Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996
28 jtækni_____________________________________
iz <
Sjónvarpsmiðstöðin:
Vandlátir neytendur
vilja góðan hljóm
- segir Ólafur Már Hreinsson
i „Það sem er nýjast og eftirsóttast
hjá okkur eru heimabíókerfí frá
framleiðendum eins og Hitachi sem
nýta sér Dolby Pro Logic hljóðkerf-
ið. Það má segja að þróunin í mynd-
gæðum sé að mestu leyti komin eins
og langt og hún kemst í bili en nú er
framþróunin i hljómgæðum," segir
Ólafur Már Hreinsson hjá Sjón-
varpsmiðstöðinni.
Bíó inn í stofu
Ólafur segir að heimabíó sé að
einhverju leyti að koma í staðinn
fyrir hefðbundin kvikmyndahús.
„Þetta er auðvitað gott fyrir mynd-
bandaleigumar enda er það stað-
reynd að spólumar sem verið er að
leigja eða selja eru með góðum
“■ hljóm sem heimabíókerfin nýta
sér,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs er
breski markaðurinn kominn lengst
á þessu sviði. „Þar em um það bil
átta af hverjum tíu seldum sjón-
varpstækjum með þessa tækni og
það er engin ástæða til að ætla ann-
að en að svo verði einnig hér á
landi. íslendingar em svo nýjunga-
gjamir og snöggir til. Það kemur
okkur líka vel að stærsta hönnunar-
deild Hitachi er bresk. Því koma
nýjungarnar fljótt hingað,“ segir
»Ólafur.
Sjónvarpsmiðstöðin býður upp á
tvö heimabíótæki frá Hitachi. Fyrst
má nefna tegundina sem er þannig
úr garði gerð að hátalakerfið er inn-
byggt i sjónvarpið en það skilar full-
komnum Dolby Pro Logic hljómi
eins og hann myndi hljóma úr fimm
hátölumm. Svo er útfærsla með
fimm hátölurum. „í fyrmefndu teg-
undinni er tölva sem tryggir að
hljómurinn nær heimabíógæðum.
Hún gefur neytandanum möguleika
á því að kaupa sér ódýrara tæki í-
byrjun sem hann getur prófað og
svo keypt dýrara hljóðkerfi ef hon-
um sýnist svo.“
Meira af Dolby
Pro Logic
Fleiri framleiðendur en Hitachi
hafa tekið hljóðkerfið Dolby Pro
Logic upp á sína arma. Þannig hef-
ur Akai hafið framleiðslu á tveimur
tegundum af Dolby Pro Logic hljóm-
flutningssamstæðum. „Fyrir ein-
ungis tveimur mánuðum vorum við
að selja sambærilegar hljómflutn-
ingssamstæður, sem vom reyndar
ekki eins öflugar, á um það bil 90
þúsund krónur. Nú er verðið á
AKAI-tækjunum komið niður í um
það bil 65-75 þúsund krónur. Reynd-
ar er þróunin öll á þá leið að neyt-
endur fá æ meira fyrir peningana
sína,“ segir Ólafur.
Það er fleira á döfinni fyrir AKAI.
Nú koma öll tækin frá fyrirtækinu
með þeim möguleika að spila banda-
ríska NTSC-kerfið ásamt því að
spila evrópska PAL-kerfið. Frá
AKAI kemur einnig myndbands-
tæki með Dolby Pro Logic magnara
með tveimiu- þráðlausum hátölur-
um. Ólafúr segir reyndar að það
tæki sé það eina sinnar tegundar í
framleiðslu. „AKAI setti svona tæki
á markaðinn fyrir um það bil átta
árum en þá var hann ekki undir
þessa tækni búinn. Nú hefur AKAI
endurbætt þetta stórlega og sett á
markað,“ segir Ólafur. Einnig hefur
AKAI keypt sjónvarpsframleiðslu-
deild NOIÖA og snemma á næsta
ári ætlar fyrirtækið að koma fram
með nýja sjónvarpslínu sem er
byggð á framleiöslu NOKIA. „Þetta
varður í fyrsta sinn sem AKAI kem-
ur fram með sína eigin sjónvarps-
línu og verður spennandi að sjá út-
komuna,“ segir Ölafur.
Sjónvarpið heldur sínu
Þýski framleiðandinn Grundig er
kominn fram með nýja hönnun á
sjónvörpum. Um er að ræða 42
tomma sjónvarp sem er einungis 10
sentímetra djúpt og ekki með mynd-
lampa. „Þetta tæki er það þynnsta á
markaðnum og í Bandaríkjunum
hefur það slegið í gegn hjá tölvueig-
endum. Það er miklu þægilegra að
hafa tölvuskjáinn uppi á vegg held-
ur en plássfrekan skjá á skrifborð-
inu,“ segir Ólafur. Að hans sögn
hefur tekist að leysa tæknileg
vandamál, eins og til dæmis að
„blindir" blettir voru á skjánum
þegar horft var á hann frá hlið.
Þetta er liðin tíð og nú býður
Grundig þessi tæki með Dolby Pro
Logic hljóðkerfi.
Margir hafa spáð því að tölvubylt-
ing undanfarinna ára leiði til þess
að sjónvarpið sameinist tölvunni.
Ólafur efast um það. „Á þeim sýn-
ingum sem ég hef sótt erlendis að
undanfomu segja flestir ólíklegt að
það gerist. Fólk virðist vilja tengja
þessa miðla við ólíka hluti og vill
upplifa þá í hvorn í sínu lagi. Tölv-
an er í hugum fólks vinnutæki en
sjónvarpið er hrein afþreying sem
maður slakar á við inni í stofu. Það
em helst unglingarnir sem era í
þessum hugleiðingum,“ segir Ólaf-
ur. Á þessu era reyndar undantekn-
ingar, eins og til dæmis nýja sam-
stæðan frá Kolster. Þar er tölva,
sjónvarp og myndbandstæki í sömu
samstæðunni. Skjárinn er ýmist 29
eða 32 tommur og fjarstýringin er í
rauninni þráðlaus mús. Tölvan er
100 megarið og með geisladrifi, svo
eitthvað sé nefnt. „Svona samstæð-
ur eru helst ætlaðar mjög tækni-
sinnuðu fólki,“ segir Ólafúr.
-JHÞ
Raftækjaverslun Islands:
Góð vara á mjög góðu verði
- er okkar sárstaða, segir Jónas Guðmundsson
Jónas Arason hjá Raftækjaverslun fslands segir neytendur kröfuharðari en áður.
- „Það er greinilegt að neytendur
leggja mikil áherslu á gæði og þeir
vanda sig mun betur en þeir gerðu
áður við sín kaup,“ segir Jónas
Guðmundsson hjá Raftækjaverslun
íslands.
Mikil áhersla
á heimabíóin
Að hans sögn er mikið spurt um
heimabíóin. „Þetta er það sem fólk
er að spá í, það má segja að mynd-
gæðin séu komin upp í það sem þau
geta komist i en núna er áherslan á
að bæta hljóðið. Með þessum heima-
bíósettum má eiginlega segja að
stofusófinn sé kominn inn í bíósal,“
vegir Jónas. Raftækjaverslun ís-
lands býður upp ó heimabíókerfi frá
japanska framleiðandanum Sansui.
Með því að setja upp heimabíósett
er fólk í rauninni ab setja stofu-
sófann inn í miðjan bíósal, að sögn
Jónasar Arason hjá Raftækjaversl-
un fslands.
þessi kerfi hafa Dolby Pro- Logic
hljóðkerfi með fimm hátölurum.
Tveir era að framan, tveir að aftan
og einn í miðjunni. Verðin á þess-
um tækjum munu vera afar mis-
munandi eftir því hvað sé keypt.
Það er erfitt að lýsa kostum
heimabíósins í prentuðu máli en
áhugasömum er bent á að horfa á
myndir eins og Jurassic Park í
heimabiókerfi. í atriðinu í þeirri
mynd þar sem risaeðluhjörðin flýr
undan ráneðlu er hljómurinn svo
raunverulegur að áhorfandanum
langar helst að leggja á flótta með
eðlunum.
Mikið úrval
í Raftækjaverslun íslands er boð-
ið upp á fjölda hljómtækjasamstæða
af ýmsum gerðum og þar má nefha
gæðamerki eins og AKAI, Sansui og
Philips. Ennfremur býður verslunin
upp á mikið úrval sjónvarpstækja
og segir Jónas að það sem sé nýjast
á döfinni þar séu tæki frá Hitachi.
„Þar erum við að bjóða 28“ sjónvörp
með öllu fyrir einungis um 80 þús-
und,“ segir Jónas.
Áhersla á gæði
og endingu
Jónas segir að almennt leggji
neytendur mesta áherslu á að þeir
séu að kaupa hluti til langframa.
„Um daginn kom maður hingað
með magnara í viðgerð sem hann
keypti fyrir 22 áram, þannig held ég
að fólk vilji hafa þetta. Það er einnig
að átta sig á því að það þarf að
borga aukalega fyrir gæðin en það
borgar sig þegar til lengri tíma er
litið,“ segir Jónas. Hann segir að
við þetta bætist að almennt séð séu
neytendur fróðari um þau tæki sem
þeir séu kaupa en áður. „Þetta
stafar bæði af fjölmiðlaumfjöllun og
því að fólk er einfaldlega að læra.
Geisladiskatæknin hefur til dæmis
verið til staðar fýrir hinn almenna
neytanda í 10 - 15 ár og menn hafa
einfaldlega lært að hljómurinn í
diskunum er hreinn og tær,“ segir
Jónas.
Að hans sögn er erfiðara fyrir þá
sem selja sjónvörp og myndbands-
tæki að skapa sér sérstöðu á mark-
aðunum en áður, til dæmis séu
margir að selja sömu vörumerkin.
„Það era til dæmis engin einkaum-
boð eftir svo að heitið getur. Okkar
sérstaða er einfaldlega sú að við
bjóðum góða vöra á mjög góðu
verði,“ segir Jónas að lokum.