Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Side 11
FÖSTUDAGUR 15. NOVEMBER 1996 Íil/lyndbönd 25 Money Train: saman a ný Wesley Snipes og Woody Harrel- son hcifa nú þrisvar starfað saman í sömu kvikmynd. Fyrst hittust þeir við tökur á myndinni Wildcats og hafa verið vinir siðan. Þeir þóttu síðan ná mjög vel saman í White Men Cant Jump og mættu síðan aft- ur til leiks i myndinni Money Tra- in, sem kemur í myndbandaleigur á miðvikudaginn nk. Þar leika þeir bræður(!) sem stunda saman lög- reglustörf við neðanjarðarlestir New York borgar, og er ein af skyld- um þeirra sú að vemda peningalestina sem safnar saman milljónum dollara á hverri nóttu í neðanjarðarstöðvum borgar- innar. Sem dægradvöl hugsa þeir upp leiðir til að ræna lestina. Fyrir John (Wesley Snipes) er þetta bara leikur, en í huga Charlie (Woody Harrelson) verður þetta meira en leikur og hann vill gera alvöru úr áætlunum þeirra. Samleikur þeirra er driffjöður myndarinnar og er hann beint fram- hald af kunningsskap þeirra. Um ástæður þess hversu gott tvíeyki þeir mynda segir annar tveggja framleiöenda myndcirinnar, Jon Peters: í fyrsta lagi eru þeir mjög góðir vinir. í öðru lagi hafa þeir gott tímaskyn sin á milli og það er ein- hver straumur milli þeirra. Woody er mjög fyndinn og viðkunnanlegur en hann er einnig hættulegur. Wesley er óútreiknan- legur og Vinsælt tvíeyki ur per- sónutöfra. Handrit- ið breyttist mikið vegna þess sem þeir spunnu saman á tökustað. UPPAHALDSMYNDBANDIÐ MITT Margrét Vilhjálmsdóttir Mary Poppins er uppáhaldsmyndin mín og hún verður það alltaf. Hún er stór- kostlegt fyrirbæri og það sama má segja um Lísu í Undralandi og svínið Babe. Það er óhætt að segja að ég er verulega mik- ið fyrir svona ævintýra- myndir. Ég horfi þó ekki eingöngu á svoleiðis myndir. Eig- inlega er ég með video- veikina svoköll- uðu, ég horfi svo rosalega mikið á mynd- bönd. Mér finnst nefni- lega svo gott að slaka á yfir þeim eftir leiksýning- ar. Þá kem ég dauð- þreytt heim, fæ mér eitthvað gott að borða og hreiðra svo um mig í sófanum, með sæng- ina og púðann, horfi á góða mynd og gleymi öllu öðru á meðan. Það er æðislegt. Ég er svo heppin að eiga spóluna með Lísu í Undralandi, það er að segja Disney útgáf- una, en hins vegar þarf ég að eignast spólumar með Mary Poppins og Babe. Þessar yndis- legu myndir er eig- inlega nauðsyn- legt að ég eignist af því aö ég horfi helst á þær þegar ég er döpur. Þetta eru hlutimir sem koma mér und- antekn- Wesley Snipes ólst upp í South Bronx og fór strax í leiklistarskóla þar sem unglingur. Eftir útskrift vann hann á leiksviði og tók þátt í nokkrum Broadway-sýningum áður en hann flutti sig yfir í kvikmynd- imar. Meðal fyrstu mynda hans em Wildcats, King of New York, Streets of Gold, Major League og Mo Better Blues, en ferill hans tók mikið stökk 1991, þegar tvær myndir með hon- um í aðalhlutverki náðu miklum vinsældum, en það vom New Jack City og Jungle Fever. Næstu mynd- ir hans treystu hann í sessi sem einn af helstu leikurunum í Hollywood. Eftir The Waterdance og White Men Cant Jump, þar sem hann lék með Woody Harrelson, lék hann í mestu hasarmynd sinni til þessa, Passenger 57. Næst komu The Rising Sun með Sean Connery og §óþokkahlutverk í Stallone- myndinni Demolition Man. Eftir það lék hann i Sugar- hill, Drop Zone og To Wong Foo, Thanks for Everything, Julie Newmar, áður en hann tók höndum saman við Woody Harrelson á ný í Money Train. Næsta mynd hans er The Fan, með Robert De Niro, en hún er rétt ókomin hér á landi. Fyrsta hlutverk Woodys Harrel- sons í kvikmyndum var í Biloxi Blues, en íslenskir sjónvarpsáhorf- endur kannast vel við hann í hlut verki heimska barþjónsins í Staupa steini, sem aflaði honum Emmy- verðlauna og American Comedy verðlauna. Stærsta hlutverk hans hingað til, og einnig það um- deildasta, var í mynd Oliver Stone, Natural Born Killers, þar sem hann lék samviskulausan fjöldamorð- ingja. Vilja sumir jafnvel meina að myndin hafi att áhrifagjörnu fólki til ofbeldisverka. Aðrar myndir hans sem náð hafa miklum vinsæld- um eru The Cowboy Way, white Men Cant Jump og Indecent Propo- sal. Meðal annarra mynda hans eru Doc Hollywood, L.A. Story, Wildcats, Sunchaser og Kingpin, sem nýverið var sýnd í bíóhúsum hér á klakanum. Von er á kappan- um í hlutverki fatlaða klámmynda- kóngsins Larry Flint, og gæti sú mynd orðið umdeild eins og NBK. Tökusviðið kílómetra langt New York, en ekki var hægt að taka alla myndina þar, svo að aðstand- endur myndarinnar byggðu í Los Angeles lengsta tökusvið í sögu kvikmyndanna, eftirlikingu af ýms- um neðanjarðarstöðvum i New York sem hafði fjögur brautarspor og var u.þ.b. kílómetri á lengd. Mik- ið af búnaði var fengið úr vöruhús- um lestarfélaganna, en annað var framleitt til að fylla upp í eyðumar. Enn fremur voru nokkrir lestar- vagnar fluttir frá New York til Los Angeles. -PJ rn- ar fengu að spreyta sig í sum- um þeirra og þurfti Woody Harrelson meðal annars að dingla í lausu lofti ofan af svölunum á 51. hæð Four Seasons hót- elsins og segist aldrei hafa verið hræddari á ævinni. Mikið af tökum myndar- innar fór fram í neðan- jarðarlestargöngunum í í&St Dead Presidents White Squall Hatur Dead Presidents er önnur kvik- mynd Hughes-bræðra, sem voru að- eins rétt rúmlega tví- tugir þegar þeir sendu frá sér Menace II Society, mynd sem vakti verð- skuldaða at- hygli. Dead Presidents vakti einnig athygli þeg- ar hún kom á markaðinn. Hún þyk- ir ekki jafn sterk og Menace II Soci- ety, en engu að síður athyglisverð og skrautfjöðrin í hatt þeirra bræðra. Myndin er ofbeldisfull og vert að vara sérstaklega við því að atriði geta valdið óhug hjá börmun enda var Kvikmyndaeftirlit ríkisins með myndina imdir smásjánni. Svo ótrúlegt sem það kann að vera er orðasamsetningin Dead Presidents slangur yFn dollaraseðla og er þar vísað til að forsetar prýða dollaraseðlana. Myndin fjallar um uppgjafahermenn sem skipuleggja rán á peningabíl. I þeirra hugum er þetta hið fúllkomna rán, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Sam-myndbönd gefur út Dead Presidents og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudag- ur er 18. nóvember. White Squall, sem er nýjasta kvikmynd Ridley Scotts, segir frá sönnum og dramatískum atburði sem átti sér stað snemma á sjöunda ára- tugnum. At- burðirnir hefjast haust- ið 1960 þegar þrettán ungir menn leggja upp í ársferð með skóla- skipinu Albatros. Allt gengur vel fyrir utan smáskærur á milli skip- stjórans og nemendanna, þar til Albatros er á heimleið og lendir i svokölluðum hvítvindi, sem sekkur skipinu með hörmulegum afleiðing- um. Einstaka aðstandendur drengj- anna sætta sig ekki við að slysið eigi sér eðlilega skýringu og koma því í gegn að skipstjórinn er ákærð- ur fyrir óaðgæslu. Með hlutverk skipstjórans fer Jeff Bridges en í öðrum hlutverkum eru Caroline Goodall, John Savage og Scott Wolf. Myndin er ákaflega áhrifamikil í myndlýsingu á slys- inu, en hætt er við að eitthvað af þeim áhrifum tapist í hinu þrönga formi sem sjónvarpið býöur upp á. Myndform gefur út Whrte Squall og er hún leyfð öllum aldurshóp- um. Útgáfudagur er 19. nóvember. Hatur (La Haine) er fræg frönsk úrvalsmynd sem meðal annars fékk César-verð- launin sem besta kvik- mynd árið 1995 og sama ár fékk Mathieu Kassovitz verðlaun í Cannes sem besti leik- stjórinn. Mynd þessi hefur alls _______________________ staðar fengið góðar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Hatur segir frá sólarhring í lífi vinanna Húberts, Said og Vinz sem lifa og hrærast í einu úthverfanna. í uppþoti sem til kemur milli lögreglu og unglinga í hverfinu særist einn unglingurinn lffshættulega og vin- irnir fyllast miklu hatri á kerfrnu og lögreglunni. Þegar þeir flnna skammbyssu sem einn lögreglu- mannanna hafði tapað fá þeir útrás fyrir hatrið. Háskólabíó gefur út Hatur og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 19. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.