yfir efninu sem lætur engan ósnortinn. Med adalhlutverk fara Anne Parillaud (Hikita), Matt Lillon (Outsiders) og G-abriel Byrne (The Usual Suspects) SKRIFTUNIN OG HULDUBLOMIÐ VERÐA SÝNDAR ÁFRAM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.