Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Síða 4
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
ísland
-plöturog diskar—
| 1.(1) Allar áttir
Bubbi Mortens
t 2. (10) Merman
Emilíana Torrini
| t 3. (13) Seif
Páll Oskar
| 4. ( 4 ) Kvöldið er okkar
Ingimar Eydal
| t 5. ( - ) Secrets
Toni Braxton
I 6. ( 3 ) Pottþótt 5
Ýmsir
| 7. ( 5 ) Sígildar sögur
Brimkló
t 8. ( 9 ) Anthology vol 3.
Beatles
t 9. (12) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
| 110. (20) Older
George Michael
111. ( 6 ) Coming Up
Suede
112. ( - ) Perlur & svín
Todmobile
113. ( 7 ) From the Muddy Banks
Nirvana
(| 14. ( 2 ) Falling Into Me
Celine Dion
i 15. ( 8 ) Djöfiaeyjan
Ur kvikmynd
116. (17) Stone Free
Úr leikriti
117. (-) Pottþétt6
Safnplata
118. ( - ) Moop Deop
Hell on Earth
i19. (15) New Adventures
REM
120. ( -) Pinkerton
Weezer
London
| 1. (1 ) What Becomes of the Broken....
Robson Green & Jerome Flynn
| Z ( 2 ) Say You'll be There
Spice Girls
t 3. (3) IfYouEver
East 17
t 4. ( - ) Stranger In Moscow
Michael Jackson
| 5. ( 5 ) Un-Break My Heart
Toni Braxton
t 6. (- ) One & One
Robert Miles
t 7. (- ) Hillbilly Rock Hillbilly Roll
Woolpackers
t 8. ( - ) ril Never Break Your Heart
Backstreet Boys
Í 9. ( 7 ) You're Gorgeous
Baby Bird
i 10. ( 6 ) I Belong To You
Gina G
NewYork
-lög-
| 1. ( 1 ) No Diggity
Blackstreet
| 2. ( 2 ) It's All Coming back to Me now
Celine Dion
t 3. ( 5 ) Un-Break My Heart
Toni Braxton
| 4. ( 4 ) Macarena (Baysidc Boys Mix)
Los Del Rio
i 5. ( 3 ) I Love You Always Forever
Donna Lowis
t 6. ( 7 ) Mouth
Merril Bainbridge
t 7. (10) Nobody
Keith Sweat Featuring Athena.
t 8. (- ) Pony
Ginuwine
i 9. ( 8 ) Where Do You Go
No Mercy
Í 10. ( 6 ) This is For The Lover in You
Babyface Feat, LL Cool J.....
Bretland
-plöturog diskar -
(-) Spice
Spice Girls
( 2 ) Blue IsThe Colour
The Beautiful South
( - ) Around The World-The Journy....
East 17
( 3 ) Greatest Hits
Simply Red
(1 ) A Different Beat
Boyzone
( 5 ) Falling Into You
Celine Dion
( 6 ) Ocean Drive
Lighthouse Family
(- ) If We Fall In Love Tonight
Rod Stewart
( 8 ) Recurring Dream-The very Best
Crowded House
(10) Spiders
Space
Bandaríkin
-—..— plötur og diskar—
t 1. (- ) Anthology 3
The Beatles
t 2. ( - ) Ironman
Ghostface
i 3. (1 ) Best of Volume 1
Van Halen
t 4. (- ) Tha Hall of Game
E-40
Í 5. ( 4 ) Falling Into You
Celinc Dion
t 6. (- ) The Day
Babyface
| 7. ( 7 ) Tragic Kingdom
No Doubt
Í 8. ( 6 ) The Moment
Kenny G
Í 9. ( 2 ) Bow Down
Westside Connection
«10. ( 3 ) Trial By Fire
Journy
Forsprakkarnir fara hvor sína leið:
og geimverur
Þaö hefur vart farið fram hjá nokkrum tónlistaráhugamanni
að hljómsveitin Jet Black Joe hætti störfum fyrr á þessu ári.
Forsprakkar hljómsveitarinnar voru þeir Gunnar Bjarni gítar-
leikari og Páli Rósinkranz söngvari. Gunnar Bjarni segir
áhugaleysi Páls á hljómsveitinni hafa varað í þónokkurn tíma
áður en hljómsveitin hætti. Páll Rósinkranz segir hins vegar:
„Hljómsveitin hætti þegar ég frelsaðist." Báðir gefa þeir út
plötur fyrir þessi jól, hvora af sínum meiðnum. DV skyggnd-
ist aðeins inn í hugarheima þessara fyrrum félaga sem eru
nú eins og svart og hvítt.
Iðríst því guðsríki
er í nánd
Páll Rósinkranz syngur lofgjörð á gospelplötu
Hugmynd um sólóplötu varð að:
JETZ
Eftir frelsun Páls Rósinkranz
fyrr á þessu ári tók lif hans nýja
stefnu. Þessi fyrrum fremsti rokk-
söngvari landsins sneri baki við
rokkinu og ólifnaðinum og syngur
nú gospel í hljómsveit sem kallar
sig Christ Gospel Band. Væntan-
leg plata með hljómsveitinni heit-
ir I Belive in You, meö gospel-
söngvum og er öll sungin á ensku.
„Ég hef vist veriö svolítill skratti
með það að syngja á ensku,“ segir
Palli og hlær viö.
Ekki endilega sólóplata
Palli segir að þrátt fyrir að nafn
hans kunni að standa framan á
umslagi plötunnar sé þetta ekki
eiginleg sólóplata hans. „Það
skiptir mig minnstu máli hvort
nafnið Páll Rósinkranz fær at-
hygli eöa ekki. Þessi plata er lof-
gjörð um Drottin Jesú, frelsarann.
Á þessari plötu er það hans nafti
sem skiptir máli, ekki mitt.“
Páll segir almenning hafa tekið
frelsun sinni á einkennilegan
hátt. Það virðist ekki vera mjög
vinsælt að dásama Guð, jafnvel
þótt rúmlega 90% landsmanna séu
kristip að nafni til. Um leið og ég
frelsaðist leit fólk allt í einu á mig
sem ofstækismann. Ég legg til að
þetta sama fólk líti aðeins í kring-
um sig, sjái ofbeldið, klámið og
ólifnaðinn. Það er skorturinn á
guðsdýrkun sem hrjáir þjóðfélag-
ið, ekki sjálf dýrkunin," segir Páll.
Ég tek mjög skýra afstöðu við
kynningu þessarar plötu. Mín
skilaboð eru: Iðrist, því guðsríki
er i nánd.“
Popparagospel
Lögin sem valin voru á plötuna
eru komin úr ýmsum áttum og
eiga það flest sameiginlegt að vera
fárödduð, frekar blúsuð gospellög.
Stór kór syngur aðeins í einu
þeirra. Það er því tví- til fjórrödd-
uð rödd Páls sem fær að njóta sín
til fullnustu. Auk Christ Gospel
Band fékk Páll nokkra lands-
þekkta poppara til að spila og
syngja inn á plötuna. Má þar á
meðal nefna KK, Andreu Gylfa-
dóttur, Þorvald Bjarna Þorvalds-
son, Stefán Hilmarsson og Eyjólf
Kristjánsson.
Köllun í lífinu
Gospeltónlist hefur alltaf verið
talin kraftmikil lofgjörð til Drott-
ins og fólk þekkt fyrir að sleppa
sér algerlega, jafht við áheyrn
hennar sem flutning. Þessum
merkjum tónlistarinnar segir Páll
haldið á lofti á þessari fyrstu
gospelplötu söngvarans. „Þetta er
góð tónlist," segir Páll, „tónlist
sem ég var alinn upp við.“ Hann
segist ekki sjá eftir tímabilinu
með Jet Black Joe en sé nú búinn
aö finna sína köllun í lífinu. „Ég
lærði mikið á þessu tímabili og sé
ekki eftir því, en hvernig getur
fólk lifað án Jesú?“ spyr þessi
fyrrum rokkstjama sem nú hefur
snúið sér að trúboði með sínum
guðsgefnu hæfileikum.
-GBG
Eftir að Jet Black Joe hætti form-
lega störfum hóf Gunnar Bjami gerð
sólóplötu sem átti um tíma að vinn-
ast í skóla erlendis. Eitt lag með
honum einum, undir nafhinu Jet
Black, kom út í sumar á safnplöt-
unni Drepnir. Gunnar Bjami hætti
hins vegar við skólann, kom heim
og lauk upptökum í samstarfi við
bræðurna Kristin og Guðlaug Júní-
ussyni, en nú mynda þessir þrír ein-
staklingar hljómsveitina Jetz og eru
að gefa út sína fyrstu plötu sem ber
nafn hljómsveitarinnar.
Þetta er besta platan...
..sem ég hef gefið út hingað til,“
segir Gunnar Bjarni og virkar
ánægður með lífið og tilveruna, laus
úr Jet Black Joe. Hann segir sig og
Palla lengi hafa stefnt sinn í hvora
áttina. Um örlög hinna í Jet Black
Joe er það að segja að Hrafn og
Jonni eru þegar komnir í önnur
verkefni en Starri er enn að jaftia
sig eftir rafstraum sem hann fékk úr
spilakassa í Amsterdam.
Á nýju plötunni eru ýmsir gestir,
þar á meðal söngkonumar Móeiður
Júníusdóttir, Heiðrún Anna Björns-
dóttir, Kate Nelson (dóttir Willy sem
Gunnar Bjami hitti erlendis) og
Ragga Dís, en Gunnar Bjarni á meg-
inhluta söngs og öll lög nema eitt á
plötunni. Honum láðist hins vegar
að ná nafni níu ára gamallar söng-
konu sem túlkar Pál R. í laginu
Since Theyre here. Hún söng lagið
fyrir tvo ísa og fékk þar af leiðandi
nafhið Litli ís-álfurinn. Þess má hins
vegar geta að hljómsveitinni væri
mikill greiði gerður ef eihhver til-
kynnti henni nafh þessarar ungu
söngkonu.
Geimverur og ungverskar
klámmyndir
Jetz hélt útgáfuteiti í Tunglinu
fyrir stuttu en þar voru það ung-
verskar klámvídeómyndir sem
myndskreyttu veggi við undirleik
hljómsveitarinnar. „Kristinn og
Gulli eiga yfir 200 klámmyndir og ég
hef hreinlega smitast af þessari
bakteríu þeirra," segir Gunnar
Bjami, en einhver kom þeim
orðrómi af stað í Tetriz að leikararn-
ir í myndinni væru íslenskir. Fólk
hefur því litið á okkur upp á síðkast-
ið sem kvikmyndaframleiðendur
sem við erum ekki, aðeins áhuga-
menn,“ samsinna strákamir.
Gunnar segir strákana líka lið-
tæka lygara og vottur af því kom
fram í viðtali sveitarinnar við DV.
Hlutir voru sagðir sem ekki verður
vitnað í. Spurður um trú sína segist
Gunnar Bjarni gæla við þá hug-
mynd þessa dagana að mennimir
séu annaðhvort geimverur eða
komnir af geimverum og bíði nú eft-
ir ferðinni heim (annar tónn en hjá
hans fyrri félaga). Félagar hans í
Jetz taka dræmt undir þetta en liðs-
heildin leynir sér ekki í þessari ný-
stofnuðu hljómsveit sem Gunnar
Bjami ítrekar að hafi búið til eina
bestu plötu sem hann hefur komið
nálægt.
Um það hvort Jetz fylgi eftir vin-
sældum Jet Black Joe verður ekkert
spáð. Þar kemur hlustandinn til
skjalanna og það ert þú! -GBG
Fokkabillyhandið kemur saman
Brim í MH
Föstudaginn 15. nóvember og laug-
ardaginn 16. mun Rokkabillyband
Reykjavíkur koma saman á Sjallanum
á ísafirði. Um verður að ræða upphaf-
lega liðsskipan þessarar fornfrægu
sveitar. Það verða því engir aðrir en
Bjöm Vilhjálmsson kontrabassaleik-
ari, Tómas Tómasson söngvari og
Fúsi Óttarsson trommuleikari sem
skemmta ísfirðingum um helgina.
Óvíst er hvenær sveitin kemur saman
aftur og því er tilvalið fyrir þá sem
hafa áhuga að láta þetta tækifæri ekki
fara fram hjá sér. -JHÞ
Hin svokalla brim tónlist (eða
,,Surf‘) hefur notið stigvaxandi vin-
sælda hér á landi. Verðuugir fulltrúar
þessarar tónlistarstefnu er hljómsveit-
in Brim. Á leiðinni er splunkuný
geislaplata frá þessum geðþekku pilt-
um og að sjálfsögðu eru þeir komnir á
fullt við að kynna gripinn. Nýja plat-
an heitir Hafmeyjar og hanastél og
geta aðdáendur brimsins hlustað á lög
af disknum í Norðurkjallara Mennta-
skólans við Hamrahlíð í kvöld. Þar
stigur Brim á stokk en meðal annarra
munu hljómsveitimar PPPönk og The
Bang Gang hita upp fyrir Brim. það
kostar 400 krónur inn en þeir sem
mæta í Hawai skyrtu fá 100 krónu af-
slátt af miðaverði.