Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Side 11
Íl3 o FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
Bruce Willis leikur tímaferðalanginn. Með honum á myndinni er Madelaine Stowe.
Árið 1962 gerði franski kvik-
myndaleikstjórinn Chris Marker
stuttmyndina La Jetée, sem varð
David og Janet Peoples innblástur
fyrir handrit þeirra að 12 Monkeys.
Sagan fjallar um tímaflakk og tekur
áhorfandann í mismunandi heima,
þannig að þörf var talin á leikstjóra
sem gæti gefið myndinni einstakt
sjónrænt gildi. Handritshöfundarn-
ir og framleiðandinn, Charles
Roven, leituðu því til Terry Gilliam.
Þrátt fyrir að vilja helst skrifa hand-
ritin að eigin myndum leist honum
það vel á handritið að hann sam-
þykkti að leikstýra mynd eftir hand-
riti annarra í annað sinn á ferli sín-
um.
Terry Gilliam komst í kvik-
myndahransann eftir óhefðbundn-
um leiðum. Hann vann fyrir sér
sem teiknari hjá tímaritinu Help!
áður en hann fór að sjá um teikni-
myndagerð fyrir Monty Pythons
Flying Circus sjónvarpsþættina.
Fljótlega fór hann einnig að leika
með hópnum og leikstýrði fyrstu
kvikmynd þeirra, Monty Python
and the Holy Grail, ásamt Terry Jo-
nes. Tveimur árum seinna leik-
stýröi hann í fyrsta skipti upp á eig-
in spýtur myndinni Jabberwocky.
Hann er best þekktur fyrir þær
myndir sem á eftir komu: Time
Bandits, Brazil, The Adventures of
Baron Munchausen og The Fisher
King, en þær eiga allar það sameig-
inlegt að vera áberandi sjónrænar.
Terry Gilliam hefur skapað eigin
stíl án þess að endurtaka sig um of,
en meistaraverk hans er stðrmynd-
in Brazil.
Sagan byijar árið 2035. Dóms-
dagsvírus hefur eytt 99% mann-
kynsins, og leifamar hírast neðan-
jarðar. í von um að fortíðin hafi eitt-
hvað að geyma sem geti hjálpað
þeim að byggja sér framtíð, sendir
hópur vísindamanna sjálfboðaliða
aftur í tíma til 1996. Sjálfboðaliðinn
Cole kemur til ársins 1996 og er tal-
inn geðveikur. Honum er komið fyr-
ir á geðveikrahæli, þar sem hann
hittir Jeffrey Goines, truflaðan son
vísindamanns sem gæti hafa haft
eitthvað að gera með vírusinn sem
sigraði mannkynið, og Dr. Kathryn
Railly, sálfræðing sem telur Cole
geðveikan í fyrstu, en fer að efast
um greiningu sína þegar á líður.
myndbönd
1 *
Cole sjálfur er í martraðakenndri
aðstöðu og tekm að efast um eigin
geðheilsu, en einu vísbendingar
hans eru dularfull bemskuminning
og einkennileg merki um eitthvað
sem kallast Her hinna tólf apa.
í hlutverk Cole þurfti mann sem
gæti virst vamarlaus annars vegar
og sterkur og hættulegur hins veg-
ar. Atriði úr Die Hard, þar sem
Bruce Willis er að tína gler úr fót-
unum á sér meðan hann talar við
konu sína í símanum og grætur,
sannfærði Terry Gilliam um að
Bruce Willis væri tilvalinn í hlut-
verkið. Eftir að hafa öðlast vinsæld-
ir fyrir leik í sjónvarpsþáttunum
Moonlighting, lék hann í fyrstu
kvikmynd sinni, Blind Date, en 1988
sló hann fyrst rækilega í gegn sem
lögreglumaðurinn John McClane í
Die Hard. Síðan hafa tvær fram-
haldsmyndir fylgt í kjölfarið, en
hann hefur einnig átt hlutverk í
myndum eins og Color of Night, The
Bonfire of the Vanities, Death Beco-
mes Her, The Player, In Country,
Nobodys Fool og Pulp Fiction. Hann
hefur einnig ljáð rödd sína myndun-
um Look Who’s Talking og Look
Who’s Talking Too. Hann er vænt-
anlegur í vestra Walter Hill, Last
Man Standing, byggðum á Yojimbo
eftir Kurosawa.
Greindarlegt yfirbragð og fegurö
Madeleine Stowe, ásamt leikhæfi-
leikum að sjálfsögðu, tryggðu henni
hlutverk sálfræðingsins. Hún kom
fyrst fram á sjónarsviðið í mynd-
inni Stakeout, og í kjölfarið fylgdu ,
hlutverk í Unlawful Entry, Closet
Land, Revenge og The Two Jakes.
Mest lof hefur hún fengið fyrir hlut-
verk sín i The Last of the Mohicans,
Blink, og Short Cuts, en fyrir hana
fékk hún verðlaun Gagnrýnenda-
samtakcmna í Bandaríkjunum fyrir
besta leik í aukahlutverki.
Terry Gilliam er hrifinn af því að
taka áhættur með leikara og setja f
þá í öðruvísi hlutverk en þeir hafa
áður átt við, og fékk því Brad Pitt til
að leika Jeffrey Goines, villtan og
brjálæðislegan taugasjúkling. Hlut-
verk hans sem geðsjúki morðinginn
í Kalifomia er það sem næst kemst
hlutverki hans í 12 Monkeys. Vel-
gengni í sjónvarpsþáttum og mynd-
um leiddu til þess að hann fékk
hlutverk sæta puttaferðalangsins í
Thelma & Louise, og ferill hans hef-
ur verið á beinu brautinni síðan.
Hann hefur m.a. leikið í myndunum
A River Runs through It, Johnny 4'
Suede, Cool World, Trae Romance,
áðurnefndri Kalifomia, Legends of
the Fall, Interview with the Vamp-
ire og Seven. Þá er von á honum í
nýjustu mynd Barry Levinson,
Sleepers. -PJ
UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Egill Ólafsson
Þrátt fyrir að
horfa verulega
lítiö á myndbönd á ég mér
eina uppáhaldsmynd sem
ég horfi reglulega á. Það er
besta mynd sem ég hef séð og hún
heitir Amarcord eftir Federico
Fellini. Þetta er ítölsk mynd frá
árinu 1974 sem sýnir mannlegt
eðli á fallegan hátt. í henni
era ekki frægir leikarar en
þeir eru góðir. Það era
nefhilega til svo margir
góðir leikarar sem verða
aldrei frægir. Aftur á móti
er ástæðan fyrir því að ég
horfi svona lítið á
myndbönd sú að á
þeim tíma sem
fólk horfir
yfirleitt á
myndbönd,
það er að
segja á
kvöld-
in, þá
er ég í
vinn-
unni.
Svo horf-
ir maður ekki á
myndbönd á daginn. Það er
eins og að borða popp á morgn-
ana. Passar einfaldlega ekki. Ég
reyni nú samt að fara
öðru hverju í kvik-
myndahúsin. Síðast
sá ég Djöflaeyjuna
og skemmti mér mjög vel. Mér
fannst myndin góð og leikararnir
ekki síðri. íslenskar myndir geta
verið mjög góðar og það er synd
að það skuli ekki vera
hugsað betur um þessa
grein hér á landi. Það er
alltaf verið að telja
þessa smáaura sem
kastað er í íslenska
kvikmyndagerð. Það
er alls ekki nógu
gott.
-ilk
Barb
Wire
Aðdáendur
Strandvarða-
skutlunnar
Pamelu Andí
son láta sig c
ugglega ha
það að horfa
Barb Wire o
ar en einu sinni, enda má segja að
myndin sé skrifuð og gerð fyrir
Pamelu, sem sýnir á sér fagran
kroppinn í tíma og ótíma. Barb
Wire er spennumynd um kalda og
klára stúlku sem ekki þolir að karl-
menn kalli hana „vinan“. Hún er
mannaveiðari, sem einnig rekur
rosalegan töffarabar. Þegar fyrram
kærasti biður hana um að hjálpa
sér í baráttu gegn spilltum stjómar-
her slær hún til og þaö munar um
minna þegar stúlkan sú arna tekur
til hendinni.
Háskólabíó gefúr út Barb Wire 21.
október og er hún bönnuð bömum
innan 16 ára.
Mighty
Aphrodite
Mighty Ap-
hrodite er nýjasta
kvikmynd snill-
ingsins Woody
Allens og í henni
leikur Allen
íþróttafrétta-
manninn Lenny,
sem hefur ættleitt dreng. Þar sem
hann telur drenginn mikinn gáfu-
mann þá leggur hann út í leit að
móðurinni og býst við að hún hljóti
að vera í efri stigum þjóðfélagsins.
Það kemur honum því ekki litið á
óvart þegar hann kemst að því að
móðir drengsins er gleðikona. Eins
og Woody Allens er von og vísa fer
hann ekki troðnar slóðir og má geta
þess að grískur kór kemur mikið
við sögu í myndinni. Mia Sorvino
sem leikur gleðikonuna fékk ósk-
arsverðlaun fyrir leik sinn í mynd-
inni. Margir góðir leikarar koma
fram, má þar nefna F. Murray Abra-
ham, Claire Bloom, Helen Bonham
Carter, Peter Weller og Olympia
Dukakis.
Skífan gefur út Mighty Aphrodite
23. október og er hún leyfð öhum
aldurshópum.
M|{ iHTY ATHfiOt'IK
1
i m
| h ■ ***
Amnesia
Amnesia er
dramatísk
spennumynd um
prestinn Paul
KeUer sem er
kvæntur en á í
eldheitu ástar-
sambandi við
kennara sonar
síns, Veronicu. í
mikiUi togstreitu
á miUi sektarkenndar og ástar til
Veronicu tekur hann þá ákvörðun
að setja eigin dauða á svið. Með því
móti getur hann hafið nýtt líf með
hjákonunni. Ekki tekst betur tU en
svo að í sviðsetningunni dettur
hann á grjót og missir minnið.
Presturinn álpast inn á hótel þar
sem hann hafði átt ástarfúndi með
Veronicu. Þar ræður ríkjum kona
sem notfærir sér minnisleysi hans
tU að gera hann að elskhuga sínum.
Aðalhlutverkin i Amnesia leika
John Savage, Ally Sheedy og SaUy
Kirkland.
Stjörnubíó gefur út Amnesiu 22.
október og er hún bönnuð börnum
innan 16 ára.