Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Page 12
26 myndbönd
RIYNDBJim
1
_r
sm
Jj
1
||
lf Lucy Fell:
Dæmigerð ástarsaga
★★★
Lucy og Joe eru góðir vinir sem gerðu með sér
samning í gaggó um að ef þau hefðu ekki fundið
hina einu sönnu ást áður en Lucy yrði þrítug myndu þau fleygja sér
fram af Brooklyn-brúnni. Þegar myndin hefst er mánuður tii stefnu.
Lucy hefur í tvö og hálft ár átt í sambandi við mann sem henni er í
raun skítsama um og ákveður að láta reyna á samband við fleiri karl-
menn. Joe hefur verið ástfanginn af nágrannakonu sinni í fimm ár án
þess að hún viti af því og ákveður að herða upp hugann og tala við
hana. Eftir brösuglegar tilraunir virðast hlutimir ætla að ganga upp hjá
þeim en svo kemur í ljós að raunveruleikinn er ekki alveg í samræmi
við draumana. Sagan í myndinni er í grannatriðum sú sama og i mörg-
um öðram ástarmyndum, t.d. When Harry Met Sally. Strákur og stelpa
era góðir vinir. Strákur og stelpa reyna fyrir sér í hinum þessum sam-
böndum með fremur slöppum árangri. Strákur og stelpa skilja loksins
að þau era ástfangin hvort af öðra og allt fellur í ljúfa löð. Með ófrum-
lega sögu byggist mikið á vel skrifuðu handriti og áihugaverðum persón-
um. Hér gengur það vel upp því sagan er vel skrifúð og samtöl oft mjög
fyndin. Aðalleikaramir, Sarah Jessica Parker og Eric Schaeffer, sem
jafnframt leikstýrir, standa sig vel og skapa skemmtilegar perónur, hæfi-
lega gallaðar til að vekja samúð áhorfandans.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Eric Schaeffer. Aðalhlutverk: Sarah Jessica
Parker og Eric Schaeffer. Bandarísk, 1996. Lengd: 93 mín. Leyfð öllum
aldurshópum. -PJ
Rumble in the Bronx:
Kung fti hetja í Bronx **** ®
Rumble in the Bronx er fyrsta mynd Jackie Chan
sem fer á toppinn á aðsóknarlistann í Bandaríkjun:
um en hann er búinn að vera lengi í bransanum. í
myndinni leikur hann Hong Kong búa sem kemur til
New York til að vera við brúðkaup frænda sins.
Hann er ekki lengi að komast upp á kant við ill-
yrmislegt mótorhjólagengi á staðnum en eftir að hafa
barið það í plokkfisk nokkrum sinnum, og reyndar
verið barinn ansi illilega sjálfur, semja stríðandi aðil-
ar um friö og snúa sér að stærri og hættulegri ógn
sem era þrautþjálfaðir morðingjar í mafiu nokkurri.
Demantaviðskipti hafa farið úrskeiðis og nánast fyrir
Jackie Chan og einn helsti óvinur hans úr mótor-
hjólaklíkunni í málið. Héma gengur uppskriftin fúllkomlega upp. Sagan
heldur svo sem ekki vatni en á ekki heldur að gera það. Hún er ólíkinda-
leg og skemmtileg. Leikaramir ofleika passlega mikið, grínið er drep-
fyndið og bardagaatriðin stórkostleg þannig að myndin verður hin besta
skemmtun. Jackie Chan skilar sínu meistaralega. Hann leikur öll
áhættuatriði sjálfur og bardagaatriðin era ekki eingöngu barsmiðar,
heldur listilega vel gerð sýningaratriði þar sem húmor og hugmynda-
auðgi ræður ríkjum. Nú er bara að fara á videoleigumar og leigja eitt-
hvað af eldri kung fu myndunum hans.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Stanley Tong. Aðalhlutverk: Jackie Chan.
Bandarísk, 1995. Lengd: 93 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ
rw
TflHfín
RUMBtf
MmnECaaf
BRONX
tilviljun flækjast
Executive Decision:
★★★ Flugræningjar yfirbugaðir
Framleiðandinn Joel Silver er maðurinn á bak við
margar af stærstu hasarmyndum Hollywood síðari
ára, svo sem Die Hard og Lethal Weapon myndimar.
Executive Decision er nýjasta afurð hans og skartar
Kurt Russel í aðalhlutverki. Hann leikur hryðjuverka-
sérfræðinginn David Grant sem lendir óvænt í átök-
um. Flugvél með 400 farþega innanborðs hefur verið
rænt og ræningjamir hafa sett fram kröfur. David Gr-
ant kemur með tilgátu um að um borð séu birgðir af
stórhættulegu taugagasi, sem nýverið hafði verið rænt
í Sovétríkjunum, og að ræningjamir ætli sér að nota
það á Washington. Ákveðið er að reyna nýja tækni til að komast um
borð í vélina á flugi og senda sérsveit til að yfirbuga ræningjana. David
Grant er með í fór en á ekki að fara um borð i farþegavélina. Áætlunin
breytist hins vegar þegar yfirmaður sérsveitarinnar (Steven Seagal) deyr
og David Grant neyðist til að taka á sig hlutverk hasarhetjunnar. Execu-
tive Decision er Hollywoodframleiðsla í sínu besta formi. Sagan er auð-
vitað fremur heimskuleg en tæknibrellur, hasar og hnyttni era í slíku
magni að áhorfandinn er sáttur við að láta plata sig. Kurt Russel er góð-
ur leikari og Steven Seagal, þótt takmarkaður sé, smellpassar í hlutverk
sitt. Myndin tapar svolítið dampi þegar búið er að yfirbuga ræningjana
og lokaatriði, þar sem Kurt Russel sest í flugmannsstólinn og nauðlendir
vélinni, skemmir fyrir og hefði mátt sleppa því.
Útgefandi: Warner myndir. Leikstjóri: Stuart Baird. Aðalhlutverk: Kurt
Russel og Steven Seagal. Bandarísk, 1996. Lengd: 127 mín. Bönnuð börn-
um yngri en 16 ára. -PJ
Death Benefit:
Leit að réttlæti
Hér segir frá lögfræðingnum Steven Keeney sem af greiðvikni við
konu nokkra tekur að sér að innheimta tryggingarskuld vegna útfarar
dóttur hennar sem lést af slysföram. Málið reynist flóknara en hann hélt
í byrjun og fyllist hann grunsemdum um atvik í kringiun slysið. Svo fer
að hann fyllist þráhyggju og leggur allt í sölumar til að sanna að kon-
an, sem hýsti dótturina þegar slysið varð og lét líftryggja hana, hafi
myrt hana og raunar framið mörg morð um ævina. Hann eyðir öllum
sínum tíma í þetta mál án þess að fá nokkuð borgað fýrir og missir bæði
vinnu sína og unnustu. Eftir margra ára þrotlaust starf fæst loksins sak-
sóknari nokkur til að ákæra konuna en það reynist samt þrautin þyngri
aö sannfæra kviödóminn um sekt hennar. Myndin er byggð á sannri
sögu sem er bæði spennandi og óhugnanleg. Uppbygging sögunnar er
góð, matar áhorfandann jafnt og þétt og heldur athyglinni. Jafnframt er
ekkert óþarfa melódrama þannig að frásögnin verður trúverðug. Þá
standa leikaramir sig vel, túlka persónumar á trúverðugan hátt án þess
að vera með einhverja tilfinningafimleika. Allt stuðlar að vel heppnaðri
sakamálamynd.
Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Mark Piznarski. Aðalhlutverk: Peter
Horton og Carrie Snodgress. Bandarísk, 1996. Lengd: 87 mín. Bönnuð
börnum yngri en 16 ára. -PJ
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 T>V
Myndbandalisti vikunnar
5. til U. nóvember
SÆTI' j EBHhIÍ p FYRRI VIKA VIKUR ! iÁ LISTAi ní-• j . TITILL í ÚTGEF. j j . .. .' • i TEG. j
í i * 3 r * j 2 J x: . ... 1, _ Birdcage Warner-myndir J Gaman I _ _ •■;
2 j pllSSíyl 1 • J,. -• _ ‘ .- -•• • q J 6 jfsmmíamœJm 12 Monkeys ClC-myndbönd J j Spenna j
3 i 2 i 4wi Broken Arrow Skífan j Spenna
) 4 ) 4 4 i Grumpier Old Men J Warner -myndir J 1 . Gaman J V- ■•■■-■
5 j 6 i 3 ; Up Close And Personal j Myndform j Drama
j 6 í 5 j ...... j 6 i j j ipilliUIIMUpil i 2 Get Shorty Warner-myndir j Gaman
J 7 ) 12 Things To Do In Denver... j Skrfan J Spenna
8 i '.V- f 7 5 3 J j- 1 Sudden Death ClC-myndbönd J - . Spenna j ,
9 8 j 7 J , .... i Casino ClC-myndbönd J Spenna
10 i j 10 j . J j 4 j jísBImj Virtuosity J ClC-myndbönd Spenna j ■ r"
11 11 i * i Dead Mann Walking j Háskólabíó Drama
m Ný i 1 i J J Two Much J Stjömubíó j'. J Gaman j-
13 T 9 J n 1 J 6 J BarbWire i Háskólabíó j Spenna
m i Ný J J i 1 i X-Files:Master Plan KjMMIManÉ j Skrfan i,;. • Spenna
15 í 13 í 5 J Sense & Sensebility J Sktfan 1 Drama
I 16 i f Ný J J j 1 ^ J 1 J » - J DangerZone i Bergvík J Spenna Hffiffi
17 < 16 i 11; Heat 1 Warner-myndir J Spenna
18 j 18 lilMMMNII ] 3 J J ' J Mighty Aphrodite j Skrfan U ' Íffil 1 ■ ’ j Gaman i - Silsí
19 -í 15 1 7 1 j 1 J Apaspil j Skrfan Gaman
20 i 19 j J j 8 J Thin Line Between.. J 1 Myndform J J Gaman
Fuglabúrið eða The Birdcage stekkur upp um
tvö sæti og hreiðrar um sig á toppnum. Þrjá nýj-
ar myndir koma inn á iistann en engin kemst
hærra en f 12. sæti. Þar er Too Much með þeim
hjónakornunum Antonio Banderas og Melanie
Griffith í aðalhlutverkum. Tveimur sætum neðar
er svo mynd úr myndaflokknum X- Files. Þriðja
nýja myndin er spennumyndin Danger Zone. í
fjórða sæti listans er Grumpier Old Men með
þeim vinsælu gamanleikurum Jack Lemmon og
Walter Matthau í aðalhlutverkum og á myndinni
sjáum við þá sparibúna.
The Birdcage
Robin Williams
og Nathan Lane
Félagarnir Arm-
and og Albert hafa
búið saman um ára-
bil og saman hafa
þeir alið upp son Ar-
mands, Val, sem nú
er fluttur að heiman.
Þegar Val tilkynnir
um trúlofun sina og
dóttur þingmanns
leggja þeir blessun
sína yfir ráðahaginn
en það verður heldur
betur handagangur í
öskjunni þegar von
er á þingmanninum
og eiginkonu hans í
heimsókn til tilvon-
andi tengdaforeldra
dóttur þeirra og
þingmannshjónin
vita ekki betur en að
„móðir“ Vals sé
kona.
12 Monkeys
Bruce Willis og
Brad Pitt
Bruce Willis leik-
ur mann að nafni
Cole sem finnst
sturlaður og er send-
ur á geðveikrahæli.
hann segist vera frá
árinu 2035 og hafa
verið sendur til að
koma í veg fyrir út-
breiðslu á veiru sem
eigi eftir að eyða nær
öllu lífi innan nokk-
urra vikna. Þótt fáir
trúi honum tekur
geðlæknirinn
Kathryn eftir því að
ýmislegt styður það
að Cole sé að segja
sannleikann. Fram-
vindan verður svo æ
dularfyllri og það
verður ekki auðvelt
fyrir Cole að leita að
uppruna veirunnar.
Broken Ar-
row
John Travolta og
Christian Slater
Vic er einn besti
flugmaður banda-
ríska hersins og einn
af fáum sem stjóma
vél sem ber kjarna-
odda. í leynilegri
sendifór með slík
vopn kemur hins
vegar í ljós að Vic er
ekki allur þar sem
hann er séður. Með
honum er flugmað-
urinn Riley sem lítur
upp til Vics. Sú aðdá-
un breytist hins veg-
ar í skelfingu þegar
vélinni er rænt og
Riley verður ljóst að
það er Vic sem stend-
ur fyrir ráninu. Hót-
ar hann sprengingu
ef ekki verði farið að
vilja hans.
Grumpier Old
Men
Jack Lemmon og
Walter Matthau
Það er komið sum-
ar í heimabæ ná-
grannanna Johns og
Max. Hlýnað hefur í
samskiptum nöldur-
seggjanna en þá
kemur hin íðilfagra
Maria í bæinn og allt
verður vitlaust. Hún
hefur yfirtekið beitu-
verslunina og hyggst
breyta henni í ítalsk-
an ristorante. Þetta
eru að sjálfsögðu
helgispjöll í augum
félaganna sem
ákveða að láta sverfa
til stáls og koma í
veg fyrir fyrirætlan-
ir Mariu en hún er
ekkert lamb að leika
sér við, eins og þeir
komast fljótt að.
Up Close and
Personal
Robert Redford
og Michelle Pfeif-
fer
Tally er fréttakona
og ein sú vinsælasta
í bandarísku sjón-
varpi. Hún hefúr á
löngum tíma barist
til metorða með
dyggri aðstoð vin-
sæls sjónvarps-
manns, Warrens
Justice. Samhliða
því hefur komist á
ástarsamband milli
þeirra en það er
erfitt að halda einka-
lífinu fyrir utan
heim sjónvarpsins
og þegar vinsældir
og starfsframi vegur
meira en hjónaband-
ið hlýtur eitthvað að
láta undan.