Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Page 6
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 DV
20 |Íii helgina
^ , ———————————
VEITINGASTAÐIR
* A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., sími
| 5,65 1693. Opið 11.30-22.30 alla daga.
I A næstu grösum Laugavegi 20, sími
| 552 8410. Opið 11.30-14 og 18-22 vd.,
:j 18-22 sd. og lokað ld.
Amigos Tryggvagötu 8, sími 511
p 1333. Opið 17.30-22.30 virka daga og
sd, 17.30-23.30 fd. og ld.
Argentína Barónsstíg lla, sími 551
jj 9555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
S Asía Laugavegi 10, sími 562 6210.
Opið 11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd.,
11.30- 23.30 fd. og ld.
Askur Suðurlandsbraut 4, sími 553
í 8550. Opið 11-22 sd.-fid., 11-23.30 fd.
og ld.
Banthai Laugavegur 130, sími 552
jf 2444. Opið 18-22 mán. til fim. og
I 18-23 fós. til sun.
Café Opera Lækjargötu 2, sími 552
f 9499/562 4045. Opið 18-1 fd. og ld.,
11.30- 1 v.d.
Caruso Þingholtsstræti 1, sími 562
I 7335. Opið sun.-fim. 11.30-23.30. Fd.
ogld. 12.-2.
Carpe Diem Rauðarárstíg 18, sími
I 562 3350. Opið 11-23 alla daga.
Hard Rock Café Kringlunni, sími
} 568 9888. Opið 11.45-23.30 md.-ld.,
j 12-23.30 sd.
i Hornið Haftiarstræti 15, sími 551
\ 3340. Opið 11-23.30 alla daga.
5 Hótel Borg Pósthússtræti 11, sími
j 551 1440. Opið 8-23.30 alia daga.
I Hótel Holt Bergstaðastræti 37, sími
I 552 5700. Opið 12-14.30 og 19-22.30
| v.d., 12-14.30 og 18-22 fd. og ld.
}s Hótel Loftleiðir Reykjavikurflug-
velli, sími 552 2322. Opið í Lóninu
0-18, í Blómasal 18.30-22.
,< Hótel Oðinsvé v/Oðinstorg, sími 552
J 5224. Opið 12-15 og 18-23 v.d., 12-15
>j og 18-23.30 fd. og ld.
N Hótel Saga Grillið, sími 552 5033,
Súlnasalur, sími 552 0221. Skrúður,
j sími 552 9900. Grillið opið 19-22.30
} alla daga, Súlnasalur 19-3 ld., Skrúður
j 12-14 og 18-22 alla daga.
Humarhúsið Amtmannsstíg 1, sími 561
?303. Opið 10-23.30 v.d., 10-1 ld. og sd.
Italía Laugavegi 11, sími 552 4630.
Opið 11.30- 23.30 alla daga.
Jónatan Livingston Mávur
} Tryggvagötu 4-6, sími 551 5520. Opið
17.30- 23 v.d., 17.30-23.30 fd. og ld.
Kinahofíð Nýbýlavegi 20, sími 554
5022. Opið 17-21.45 v.d., 17-22.45 fd„
ld. og sd.
Kína-húsið Lækjurgötu 8, sími 551
1014. Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d.,
J 17.30-23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd.
I Kinamúrinn Laugavegi 126, sími
í 562 2258. fd„ ld„ sd. 11-23. má.-fi.
11-22.00.
Kofí Tómasar frænda Laugavegi 2,
sími 551 1855. Opið 10-01 sd.-fi. og
11-03 fd. og ld.
Kringlukráin Kringlunni 4, simi 568
0878. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og ld.
Lauga-ás Laugarásvegi 1, sími 553
J 1620. Opið 11-22 og 11-21 um helgar.
La Primavera Húsi verslunarinnar,
p sími 588 8555. Op. 12.00-14.30,18-22
v.d„ 18-23.00 fd„ 18-23.30 ld„ 18-22 sd.
Las Candilejas Laugavegi 73, sími
562 2631. Opið 11-24 alla daga.
Lækjarbrekka Bankastræti 2, sími
J 551 4430. Opið mán.-miðvd.
1 11.00-23.30, fim.-sd. 11.00-0.30.
Madonna Rauðarárstíg 27-29, sími
562 1988. Opið 11.30-23.30 alla daga.
Marhaba Rauðarárstíg 37, sími 562
6766. Opið aUa daga nema md.
11.30-14.30 og 17.30- 23.30.
Naustið Vesturgötu 6-8, sími 551
7759. Opið 12-14 og 18-01 v.d„ 12-14
og 18-03 fd. og ld.
IOpera Lækjargötu 2, sími 552 9499.
Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id.
Notre Dame efri hæð Ingólfskaffi,
Ingólfsstræti, sími 896 4609. Helgar
frá kl. 18.
Pasta Basta Klapparstíg 38, sími
561 3131. Opið virka daga frá 11.30 til
1.00 og um helgar til 3.00.
Perlan Öskjuhlíð, sími 562 0200.
Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id.
Potturinn »g pannan Brautarholti
22, sími 551 1690. Opið alla daga
j 11.30-22.
Salatbarinn hjá Eika Fákafeni 9,
sími 588 0222. Opið alla daga frá kl.
11.30.-20.30. nema ld. frá 11.30.-16.
Lokað á sunnudögum.
Samurai Ingólfsstræti la, sími 551
7776. Opið v.d. 18-22, fd„ ld„ 18-23.
Siam Skólavörðustíg 22, sími 552
8208. Opið 18-22 v.d„ 18-22.30 fd. og
} ld. Lokað á md.
Singapore Reylgavíkurvegi 68, sími
555 4999. Opið 18-22 þd.-fimmtud.
18-23 fd.-sd.
Sjanghæ Laugavegi 28, simi 551 6513.
Opið 11.30-23.30 v.d„ 12-22.30 sd.
} Sjö rósir Sigtúni 38, sími 588 3550.
j Opið 7-23.30 alla daga.
jí Skólabrú Skólabrú 1, sími 562 4455.
:} Opið frá kl. 18 alla daga. Opið í hádeg-
| inu.
}j Steikhús Harðar Laugavegi 34, sími
551 3088. Opið 11.30-21 v.d. og sd„
11.30-23.30 fd. og ld.
Thailand Laugavegi 11, sími 551
8111 og 551 7627. Opið 18-22 alla daga.
* Tilveran Linnetsstíg 1, sími 565
} 5250. Opið 11-23 alla daga.
í Veitingahúsið Esja Suðurlands-
braut 2, sími 568 9509. Opið 11-22
alla daga.
5 Verdi Suðurlandsbraut 14, sími 581
S 1844. Opið md.-fd„ 11.30-22 og
j fd.-sd.ll.30-23.
I Við Tjörnina Templarasundi 3, sími
651 8666. Opið 12-14 og 18-22.30
I md.-fd„ 18-23 ld. og sd.
: Viðeyjarstofa Viðey, sxmi 568 1045
og 562 1934. Opið fimmtud - sunnud.
1 Kaffistofa opin 14-17. Veitingasalur
j} opinn 18-23.30.
Vitabar Bergþórugötu 21, sími 551
7200. Opið 15-23.30 v.d„ 12-02 aðra.
íslandsmeistaramót í vaxtarrækt:
Pitsur og ís í hillingum
- mikil dramatík hjá keppendum, segir Daníel Olsen mótsstjóri
Nína Óskarsdóttir og Vilhjálmur Hauksson þurfa ekki að skammast sín fyrir vöxtinn en þau munu bæöi keppa um
íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn.
DV-mynd JAK
Búist er við húsfylli í Loftkastal-
anum á sunnudaginn. Þar mun
fara fram íslandsmeistaramótið í
vaxtarrækt og að sögn Daníels
Olsens mótsstjóra hefur mótið
aldrei verið glæsilegra. Keppendur
hafa heldur aldrei verið fleiri en nú
munu 35 manns sýna myndarlegan
vöxt sinn.
„Áhuginn er mikill hjá fólki sem
vill fylgjast með en hvergi er hann
þó meiri en hjá keppendunum sjálf-
um sem búnir eru að æfa stíft í
marga mánuði fyrir keppni. Fólk
æfir 3 til 4 tíma á dag og jafnvel
meira og reynir að brenna allri
þeirri fitu sem til er til að geta sýnt
betur þá vöðva sem það er búið að
vera að þjálfa upp árum saman,“
segir Daníel.
„Oj, ég myndi ekki vilja
vera svona"
„Eitt það skemmtilegasta í þessu
er að tveir keppendur geta verið
jafngóðir viku fyrir mót en gjör-
breyttir á mótsdegi. Þá hefur öðr-
um aðilanum gengið betur að losna
við vatn úr líkamanum en það er
alveg nauðsynlegt. Fólk segir oft:
„Oj, ég myndi ekki vilja vera
svona,“ en svona er enginn dags
daglega. Þessu ástandi er mikil
kúnst að ná og það er virkilega
erfitt að halda því. Galdurinn við
vaxtarræktina er að enginn staður
verði út undan á líkamanum. Lík-
aminn verður að vera í réttum
hlutföllum," segir Daníel.
Kleppur hjá konunum
„Eg myndi vilja sjá fleiri konur í
þessari keppni en þetta er bara svo
erfitt fyrir þær. Miklu erfiðara
heldur en fyrir karlmenn. Þær
þurfa að skera sig niður, ná allri
fitu af sér og það er svo erfitt af því
að þær eru öðruvísi byggðar en
karlmenn. Að ganga í gegnum þetta
prógramm er fyrir konur algjör
kleppur miðað við karlmenn. Það
er þó ekki síður keppni í þessu hjá
þeim en körlunum. Nína Óskars-
dóttir er íslandsmeistari kvenna
frá því í fyrra en Margrét Sigurðar-
dóttir hefur unnið titilinn 6 sinn-
um. Hún er því búin að æfa eins og
grenjandi ljón til að endurheimta
titilinn. Guðmundur Bragason
vann titilinn í karlaflokki í fyrra
en Magnús Bess í hittifyrra og þar
er það sama uppi á teningnum og
hjá konunum. Maggi vill ólmur
endurheimta titilinn. Það er mikil
dramatík í þessu,“ segir mótsstjór-
inn.
Góðir félagar
„Ég keppti í kraftlyftingum í
mörg ár og hélt að ég væri að æfa
eina erfiðustu grein sem fyrirfynd-
ist. Svo fór ég yfir í vaxtarræktina
og komst þá að þvi að hún er miklu
erfiðari. Ef við ýkjum dæmið er
hægt að segja að á keppnisdegi
megi líkja keppendum við bensín-
lausan bíl. Þá er búið að ganga svo
á skrokkinn og neita sér lengi um
góðgæti. Pitsur og ís er farið að
sjást í hillingum. Þetta er gríðar-
lega erfitt andlega og fólk er jafnvel
alveg að gefast upp rétt fyrir
keppni. Þrátt fyrir erfiðið eru kepp-
endumir hinir mestu mátar. Það er
svo lítill hópur sem stundar þetta
þannig að vinskapurinn á milli
keppenda verður mjög góður en
löngunin til að sigra verður lika
gríðarleg," segir Daníel.
-ilk
Sirkós Skara skrípó:
Það er óhætt að segja að Skari skrípó sé orð-
inn landsþekktur enda verður hann að teljast
nokkuð kynlegur kvistur. Með grallaraskap
og óvæntum uppákomum ásamt spennuatrið-
um á landsmælikvarða leikur Skari við hvem
sinn fingur og teflir meðal annars fram hættu-
legum dýmm sér til fulltingis á sýningum.
Á morgun verður sérstök sýning fyrir böm
á sýningu þessa skrýtna manns sem sýnt er í
Loftkastalanum um þessar mundir og ber
heitir Sirkús Skara skrípó. Yngri kynslóðin
hefur sýnt Skara ótvíræðan áhuga þó svo að
sýningin hafi upphaflega verið ætluð eldra
fólki.
Öllum verður boðið í ísveislu á sýningunni
sem hefst klukkan 15.00 og búist er við fjöl-
breyttri skemmtidagskrá og miklu gríni fyrir
böm á öllum aldri.
-ilk
Skari skrípó er kynlegur kvistur.