Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Blaðsíða 23
22 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 + Iþróttir Street er úr leik í allan vetur Picabo Street frá Bandaríkjun- um, heimsbikarhafinn í bruni kvenna, slasaðist á æfingu á miðvikudag. Hún meiddist á hné og keppir ekki meira í vetin-. Maldini þjálfar landslið Itala Cesare Maldini verður næsti landsliðsþjálfari ítala í knatt- spyrnu, samkvæmt ítölskum blöðum, og tekur við af Arrigo Sacchi sem fór til AC Milan á dögunum. Maldini hefur stýrt 21 árs landsliði ítala og unnið þar þrjá Evrópumeistaratitla. Sonur hans er Paolo Maldini, hinn frægi fyrirliði italska landsliðs- ins. Weah kærður Jorge Costa, leikmaður með portúgalska knattspymufélaginu Porto, hefur kært George Weah, hinn snjalla sóknarmann AC Milan. Weah nefbraut Costa eftir leik liðanna í síðasta mánuði og viðurkennir brotið en segir að Costa hvað eftir annað brotið gróflega á sér í leiknum og hæðst að litarhætti sínum. Talið er að Costa krefjist aUt að 65 milljónum króna í skaðabætur. Romario snýr aftur Brasilíski knattspymumaður- inn Romario er á leið aftur til Valencia á Spáni í kjölfar þess að Jorge Valdano var ráðinn þjálfari liðsins. Romario fór frá liðinu fyrr í vetur eftir árekstur við þáverandi þjálfara, Luis Ara- gones, og hefur verið í láni hjá Flamengo í Brasilíu. Úrslit í Miinchen í gær var tilkynnt að úrslita- leikurinn í meistaradeildinni í knattspymu i vor færi fram i Múnchen i Þýskalandi 28. maí. Þar var síöast leikið til úrslita árið 1993. Úrslitaleikurinn í Evr- ópukeppni bikarhafa verður í Rotterdam 14. maí, á velli Feye- noord, en þar hefur sá leikur far- iö fram undanfarin fimm ár. Liverpool með skóla Liverpool ætlar að setja á stofn öflugan knattspymuskóla, fyrst enskra félaga, svipaðan og Ajax er með í Hollandi, og tekur hann til starfa sumarið 1998. Fé- lagið ætlar með þessu að leggja áherslu á að ala upp efnilega leikmenn, allt frá 8 ára aldri. Arsenal líklegast Graeme Souness, fram- kvæmdastjóri Southampton, sagði að Arsenal væri líklegasta liðið til að verða enskur meistari í vor eftir 3-1 ósigur hans manna gegn Lundúnaliðinu í ensku úr- valsdeildinni í fyrrakvöld. Newcastle vill Pires Newcastle viU kaupa franska miðjumanninn Robert Pires frá Metz eftir frábæra frammistöðu hans í leik liðanna á þriðjudag. Arsenal, Everton, Middles- brough, Juventus og Inter Mila- no hafa öll fylgst grannt með Pires að undanfomu. Emerson sektaður Enska knattspyrnufélagið Middlesbrough hefur sektað Brasilíumanninn Emerson um 8,5 milljónir króna. Emerson, sem er með 6 milijónir í mánað- arlaun hjá félaginu, hvarf á dög- unum til Brasiliu öðru sinni á skömmum tíma. í gær sagðist hann vilja koma aftur og halda friðinn, svo framarlega sem eig- inkonan leyfði það. -VS íslandsmeistararnir í 8 liöa úrslitin - unnu Tindastól í jöfnum leik, 101-90 DV, Suðurnesjum: Grindvíkingar náðu að leggja Tindastól, 101-90, í fjörugum og jöfnum leik í bikarkeppninni í körfuknattleik í Grindavík í gær- kvöldi. Grindvíkingar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum og voru leikmenn Tindastóls klauf- ar að ná ekki að halda haus allan leikinn og gáfust þeir upp of snemma. Breiddin hjá Grindavík hafði mikið að segja á meðan þjálf- ari Stólanna lét keyra nær allan leikinn á fimm mönnum sem voru orðnir þreyttir undir lokin og gerðu þar af leiðandi mistök. Stólamir léku vel í fyrri hálfleik. Þeir voru vel stemmdir og skoruðu margar glæsilegar þriggja stiga körfur. Þaö fór að fara um ýmsa stuðningsmenn Grindvíkinga, sem náðu sér aldrei almennilega á strik í fyrri hálfleik og þeir máttu þakka að vera ekki nema 5 stigum undir í hálfleik, 44-49. Um miðjan seinni hálfleik fóru Grindvíkingar að þétta vamarleik sinn vemlega og náðu að loka fyrir allar smuguleiðir Tindastóls með góðri vörn og baráttu. Þeir náðu að jafna leikinn og komast yfir og héldu forystunni allan tímann. Herman Myers var besti maður Grindvíkinga. PáU Axel Vilbergsson var frábær í seinni hálfleik ásamt Helga Guðfinnssyni. Jeffrey John- son og Lárus Pálsson léku best í liði Tindastóls. Stig Grindvíkinga: Herman Myers 31, Páll Axel 22, Helgi Guð- finnsson 19, Marel Guðlaugsson 12, Unndór Sigurðsson 9, Helgi Braga- son 4, Bergur Hinriksson 2, Jón Kr. 2. Stig Tindastóls: Lárus Pálsson 26, Jeffrey Johnson 22, Cesare Piccini 19, Ómar Sigmarsson 10, Arnar Kárason 8, Skarphéðinn Ingason 3, Halldór HaUdórsson 2. -ÆMK BIKARKEPPNIN ÍR-ingar unnu öraggan sigur á 1. deildar liði SnæfeUs, 98-73, í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í Seljaskóla en staðan í hálfleik var 44-35. Atli Þorbjömsson skoraði 22 stig fyrir ÍR og Bandaríkjamaðurinn Tito Baker 20. Bandaríski leik- maðurinn í liði SnæfeUs, Dalon Bynum, var stigahæstur hjá sínu liði með 29 stig og Tómar Her- mannsson skoraði 10. í Kópavogi áttu KR-ingar ekki í vandræöum með að leggja væng- brotið Breiðablikslið að veUi. Lokatölur urðu 60-105. Einar Hannesson og Agnar Ól- sen voru stigahæstur í liði Blika með 14 stig og Andre Bovain, sem einungis gat leikið hluta af fyrri hálfleik sökum meiðsla, var með 10 stig. Jónatan Bow gerði flest stig KR eða 22. Ingvar Ormarsson skor- aði 18 og Birgir Mikaelsson 16. í kvöld mætast KFÍ og Þór á ísa- firði. -GH 1. DEILD KARLA ÍR-ingar léku með sorgarbönd i leiknum gegn Valsmönnum að Hlíðarenda í gærkvöldi. ÍR-ingar voru að votta Guðmundi Þórarinssyni virðingu en hann lést síðastliöin föstudag og verður jarðsunginn i dag. Guðroundur var þjálfari hjá ÍR í fjöldamörg ár og er af mörgum talinn faðir félagsins. Aziz Mihoubi, Alsíringurinn í liöi Vals, fór á kostum að Hliðarenda i gær og þá einkum í fyrri hálfleik. Hann skoraði 5 af fyrstu 6 mörkum Vals og skoraði samtals 12 mörk í leiknum. Mihoubi er 31 árs gamall og hefur leikið með landsliði Alsír. Hann gekk til liðs við Stjömunna og lék með liöinu í haust en Valdimar Grimsson, þjálfari Stjömunnar, taldi sig ekki hafa þörf fyrir hann og lét hann fara. Staðan Afturelding 10 9 0 1 26948 18 ÍBV 10 6 0 4 250-233 12 Haukar 9 5 2 2 225-214 12 KA 9 6 0 3 249-242 12 Fram 10 5 1 4 233-233 11 Selfoss 10 4 1 5 259-272 9 Stjarnan 9 4 0 5 235-228 8 Valur 10 3 2 5 222-230 8 FH 10 4 0 6 236-265 8 HK 10 3 1 6 231-243 7 Grótta 9 2 2 5 210-210 6 ÍR 10 2 1 7 238-248 5 íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Búið að draga í riðla Búið er að draga í riðla fyrir íslandsmótið í innanhússknatt- spymu sem fram fer í janúar. Riðlaskiptingin í 1. deild karla lítur þannig út: A-riðill: Þróttur R., FH, Dal- vík, KS. B-riðill: Akranes, ÍBV, Kefla- vík, Valur. C-riðill: Fram, Stjaman, Hött- ur, KR. D-riðill: KA, Breiðablik, Fylk- ir, Grindavík. Leikið verður i Laugardals- höll laugardaginn 18. janúar og úrslit fara fram sunnudaginn 19. KR á titil að verja í 1. deild karla. í 2. deild karla era riðlamir þannig skipaðir: A-riðill: Þór A., ÍR, Haukar, Völsungur. B-riðill: Sindri, Selfoss, Vik- ingur, Einherji. C-riðill: HK, Bolungarvík, Skallagrímur, Leiftur. D-riðill: Grótta, Leiknir R., HSÞ-b, Ægir. Leikið verður í íþróttahúsinu Austurbergi sunnudaginn 19. janúar. Í3. deild karla era riðlamir þannig: A-riðill: Tindastóll, Léttir, Þróttur N., Hvöt. B-riðill: Súlan, Fjölnir, Hug- inn, Kormákur. C-riðill: Smástund, Valur Rf., Ármann, Afturelding. D-riðill: Magni, Njarðvík, Ármann, Víkingur Ó. Leikið verður í Austurbergi sunnudaginn 12. janúar. í 4. deild eru fimm riðlar sem era þannig: A-riðill: Austri, Eyfellingur, Reynir S, GG. B-riðill: Bruni, TBR, Víðir, Leiknir F. C-riðill: Neisti H., Eldborg, KSÁÁ, HB, UDN. D-riðill: ÍH, USVH, Reynir Á., Framherjar. E-riðill: Geislinn, Ökklinn, Hamar, Emir og Snæfell. Leikið verður í Laugardals- höll og Austurbergi föstudaginn 10. janúar og úrslit verða daginn eftir. í 1. deild kvenna eru tveir riðlar. A-riðill: Höttur, Stjarnan, Akranes, KS og Breiðablik. B-riðill: Afturelding, ÍBA, Valur, Fjölnir og KR. Leikið verður í Austurbergi laugardaginn 18. janúar og úrslit í Laugardalshöll daginn eftir. -GH Erum að reyna að búa til sterkt lið - sagöi Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, eftir sigur á ÍR Það var svo sannarlega leikur tveggja botnliða deildarinnar þegar Valur og ÍR mættust í Valsheimil- inu í gærkvöldi. Leikurinn ein- kenndist af góðum vamarleik beggja liða og góðri markvöslu. Sáttur við margt í leik minna manna „Ég er sáttur við margt í leik minna manna, við vissum að þetta yröi barátta og aðalmáliö var að vinna miðað við stöðu okkar í deildinni. Við eram að reyna búa til sterkt lið en það tekur tíma,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Valsmanna, eftir góðan sigur i gær- kvöldi. Valsmenn léku skynsaman sóknarleik þar sem Alsírbúinn Aziz Mihoubi lék aðalhlutverk Vals- manna og fór hreinlega á kostum en hann skoraði níu af þrettán mörk- um Valsmanna í fyrri hálfleik, þar af fyrstu fimm mörk liðsins. Vals- menn höfðu þó undirtökin nær all- an leikinn nema í upphafi síðari hálfleiks. Þá mætti allt annað ÍR-lið til leiks og Breiðhyltingar skoraðu fiögur mörk í röð og breyttu stöð- inni úr 13-11 í 13-15 sér í hag, á meðan Valsmenn sváfu væram svefni og engu líkara en þeir væra ekki mættir til leiks í síðari hálf- leiks. Hrafn Margeirsson kom ÍR-ingum á bragðið í síðari hálfleik með frá- bæri markvörslu en hann varði ell- efu skot í síðari hálfleik. Þá hefði unglingalandsliðsmaðurinn Ingi- mundur Ingimundarsson mátt koma fyrr inn á en hann sýndi skemmtileg tilþrif. Bestu leikmenn Vals voru Guð- mundur Hrafnkelsson, Aziz og Val- garð. Hrafn Margeirsson auk Ólafs Sigurjónssonar voru bestu leik- menn ÍR-liðsins. -RS Valur (13)24 ÍR (11) 22 2-2, 5-3, 10-7, 13-10 (13-11), 13-13, 13-15, 15-15, 19-18, 20-19, 22-20, 24-22. Mörk Vals: Aziz Mihoubi 12/4, Val- garð Thoroddsen 4, Jón Kristjánsson 3, Skúli Gunnsteinsson 2, Sveinn Sig- finnsson 1, Ingi Rafn Jónsson 1, Ey- þór Guðjónsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkels- son 17/1. Mörk ÍR: Magnús M. Þórðarson 5, Ólafur Sigurjónsson 5/2, Ragnar Ósk- arsson 4/1, Ingimundur Ingimundar- son 3, Frosti Guðlaugsson 2, Hans Guðmundsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 12, Baldur Jónsson 1. Brottvísanir: Valur 2 min, ÍR 4 mín- útur. Dómarar: Aðalsteinn Ömólfsson og Marinó G. Njálsson, lélegir og réðu ekki við erfiðan leik. Áhorfendur: 220. Maður leiksins: Aziz Mihoubi, Alsírbúinn hjá Val. Shawn Smith skoraöi 18 stig fyrir Hauka í tapleiknum gegn Keflvíkingum í bikarkeppninni í körfuknattleik í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti t 6. DESEMBER 1996 35 Skagamenn aftur í Evrópukeppni meistaraliöa: Góðir möguleikar á sæti í meistaradeild Evrópu - fara í UEFA-bikarinn ef þeir tapa í 2. umferð Á næsta keppnistímabili verður ísland á ný i hópi þeirra þjóða sem fá að senda lið i Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Þrjú undanfarin ár hafa aðeins 24 lið feng- ið þátttökurétt í keppninni og átt möguleika á að spila í meistaradeild Evrópu í framhaidi af þvi. íslandsmeistarar ÍA hafa ásamt rúm- lega 20 öðram landsmeisturam úr Evrópu þurft að láta sér nægja að leika í UEFA-bik- amum. Á næsta tímabili fá hins vegar nánast aU- ir landsmeistarar, eða meistarar 47-48 hæst skrifuðu þjóðanna, tækifæri í keppninni vegna breytinga á fyrirkomulagi hennar. Góöir möguleikar í 1. umferö ÍA fer í 1. umferð í forkeppni sem verður leikin í júlí, en þar verða 32 meistaralið. Lið- in frá sterkari þjóðunum verða dregin gegn þeim veikari og allt bendir til þess að Skaga- menn verði í fyrmefnda hópnum vegna góðs árangurs undanfarin ár. Þeir eiga þar með ágæta möguleika á að komast í 2. umferð forkeppninnar. Þar verða þau 16 lið sem komast úr 1. umferðinni ásamt meisturam þjóða númer 8-15 eða 9-16 á styrkleikalista Evrópu og liða sem vora númer tvö í deildakeppni þjóöa númer 1-8. Úr 2. umferð í meistaradeildina Sigurvegaramir í 2. umferð, 16 talsins, komast í meistaradeild Evrópu ásamt meist- urum 7 bestu þjóöanna og Evrópumeisturum síðasta árs. I deildinni verða því 24 lið í staö 16 áður, og þau skiptast í sex riðla. Sigurveg- arar riðlanna og tvö bestu liðin í öðru sæti komast í 8 liða úrslit keppninnar. Gífurlegir tekjumöguleikar Liðin sem tapa í 2. umferð forkeppninnar komast beint í 1. umferð UEFA-bikarsins. Takist Skagamönnum að komast í gegnum 1. umferð forkeppninnar næsta sumar eru þeir þvi öruggir með að halda áfram, þó jpeir tapi í 2. umferð. Nái þeir inn í sjálfa meistara- deildina er staöa þeirra vænleg því þá spila þeir sex leiki gegn toppliðum úr Evrópu og verða á fullu til 10. desember. Að auki verða þá tekjur þeirra af keppninni nánast stjam- fræðilegar miðað við það sem hingað til hef- ur þekkst og hafa þeir þó krækt í 9-20 millj- ónir á ári síðustu árin. -VS Skagamenn á sigurstundu eftir sigurinn á KR í úrslitaleik íslandsmótsins í haust. Miklar líkur eru nú á að Skagamenn komist í undankeppni Evrópukeppni meistaraliöa og þar er tii mikils að vinna. DV-mynd Brynar Gauti Bikarmeistararnir úr leik - Haukar lágu fyrir Keflvíkingum í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar „Of mikið óðagot varð okkur að falli í þessum leik. Við voram að komast inn í leikinn í upphafi seinni háifleiks en fórum þá að spila óagaðan bolta og það er ekki hægt að gera á móti liði eins og Keflavík," sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir aö hans menn höfðu tapað fyrir Kefl- víkingum, 80-93, i bikarkeppni KKÍ í Hafh- arfirði í gær eftir að staðan í hálfleik hafði verið 41—49. Þar með er ljóst að nýir bikarmeistarar verða krýndir í vor en Haukar hömpuðu titlinum i fyrra eftir sigur á Skagamönnum. Keflvíkingar spiluðu mjög sannfærandi og sigur þeirra var fyllilega sanngjarn. Ali- ir leikmenn Keflvíkinga áttu góðan leik en Damon Johnson var þó að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Þar er á ferðinni gíf- urlega ijölhæfur og kraftmikill leikmaður. Þá er hann mikið prúðmenni inni á vellin- um og það til fyrirmyndar. Keflvíkingar létu boltann ganga vel i sókninni og hittu vel úr 3ja stiga skotunum í fyrri hálfleik en alls gerðu þeir sjö slíkar í fyrri hálfleik. Haukamenn áttu ekki góöan dag að þessu sinni en sýndu þá á köflum ágæta takta. í upphafí seinni hálíleiks var kraftur í þeim cg þeir virtust vera aö komast inn í leikinn en þeir flýttu sér kannski um of. Þeir hleyptu leiknum upp í meiri hraða og það hentar Keflvíkingum alls ekki illa. Þeir bræður Jón og Pétur Ingvarssynir áttu góð- an leik og Bergur Eðvarðsson lék vel í fyrri hálfleik. Shawn Smith nýtti færi sín vel en þó komu þau flest eftir góðar sendingar ann- arra leikmanna liðins. Haukar sitja eftir með sárt enniö en geta nú einbeitt sér að deildarkeppninni. Keflvíkingar era greinilega í góðu formi þessa dagana og liðsheild þeirra sterk. Gunnar Einarsson kom sterkur inn i seinni hálfleiki en allir aðrir skiluðu sínu vel. Stig Hauka: Shawn Smith 18, Pétur Ingv- arsson 17, Jón Arnar Ingvarsson 15, Sigfús Gizurarson 14, Bergur Eðvarðsson 14, ívar Ásgrímsson 2. Stig Keflvíkinga: Damon Johnson 27, Gunnar Einarsson 15, Falur Harðarson 13, Kristinn Friðriksson 12, Albert Óskarsson 10, Guðjón Skúlason 9, Elentínus Margeirs- son 5, Birgir Öm Birgisson 3. -SS Konurnar fara með Leikmenn norska knattspyrnuliðsins Brann verða er- lendis í 59 daga frá áramótum og fram í apríl þar sem þeir búa sig undir 8 liða úrslitin í Evrópukeppni bikar- hafa og næsta tímabil í Noregi, í blaðinu Bergens Avis í gær er sagt frá því að þetta sé mikið vandamál fyrir fjölskyldumennina í liðinu. Fimm þeirra eigi lítil böm, þar á meðai Ágúst Gylfason og Birkir Kristinsson, og fyrir þá sé mjög erfitt að vera svona lengi Qarverandi frá heimilum sínum. Félagið hefur þó aðeins komið til móts við leikmenn- ina því þeir fá alla vega að taka fjölskyldurnar með sér í viku æfingabúðir á Spáni en þurfa þó aö greiða sjálfir aukakostnaðinn sem því fylgir. -VS Spenna í Njarðvík - þegar heimamenn lögðu ÍA, 78-74 „Ég er ánægður með aö við séum komnir áfram. Við lékum ekkert sérstaklega vel og var ég ekki sáttur við margt í leik okkar. Við náðum að þétta vömina í lokin og innbyrða þannig sigur. Óskamótherjinn í 8 liöa úrslitunum er Selfoss,“ sagöi Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvík- inga, eftir sigur á ÍA, 78-74, í hörku- leik í 16 liða úrslitum bikarkeppnin- ar í körfuknattleik í Njarðvík. Leikurinn var jafn og spennandi en þó höföu Njarðvíkingar oftast forystuna en Skagamenn vora aldrei langt undan'og höfðu yfir í hálfleik, 35-37. Heimamenn komu vel stemmdir til síðari hálfleiksins, skoraðu 10 stig í röð sem gerði nán- ast útslagið þó svo að Skagamenn heföu komist inn í leikinn að nýju. Torrey Johnson skoraði mikil- vægar körfur og hitti úr vítaskotum á réttum augnablikum. Ermolinski var Njarðvíkingum erfiður enda snjall varnarmaður og Bayless lék vel. Stig Njarðvíkur: Torrey 27, Kristinn 18, Páll 9, Sverrir 8, Friðrik 7, Jóhannes 7, Rúnar 2. Stig ÍA: Bayless 34, Ermolinski 16, Haraldur 12, Elvar 5, Brynjar 4, Brynjar K. 3. -ÆMK íþróttir Stjörnuleikur í Evrópu Stjömuleikur Evrópu í körfúknattleik fer fram í fyrsta skipti þann 30. desember í Istan- búl í Tyrklandi. Þar mætast úr- valslið Vestur- og Austur-Evrópu en leikmennimir vora valdir meö skoðanakönnun í 10 körfubolta- tímaritum. Leikmenn „Vestursins" koma frá liðum í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu en leikmenn „Austursins" frá Rússlandi, Tyrk- landi, Grikklandi, Króatíu og ísr- ael. Þeir era ekki valdir eftir þjóð- emi, heldur landinu sem þeir spila í. Þrír Bandaríkjamenn verða t.d. þátttakendur í leiknum, sem á að verða árlegur viðburður og styrkja stöðu körfuboltans í Evrópu gagnvart NBA-deildinni. KR-c á uppleið Eins og DV sagði frá á dögun- um er c-lið KR í keilu í botnbar- áttu 3. deildar en í liðinu era nokkrir kunnir knattspymu- menn og fleiri mætir KR-ingar. Þrotlausar æfingar virðast famar að skila árangri því KR-c vann í fyrrakvöld óvæntan sigur á Keilurefum, 6-2, og situr ekki lengur á botninum. Keane á batavegi Roy Keane, knattspymumaður þjá Manchester United, er ekki eins iila meiddur og óttast var í fyrstu þegar hann var borinn af velli í Vínarborg í fyrrakvöld. Keane stefiiir á að byrja að spila á ný þegar United mætir Aston Villa á nýársdag. Iversen farinn Norski landsliðsmaðurinn Steffen Iversen gekk í gær í raðir Tottenham frá Rosenborg. Tottenham keypti hann fyrir 450 milljónir og er hann þar með orð- inn dýrasti leikmaður Noregs fyrr og síöar. „Það er auðvitað leiðinlegt að yfirgefa Rosenborg núna þar sem liðið er komið áfram í Evrópukeppninni en Tottenham gerði mér gott tilboð og ég vildi fara til þeirra," sagði Iversen. Elverum vann Elverum, sem Gunnar Gunn- arsson þjálfar, fékk sin fyrstu stíg í norsku úrvalsdeildinni í hand- bolta í fyrrakvöld. Elverum vann þá Urædd, 19-25, í slag botnlið- anna en bæði lið höfðu áður tap- að fyrstu 8 leikjum sinum. Eftir 9 umferðir er Drammen efst með 16 stig en Viking og Sandefjord eru með 14 hvort. Á botninum eru Norröna með 3 stig, Elverum 2 og Urædd ekkert stig. Academica í sjötta Academica Vigo, mótherjar Stjömunnar i EHF-bikamum, era dottnir niður í 6. sæti spænsku 1. deildarinnar. Eftir 14 umferðir er Barcelona með 28 stig, Ademar 24, Bidasoa 18, Caja 16, Valladolid 15 og Academica 15 stig. -VS/GH David Robinson, hinn snjalli mið- herji San Antonio, leikur líklega fyrsta leik sinn á tímabilinu í nótt þegar lið hans mætir Vancouver. Robinson hefur átt við bakmeiösli að stríða og San Antonio hefur tapað 13 leikjum af 16 í fjarveru hans. Penny Hardaway leikur væntan- lega með Orlando á ný i nótt eftir þriggja vikna fjarveru. Orlando mæt- ir LA Lakers, sem skartar fyrrum stjömu liðsins, Shaquille O’Neal. Út- lit er fyrir að Dennis Scott og Nick Anderson verði líka orðnir heilir heilsu en án þessara þriggja hefur lið Orlando verið gjörsamlega vængbrot- ið i síðustu leikjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.