Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 Spurningin Ef þú ættir þér eina ósk, hver væri hún? Helga Lilja Aðalsteinsdóttir nemi: Friður í heiminum. Unnur Margrét Ámadóttir nemi: Þær yrðu að vera tvær. Friður í heiminum og að ég ætti tíu eða ell- efu ketti. Kristján Jónsson nemi: Að flytja á aðra plánetu. Jón Jónsson nemi: Að spila fót- bolta með Manchester United. Þórður Atli Þórðarson nemi: Að ég fengi allar mínar óskir uppfyllt- ar. Gísli Stefánsson nemi: Að ég ætti tölvu. Lesendur Hugmyndir um lífeyr- iskerfi ríkisins Hvetja má og til að eignast húsnæði, hiutabréf og aðrar eignir til að hafa í bakhöndinni, segir m.a. í bréfinu. Jón Erlingur Þorláksson trygg- ingafræðingur skrifar: Þau tíðindi gerðust fyrr á þessum vetri að fulltrúar ríkisins og ríkis- starfsmanna urðu sammála um til- lögur um nýja skipun lífeyrismála. Tillögurnar fela það i sér að stofnuð er ný deild í Lífeyrissjöði starfs- manna ríkisins, A-deild, sem nýir starfsmenn verða aðilar að. I raun er þetta nýr sjóður og fjárhagur hans aðskilinn frá afganginum af sjóðnum. Iðgjald verður 15,5% í upphafi, 4% frá starfsmanni og 11,5% frá vinnuveitanda. Iðgjald vinnuveitandans breytist síðan eftir því sem útreikningur sýnir að þörf sé á'til þess að A-sjóður eigi fyrir skuldbindingum. Vinnuveitandi (ríkið) ber því ábyrgð á A-sjóði. Með þessu hafa aðilar komið sér saman um hver sé mismunur kostn- aðar af lífeyriskerfi rikisins annars vegar og hinu almenna kerfi með 10% iðgjaldi hins vegar. Það er út af fyrir sig gott. Mismunurinn telst vera 5,5%. Þó virðist ríkisábyrgðina vanta inn í matið. Mér finnst í hærra lagi að verja 10% fastra launa og yfirvinnu i skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Með 10% iðgjaldi í lífeyrissjóð er lögð fullmikil áhersla á tekjur á efri árum á kostnað tekna fyrri hluta æfinnar þegar þörfin er mest. En 10% iðgjald er orðin hin almenna regla í þjóðfélaginu og verður varla horfið frá henni á næstunni. Þeir sem ætla sér að verja meiru en 10% til lífeyrissjóða og búa við samsvar- andi lægri laun framan af æfi eru greinilega að fóma meiri hagsmun- um fyrir minni. Kannski ímynda menn sér að lífeyrisréttindin fáist ókeypis. En svo hefur aldrei verið og verður ekki. Það er röng stefna að mínum dómi að ætla sér að fullnægja ítr- ustu þörfum fólks fyrir tekjur á efri árum með skyldutryggingu lífeyris- réttinda. Hollara er að treysta að hluta til á framtak einstaklinganna sjálfra, hvetja þá heldur til þess að eignast húsnæði, hlutabréf og aðrar eignir til að hafa í bakhöndinni. Eins og reglur eru nú um tekju- skerðingu bóta almannatrygginga kemur hærri lífeyrir alls ekki að fullu gagni. Hvort slíkar reglur verða áfram í gildi eftir þá áratugi sem líða áður en tröllaukinn A-sjóð- ur ríkisins fer að greiða lífeyri svo um munar veit auðvitað enginn. En reglumar gætu eins verið enn óhag- stæðari þá en þær eru nú. Með ólíkindum má það telja ef ríkisstarfsmenn ætla að gangast undir skyldu til að leggja 15,5% launa í lífeyrissjóð. Þá mega hag- fræðingar fara að endurskoða fræði sín því að það mun vera ein af for- sendum hagfræðinnar að þegnamir reyni að sjá hag sínum sem best borgið innan þess ramma sem lög landsins setja. Fræðslumalin og urræöaleysiö B.B. skrifar: í sunnudagsspjalli Kristjáns Þor- valdssonar um dapurlegan árangur i stærðfræðikennslu í grunnskólum leiddi hann saman tvo helstu for- svarsmenn íslenska grunnskólakerf- isins; menntamálanefndarmennina Svavar Gestsson og Sigriði Þórðar- dóttur. Þótt þessi tvö hafi staðið sam- an í því að stjórna niðurbroti stærð- fræðikennslunnar undanfarin ár datt þeim ekki í hug að leita orsaka ófaranna hjá sjálfum sér. Nei, kennarar og kennaramennt- unin var aðalorsök vandræðanna að mati þeirra. Og svo auðvitað nem- endur, og einnig foreldramir, og bara þjóðfélagið í heild sem ekki stóð sig í fræðslumálunum! Helstu úrræði þeirra skötuhjúanna var að styrkja kerfi blandaðra bekkja, sem þau bæði voru sammála um að bæri að efla stórlega, þrátt fyrir skipbrot þess kerfis. Síðan fóm mestallar umræðum- ar í að ræða hvernig bæta mætti kerfi hinna blönduðu bekkja. Eink- um sýndi Sigríður Þórðardóttir mikla hugkvæmni og útsjónarsemi, hvemig auka mætti afköst blönd- uðu bekkjanna. Það kom nokkuð á óvart þar sem Sigríður er kosin á þing af lista Sjálfstæðisflokksins og á síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins var samþykkt að leggja áherslu á röðun í bekki eftir náms- getu í stað blönduðu bekkjanna. Enn er í gildi námsskrá Svavars Gestssonar frá 1989 sem segir að blanda skuli í bekki. Það var ekki á sjálfstæðiskonunni að heyra að því yrði breytt. Keflavíkurflugvöllur og fikniefnaflutningar Árni Sigurðsson skrifar: Stefna hérlendra stjórnvalda í fikniefnamálum hefur verið fremur rýr fram til þessa. Það er því von að fólk líti til þeirrar ákvörðunar, sem væntanleg er frá núverandi ríkis- stjórn í ávana- og fikniefnamálum, varðandi tollgæslu og almenna lög- gæslu í landinu. Keflavikurflugvöll- ur er í raun dyr að íslandi fyrir er- lenda ferðamenn allan ársins hring. Þar er ekki síst að líta til biðsalar fyrir svokallaða „transit" farþega sem koma í flugstöðina og bíða eftir þjónusta allan sólarhringinn I « Aðelns 39,90mínútan - eða hringið í síma 5000 Möilli kl. 14 og 16 Á Keflavíkurflugvelli eru smugurnar margar fyrir bíræfna flutningsmenn fíkniefna til iandsins. framhaldsflugi. Þarna eru margar smugur, ekki síst með óhindruðum samskiptum við íslenskt starfsfólk sem er alls ekki undanþegið grun um aðstoð við innflutning fikniefna til landsins með einhverjum þeirra farþega sem í biðsalnum eru. Ekki heldur starfs- menn i flugvélaeftirliti eða þeir sem koma til að þjónusta flugvélar með mat og drykkjarfóng. í raun er eng- inn íslendingur undan skilinn. Þetta allt verður að hafa í huga varð- andi frekari ráðstafanir og hindran- ir gegn innstreymi fíkniefna til landsins um Keflavíkurflugvöll. DV VMSÍ og skjól- stæðingarnir Kristinn Jónsson skrifar: Skjólstæðingar Verkamanna- sambandsins hafa ekki hrópað húrra þegar þeir lásu frétt um að forkólfar sambandsins hefðu af- hent viðsemjendum sínum kröf- urnar að aðalsamningi. Og hver skyldi nú krafan vera? Jú, lægsti kauptaxti verði heilar 70 þúsund krónur á mánuði og allt klabbið gildi í tvö ár. Já, stórhuga eru forkólfamir í VMSÍ fyrir hönd skjólstæðinga sinna er líta á VMSÍ sem hreint viðundur eftir þessa einstæðu ákvörðun sem að sjálfsögðu hefur ekki verið borin undir hina almennu félagsmenn. Kökubók er jólabókin í ár Nanna skrifar: Líklega hefur höfundur Köku- bókar Hagkaups ekki búist við því að verða efstur í fyrstu lotu bókasölulistans sem birtist í DV sl. þriðjudag. En svona er lifið. í dag velur fólk köku- og krakka- bækur ásamt spennubókum. Ekki skáldsögur eða ævisögur. Bættur sé skaðinn. Nema - og merkilegt nokk - bók Ólafs Jó- hanns í New York sem var bú- inn að fá þetta svakalega spark í umfjöllun Alþýðublaðsins. En heimalningamir íslensku, ungu skáldin, uppamir í andlegu menningunni, þeir eiga á bratt- ann að sækja. Maður fylgist með framvindunni. Barijíiklámið á Internetinu: Ahugasamir íslendingar Ólafur Sigurðsson skrifar: Merkilegt varðandi þá hörmu- legu frétt frá Akureyri um mis- ferli á kynferðissviðinu gagnvart ungum bömum að margir sögð- ust hafa tekið eftir manninum á Intemetinu. Fólk sem notar Intemetið mikið bar að það hefði orðið vart við manninn inni á rásum með barnaklámi. Hvemig getur þetta fólk orðið „mikið vart viö“ mann með ásókn í barnaklám án þess aö vera sjálft að leita að þess konar efni? Eru íslendingar bara ekki yfirleitt áfjáðir í allt afbrigðilegt efni og nýta sér Intemetiö til fullnustu í því augnamiði? Þetta var nú eitt- hvað fyrir margmiðlunarfiklana í landinu til viðbótar við allt annað. Eða hitt þó heldur! Lífeyrisgreiðsl- ur fyrir 70 ára Þórhallur hringdi: Ég las sérdeilis góðan pistil í Degi- Tímanum eftir einhvern OÓ sem fer háðulegum orðum um vinnumarkaö fyrir gaml- ingja, „dygðir þrældómsins" og þá forsmán að byrja að greiöa fólki úr lífeyrissjóðum fyrst þeg- ar það er orðið 70 ára meö fullum réttindum. Og þá aöeins sem nemur þetta 1/3 eða mest sem svarar hálfum launum viðkom- andi sem oft hefur greitt í sjóðinn 30-40 ár. Eru lífeyrissjóðir lána- stofhanir eða lífeyrissjóðir sam- kvæmt merkingu þess orðs? Það er lítil hamingja í því fólgin að bíða til 70 ára aldurs eftir að geta notið fullra réttinda úr sjóðunum. Þingmaðurinn þægi Björgvin hringdi: Mér fannst svar framsóknar- þingmannsins hrein perla er hann var spurður um afstöðu hans gagnvart stjómarfrum- varpinu um veðsetningu kvót- ans. Þingmaðurinn sagðist ein- faldlega ekki myndi verða til vandræða, hann væri fylgjandi kvótaveðsetningunni. Þetta er sannarlega þægur þingmaður, fyrir sinn flokk vel að merkja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.