Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Page 9
JLlV MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996
Hljómgæfli
hljómtækja
- af hverju þau hljómuðu betur í búðinni
Varstu að kaupa þér græjur og
ert ekki nógu ánægður? Hljómuðu
þær kannski miklu betur í búðinni?
Ef svo er þá ert þú ekki einn um
vandamálið heldur er það vel þekkt.
Vissulega er munur milli hljóm-
burðar í verslununum og á heimil-
um en vandinn liggur einnig í því
að sýningartækin í versluninni hafa
verið notuð áður á meðan þín þurfa
að „hita sig upp“, ef svo má segja.
Hvers vegna þurfa hljómtæki
upphitun? í fyrsta lagi vegna þess
að geislaspilarar og sérstaklega
magnarar eru viðkvæmir fyrir hita-
sveiflum og þurfa að aðlaga sig
þeim, enda þarf ekki miklar sveiflur
til að tóngæðin breytist verulega.
Þegar geislaspilari skiptir t.d. um
umhverfi er hljómurinn oft mjög
harður í byrjun en mildast síðan
með notkun.
Ein aðferð við upphitun hljóm-
tækjanna er að hafa þau alltaf í
gangi þótt ekki sé verið að nota þau.
Þannig viðhelst sá varmi í tækjun-
um sem tryggir hljómgæði.
Spilun allan
sólarhringinn
En málin verða flóknari þegar
kemur að hátölurum sem eru sam-
ofnir úr vélrænum og rafrænum
pörtum sem í raun hafa ólíkar þarf-
ir. Hvemig er þá einfaldast að koma
tækjunum í fyrsta flokks ástand? Sé
ekkert verið að flýta sér mun þetta
allt koma hægt og rólega sé spilað af
tækjunum nokkra stund á hverju
kvöldi í nokkrar vikur. En sé þolin-
mæði til þess ekki fyrir hendi má
flýta fyrir hlutunum með því að láta
geislaspilarann vera stöðugt í notk-
un dag og nótt. Sömuleiðis má fá
gott „sánd“ í magnara og hátalara
með því að hækka töluvert upp í há-
tölurunum og stilla geislaspilarann
á sífellda endurtekningu. Til að
losna við að nágrannamir hringi á
lögregluna má þagga niður í hátöl-
urunum með þvi að skipta plús- og
mínus-tengingum sitt á hvað og láta
þá síðan snúa saman. Og svona til
að setja punktinn yflr iið þá er
harla gott að breiða sæng yflr há-
talarana svona nokkra klukkutíma
á kvöldi. Þeir sem þekkja til segja
að þá verði hljómurinn eins og
hann gerist hvað bestur. -ggá
tækni 2=
■
Besta ráöiö til aö fá hiö eina sanna „sánd“ út úr hátölurunum er aö vefja þá
inn í sæng nokkra tíma á kvöldi.
Hin góðkunna búð Bræðumir
Ormsson bjóða nú upp á fjölda nýj-
unga frá margverðlaunuðum fram-
leiðendum eins og Pioner og Sharp.
í raun má segja verslunin bjóði upp
þrjár spennandi nýjungar og að
minnsta kosti ein þeirra markar
nokkur tímamót í þróun og sölu
hljómflutningstækja fyrir almenn-
ing.
Tekið upp á geisladiska
Geislaspilarar em vinsæl tæki og
era nú til á flestum heimilum. Þeir
hafa því tekið við af gömlu plötu-
spilurunum sem rykfalla nú i
geymslum út um allt land. Notkun-
armöguleikar geislaspilara hafa
hingað til verið takmarkaðir við af-
spilun en nú er komið að þvi að
hver sem er getur tekið upp á geisla-
disk. Japanski hljómtækjafyrirtæk-
Nýr myndvarpi
Verslunin býður upp á upp nýja
tegund myndvarpa frá Sharp.
Myndarpinn býöur upp á mjög góða
upplausn, með honum fylgir fjars-
týring. Hann vegur um 11 kíló og
þar af leiðandi má setja hann á borð
eða upp í loft.
Frá Pioneer kemur ný hljóm-
tækjastæða sem tekur aÚt að 25
geisladiska í einu. Hún er af gerð-
inni PD-F25 og er hönnuð fyrir ungt
fólk sem vill fyrirferðarlitlar en
kraftmiklar græjur. Hátalamir era
búnir nýrri Power Bass tækni sem
gerir mjög smáum hátölurum kleift
að gefa mikinn kraft og góðan
bassahljóm.
Samantekt: -JHÞ
ið Pioneer býður nú upp á geisla-
spilara sem býður upp á þann ein-
staka möguleika að hægt er að taka
upp á geisladiska. Hann hefur þegar
verið verðlauanaður af EISA (sem
eru samtök evrópskra fagtímarita á
þessu sviði) og fékk einnig hin virtu
bresku hljómflutningsverölaunin
(British Hi-Fi Awards fyrir 1996.
Spilarinn sem er af gerðinni PDR-05
þykir afar einfaldur í notkun. Sem
dæmi um notkunarmöguleika er að
á hann er hægt að taka efni upp af
segulbandsspólum og plötuspÚur-
um. Þannig geta foreldrar sett tal
ungbama yfír á geislaspilara eða
bjargað verðmætri tónlist sem þeir
eiga einungis á vínylplötum. Fag-
menn geta einnig notað sér tækið.
Þeir sem hafa áhuga er einfaldlega
bent á að heimsækja Bræðuma
Ormsson á Lágmúla 8.
Hátalarnir viö nýju PD-F25 stæö-
unni eru fyrirferöarlitlir eins og
stæöan sjálf. Þeir eru búnir nýrri
Power Bass tækni sem gerir þá afar
kraftmikla.